Vísir - 29.05.1981, Blaðsíða 9
'Föstudagur 29. mal, 1981
VÍSIR
Skallarnir ill-
vígastir allra
Skallar I átökuin viö moddara og lögreglu i Southend I London.
Atvinnuleysi hefur farið stig-
vaxandi i Bretlandi á undan-
förnum árum og hefur það mest
bitnað á ungu fólki. Þetta hefur
leitt til þess að öfgahópum og
kynþáttahöturum hefur stór-
fjöigað.
Glæpum hefur mjög fjölgað
og ofbeldi aukist og stórir hópar
glæpaklika vafra um göturnar i
leit að einhverju, sem þeir ekki
vita sjálfir hvað er, en láta
timann liða með þvi að kvelja
einhvern eða eyðileggja eignir.
Colín Wills, blaðamaður
Sunday Mirror, dvaldi i
mánaðartima meðal krakka i
illvigasta hópnum, ,,The Skin-
heads”, eða „Skallanna”. Hann
reyndi að komast inn i
hugsunarhátt þeirra og skilja,
hvað lá að baki gerðum þeirra.
Fyrir marga þeirra er mesta
skemmtunin að æsa upp og slást
við aðra hópa, sérstaklega
svertingja. Hvar sem skallarnir
birtast, gripur um sig skelfing
og hræðsla þvi þessir krakkar
vila ekkert fyrir sér. Það hefur
sömu áhrif á þá að slá mann
með keðju eða stinga hann með
hnif, eins og fyrir guðhrætt fólk
að fara i kirkju. Þeim liður vel á
eftir.
Nasistakveðjur
Tvö hundruð skallar voru eitt
sinn króaðir upp við vegg af lög-
reglunni. Með lögregluna allt i
kringum sig hófu þeir hendurn-
ar á loft og hrópuðu: „Sieg Heil
— sieg Heil”.
Þetta kom lögreglunni nokkuð
á óvart og ekki bætti úr skák, að
úr annarri átt kom hópur úr
kliku, sem kallar sig „Mods”.
Þeir eru með briljantinsleikt
hár og i leðurjökkum. Þeir
sungu „Við erum mods, við er-
um mods”.
Þetta var meira en skallarnir
þoldu. Þeir stormuðu að lög-
reglunni, sluppu frá henni og
réðust að modsunum. Slegist
var af mikilli hörku og grimmd
og voru hnefar, fætur, barefli og
glerbrot notuð sem vopn og fékk
lögreglan lengi ekkert að gert.
Einn skallinn lá ofan á andstæð-
ingi sinum, keyröi hnefann i
andlitið á honum og öskraði:
„Nú skaltu deyja, helvitið þitt —
moddarasviniö þitt”.
Það óhugnanlegasta við
skallana er i sjálfu sér ekki aö
þeir skuli beita ofbeldi, heldur
hvaö ofbeldisverkin viröast
hafa litil áhrif á þá. Þaö skiptir
þá jafnmiklu máli að slá gamla
konu og að drepa flugu. Og þeir
beita hvern sem er ofbeldi, ekk-
ert tilefni þarf til. Þegar þeir
eru i skapi til þess, þá dugar
hvaða andstæðingur sem er —
og yfirleitt eru skallarnir fleiri
en andstæðingarnir: moddar,
teddar, punkarar, svertingjar —
allir eru þeir ágætis andstæð-
ingar.
Sadismi af verstu gerð
Sum tilvik hafa gefið hugtak-
inu „sadismi” nýja og dýpri
merkingu. Eitt sinn hittu nokkr-
ir skallar tedda, sem var einn á
ferð. Þeir böröu hann og
köstuðu honum svo út i sjó.
Teddinn reyndi að halda sér á
floti, en var grýttur af sköllun-
um sem biöu eftir að hann
drukknaði.
Það varð teddanum til lifs, að
hann komst um borð i árabát og
gat róið i burtu.
Eitt sinn reyndu þrir skallar
að hengja niu ára gamalt barn
uppi i tré vegna þess að það
sagðist kunna vel við moddana.
Saman við ofbeldið spinnst
svo kynþáttahatrið. Alls staðar
má sjá nasistamerki, skallarnir
eru flestir með hakakrossa á sér
eða armband og margir eru
með hakakrossinn húðflúraðan
á hálsinn eða handlegginn. 17
ára drengur, sem hlaut ótima-
bundinn gæsluvarðhaldsdóm
(hann var of ungur til að fara i
fangelsi) fyrir að myrða
Pakistana á ruddalegan hátt,
rétti upp höndina og skellti hæl-
um saman er dómurinn var
kveðinn upp.
Félagar i National
Front
Nokkrir skallanna eru merkt-
ir tveimur hægri öfgaflokkum,
British Movement og National
Front, en báðar þessar hreyf-
ingar sækja mikiö stuðnings-
menn til skallanna og ungra
knattspyrnuáhugamanna.
Maður nokkur tók ungan
skalla, Richard Lewington, tali i
pöbb nálægt Stamford Bridge
fótboltavellinum i Chelsea.
Hann sýndi skallanum eintak af
blaðinu Bulldog, sem er blað
ungliðahreyfingar National
Front. Skallinn var spurður
hvort hann vildi ekki kaupa
blaðið.
Annar ungur skalli var aö
koma af knattspyrnuleik i Leeds
og þá kom maður til hans og
spurði, hvort hann heföi ekki á-
huga á að ganga i National
Front.
„Nei”, svaraði skallinn, „eg
Ungir skallar og aðdáendur
nasistakveðjunni.
hef engan áhuga á stjórnmál-
um”. Þá þreif maðurinn i
skallann og hrópaði: „Hver
djöfullinn er að þér maður??
Ert niggarasleikja eða hvað?”
Hitlersdýrkun
Blaðamaðurinn ræddi við
ungan skalla, Billy Howart frá
Birmingham, um „pólitik”.
Heima hjá skallanum var eitt
rúm, óvarin ljósapera og stór
mynd af Hitler á veggnum.
— Hvers vegna dáist þú að
Hitler?
„Nú, hann hafði rétt fyrir
sér, ekki satt? Hann leið gyðing-
unum enga vitleysu”.
— Hvað myndi hann gera ef
hann yrði forsætisráðherra i
Englandi i dag?
„Hann myndi senda alla nigg-
arana heim með næsta skipi.
Hann myndi stilla öllum komm-
um upp við vegg...”
Richard Lewington ræddi
málin af meiri skynsemi. Hann
áleif skallana höfða til hvitra
pilta, sem fannst þeir vera af-
skiptir og gleymdir.
„Þaö eru alltaf negrarnir sem
þjást. Það eru alltaf þeir sem
þarfnast hjálpar og hljóta
samúð. En ég get sagt ykkur að
hvitir krakkar þjást alveg eins
mikið. Ég viðurkenni að
skallarnir valda vandræðum, en
allir halda að við séum einu
þrjótarnir. Svörtu krakkarnir
efna lika til uppþota, en enginn
segir orð um það”.
I þeim heimi, sem við höfum
skapað okkur.leita afskiptir
krakkar fróunar i tónlist,
brennivini og eiturlyfjum. Aðrir
finna froun i hryllilegu ofbeldi,,
einu aðferðinni sem þeir kunna
til að hefna sín á heimi, sem
skiptir sér ekki af þeim og er
sama um þau.
meö
knattspyrnufélagsins Chelsea heilsa upp á gamalkunnan hátt
Axel
Ammendrup
skrifar:
Erfitt að finna til
samúðar
Það er erfitt að finna til
samúðar með þessum krökkum
samt sem áður. Eftir að hafa
heyrt skallastelpu monta sig af
þvi að hafa stungið ungan negra
á hol meö skærum i götubar-
daga. Eftir að hafa heyrt ungan
skalla ræða um málningar-
vinnu sina, en hún fólst i þvi að
skrifa á veggi i neðanjaröar-
járnbrautarstöö i Tottenham
setningar eins og: Brennið nigg-
arana” og „svartur skitur”.
Eitt sinn heyrði blaðamaður-
inn til fjögurra skalla er þeir
tóku ungt par i gegn á matsölu-
stað. Þeir kölluðu stúlkuna
mellu, sögðu að hún hefði sofiö
hjá öllum i hverfinu og buðu
henni svo i kynsvallsveislu.
Stúlkan var miöur sin og piltur-
inn kominn að þvi að gráta. Og
þegar skallarnir voru spuröir
hvers vegna þeir heföu gert
þetta, svaraði einn þeirra: „Það
kemur méri gott skap að fara
illa með einhver fifl. Ég hef
gaman af þvi”.
Tómleikakennd
Eftir að blaðamaðurinn hafði
rætt um „pólitik” við Billy How-
arth, fóru þeir á krá i Birming-
ham. Eftir aö þeir höfðu skolað
niöur nokkrum bjórkollum, kom
ýmislegt fram hjá skallanum.
Það haföi ekkert oröið úr iifi
hans og allir vinirnir höföu yfir-
gefið hann. „Ég er hreinlega
búinn aö vera, ef þú vilt vita þaö
— algerlega búinn að vera”.
Hann sagði, aö ef ekki væri
vegna niggaranna, Pakist-
ananna og kommanna, þá væri
allt I lagi.
„Ég verð að sjá um mig sjálf-
ur. Hvers vegna skyldu þeir þá
fá allt á silfurfati. Ég hata þá,
ég hata þá heitt og innilega”.
Ab sögn blaöamannsins
kreppti skallinn hnefunum svo
fast saman, að hnúarnir hvitn-
uöu. Og það undarlega geröist.
Skallinn fór að hágráta þarna
fyrir framan blaðamanninn. Úr
augum hans skein ótti, vonleysi
og tómleiki.
■