Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 8
8 | FÓLKIÐ | FÖSTUDAGUR 26|3|2004 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur Stuð á NASA Í svörtum fötum og Stuð- menn á NASA. Fyrstu 200 fá frítt inn, opnað kl. 23. Norskir tónar á Jóni forseta Söngkonan Heidi Marie Vestrheim, frá bænum Øystese, nærri Bergen, leyfir Íslend- ingum að hlýða á norska tóna á Jóni forseta. Veislukvöld Veislukvöld með Eddu Björgvins á Kaffi Reykjavík. Urður á Kapital Urður, a.k.a. Earth úr Gus Gus, heldur hita á mann- skapnum. Morfís Úrslitaviðureign Mælsku- og rök- ræðukeppni framhaldsskólanna í Háskólabíói kl. 20. MH-ingar segja að maðurinn sé heimskur, Verslingar mótmæla. Rúni Júl á Fjörukránni Fjörið á Fjörukránni hefst um kl. 23. Nikkufjör í Ásgarði Félag harmon- íkuunnenda í Reykjavík heldur dansleik í Ásgarði, Glæsibæ, kl. 21.30. 3x5 Vikan 26.3. - 1.4. Laugardagur Frá sunnudegitil fimmtudags folkid@mbl.is DJ Andri DJ Andri heldur gestum lafmóð- um á Dátanum, Akureyri. MTV- tónlist á öllum tjöldum. Hátíðartónleikar Hátíðartónleikar í Hallgrímskirkju í tilefni af boðunardegi Maríu. Sunnudagur kl. 16. Einn tveir, einn tveir Sándtékktónleikar á Grandrokki kl. 23.00. „Tónleikarnir munu leiða saman nokkra listamenn Sándtékk-afnplötunnar ásamt fleiri frábærum gestum.“ 500 kall inn. Exos Exos’ World of Houze Musik á de Palace, Hafnarstræti. Alltaf fjör í Atinu At í Ríkissjónvarpinu á miðvikudag kl. 20.50. Stórleikur í enska Arsenal tekur á móti Manchester United á sunnudaginn. Verða Skytturnar með aðra höndina á meistaratitlinum að leik loknum? Sýndur á Sýn kl. 14.50. París að nóttu Kabar- ettleikritið Paris at Night frumsýnt í Borgarleikhúsinu á sunnudag kl. 21. Mezzo- forte á Gauknum Ein vinsæl- asta ís- lenska hljómsveitin snýr aftur á Gauki á Stöng á fimmtudag- inn. „Farið í tvöfalda röð,“ sagði ein- kennisklæddur maður skipandi og það hvarflaði ekki að mér ann- að en að hlýða. Við hlið mér var ókunnug stelpa og það mátti ráða af svip hennar að henni fannst þetta jafn undarlegt og mér. Fyrr en varði sameinaðist litla röðin okkar mun stærri röð. Mannfjöldinn skipti hundruðum. Röðin silaðist áfram. Enginn þorði að tala upphátt og hvað þá hlæja. Þegar ég loks kom inn í bygginguna vissi ég varla við hverju var að búast. Það var kalt þar inni og einhver undarleg lykt. Ég veit ekki hvort virðing mín var sönn eða hvort vopnaðir verðir hafi gert það að verkum að ég þorði ekki annað en að lúta höfði. Og þarna var hann í allri sinni dýrð. Ho Chi Minh, fyrrv. for- seti og frelsishetja Víetnama. Hann er þó ekki á lífi líkt og marg- ir ókunnir kynnu að halda. Hér er um að ræða lík hans sem Víet- namar hafa varðveitt í áraraðir en Ho Chi Minh lést árið 1969. Minnismerkið um Ho Chi Minh er eitt fjölmargra viðkomustaða ferðamanna í höfuðborg Víet- nam, Hanoi. Grænjaxlinn ég hélt að Bang- kok væri brjálaðasta borg í heimi. Ég skipti um skoðun um leið og ég kom til Hanoi. Í borg- inni búa um þrjár milljónir manna og kæmi mér ekki á óvart að hér sé eitt mótorhjól á mann. Þrátt fyrir viðvaranir um umferðina og hávaðann var ég engan veginn undir þetta búin. Hér virðist meg- inumferðarreglan vera að flauta eins oft og mögulegt er. Göngu- ljós eru ekki beinlínis á hverju horni og oft er eina leiðin til að komast yfir götu að loka aug- unum og vonast til að komast heilu og höldnu upp á næstu gangstétt. Í Hanoi skortir svo sannarlega ekki sölumennsku og oft víkur kurt- eisin fyrir ágengni. Sjálf er ég orðin dauðþreytt á ágeng- um og dónalegum sölumönnum sem virðast ekki skilja orðið nei. Göngutúr um borgina vekur enn og aftur spurningar um hvers vegna veröldin er eins og hún er og hvort það sé í raun eðlilegt að sum börn þurfi að ganga betlandi um götur á meðan önnur eru á fótboltaæfingu. Þrátt fyrir gall- ana er Hanoi falleg borg með ið- andi mannlífi. Hér eru alls konar söfn og ferðamenn sem þola skrýtna lykt geta auðveldlega gleymt sér á líflegum mörkuðum. Frá Hanoi hélt ég norður til Halong Bay og Cat Ba-þjóðgarðs- ins þar sem ég í hópi nýrra félaga sigldi um stærðarinnar eyjaklasa og skyggndist inn í líf fólks sem lifir lífi sínu í fljótandi þorpum. Ég gleymi aldrei Ísraelunum sem ég kynntist. Allir nýkomnir úr hern- um eftir þriggja til fjögurra ára þjónustu fyrir vafasaman mál- stað. Af spjalli við þá lærði ég meira um Ísrael og daglegt líf þar en nokkur sögubók hefði getað kennt mér. Í siglingunni kynntist ég líka Japana og komst að því að meint vinnusemi okkar Ís- lendinga fölnar við hlið þess sem þykir eðlilegt í Japan. Sjálfur vann hann alltaf 14 tíma á dag og fékk aðeins vikufrí á ári. HIN RAUNVERULEGU MINNISMERKI Næsti viðkomustaður var Hué, á mörkum norðurs og suðurs. Þar er nóg að aðhafast en einn daginn ákvað ég að skella mér í hjólreiðatúr í leit að strönd sem sögð var í 13 km fjar- lægð. Eitthvað virðist ég hafa treyst um of á leiðbeiningar heima- manna sem ekki skilja svo mikið í mínum tungumálum því aldrei fann ég ströndina. Hins vegar endaði ég inni á heimili í litlu þorpi að spila 21 við unglings- stelpu og gamla konu. Ég snæddi með þeim hádegisverð, þær buðu mér upp á te og nýr tyggjópakki var opnaður til að heiðra útlendinginn. Samskipti okkar fóru fram með líkamstján- ingu, örfáum enskum orðum og smá skammti af víetnömsku. Rödd Kanadamanns hljómar í höfði mér þegar hann spurði leið- sögukonuna okkar á stríðs- slóðum hvers vegna minn- ismerki um stríðið væru ekki fleiri og haldið betur við. „In USA there is a lot of them. Is it be- cause you want to forget the war?“ Ég man svo vel tilfinn- inguna þegar ég heyrði þessi orð, horfandi á hin raunverulegu minnismerki um stríðið. Hvað ætli taki þessar stóru sprengju- holur langan tíma að gróa? Kannski jafnlangan tíma og sár þjóðarinnar? Rykfallin drápstæki á söfnum hafa víst ekki alltaf ver- ið rykfallin. Limlest fólk sem betl- ar á götum og gamlar ljósmyndir af angist saklauss fólks gera fjölda slasaðra og látinna að meiru en tölu á blaði. Glamúrinn sem einkennir stríðskvikmyndir verður fáránlegur við hliðina á enn einu barninu sem fæðist vanskapað vegna langtímaáhrifa efnavopna. Er í raun og veru hægt að vinna stríð? HEIMSHORNA Á MILLI: Halla Gunnarsdóttir skrifar frá norðurhluta Víetnam ER HÆGT AÐ VINNA STRÍÐ? Lausleg þýðing: Halló fólk hjá [kanadísku sveitarfélagi] Ég heiti Jörgen Sörensen og ég er formaður aðdáendaklúbbs Rods Stewarts á Norðurlöndum. Ég verð á ferðinni í Kanada í kjölfar goðsagn- arinnar minnar hr. Stewarts á tónleikaför hans um Kanada 2004. Mér var sagt að þið væruð með Idi Amin-tvífarakeppni í lok ágúst. Er það rétt? Get ég tekið þátt í keppninni? Hvenær er hún? Fyrirfram þakkir! Jörgen Sörensen AÐDÁENDAKLÚBBUR RODS STEWARTS Svar: Kæri hr. Sörensen: Þakka þér fyrir fyrirspurnina um [sveitarfélag í Kanada]. Ég er hrædd um að mér sé ekki kunnugt um þessa keppni. Ég geri ráð fyrir að þú get- ir fengið frekari upplýsingar hjá ferðamálaráði [kanadíska sveitarfé- lagsins] en ég held að það hafi ekki netfang. Starfsmaðurinn heitir [nafn á kanadískri konu] og síminn hjá henni er [símanúmer í Kanada]. Ég get ekki gert betur – vona að það komi að gagni. [Kanadísk kona] ritari hjá [kanadíska sveitarfélaginu] Idi Amin-tvífarakeppni í Kanada? BRÉFASKIPTI JÖRGENS SÖRENSENS From: Jorgen Sorensen <rodstew- art_fanclub@hotmail.com> To: clerk@[sveitarfélag í Kanada].com Subject: Hallo people of [sveitarfélag í Kanada] My name is Jorgen Sorensen and I am chair- man of the Rod Stewart club in Scandinavia. I am going to be travelling in Canada follow- ing my legent Mr. Stewart on his Canada 2004 tour. I was told that you where having a Idi Amin lookalike contest in end of aug- ust. Is that correct? Can I particepate in the contest? When is it? Beforehand thanks! Jorgen Sorensen ROD STEWART FAN CLUB Svar: From: <clerk@[sveitarfélag í Kanada].com> To: <rodstewart_fanclub@hotmail.com> Subject: RE: Dear Mr. Sorensen: Thank you for your enquiry about [sveitarfé- lag í Kanada]. I’m afraid I am not familiar with this contest. I expect that you would be able to get more information from the [sveit- arfélag í Kanada] Tourism Board but I don’t think they have an e-mail address. The Co- ordinatior’s name is [nafn á kanadískri konu] and her telephone number is [síma- númer í Kanada]. That’s the best I can do - hope it helps. [Kanadísk kona] Municipal Services Clerk RM of [kanadískt sveitarfélag].

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.