Alþýðublaðið - 19.04.1922, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.04.1922, Blaðsíða 2
1 ALÞYÐUBLAÐÍÐ Heykviksk reiðmenska. Verkafólk óskast til fisliþvotta. H. P. D u u s. ■ i Reykvíkingar eru miklir reið menn. Það sést bezt ef maður stendur einhvern góðviðrisdag úti hjá Tungu og sér alla þá hópa af fínum herrum og frúm þeysa á .gæðingum* sínum út úr bænum, Og það lasta eg nú ekki að menn og konur sem það geta fari f út reiðartúra og hristi af sér rykið. En einu taka menn eftir bjá þess- um reiðgörpum, og þá sérstak- lega aðkomumenn, og það er að Reykvíkingar kunna ekki jafn vel að sitja hest og þeim þykir það gatnan. Eg var á gangi niðri í Aðal- stræti f gær, og varð starsýnt á einn af þessum reykvfksku reið görpum, þar sem hann þeysti suður Aðalstræti. Hesturinn sem hann reið var ferðlúinn, maðurinn rfghélt f tauminn og danglaði með fótunum f síður hestsins, auð sjáanlega til að láta hestinn sýn- ast sem viljugastan Hestgreyið hélt höfðinu hátt og gapti, því járnbeislisstengur voru og járn mélin hafa farið óþægilega f munni hestsins. Við þetta sýndist hest urinn feykilega viljugur þeim sem ekki tóku eftir þvf að maðurinn sparkaði < sfðu hestsins með fæt inum. En reiðkúnstir mannsins voru ekki alveg búnar. Alt í einu henti hann ser niður á makka hestsins og slepti taumunum, lík- lega eins og til að láta sýnast vera uppgefinn að halda viðil En við það að hann slepti taumunum sá maður að besturinn var ekkert sérlega viljugur. Þessar kúnstir endurtók nú maðurinn hvað eftir annað og hestgreyið vissi varla hvað hann átti af sér að gera. Þetta er ekki einsdæmi hér f Reykjavik. Þetta er algengt, að þessir nýmóðins reiðgarpar sjáist Það er nauðsynlegt að benda þessum reiðmönnum á (því ekki sjá þeir það sjálfir) hvað þessi reykvfkska reiðmenska er Ijót. Þeir vekja ekki einungis fyrirlitn ingu á sér hjá þeim sem á horfa, heldur fara þeir mjög ilia með hestinn. Og eg vii beina þvf til hins nýstofnaða hestaeigendafé- lags, að áður en kappreiðar fara hér fram þarf félagið að fá hing- að sveitamann til að kenna þess- um ,ffnu* að sitja hest Þvf þeir mega ekki halda áfram að halda að þetta sé fallegt. Það þarf að venja þá af þessu. Hestaeigendur sem leigja hesta sfna út, eiga ekki að lána hesta sína þessum mönnum fyr en þeir hafa fengið tilsögn bjá sveita- manni. Það þarf að útrýma þeim öllum eins og rottunum. Rvfk, á 2. páskad. 1922. Þó er svið hugsunarhátternis frem- ur þröugt, en það orsakast af gamalli verzlunaránauð. Þó er hið fyrnefnda a. m. k. að Iagast eftir þvf sem menn koma betur auga á kosti og gæði sveitarinnar. En það hefir orðið mörgum mannin- um erfitt að opna augun til að sjá, hve Vopnafjörður er dýrðleg sveit. (Frh) J. Br. jístanðið á Vopnajirði. Ritstjóri þessa blaðs hefir beðið mig að skrifa um ástandið á Vopna- firði. Vildi hann með þvf fá fram f dagsljósið hvernig ástatt væri meðal almennings í hinum fjærztu kauptúnum landsins, f þeim kaup túnum, þar sem Iftið er um fram- farir eða framkvæmdir þær, er heill og velferð fólksins byggist á. Vopnafjörður er stór og fjöl- menn sveit. Hún er mjög fögur og aðlaðandi, þegar alt er f blóma. Hið neðra er gróðurríkt iágiendi, mjög auðugt að stör og hálfgresi og öðru þvf, er f hlöðu verður flutt. Hið innra eru blómríkir daiir með grænu kjarri, forsandi lind um og syngjandi fuglum. Yfir hvflir værð og friður f blámóðu sólarinnar yfir dölum og hálsum. Hið efra gnæla tignarlegir hamrar með landsiegum tignarsvip. Bú- sæid er víða mikil og fiestar jarðir liggja vel við umbótum. Fram- tíðarmöguleikarnir eru takmarka- lausir, enda er sveitin með þeim beztu á þessu landi. Hin þykka, dökka gróðcrmold getur f fram tfðinni gefið fólkinu mikinn arð og jafnan öllum þeim mönnum, er vilja til hans vinna. Fólkið er að upplagi hraust og ötuit, enda af góðu bergi brotið. Þakkarávarp Hjartanl. þakklæti mitt færi eg öllum þeim, fjær og nær, sem á margvfsiegan hátt hafa rétt mér hjálparfiönd og kærleiksríka hlut- tekningu, útaí hinu sorgl. fráfalli m.nösias míns, Þórarins Jónsson- ar, og bið Guð að launa þeim góðverk þeirra vlð mig. Frambæ á Eyrarbakka, >5/4 1922. Guðrún Jóhannsdóttir. St. Skjalðbreið nr. 117. Skemtikvöld á föstudaginn. Fiokkabardaginn endar. Kaffi og fleira. Harmonikur, einfaldar og tvöfaldar. FrefölÆ harmonika með tækifærisverði. Hijóðfærahús Ryíkur, Laugaveg 18 A. Þróttur fyrsta sumardag. Drenglr og telpnr sem viija selja hann komf á Klapparstíg 25 til afgreiðslu* mannsins, kl. 10—II árdegis.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.