Tíminn - 13.11.1969, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 13. nóvember 1969.
TIMINN
7
Jómfrúræða Kristjáns Ingólfssonar á Alþingi:
Styrkja þarf skóla-
fólk í dreifbýli
— láta styrkinn ekki verða verðbólgu að bráð og leysa vandann án flokkadrátta
Herra forseti.
Það er sannarlega lei-tt til
þess að vita, að þjtta mikil-
væga mál, sem hér er á dag-
skrá, á að verða einhvers kon
ar málfundaæfing. Mér fannst
af orðum hæstv. menntamála
ráðherra áðan, að hetta væri
orðinn einhvers konar misskiln
ingur á missMlnin-g ofan, en
satt að segja lít ég svo á, að
þetta mál sé of aðkallandi til
þess, að hv. A’.þingi geti verið
að leika sér að því, e.t.v. fund
eftir fund.
Styrkurinn verði ekki
verSbólgu að bráð.
Ilvað snertir það frv., sem
hér liggur frammi, þá vildi ég
hafa svipuð orð um það eins
og hv.. næstsíðasti ræðumaður
gerði, að mér þykja vera á því
ýmsir skafankar, en hins vegar
er meiningin sú sama og
ég hygg, að við flestallir mund-
um vilja hafa okkar. En ég get
t.d. ekki fengið það út, hvers
flo'kkum, sem síknt og heilagt
tala um það, að menntunin sé
bezta fjárfestingin, hla-upi
nú undir bagga. Ekki
einu sinni, heldur að hér verði’
sett varanleg löggjöf, sem komi
í veg fyrir það, að landsbyggð-
in, eftirleiðis eins og hingað til,
sitji við skarðari hlut, en þeir,
sem í þéttbýlinu eiga heima.
Það orkar ekki tvímælis, að
hjá tekjúrýrum bændurn, sem
senda börnin sín í myndarlega
heimavistarskóla. kennir tóma
hljóðs í buddu og þrenginga
á viðskiptareikningi, þegar bú
ið er að gera upp við hehna-
vislarmötuneytið, þó svo að rík
ið hlaupi þar, eftir skólakostn
aðarl., miklu meira undir bagga
heldur en það gerir, þegar kom
ið er upp á hærri skólastig.
Mér er kunnugt um það og
það er ekkert annað en venju
legt viðskiptalögmál, að þeir
bændur, sem hafa átt við heima
vis-tarbarna- og unglingaskóla e.
t.v. 5—6 börn, hafa orðið fyrir
því, að kaupfélagsreikningur-
inn þeirra hefur strandað þeg
ar komið hefur að uppgjörum
\úð skólann. í ýmsum tilfell
um hefur verið bætt úr því,
vegna þess aö góðir hafa átt í
hlut, foi’ystumenn, en hins veg-
ar er á þessu sviði um að
ræða misrétti að börn úti á
landi, unglingar og nemendur
á framhaldsskólastigum, eins
og hér hefur komið fram í
ræðu allra hv. þingmanna og
hv. menntamálaráðherra, sitja
við skarðan hlut miðað við
þéttbýlið.
Færri hófu skólagöngu
í haust en vildu.
Ég gat þess hér í upphafi,
að það mundu margir nem
endur hafa farið í skóla nú í
haust án þess að sjá fyrir end-
ann á 'wí, hvernig þeir klyfu
veturinn og það er þess vcgna,
sem mér finnst að nú megi
ekki draga þetta mál til eilifð
arnóns. Það megi ekki deila
um það fund eftir fund, hvort
hæstv. fjármálaráðherra ha-fi
slæm áhrif á hæstv. mennta-
málaráðherra, eða hvernig
þeirra félagsskapur sé, heldur
verði hv. Alþingi að finna leið
út úr þessu máli því þetta er
þjóðarvandamál, þegar ungur
og efnilegur nemandi þarf að
sitja heima. Það er þjóðar
vandamál, þegar unglingurinn
þarf að flosna upp á náms-
brautinni. S-um mál eru flokks
mál, önnur eru mál, sem öll
þjóðin kallar á.
Ilafið yfir flokkadrætti.
Þetta er eitt þeirra mála,
sem öll þjóðin kallar á, hæstv.
alþm. og ráðh. mega ekki hafa
það að leiksoppi. Ilér verður
að ráða úr áður en að
Kristián Ingólfsson
á veturinn líður og unga fólki'ð
í skólunum þolir ekki að úr
lausnin kom'. ekki fyrr en
næsta ár. Ég ætla ekki að gera
þetta frv., sem slíkt að umræðu
efni, en eins og ég tók fram i
upphafi þá findist mér a! það
gæti verið á ýmsan hált betra
og ég heid að það væri rétt
að taka þetla til gaumgæfilegr
ar athugunar en meiningin er
góð og meiningin er rétt, hún
er sú sama og hefur komi-ð hér
fram á undanförnum þingum
og í þeim þáltill. sem fluttar
hafa verið og hún á áreiðan-
lega hljómgrunn í öllum þing
flokkum.
Herra forseti, ég ætla ekki
að segja meira að sinni. en
áskil mér rétt til að fara nokkr
um orðum um þetta mál síðar,
ef mér þykir nauðsyn til kalla.
vegna endilega á að vera þarna
talan 25 þús., h-vort ekki sé
eðlilegra að miða við eitthvert
hlutfall í samræmi við heildar
kostnað. Við vitum það, að ís-
lenzka krónan er nú heldur
la-us í rásinni, og jafnvel þótt
vísitölubætur eigi að koma hér
ofan á. þá gæti svo farið, að
með árunum yrði þetta allt of
lágt, jafnvel þó að það þætti
þokkalega gott í dag. Eins og
hv. næstsíðasti ræðúmaður tók
fram, hefur verið um tillögu
flutning að ræða þing eftir
þing í þessu máli af hálfu fram-
sóknarmanna til þess að reyna
að skapa úrbætur í þessum efn
um, en hér hefur landsbyggð
in verið rnjög hlunnfarin. Það
á enginn einn flokkur sök á,
þessu hefur verið varpað
á dreif undanfarna áratugi án
þess að sinna því, en hins veg-
ar mega þeir þakkir hafa, sem
vakið hafa málið upp á síðustu
þingu.n og á þessu þingi.
Alvöramál.
Mér þykir eins og ég hef áð
ur sagt, þetta mál ver-a of stór-t
og ég horfi á það of alvarleg-
um augum ti' bes að geta
horft upp á það að það verði
gert að einhverju leikspili hér
á þingi, og ég satt að segja
ætlast ekki til þess að nokkr-
um þeim sem hér á sæti innan
veggja, að hann taki ekki á
því með fullri alvöru. Það er
alveg rétt, sem hæstv. mennta-
málaráðherra sagði hér áðan,
að hagur íslenzkra alþýðuheim
ila er þrengri nún-a en hann
var fyrir. 5—10 árum og þau
eru ófá íslenzku alþýðuheimil
in, sem ekki höfðu efni á því,
að senda börnin sín til áfram-
haldandi mennta nú i haust.
Og þeir eru ófáir líka, ungl
ingarnir, sem hleyptu heimdrag
anum til náms í haust án þess
að sjá fram á, hversu úr rætist
þegar á veturinn líður. Það er
þess vegna, sem þjóðin. unga
fólkið í landinu á þá kröfu
að Alþingi, að þeir forystu
menn þjóðarinnar úr öUum
Ljóðakvöld
Á Ijóðakvöldi kainmermúsik
klúbbsins, sem fram fór í Nor-
ræna húsinu fyrir skömmu,
söng Ruth Magnússon ljóð eft-
ir Mahler, Mozart, Britten og
de Falla en pianóaðstoð ann-
aðist Guðrún Kristinsdóttir.
Undirrituð minnist þess gjörla
er Ruth Magnússon stóð hér
í fyrsta sinn á konsertpalli, og
náði þá strax áhrifamiklum
tökum á tilheyrendum sínum.
Síðan þá, hefur vegur hennar,
sem söngko-nu aukizt jafnt og
þétt, og hún unnið marga
sigra og vaxið, sem túlkandi
listakona. — Raddgæðin eru
jöfn, og smekkur hennar í
túlkun. er hógvær og beinist á
látlausan hátt að efni ljóðs-
ins, án þess þc að missa
nokkru sinni marks.
4 ljóðum. Mahlers, lagði
söngkonan mikið af mörkum,
og má sérlega tilnefna „Gi-ng
heut Morgen“ Þá átt-u „A
Charm of Luilabies" sína bók-
staflegu töfra í meðferð, og
var það níerr túlkun á hinum
sérstæðn smálögurr, Brittens
í spönsku þjóð'ögunum eftir
de Falla sýndi söngkonan djúp
og einlæg litbrigði.
Hlu-tur Guðrúnar Kristins-
dottur við hljóðfærið var ör
u-ggur og markviss, og sérstak-
lega „rytmiskur" í lög-um de
Falla. Þó virðist hljóm-ur h-úss
ins í „píanó“dei.k heldur gust-
miki-11 og gætti þess helzt í lög
um Brittens þar sem hljóð-
færið er meira leiðandi en ráð-
andi.
Það var ánægjulegt að sjá
húsið fullsetið og finna þær
hlýju móttökui sem listakon-
umar hlu-tu j ríkurn mæli.
Ljóðakvöld þett.a var eftir-
minnilegt sökum hins ágætf
efnisvals. og prýðilegrar sam-
vinn-u og túlkunar.
Sinfóníutónleikar
Á síðustu Sinfóní-utónleikum,
sem fram fóra undir stjórn
Alfred Walter, var efnisval
fengið úr ýmsum áttum, svo
sem Mozart. Pencinelli, Ravel
pg Rossini. Þrátt fyrir þessar
andstæður var skernmtilegur
og léttur blær yfir tónleikun-
um, sem gerðu þá um margt
athyglisverða.
Einsöngvái’i á þessum tón-
leikum var ungur Austumkis-
máður. Romano Nieders, frá
Graz. en bar stundaði hann
nám hjá okkar góðkunna
kennara dr Franz Mixa. —
Nieders hefur þétta og iafna
bassarödd, vel þjálfaða og skól
aða Túlkuri hans á söngum
Don Quixote eftir Jaques fbert
(1890—1962) var með ágæt-
um. Þessa þróttmiklu og sér-
stæðu söngva dró listamaður-
inn upp með dýpt og skilningi
og án allra öfga. Þá söng Nied-
ers ax-íur úr óperunni „Töfra-
flautunni" og „La-Ciconda“ og
gerði þeim mjög góð skil. —
Hlaut hann að lokum mjög góð
ar móttökur og mikið lófatak.
Á hljómsveitai-vei'kum þess-
ara tón-leika var stiklað á
stóru. Ópei-uforleikur Rossinis
„Silkistigiun" er ósvikið
skemmtiefni, og gerði hljóm-
sveitin sitt til að viðhalda
þeim anda. Óvenjulega léttur
og áhy-ggjula-us leikur átti sinn
þátt í að skem-mta hlustanda
með forleik Rossinis. — Mau-
rioe Ravel (1875—1937) sá
mikli píanóleikai'i, iðkaði ekki
einungis þá list að færa sín
eigin píanóverk í hljómsveitar
búning, heldur færði hanxv
einnig píanóvcrk annarra höf-
unda í þá hljómsveitai'útsetn;
ingu, að með henni blés hann
algjörlega nýj-u lífi í þau hin
sömu verk. Lagaflo-kkur hans
„Gæsama-mma“, sem samin var
upphaflega fyrir píanó, hefur
ekki sett niður við það að fá
sinn hljómsveitarbúning en hef
ur aftur á rnóti með hinum öðl
azt liti og biæ, sem sainlagast
barnaævintýi'in-u enn be-tur. —
Hljómsveitin flutti lagaflokk-
inn með skemantilega léttum
og litskrúðugum blæ.
Lokaorð þessara tónleika,
voru sögð með þi'iðju sin-fóníu
Jóhannesar Brahms. — Stór-
brotnu og kröfúhörðu verki,
þar sem stjórnandi, Alfi'ed
Walter lagði megináherzlu á
að spila vel og skilmerkilegá
úr innri línum, og missa ekki
marks af ljóði'ænni hugmynda
auðgi og djarfri „rytmik“ höf-
undar. Mildur og áferðarfall-
eg-ur tónn sti-engja setti sinn
svip á þessa tónleika, sem í
heild voru til ánægju.
IJmiur Arnórsdóttir.
Skoðanakönnun
Samkvæmt samþykkt síðasta kjördæmaþings hef-
ur verið ákveþið, að skoðanakönnun til undirbún-
ings vali á mönnum á framboðslista Framsóknar-
flokksins í Norðurlandskjördæmi vestra við næstu
alþingiskosr.ingar, fari fram dagana 28. nóvem-
ber til 18. desember n.k.
YFIRK J ÖRSTJ ÓRN.