Vísir - 29.05.1981, Blaðsíða 31

Vísir - 29.05.1981, Blaðsíða 31
F'östudágur 29. maí, 1981 31 visia SUMARSTÚLKA VÍSIS Arndís Hreiöarsdóttir heitir 17 ára Reykjavikurmær, starfs- stúlka i Smiðjukaffi, sem litur svona ijómandi út i sumarblið- unni. ,,Ég hafði hugsað mér að fara i Iðnskólann i haust, i hár- greislu”, sagði Arndis er við spurðum hana um nánustu framtið, en það er þriggja ára ná m. Lestur og dans eru meöal hennar helstu áhugamála, allar bækur sem henni þykja skemmtilegar eru lesnar i gegn en danshúsin sækir Arndis i hófi. Hún hefur veriö I dansnámi hjá Heiðari Astvalds svo eitt- hvað kann hún fyrir sér i þeim efnum. ,,Ég býst nú ekki við að fara út i sumar, en ætli ég fari ekki i sumarfri i nokkra daga seinna i sumar, við látum timann bara skera út um það", sagði Arndis, og brosti hjartastyrkjandi i sumarsólinni. Eins og áður hefur verið tekiö fram eru ábendingar um Sumarstúlkur vel þegnar frá lesendum Visis. Hafiö samband i sima 86611 og látið vita ef þið hafið hug á áð koma Sumar- stúlku á framfæri. svomœlir Svaxthöíöi HAFÐIBREF NÆR KOSTAÐ PAFANN UHD? Nýlega birti italska ritið Oggi (idag) grein, þar sem færð eru rök fyrir þvi að páfinn hafi skrifað Brésnéf bréf þegar hvað mest gekk á i Póilandi og til- kvnnt honum að hann mvndi halda til Varsjár, færi rússncski herinn inn í Pólland og gerast forustumaður andófshreyfing- arinnar. Bréf þetta er ekki birt i Oggi. en staðhæft. að innihald þess hafiað meginefni til verið á þessa lund. Fréttamiðlar á Vesturlöndum hafa ennfremur gert sér tiðrætt um að páfinn muni hafa skrifað bréf til Brés- néfs. án þess að geta birt texta þess. Fréttir af þessu bréfi virð- ast hafa borizt frá Vatikaninu. Nú er ekki ljóst hvaða áhrif þetta bréf hefur haft, nema hvað mjög dró tilssatta i Pól- landi snemma i vor, og virtist þar um skyndilega breytingu vera að ræða. Hin gallhörðu við- horf til Einingar milduðust og má geta sér þess til, að því hafi valdið stefnubreyting á æðstu stöðum. Einkum hefur verið áhrifarikt ef 1 jóst hefur orðið, að Rússar hygðust ekki að svo stöddu koma „pölsku þjóðinni tilhjálpar", eins og það heitir á máli þeirra, sem kunna hin finni fræði valdarána. Ljóst er að páfinn getur ekki sagt af sér. Hans heilagleiki er varanlegur eftirað liann hefur i eittsinn verið kjörinn til að fara ineð æðsta haldhafavald guðs i kaþólskum heimi. Samkvæmt meiningum manna um þetta bréf liggur þvi fyrir, að páfinn liefði tekið að sér forustu fyrir pólsku andhófisem páfi og æðsti maður kaþólsku kirkjunnar. I>að hefði gert „hjálparmönn- um" pólsku þjóðarinnar óhægt um vik, einkum þegar haft er í huga aðPólverjar eru kaþólskir og trúaðir. Hins vegar er hægt að álita sem svo, að á móti hafi komið samkomulag milli páfa og Lec Walesa um, að Walesa skyldivinna eftir mættiað friði I landinu, án þess þó að afsala sér þvi sem fengist hafði um rétt- indi frjálsra verkalýðsfélaga. Hefur lika komið á daginn, aö Walesa hefur ekki viljað eyði- leggja fenginn ávinning með of hranalegum aðgerðum móti vilja stjórnvalda. En bréf páfans til Brésnéfs verður sýnu merkilegra i Ijósi þeirra atburða, sem urðu á Pét- urstorginu í Róm fyrirskömmu. Tyrkneskur hægrisinni hafði næiri orðið páfanum að bana, og situr hann nú í itölsku fang- elsi við yfirheyrslur meðan páf- inn hressist dag frá degi. Mikið þótti til þess koma i fjölmiðlum, að um hægri öfgamann var að ræða, og eru þeir auðvitað sist betri en þær rauðu herdeildir, sem þjálfaðar cru af kommún- istum á Balkanskaga og síðan sendar gegn grandalausum borgurum á Ves turlöndum. italska lögreglan hefur ekki sætt sig við einfalda sögu öfga- mannsi.is, heldur freistar hún að finna livert rætur hans liggja. Hann hefur ferðast viða um að undanförnu og virðist ekki hafa skort fé. Þá leikur grunur á. að öfgamaðurinn hafi ekki vcrið einn að verki. þegar hann gerði allöguna að páfanum. Auðvitað kom ekki til mála, i ljósi þeirra upplýsinga sem liggja fyrir um skipti páfans og Brésnéfs að rauöar herdeildir færu að láta til sin taka á Pét- urstorginu. Hitt gæti hugsast að yfirlýstur aðfararmaður að páf- anum hefði eignast málvini, sem vildu létta honum lifið áður en til atlögunnar kæmi. Hverjir þeir málvinir eru liggur ekki á lausu, en það er nú eitt helsta verkefni itölsku lögreglunnar aö hafa upp á þeim. Það er svo ljóst, og skal Oggi borið fvrir þvi, að hefði páfinn fallið frá núna, ættu Pólverjar um sárt að binda. Umrætt bréf tekur af allan vafa um, að ófært er Rússum að koma til „hjálpar Pólverjum” meðan hann lifir. Þess vegna er það undarleg til- viljun. að einmitt að skrifuðu bréfi skuli finnast öfgamaöur i Tvrklandi. sent vill ekkert frek- ar en myrða páfann. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.