Morgunblaðið - 19.03.2004, Page 63

Morgunblaðið - 19.03.2004, Page 63
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARS 2004 63 ÚRVALSDEILDARLIÐ Grindvíkinga í knatt- spyrnu fer um næstu mánaðamót til Belgrad, höf- uðborgar Serbíu-Svartfjallalands, og dvelur þar í æfingabúðum í níu daga. Grindvíkingar fara utan 31. mars og verða í íþróttamiðstöð rétt utan við borgina þar sem þeir æfa, og auk þess spila þeir sex leiki gegn serbneskum liðum. Þar á meðal gegn fyrrverandi Evrópumeisturum Rauðu stjörn- unnar en sá leikur, sem verður sá fyrsti í ferðinni, verður gegn blöndu úr aðalliði og varaliði þessa fræga félags sem varð Evrópumeistari 1991 og vann heimsbikar félagsliða sama ár. Rauða stjarn- an, sem var eitt frægasta félagið í A-Evrópu á sín- um tíma, er með sjö stiga forystu í serbnesku úr- valsdeildinni um þessar mundir. Að auki leika Grindvíkingar við úrvalsdeildarliðin Borac og Radnicki Obrenovac og 1. deildarliðið Rad og B-lið Grindvíkinga mætir varaliðum Zeleznik, sem leik- ur í úrvalsdeild, og Cukaricki, sem leikur í 1. deild. Grindvíkingar fara til Belgrad MIKIL umræða hefur verið að undanförnu á spjallvefjum um körfuknattleik þess efnis að von væri á liðsstyrk frá Bandaríkjunum í Íslandsmeistaralið Keflavíkur. Hrannar Hólm, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, sagði í gær við Morgunblaðið að enginn leik- maður væri á leið til félagsins fyrir fyrsta leik liðsins gegn Grindvíkingum í undanúrslitarimmu liðanna á laugardaginn. Hrannar bætti því við að Keflavíkurliðið hefði átt slaka leiki að undanförnu en það væri mat manna að liðið væri í stakk búið til þess að leggja Grindvíkinga að velli. „Við höfum þann möguleika að bæta við okkur manni, tefla fram þremur Bandaríkjamönnum líkt og Grindavík. En það er ekki á dagskrá hjá okkur eins og staðan er í dag, við höfum haldið hópinn frá því í haust og vitum hvað í honum býr. Við treystum þessum hópi til að fara alla leið og stöndum á bakvið okkar leikmenn,“ sagði Hrannar Hólm. Meistararnir ætla ekki að fá liðstyrk ERIC Black, knattspyrnustjóri Cov- entry, er himinlifandi með Bjarna Guðjónsson, lánsmanninn frá Bochum í Þýskalandi, en er sannfærður um að hann eigi eftir að sýna enn meira næstu vikurnar. Bjarni átti frábæran leik í fyrrakvöld, skoraði tvö mörk og lagði eitt upp í 4:1 sigri á Preston, en tókst ekki að krækja í þrennuna þegar markvörður Preston varði frá honum vítaspyrnu undir lok leiksins. „Fyrra markið var eins og þau ger- ast best, en aðalmálið er að Bjarni er mjög hreyfanlegur og virkur í spilinu og frammistaða hans í fyrri hálfleik var frábær. Ég var hissa þegar Gary McSheffrey leyfði honum að taka víta- spyrnuna, Bjarni hefur kannski sagt eitthvað við hann á íslensku, en það skipti ekki máli þó hann nýtti hana ekki því hann lék virkilega vel. En ég er líka sannfærður um að hann á eftir að bæta sig enn frekar,“ sagði Black við Evening Telegraph. í Coventry Í umfjöllun um leikinn í sömu grein er Bjarna hælt á hvert reipi. Sagt er að hann hafi verið svo beittur í stöðu fremsta miðjumanns að Preston hafi ekki átt nein svör. Móttaka hans, boltameðferð, sendingar og fyr- irgjafir hafi verið fyrsta flokks, sem og leikskilningur og tilfinning fyrir hreyfingum samherjanna. Bjarni hefur leikið 9 leiki með Cov- entry frá því hann kom þangað og skorað í þeim 3 mörk. Á sama tíma hefur Coventry þotið upp 1. deild- artöfluna. „Bjarni frábær og á enn eftir að bæta sig“ FÓLK  BERGÞÓR Morthens, leikmaður 1. deildarliðs Þórs í handknattleik, slasaðist á æfingu í fyrrakvöld. Samkvæmt vef félagsins er talið að hann hafi bæði brotnað og slitið lið- bönd í ökkla. Þórsarar eru með mjög fámennan hóp fyrir síðustu fjóra leiki sína í deildinni því margir hafa helst úr lestinni hjá þeim í vet- ur.  FORRÁÐAMENN bandaríska landsliðsins í körfuknattleik hafa óskað eftir því að miðherji Los Ang- eles Lakers, Shaquille O’Neal, og framherji Minnesota Timberwolv- es, Kevin Garnett, leiki með liðinu á Ólympíuleikunum í Aþenu í Grikk- landi. Þeir félagar hafa hinsvegar ekki gefið svar og hafa þeir fengið tveggja vikna umhugsunarfrest.  ÓVÍST er hvort Kobe Bryant, leikmaður Lakers, geti tekið þátt þar sem hann stendur í ströngu í dómsölum vegna ákæru um nauðg- un og hefur Larry Brown, þjálfari bandaríska landsliðsins, sagt að það komi til greina að velja LeBron James í hans stað. Liðið er þannig skipað í dag: Jermaine O’Neal, Jas- on Kidd, Mike Bibby, Tracy McGrady, Allen Iverson, Ray Allen, Karl Malone og Tim Duncan.  SPÆNSKA knattspyrnuliðið Barcelona hefur óskað eftir því að fá að ræða við franska framherjann David Trezeguet sem er samnings- bundinn ítalska liðinu Juventus fram til ársins 2005. Faðir leik- mannsins segir í viðtali við franska íþróttadagblaðið l’Equipe að spænska liðið hafi verið á höttunum eftir Trezeguet í heilt ár en fjár- hagsstaða Barcelona hefur tekið stakkaskiptum að undanförnu en stærstu bankar í Katalóníu endur- fjármögnuðu skuldir félagsins á dögunum. Barcelona skuldaði tæp- lega 14 milljarða kr. Trezeguet hef- ur skorað 59 mörk í 93 leikjum með Juventus en hann er 26 ára gamall og hefur verið í herbúðum ítalska meistaraliðsins frá árinu 2000. MIHAJLO Bibercic, markahæsti er- lendi knattspyrnumaðurinn í efstu deild hér á landi frá upphafi, er væntanlega á leið til landsins á ný eftir sex ára fjarveru. Hann er væntanlegur til 1. deildarliðs Stjörnunnar í Garðabæ um miðjan næsta mánuð ásamt landa sínum frá Serbíu-Svartfjallalandi, Dalibor Lazic, 22 ára gömlum miðjumanni, og ef að líkum lætur skrifa þeir undir samning við Stjörnuna. Ragnar Gíslason, annar af þjálf- urum Stjörnuliðsins, var í Serbíu- Svartfjallalandi á dögunum þar sem hann hitti þá Bibercic og Lazic og þar var ákveðið að leikmenn- irnir kæmu til Stjörnunnar í næsta mánuði. „Bibercic leit bara virkilega vel út og allar fréttir þess efnis að hann væri vel í holdum voru ekki réttar. Hann hefur spjarað sig vel með liði sínu og mér skilst að hann hafi skorað 9 mörk í 14 leikjum svo hann kann þetta allt ennþá,“ sagði Ragnar við Morgunblaðið í gær en Bibercic, sem er orðinn 36 ára, hef- ur í vetur leikið í næstefstu deild í Serbíu-Svartfjallalandi. Bibercic, sem er frá Svartfjalla- landi og spilaði með Pristina í úr- valsdeildinni í Júgóslavíu, lék hér á landi í sex ár, frá 1993 til 1998, og skoraði 52 mörk í 74 leikjum í efstu deild með ÍA, KR og Stjörnunni, en auk þess lék hann nokkra leiki með Breiðabliki í 1. deild í byrjun tíma- bils 1997. Hann varð markakóngur efstu deildar 1994 þegar hann skor- aði 14 mörk fyrir ÍA en þar lék hann í þrjú ár, 1993–94 og 1996, og skoraði 33 mörk í 46 deildaleikjum. Með KR skoraði hann 13 mörk í 17 leikjum sumarið 1995 og varð þá þriðji markahæsti leikmaður deild- arinnar. Hann varð þrisvar Íslands- meistari og tvisvar bikarmeistari með ÍA og bikarmeistari með KR. Sumarið 1997 skoraði Bibercic 5 mörk í 9 leikjum með Stjörnunni í efstu deild og tímabilið 1998 hóf hann að leika með ÍA á ný, en hætti eftir fyrsta deildaleikinn og fór af landi brott þar sem hann var ekki í nægilega góðri æfingu. Bibercic á leið til Stjörnunnar Ég er búinn að fá sömu svör hjáöllum þeim læknum sem skoðað hafa hnéð. Þeir segja að ég geti ekki spilað knattspyrnu framar og það þýðir lítið fyrir mig að streit- ast á móti því. Ég á ekkert val. Ég verð einfaldlega að sætta mig við þá staðreynd að knattpyrnuferlinum er lokið og skórnir eru komnir á hilluna,“ sagði Andri í samtali við Morg- unblaðið. Meiðslunum, sem bundu enda á feril Andra, varð hann fyrir í leik með Molde gegn Moss í norsku úr- valsdeildinni í maí 2002. Hann þrí- brotnaði við hnéliðinn á vinstra fæti eftir samstuð við markvörð Moss. Auk brotanna varð mikill skaði á brjóski í hnénu ásamt því að liðþófi gaf sig. „Það er bara lítið sem ekkert brjósk eftir í hnénu og þar af leið- andi er útséð um að ég fái mig góðan af þessum meiðslum. Það er ekkert hægt að gera til að laga þetta. Ég er búinn að leita til margra lækna og sérfræðinga, bæði hér í Noregi og þó aðallega í Svíþjóð auk þess sem myndir hafa verið sendar til margra lækna og þeir hafa allir komist að sömu nið- urstöðu,“ segir Andri. Andri var í stöðugum meðferð- um hjá læknum og sjúkraþjálfur- um og eftir margra mánaða end- urhæfingu spilaði hann fyrsta leik Molde í norsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Það reyndist hans síðasti leikur. Hnéð stokkbólgnaði og hann átti erfitt með gang og eftir ítarlegar rannsóknir komust læknar að þeirri niðurstöðu að hnéð væri það illa farið að hann gæti ekki spilað meira. Hristi hausinn Hvernig er fyrir þig að kyngja þeirri staðreynd að þú spilir ekki knattspyrnu framar? „Þetta var óskaplega mikið áfall þegar ég fékk að heyra það fyrst frá læknum að ég ætti ekki aft- urkvæmt í fótboltanum. Það var ekki alveg það sem ég átti von á. Þó svo að ég sé búinn að eiga erf- iðan feril hvað meiðsli varðar þá hélt ég ekki að þetta væri svona slæmt. Ég fékk þó strax að vita eftir aðgerðina að þetta væru al- varleg meiðsli en ég hef áður lent í erfiðum meiðslum. Þegar ég var hjá Bayern meiddist ég illa í ökkl- anum. Þá var mér sagt að þetta liti illa út og eins þegar ég fékk sýk- inguna í lífbeinið heima þegar ég spilaði með KR. Margir afskrifuðu mig þá en mér tókst að vinna bug á þeim meiðslum. Ég hristi því hausinn fyrst þegar læknar sögðu við mig hérna úti að ferillinn væri búinn en svo kom bara á daginn að þeir höfðu rétt fyrir sér. Síðustu mánuðir hafa því verið ansi erfiður tími fyrir mig en það er lítið sem ég gert annað en að reyna að taka þessu með eins miklu jafnaðargeði og ég get. Lífið heldur áfram og ég verð bara að líta björtum augum á framtíðina,“ segir Andri sem er í sambúð og á tvö börn, 5 ára strák og þriggja mánaða gamla stúlku. Andri hóf ungur að sparka bolta. Fjögurra ára mætti hann á sína fyrstu æfingu hjá KR og fljótlega komu hæfileikar hans í ljós. Átján ára gamall gerði hann samning við þýska stórliðið Bayern München. Hann var á svokölluðum unglinga- samningi hjá Bæjurum í tvö ár en kom svo heim 1997 og gekk í raðir KR. Andri stimplaði sig vel inn í íslensku knattspyrnuna og sumar- ið 2000 varð hann markakóngur Íslandsmótsins þegar KR-ingar hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum. Eftir mótið var hann seldur til Salzburg í Austurríki þar sem hann var í eitt og hálft ár og þaðan lá leið hans til Molde. Andri gerði fjögurra ára samning við Molde og er samningsbundinn félaginu út þetta ár en þar sem útséð er um að hann leiki knattspyrnu framar vinnur hann að því að fá starfs- lokasamning við félagið. Andri lék sjö landsleiki og skoraði í þeim leikjum tvö mörk og hann þótti á þeim tíma framtíðarframherji landsliðsins sem miklar vonir voru bundnar við. Búinn að fá upp í kok af fótbolta „Ég á von á því að ég fái mig lausan frá samningi við Molde á allra næstu dögum. Ég bíð spennt- ur eftir að losna svo ég geti farið að takast á við ný verkefni,“ segir Andri. Spurður hvað hann hyggist taka sér fyrir hendur segir Andri; „Ég er með góð plön og ýmislegt á prjónunum sem ég vil ekki ræða um á þessari stundu. Ég get sagt þér að þetta tengist ekki knatt- spyrnunni því eins og er þá er ég búinn að fá alveg upp í kok af fót- bolta. Ég útiloka þó ekki að koma aftur inn í fótboltann á öðrum for- sendum. Það eru ýmsir möguleikar hjá mér svo sem þjálfun og þá hafa mér boðist störf í Noregi í kringum fótboltann. En eins og staðan er í dag þá vil ég prófa eitt- hvað nýtt og draga mig í hlé frá boltanum. Það er bjart fram undan hjá mér og ég kvíði engu þó svo að ég hafi þurft að segja skilið við knattspyrnuna.“ Andri segist tryggður og er að vinna í að klára sín mál hvað tryggingarnar varðar. Hann segir að forráðamenn Molde hafi reynt eftir megni að aðstoða sig en það hafi líka verið mikið áfall fyrir þá þegar úrskurður lækna lá ljós fyr- ir. „Það var erfitt tímabil hjá Molde í fyrra. Liðinu gekk illa að skora mörk og auðvitað benti fólk á mig og spurði: hvar er þessi maður sem átti að skora mörkin fyrir okkur?“ Andri segist af og til heimsækja félaga sína í Molde á æfingar. „Það er ekki auðvelt fyrir mig að fara niður á völl og sjá félagana reima á sig skóna og reyna um leið að vera einhver trúður inni í bún- ingsklefanum.“ Yngri bróðir Andra, Kolbeinn Sigþórsson, hefur vakið mikla at- hygli fyrir hæfileika sína á knatt- spyrnuvellinum og mörg erlend fé- lög eru farin að renna hýru auga til Víkingsins unga sem á vormán- uðum verður fermdur. Arsenal er eitt þeirra liða sem hafa augastað á Kolbeini. Honum var boðið til æfinga hjá Lundúnaliðinu á síð- asta ári og það vill fá hann aftur til sín eins fljótt og auðið er. Andri segist fylgjast vel með bróður sín- um. „Ég mun eftir fremsta megni reyna að aðstoða Kolbein og svo að hann lendi ekki í öllu því sem ég lenti í. Ég fór ungur út og ég get vonandi vísað honum veginn. Kolbeinn er efnilegur og hann á bjarta framtíð í fótboltanum en það er margt sem getur breyst á þeim aldri sem hann er á.“ Alvarleg hnémeiðsli hafa bundið enda á knattspyrnuferil Andra Sigþórssonar Lífið heldur áfram ANDRI Sigþórsson hefur lokið knattspyrnuferli sínum, aðeins 27 ára gamall. Andri varð fyrir alvarlegum hnémeiðslum í leik með norska liðinu Molde fyrir tveimur árum og eftir ítarlegar rannsóknir margra lækna og sérfræðinga hafa þeir komist að þeirri niðurstöðu að hann eigi ekki afturkvæmt í knatt- spyrnuna. Andri vinnur nú að því að fá starfslokasamning við félag sitt í Noregi og semja um tryggingarbætur og síðan að hasla sér völl á nýjum vett- vangi. Guðmundur Hilmarsson skrifar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.