Vísir - 14.05.1981, Síða 3

Vísir - 14.05.1981, Síða 3
Fimmtudagur 14. mai 1981 flkniefnum smyglaö hingað frá Færeyjum Hingað til hefur þvi verið haldið fram að innflutningur á fikniefn- um til landsins sé svo til eingöngu igegnum Danmörku eöa Holland. Samkvæmt upplýsingum Guð- mundar Gigju hjá fikniefnadeild lögreglunnar í Reykjavik hefur þó oftar en einu sinni orðiö upp- vist um smygl á fikniefnum frá Færeyjum. I færeyska Dag- blaðinu er til dæmis minnst á smygl á hassi frá Kristjaniu til Færeyja og þaðan til tslands. 1 frétt þessari er aðeins minnst á eitt slikt tilvik, en samkvæmt upplýsingum Guðmundar reynast þau vera fleiri sem uppvist hefur orðið um. Ferðir frá Færeyjum hingað til lands eru ýmist loftleiðina,þá,til Egilsstaða eða Reykjavikurflug- vallar, eða sjóleiðina með Smyrli til Seyðisfjarðar, en tollgæslu- stjórinn i Reykjavik sér um eftir- lit með þessum málum, varðandi ferðamenn er koma til landsins. —AS Samnorræn könnun á hlölreiðaslysum Rannsókn á hjólreiðaslysum stendur nú yfir á öllum Norður- löndunum. Rannsóknin hófst fyrsta mai og stendur yfir út mánuðinn. Það er norræn em- bættismannanefnd um neytenda- mál skipuð af Norrænu ráðherra- nefndinni, sem stendur að rann- sókninni. Könnunin á ekki aðeins við um umferðarslys heldur öllreiðhjóla- slys og hérlendis er hún unriiii út frá slysadeild Borgarspitalans. Sjúklingur, sem slasast hefur i reiðhjólaóhappi verður beðinn um að gefa upplýsingar um til- drög slyssins. Ef sjúklingurinn er ófær um það sjálfur er fjölskylda hans beðin um að veita upp- lýsingarnar. Spurt er um tildrög slyssins, útbúnað á hjólinu, fatnað hjólreiðamannsins, ljós á götum eða stað, þar sem slysið varð. Þá verða teknar myndir af reiðhjólinu og viðgerðarmaður beðinn að athuga lijólið ef eigand- inn leyfir. Tilgangurinn er að gera sér grein fyrir hvort hægt sé að bæta hönnun hjóla og eru allir Ibúar höfuðborgarsvæðisins beðnir um að aðstoða og gefa upplýsingar, svo hægt sé að bæta eigið öryggi og öryggi barna þeirra. Hérlendis hefur Eirika A. Frið- riksdóttir umsjón með rannsókn- inni. —ATA Krafia: Enn er landris Enn ris land við Kröflu og er landið nú hærra en það hefur verið nokkurn tima fyrr, sagði Armann Pétursson hjá skjálfta- vaktinni 1 samtali við Visi. Hann sagði að menn norður þar byggjust við gosi hvenær sem er núna, en gerðu sér jafnframt ljóst að það gæti dregist. Yfirleitt vildu menn sem minnstu spá þar, um þessar mundir. Spurningu um hvort búist væri við meira gosi nú en áður, svaraði Armann á sama veg: menn væru litið fyrir að spá og jarðfræðing- arnir segðu helst aldrei neitt. SV Opinn fundur Þroskahjálpar: Barnið 09 fjölskylúan Landssamtökin Þroskahjálp halda opinn fund um Barnið og fjölskylduna á ári fatlaðra sunnu- daginn 17. mai. Fundurinn verður á annari hæð Hótel Esju og hefst klukkan hálftvö. Svavar Gestsson félagsmála- ráöherra ávarpar fundinn og siðan flytja foreldrar og fulltrúar frá ýmsum samtökum og félögum erindi. Að þvi loknu verða pallborös- umræður, sem Margrét Mar- geirsdóttir, deildarstjóri stjórn- ar. SV Þær eru ekki margar höfuðborgirnar, þar sem Ibúarnir geta gengið niður i fjöruborðið og keypt glænýj- an fisk i soðið. Hér er verið að afgreiða rauðmaga til viðskiptavinar og auðvitað er hveljunni svipt áf áður. (Visism. ÞL) Trímmkeppnln fær góðan stuðnlng I Hafnarflrði Norræn landskeppni i trimmi fyrir fatlaða er nýlega hafin og er hún ætluð öllum þeim sem á ein- hvern hátt, andlega eða likam- lega eru hindraðir frá þátttöku I almennum iþróttum. Keppnin hefur gengið vel viðast hvar fram að þessu og fjölmörg félagasamtök um allt lapd vinna að þvi að fá fleira fólk til þátttöku. Markmiðið er tviþætt, annars vegar að stuðla að aukinni útivist og iþróttaiðkun fatlaðra og hins vegar að fá sem flesta þátttak- endur og stefna þar með að sigri íslands. Hafnarfjarðarbær sker sig nokkuð úr öðrum bæjar- og sveitafélögum með framlag til keppninnar. Þar hefur einum starfsmanni verið falið að verja til hennar öllum þeim tima og aö- stoð sem til þarf, svo að sem flest- ir geti tekið þátt og einnig eru iþróttamiðstöðvar bæjarins opnar fritt ákveðinn tima dagsins fyrir þátttakendur keppninnar. JB 18 dagar Brottför 5. júní Flogið veröur til Luxemburg og ekið þaðan um: Þýskaland til Vínarborgar, þar sem dvaliö veröur í nokkra daga. Þaðan er farið til Salzburg, Munchen, Heidelberg, Rudesheim og í gegnum Moseldal til Luxemburg. Brottför 1. ágúst Flogiö veröur til Luxemburg og ekið þaðan um: Þýskaland til Zurich, Luzern, Tyrol á ítalíu, Múnchen, Heidelberg, Rudesheim og í gegnum Mcseldal til Luxemburg. Ekiö veröur í fyrsta flokks langferöabílum meö loftkælingu. Dvaliö veröur á góöum hótelum og þátttakendum séö fyrir hálfu fæöi, (morgunmat og kvöldverði) allan tímann. íslensk fararstjórn. Sérgrein okkar Mið-Evrópuferðir FERÐASKRIFSTOFAN OTC<T<VTH< lönaöarhúsinu v/Hallveigarstíg — Símar 28388 — 28580 _________/

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.