Vísir - 28.04.1981, Page 15

Vísir - 28.04.1981, Page 15
15 Þriöjudagur 28. april 1981 VtSIR Nokkrir forsvarsmanna íslensku óperunnar voru á staðnum. Hér sitja frá vinstri Þorsteinn Gylfason. Þorkell Helgason, Helga Ingólfsdóttir, Baldur Simonarson og Reynir Axelsson. Heiðursgestir kvöldsins, Barbara Sigurbjörnsson, Þorkell Sigurbjörnsson, Manuela Wiesler og Sigurður Snorrason. Med Manuelu á Hlídarenda Siðasta klassiska kvöld vetrarins fór fram á veitinga- húsinu Hliðarenda á annan dag páska með pompi og pragt og eins og önnur slik tókst það mjög vel. Menn nutu þar ljúf- fengra rétta við frábæran undir- leik þeirra Manuelu Wieslers og Þorkels Sigurbjörnssonar og fóru þau á kostum. Klassisku kvöldin hafa verið fastur liöur i rekstri Hliðarenda i allan vetur við góðar undirtektir og er fyrirhugað að taka þau upp að nýju á hausti komanda. Manuela kom fram á fyrsta klassiska kvöldinu og þótti þvi við hæfi að hún lyki þvi, sem eins konar punktur yfir i-ið og ekki brást hún frekar en fyrri daginn. Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndari Visis, Gunnar V. Andrésson, i Hliðarenda á annan dag páska. Ólafur Jóhannsson, veitingastjóri Hiiðarenda, færði Manuelu blóm- vönd, en hún kom fram á fyrsta klassiska kvöldinu og þótti þvi við hæfi að hún kæmi einnig fram á því siöasta. Kathy Hayden og Pat Hill, — tvær af þremur stúikum úr liði Emerton sem dæmdar voru i ævilangt keppnisbann fyrir að ráðast á dómarann. Stúlkur í ævilangt keppnisbann — eftir aó hafa barió dómarann til óbóta lega voru þrjár stúlkur í áströlsku kvennaknattspyrnunni dæmdar i ævilangt keppnisbann fyrir að ganga i skrokk á dómaranum og berja hann svo, að stórsá á hon- um. Atvikið gerðist er lið Emerton og St. Clair leiddu saman hesta sina og hafði dómarinn, Robert Rose, dæmt aukaspyrnu á Emerton. Emertonstúlkurnar vilduekkisætta sig við dóminn og mótmæltu kröftuglega. Kom til átaka og dómarinn flautaði þá leikinn af og gekk af leikvelli. Þá hlupu stúlkurnar þrjár, Kathy Hayden, Pat Hill og Elaine Cheshire á eftir honum og réð- ust að honum meðkjafti og klóm. Rose dómari slapp við illan leik eftir að valkyrkjurnar höfðu hár- reitt hann, sparkað i hann og gefið honum glóðarauga. Við þetta æstust áhorfendur um allan helming og fylgir það sögunni, að þeir hafi flestir verið á bandi dómarans. Það er oft heitt í kolunum i knattspyrnunni og þá ekki siður hjá kvenfólkinu en körlunum. Ný- Knattspyrna kvenna á sivaxandi vinsældum að fagna hér á landi sem annars staðar þótt enn hafi ekki hitnað svo hressilega i kolun- um hér sem i Ástraliu. I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I L Margir þekktir listamenn koma fram I myndinni eins og sjá má. „Síðasti valsinn” í Tónabíói Sérstök ástæða er til að vekja athygli á kvikmyndinni „The Last Waltz” sem Tónabió heíur nú tekið til sýningar. Myndin er frá kveðjutónleikum hljóm- sveitarinnar „The Band” sem um langt skeið var ein virtasta hljómsveit i heimi. Hljómsveit- in vakti fyrst verulega athygli er hún lék undir hjá Bob Dylan en með timanum skipuðu liðs- menn hljómsveitarinnar sér sjálfir á bekk með virtustu tón- listarmönnum rokktónlistar- innar. Auk liðsmanna „The Band” koma fram i myndinni margir þekktir listamenn svo sem Bob Dylan, Paul Butterfield, Eric Clapton, Neil Diamond, Emmy Lou Harris, Ronnie Hawkins, Dr. John, Joni Mitchell, Van Morrison, The Stalples, Ringo Starr, Muddy Waters, Ron Wood og Neil Young. Hér er um að ræða mynd sem allir áhuga- menn um rokktónlist verða að Ringo Starr. sjá. Eric ciapton.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.