Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26|3|2004 | FÓLKIÐ | 7
Það fer fátt jafnmikið í taugarnar á mér og
þegar fólk slengir þeirri firru í andlitið á mér
að nám sé ekki vinna. Nám er ekki aðeins
vinna heldur er það tvöföld, ef ekki þreföld
vinna. Margir telja mig ef til vill mála skratt-
ann á vegginn í þessum efnum en dokið við.
Ég er þekkt fyrir lítið annað en málefnalega
umræðu og leiði því fram þrjú sönnunargögn
máli mínu til stuðnings:
Sönnunargagn A – Nám spyr ekki um 40
stunda vinnuviku eða reglur EES um hæfileg-
an hvíldartíma. Námsmaðurinn stritar myrkr-
anna á milli, jafnvel heilu sólarhringana án
þess að fá kaffitíma eða klapp á bakið frá yf-
irmanni sínum. Námsmaðurinn er sinn eigin
herra með öllum þeim kostum og göllum sem
því fylgir. Hann fær ekki greidda veikindadaga
eða fæðingarorlof og verði hann fyrir því óláni
að missa af kennslu mun enginn vinna verkið
fyrir hann. Námið er sífellt á herðum hins
samviskusama námsmanns (held ég – enda
geri ég mér ekki alveg grein fyrir því hvort ég
falli undir þá skilgreiningu).
Sönnunargagn B – Til að eiga brauð að
bíta reynir námsmaðurinn að vinna með námi
sínu. Eftir +70 stunda námsviku heldur hann
þreyttur – en þó glaður í bragði – inn á vinnu-
staðinn sinn. Hann tekur við verkefnum þeim
sem að honum eru rétt þegjandi og hljóð-
laust og vinnur þau samviskusamlega, hratt
og örugglega. Ég þori að fullyrða að menn
hafa aldrei heyrt námsmenn kvarta yfir lélegri
vinnuaðstöðu, þungu lofti eða vondum mat á
árshátíð. Námsmaðurinn sættir sig við flest
– enda er hann „aðeins“ námsmaður.
Sönnunargagn C – Fyrir allt sitt strit má
velta því fyrir sér í hvaða formi umbun náms-
mannsins er. Jú, umbunin er gífurleg –
bankastarfsmenn andvarpa þegar náms-
maður nálgast, vinnandi fólk telur náms-
menn sofa heilu og hálfu dagana og versl-
unarmenn telja námsmenn níska.
Varnaðarorð á ég til þeirra er tilheyra þessum
hópum. Einn góðan veðurdag mun hinn sí-
blanki, síþreytti og níski námsmaður verða
ríkur og stjórna fjárframlögum á elliheimilið
ykkar. Andvarp ykkar verður geymt en ekki
gleymt á skuldadögum!
Vel má vera að einhverjar þær mítur sem
umlykja námsmanninn séu sannar en annað
er þeim mun ljósara, að líf vísitölunáms-
mannsins er síður en svo tekið út með ein-
tómri sæld. Margan kann eflaust að undra
þessa neikvæðni en orð mín má ekki mis-
skilja. Námsmenn eiga sína góðu daga. Best-
ir þykja mér þó föstudagar. Á föstudögum get-
ur maður ráfað um stórmarkaðina, kýlt
vömbina og borðað eins og maður getur í sig
látið af góðgæti á kynningum – ókeypis! Lán-
samur námsmaður þarf lítið til að gleðjast.
Heiðrún Lind Marteinsdóttir
JÁRNSKVÍSAN
NATNI NÁMS-
MANNSINS
kjavíkur voru nánast eins misjöfn og þau voru mörg. Á meðan
allir á því að Íslendingar væru gríðarlega mikil tískufrík,
u almennt í miklu uppáhaldi. |bryndis@mbl.is
MARGRÉT ÓSK
VILBERGSDÓTTIR, NEMI Í FÁ
Hvað er í tísku núna? Stuttermabolir með áletr-
unum úr Dogma, gallabuxur og fléttur.
Fylgirðu tískunni? Svona aðeins.
Áttu þér uppáhaldsflík? Já, Stussy-bolinn minn
og eyrnalokkana sem ég er með. Þá fékk ég í
Spútnik.
Hvar kaupirðu helst föt? Í Smash. Dogma er líka
uppáhaldsbúðin mín.
Hvað eyðirðu miklu í föt á mánuði? Svona
10.000-15.000 kalli.
Eru Íslendingar tískufrík? Já, það eru allir hérna
að reyna að fylgja tískunni.
Hvað finnst þér flott sem er í gangi núna? Allt
gamalt, til dæmis frá 8. áratugnum eins og skór
með þykkum hælum og rúnnaðri tá.
Hvað finnst þér ljótt sem er í gangi? Goth-tíska
og FM-súkkulaðitíska.
ÁTTUNDI ÁRATUG-
URINN OG FLÉTTUR
MARÍA ÁSTUDÓTTIR, NEMI
Í KVENNASKÓLANUM
Hvar kaupirðu helst föt? Í Retró.
Hvað eyðirðu miklu í föt á mánuði? Svona 20
þúsund krónum.
Hvað finnst þér flott sem er í gangi núna? Gamla
kvenlega tískan í anda Audrey Hepburn og Jackie
Kennedy.
En hvað ljótt? Allt þetta skærlita. Það er komið
nóg af því.
Morgunblaðið/Eggert
Í ANDA JACKIE
KENNEDY
UNNUR KARLSDÓTTIR,
NEMI Í MR
Fylgirðu tískunni? Ég hef minn persónulega stíl
en auðvitað fer ég líka eftir því hvað er í búð-
unum.
Hver er uppáhaldsflíkin þín? Svörtu rúskinnsstíg-
vélin mín.
Hvar kaupirðu helst föt? Ég er mikið í Nikita-
fötum, svo er Dogma frábær búð. Svo verslar
maður náttúrlega eitthvað í Sautján.
Hvað eyðirðu miklu í föt á mánuði? Oftast ekki
undir tíu þúsund kalli. Um daginn fór ég út í versl-
unarferð og þá fór 10.000 kallinn fyrir næstu sex
mánuði á nokkrum dögum …
Hvað finnst þér flott sem er í gangi? Rúskinns-
stígvél hvort sem er támjó eða með rúnnaðri tá. Á
vorin finnst mér líka þröngar hettupeysur flottar.
Líka stuttermabolir eins og fást í Dogma.
SVÖRTU
RÚSKINNSSTÍG-
VÉLIN FLOTTUST
Ég fór að sjá Píslarsögu Krists á dög-
unum. Myndin nær að vera nokkuð
raunsæ og að fylgja frásögn guðspjall-
anna. Að vísu fattaði ég ekki enda-
lausan gervihlátur rómversku her-
mannanna sem hlógu samfellt og án
tilefnis. Það minnti mig á Dr. Evil í Aust-
in Powers-myndunum. Þegar þeir voru
búnir að hlæja samfellt í 20 mínútur var
ég satt best að segja kominn með örlít-
inn bjánahroll. Mér fannst það tilgerð-
arlegt og hefði alveg mátt sleppa því.
Svo var hann kannski aðeins of stoltur.
Dauði Frelsarans er ekki eins og þegar
hinn tignarlegi fíll fellur fyrir byssukúlu
veiðimannsins og hnígur niður heldur
miklu fremur eins og saklaust lamb
sem er slátrað og brytjað niður á rudda-
fenginn hátt.
Svo er það útlit Jesúsar. Af hverju
þarf Jesús alltaf að vera einhver einhver
Hollywood-hönk? Hann lítur alltaf út
eins og fyrirsæta og talar eins og sögu-
maður í útvarpsleikriti. Erum við búin að
gera mynd hans heilaga? Hinn mynd-
ræni Frelsari er yfirleitt smáfríður, síð-
hærður og grannur og jafnvel bláeygður.
Af hverju? Það eru engar heimildir í guð-
spjöllunum um útlit Jesúsar. Það er allt
seinni tíma tilbúningur. Ég held að hann
hafi verið mjög kraftalega vaxinn. Hann
starfaði sem smiður löngu fyrir tíma
hleðsluborvéla og vökvalyfta. Hann hef-
ur líka örugglega verið sólbrenndur.
Hann var örugglega ekki með sítt hár,
því slíkt var óhæfa á þeim tímum.
Ég held að hann hafi ekkert verið
neitt ólíkur lærisveinum sínum í útliti.
Og þar er komin skýringin á því af hverju
Júdas þurfti að benda á hann. Ég held
að Jesú hafi verið mjög svipaður Ragn-
ari skjálfta í útliti, bara lágvaxnari. Það
er reyndar guðlast að halda fram ein-
hverju einu útliti fram yfir annað sem
hinu „rétta útliti“. Á ekki Jesús meira
sammerkt með hinum sjúku, „ljótu“ og
smáðu en hinum fallegu, tignarlegu og
gáfuðu? Og ef Jesús er fallegur þá er
djöfullinn ljótur. Þetta viðhorf hefur
kannski orðið til að auka fordóma gegn
„ljótu fólki“ eins og til dæmis svert-
ingjum.
Samkvæmt sagnfræðingnum Jós-
efusi Flavíusi sem fæddist rúmum 30
árum eftir Krist þá var Jesús mjög ófríð-
ur. Victor Húgó notaði seinna lýsingu
hans til að móta eina af persónum sín-
um; hringjarann í Notre Dame. Það er
ekkert „eitt rétt“ útlit til á Jesú. Hann er
þvert á móti allt útlit. Hann er fallegur
og ljótur, svartur og hvítur, feitur og
mjór, Kínverji og Grænlendingur en fyrst
og fremst góður … eins og Quasimoto.
Jón Gnarr
HUGRENNINGAR ALÞÝÐUMANNS
HUGRENNINGAR ALÞÝÐUMANNS
Var Jesús
ljótur?