Vísir - 28.04.1981, Side 24
r
►
i
veðurspá
dagsins
Við Færeyjar er 1000 mb
lægð, sem hreyfist suðaustur
og nálægt suðurodda Græn-
lands er 998 mb lægð, sem
hreyfist austnorðaustur i dtt
til Islands. Yfir norðvestur
Grænlandi er 1026 mb hæð og
langt suður i hafi er 1035 mb
hæð.
Suðurland til Breiðafjarðar:
Vestan eða suðvestan gola,
skýjað og vfða þokusúld i dag,
en sfðan suðaustan kaldi og
súld eða rigning.
Vestf.i'rði r: Austan og
norðaustan kaldi til landsins.
Strandir og Norðurland
vestra og eystra: Norðaustan
gola og viða slyddu- eða þoku-
súld i dag, en austan gola eða
kaldi, en skýjað og þurrt að
mestu með kvöldinu.
Austurland að Gfettingi:
Norðaustan gola og slydduél á
stöku stað i dag, en hæg
breytileg átt og skýjað og
úrkomulítið með kvöldinu.
Austfirðir: Norðaustan gola
og viða löttskýjað.
Suðausturland: Norðvestan
gola og viða skýjað, hægviðri
eða norðaustnan gola og skýj-
að með köflum i kvöld.
Veöpiö hér
og par
Akureyri súld, Bergen skýjað
-rl, Helsinki snjókoma 0,
Kaupmannahöfn léttskýjað 5,
Osló léttskýjað 2, Reykjavlk
rigning4, Stokkhólmurskýjað
2, Þórshöfn skýjað 6.
Aþena léttskýjað 19, Berlfn
rigning 7, Chicago mistur 23,
Feneyjar súld 10, Frankfurt
rigning 3, Nuuk skýjað 3,
London léttskýjað 7, Luxem-
burgsnjókoma 0, Las Paimas
skýjað 18, Mallorka skýjað 15,
Montreal skýjaðl5, New York
alskýjað 19, Paris rigning 5,
Rómskýjaðl4 Malagaskýjað
18, Vinþrumur9, Winnipegal-
skýjað 9.
LoKI
segir
„Þessar aðgerðir eru fjár-
magnaðar úr rikissjóði” segir
yfir þvera forsiðu Tfmans f
morgun um nýjustu áform
rikisstjórnarinnar. Ég ætla
ekki að lýsa þvi, hvað mér létti
— þá þarf almenningur ekki
að borga neitt!
unnið að sðlu eigna Or dánarbúi Sigurliða Kristiánssonar:
GLÆSIBÆR VERÐUR
AUGLÝSTUR AFTUR
Það ætlar að ganga vand-
ræðalaust að selja Glæsibæ,
ánaaffasteignunum úr dánarbúi
Siguriiða Kristjánssonar. Fast-
eignin var auglýst fyrir nokkru
og hafa allmargir sýnt áhuga á
kaupum. Að sögn Sveins Snorra-
sonar, hæstaréttarlögmanns,
sem sæti á i skiptanefnd vegna
dánarbúsins, verður fasteignin
auglýst aftur á næstu dögum og
er stefnt að þvi að ganga i söl-
una um eða upp úr mánaðamót-
um.
„Margir af þeim, sem eru
þarna meðstarfsemi sem leigu-
takar núna, hafa lýst áhuga á að
kaupa það, sem þeir hafa, eða
jafnvel meira”, sagði Sveinn i
viðtali við Visi, „en það hafa
ekki verið gerðir neinir samn-
ingar”.
SagðiSveinn, að nú væribeðið
eftir útreikningum á hlutfalla-
skiptingu á eignarhlutum i
Glæsibæ. Yrði þeim væntanlega
lokið alveg á næstu dögum, og
þá yrði gengið i að selja hús-
eignina.
Aörar fasteignir úr dánarbú-
inu hafa ýmist verið seidar eöa
verða seldar innan skamms.
Eignarhlutinn á Háteigsvegi 2
hefur veriö seldur svo og hluti i
Laugavegi 82. Eftir mánaðamót
verður svo hafist handa um sölu
á Hringbraut 49, Ásgarði 22-24
svo og Glæsibæ, eins og áður
Skákbing isiands:
Helgi með titillnn
innan seilingar
Allar likur banda til þess að
Helgi Ólafsson sigri á Skákþingi
íslands að þessu sinni og verði
þannigSkákmeistari Islands öðru
sinni, en Helgi hreppti titilinn lika
árið 1978.
Helgi á að visu óteflda biðskák
við Ásgeir Þ. Arnason, en Helgi
hefur skiptamun yfir og fróðir
main telja að hann eigi vinning i
stöðunni.
Elvar Guðmundsson var jafn
Helga að vinningum fyrir tiundu
umferðina i' gærkvöldi, en Elvar
gerði þá jafntefli við Braga Krist-
jánsson eftir að báðir höfðu lent i
ævintý ralegu timahraki i lok
skákarinnar og kusu að þráleika.
önnur úrslit i tiundu umferð-
inni urðu þau að Jóhannes Gisli
Jónsson vann Jóhann Þóri Jóns-
son. Guðmundur Sigurjónsson og
JónL. Arnason gerðu jafntefli, en
aðrar skákir fóru i bið. —P.M.
i gær kom tii la
með skipi Hafskips
splunkuný langferðabif-
rei& sem Norðurleið h.f.
hefur fest kaup á. Bif-
reiðin er af Scania-gerð/
búinöllum helstu þægind-
um, svo sem sætum, sem
hægt er að halla aftur.
Komin hingað tit lands
kostar hún um 13 milljón-
ir. Þá hefur Norðurleið
h.f. fest kaup á annarri,
langferðabifreið af sömu
gerð og er hún væntanleg
hingaðtil lands eftir hálf-
an mánuð. —Visism.
GVA)
1111 *11 i' íitiiiSiiiiii'niVft^-~•'
Framsóknarmenn deíla
um nýja sklpulagið
Verulegur ágreiningur var á
fundi framsóknarmanna i
Reykjavik i gærkvöldi um hin
nýju skipulagsmál. Annar
frummælanda, Alfreð Þor-
steinsson, fyrrv. borgarfulltrúi,
hélt þvi fram, að stefna meiri-
hlutans um byggð við Rauða-
vatn væri bæði röng og hættu-
leg og gæti skaðað Framsóknar-
flokkinn i næstu borgarstjórnar-
kosningum.
Kristján Benediktsson og
Gylfi Guöjónsson, fulltrúi
flokksins i skipulagsnefnd, töldu
hinsvegar óhjákvæmilegt að
byggja við Rauðavatn, þar sem
ekki hefðu náðst samningar við
rikið um landið i Keldnaholti.
Alfreð Þorsteinsson gagn-
rýndi hinsvegar kúvendingu
flokksins i skipulagsmálum og
taldi það fyrirslátt, að samning-
ar næðust ekki við rikið. Nú væri
við vinsamlegt rikisvald að
eiga, þar sem málið heyrði und-
ir Ingvar Gislason, mennta-
málaráðherra.
Þess má geta að Jón Aðal-
steinn Jónasson, formaður full-
trúaráðs framsóknarmanna
lýsti sig einnig andvigan byggð
við Rauðavatn.
Fundurinn var haldinn á veg-
um hverfasamtaka framsókn-
armanna i Breiðholti og var
sóttur af um 30 manns.
ÁTVR:
Eldspýtur
uppseldar
Talsverðum erfiðleikum hefur
verið bundið að undanförnu að fá
eldspýtur I verslunum i Reykja-
vík og hafa þær á mörgum stöð-
um verið uppseldar dögum sam-
an. 1 Innkaupadeild Afengis- og
tóbaksverslunar rikisins fengust
þær upplýsingar, að eldspýtna-
sendingar frá Sviþjóð og Rúss-
landi hefðu brugðist og þvi hefði
Áfengisverslunin aðeins haft kin-
verskar eldspýtur til dreifingar,
sem nú væru uppseldar. Úrbóta
væri þó von-, þvi að næstu daga
ætti Afengisverslunin von á send-
ingu frá Sviþjóð og I mánaðarlok
kæmi sending frá Rússlandi.
—KÞ
Með jofra”
til Færeyja
1 verkfræöideild Orkustofnunar
búa menn sig nú undir að fara til
Færeyja með gufuborinn Dofra
og bora þar i sumar eina kjarna-
borholu á vegum Jarðfræðistofn-
unar Danmerkur. Tilraunaborun
með minni bor var gerð i fyrra-
sumar.
Þessa viku er Karl Ragnars
verkfræðingur ytra, ásamt bor-
stjóra frá Jarðborunum rikisins,
og vinna þeir að undirbúningi
þar.
1 Færeyjum er ekki verið að
bora eftir öðru en jarðsýnishorn-
um.
Dofri er nú á Seltjarnarnesi,
þar sem með honum er verið að
bora öryggisholu fyrir hitaveit-
una þar. Því verki er að ljúka og
virðist holan gefa svipað og hola
þarna skammt frá, við Bygggarð,
eða 20 — 25 sek.l. Annars hefur
Dofri aðallega verið notaður við
heitavatnsboranir i Reykjavik.
HERB
Rannveig
ófundin
Leitin að Rannveigu Jónsdótt-
ur, 69 ára gamalli konu, sem týnd
hefur verið frá þvi á laugardag,
hefur enn ekki borið árangur.
Nokkru eftir að farið var að svip-
ast um eftirhenni, bárust upplýs-
ingar um ferðir hennar fyrir ofán
Hafnarfjörð og er nú leitarflokk-
um beintá það svæði. Þyrla hefur
verið notuð við leitina og mun að
likindum leita áfram i dag, ásamt
stórum hópi leitarmanna.
Rannveig er sjúklingur og hef-
ur átt við minnisleysi að striða.
—AS