Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 5
Bjarni hefur einnig hannað vörumerki og snúið út úr þekktum vörumerkjum, ef svo má segja. Í þessu er pólitískur undirtónn líkt og í myndböndunum. Hann sér vissulega rúm fyrir pólitík í hönnun. „Þetta hefur verið áberandi síðustu ár. Til dæmis hjá adbusters.org. Þar er samfélagslegur áróður eins og áróður gegn sölumennsku. Auglýsingum er breytt og Adbusters standa líka fyrir einum degi á ári þar sem fólk er hvatt til að kaupa ekki neitt. Þetta er eitthvað sem vantar algjörlega í graf- íska hönnun sem iðnað. Flestir sem fara í grafíska hönnun sjá fyrir sér níutilfimm-vinnu og eru minna að hugsa um samfélags- legu hliðina á þessu. Markaðsfræðingar stjórna að mínu mati auglýsingabransanum á Íslandi,“ segir Bjarni sem aðspurður segist vilja hafa þetta öðruvísi. „Já, það er bara spurning um að hafa þor. Þetta er svo lítið samfélag og aðal óttinn er við að móðga fólk,“ segir Bjarni sem segir hlutina með öðru móti í Bretlandi. „Auglýsingarnar eru all- ar beittari.“ Bjarni er ófeiminn við að prófa sig áfram. „Mér finnst svo gaman að skapa og vinna og búa til eitthvað nýtt. Ég þarf alltaf að vera að prófa eitthvað.“ Fæðist fólk með teiknihæfileika? „Ég held að þetta sé áhuginn númer eitt, tvö og þrjú. Maður þarf að hafa áhuga og þolinmæði. Þótt maður geri eitthvað vont þá er alltaf hægt að gera betur næst. Margir gefast upp strax en hjá mér var það ekki möguleiki. Það þarf stundum að pína sig aðeins til að komast yfir hæðina,“ segir Bjarni sem segir mikilvægt að gefa hlutunum tíma. „Það er um að gera að lesa, skoða hvað aðrir eru að gera og hafa bara áhuga á öllu. Maður veit aldrei hvar uppsprettan er,“ segir Bjarni um innblástur. SALERNI ALLRA LANDA SAMEINIST Eitt af því sem Bjarni hefur áhuga á eru salerni, sem hann hefur myndað víðs vegar um heiminn. Hvað skyldi hafa vakið þennan áhuga? „Þetta kom til af miklum áhuga á bjórdrykkju, en henni fylgja tíðar klósettferðir. Ég keypti mér litla, rússneska myndavél, LOMO, og af því að hún er svo lítil og þægileg þá var maður alltaf með hana í vasanum. Ég fór að taka eftir því smám saman að ég var með mikið af myndum af klósett- um og fór að gera eitthvað við þetta, “ segir Bjarni sem hefur myndað klósett á Íslandi, í Tyrklandi, Finnlandi, Englandi, Danmörku, Svíþjóð og Frakk- landi. Hann hefur áhuga á að mynda fleiri hérlendis. „Ég ætla að reyna að gera eitthvað úr þessu. Mig langar til að gera bók þegar ég kem heim, jafnvel fleiri en eina, með þessu viðfangsefni. Ein hug- myndin er sú að fara hringinn í kringum landið og mynda öll salerni við vegasjoppur.“ Salerni eru vissulega staður þar sem er ró og friður og gott að setjast niður,“ segir Bjarni. „Þetta er líka eini staðurinn þar sem fólk er eitt núorðið. Það er yfirleitt ekki sjónvarp eða útvarp á klósett- um og maður fer yfirleitt einn. Þetta er orðið einn af fáum stöðum þar sem maður fær frí frá áreiti.“ SKEMMTILEG SLYS LOMO-myndirnar heilla af mörgum ástæðum. „Það er að- allega það að myndirnar hafa mikinn karakter, þær eru gróf- ar. Það er bara hægt að hafa fjórar fókusstillingar. Maður veit aldrei hvernig útkoman verður og hefur ekki alveg stjórn á þessu. Það verða skemmtileg slys,“ segir Bjarni. „Það er ekki alltaf sem maður vill missa stjórnina þannig að það er gott að hafa betri vélar til að nota líka,“ segir hann, sem kýs gamlar myndavélar fram yfir nýjar stafrænar. Bjarni er langt því frá uppiskroppa með hugmyndir. „Það er eitt annað sem ég væri til í að kæmi fram. Ég er að leita mér að rithöfundi til að vinna með. Mig langar til að gera stuttmyndir, stuttar teiknimyndir,“ segir hann en áhuga- samir ættu endilega að kíkja á vefinn hans Bjadddna Hell og hafa samband. |ingarun@mbl.is með klósettáhuga LJÓSMYNDIR AF ÞÖGN SEM TENGJAST HLJÓÐINNSETNINGUNUM SEM BJARNI ER AÐ VINNA Í SKÓLANUM UM ÞESSAR MUNDIR. ATRIÐI ÚR MYNDBANDINU VIÐ LAGIÐ „HOMO SAPIENS“ MEÐ DR. GUNNA FRÁ ÞVÍ Í FYRRA. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26|3|2004 | FÓLKIÐ | 5 LOMO-MYND. HAMBORGARI Í PARÍS. 2000. LOMO-MYND Í PARÍS. TEKIN ÁRIÐ 2000. ENGINN VENJULEGUR HREINSILÖGUR. VEGGSPJALD BYGGT A MYNDBANDINU VIÐ LAGIÐ BIG BANG MED CORAL. „Maður þarf að hafa áhuga og þolinmæði. Þótt maður geri eitthvað vont þá er alltaf hægt að gera betur næst. Það þarf stundum að pína sig aðeins til að komast yfir hæðina.“ KLIPPTU OG SPARAÐU 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s Búnir að opna Allir velkomnir Mýrargötu 2-8 // 101 Reykjavík símar 534 5577 // 694 5577 Ge gn fram vís un mið ans fæ rðu 20% af slá tt a f öll um há rsn yrt ivö rum G i l d i r t i l 1 . j ú n í Smiðsbúð 1, 210 Garðabær Pantanir í síma: 565 7040 Laufey Þóra ValdísKatrín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.