Tíminn - 13.11.1969, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 13. nóvember 1969.
TIMINN
9
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framfcvæmdastjóri: Kristján Benedifctsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ristjómar: Tómas Karlsson Auglýs.
ingastjóri: Steiingrímur Gíslason Ritstjórnarskrifstofur i Eddu
húsinu, símar 18300—18306 Skrifstofur Bankastræti 7 —
Afgreiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur
sími 18300. Áskriftargjald kr. 165.00 á mánuði, tnnaniands —
f lausasölu kr. 10.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h. f.
Fyrirhyggja?
Á blaðamananfundi í fyrri viku lýsti Bjarni Benedikts-
son, forsætisráðherra, því yfir, að nú fyrst væri að verða
ljóst með hvaða kjörum íslendingar gætu orðið aðilar
að EFTA og því ættu menn núna að taka málið allt til
ítarlegrar athugunar og kanna hvað vinnst á hverju
sviði og hvað tapast, áður en endanleg ákvörðun verð-
ur tekin. Lagði ráðherrann á það áherzlu, að menn yrðu
að gefa sér nægan tíma til þessarar athugunar og mátti
á honum skilja að þar yrðu allir, sem hagsmuna hefðu
að gæta, að leggja sig fram.
Sama daginn og forsætisráðherrann sagði þetta, vís-
uðu íhaldið og kratar í borgarstjórn Reykjavíkur frá til-
lögu Kristjáns Benediktssonar um að sérstök nefnd á
vegum Reykjavikurborgar yrði látin kanna málið og þá
sérstaklega stöðu hinna mörgu tollvernduðu iðnfyrir-
tækja í Reykjavíkurborg. í framsöguræðu sinni skýrði
Kristján það rækilega svo og Einar Ágústsson, að með
þeim tillöguflutningi væri síður en svo verið að taka
afstöðu gegn eða með aðild að EFTA heldur ætti 'slík
athugun að gera mönnum auðveldara að taka skynsam-
lega og yfirvegaða afstöðu til málsins og ekki sízt ef,
af aðild að EFTA yrði að gera mönnum Ijósar en áður,
hvaða ráðstafanir væri nauðsynlegt að gera af ríkisvalds
og borgaryfirvalda hálfu til að auðvelda þeim fyrirtækj-
um í Reykjavík sem 1 mestum erfiðleikum myndu lenda
við EFTA-aðild að koma rekstri sínum í samkeppnis-
fært horf og hjálpa þeim yfir örðugustu hjallana.
En íhaldið í Reykjavík er samt við sig, hvað sem hin-
um föðurlega tóni og skynsemisboðskap forsætisráð-
herra líður. Þegar á reynir í afstöðu og afgreiðslu
Sjálfstæðisflokksins á málum, stórum og smáum, kem-
ur í ljós, að hér er aðeins um yfirborðshjal að ræða
og gerðirnar verða oft þveröfugar við fögru orðin. Pilt-
arnir hans Bjarna í borgarstjórn Reykiavíkur verða ekki
ósjaldan til að sanna það, hve skynsemin og fyrirhyggj-
an ristir grunnt í störfum Sjálfstæðisflokksins.
Skattar og kaup
í athyglisverðri grein, sem Stefán Jónsson ritaði í
Tímann s.l. þriðjudag um skattamál bendir hann á. að
tekjumark „hátekjuskatts“ sé nú við 77 þúsund króna
skattskyldar tekjur. Af því sem umfram sé verði menn
að greiða 60% í tekjuskatt og tekjuútsvar. Úr því fá
menn með kauphækkunum ekki nema 40 krónur af
hverjum 100, sem launin hækka um. Hins vegar nægja
ekki 40% af kauphækkuninni til að mæta þeirri hækk-
un nauðsynja, sem kauphækkunin og verðbólgan skapa.
Þetta sannar reynsla síðustu ára. Kauphækkun í krónum
og vísitölubætur geta því þýtt kaupmáttarskerðingu
launa, ef persónufrádráttur og skattstigar eru samtímis
frystir í óbreyttri krónutölu í bullandi verðbólguþróun.
Það er vegna þessa, sem verkalýðsforingjarnir verða að
játa það nú, að þeir hafi tvö ár í röð samið um „sjálf-
virkt kauplækkunarkerfi“. Hagstjórnartæki núverandi
ríkisstjórnar er að draga úr eftirspurn vöru og þjónustu
með rýrnun kaupmáttar launa almennings Vegna þessa
frystir hún persónufrádrátt og skattstiga í óbreyttri
krónutölu. Leiðrétting persónufrádráttar og skattstiga
þýddi raunhæfa aukningu kaupmáttar almennings frá
því sem nú er. Þess vegna mælir ríkisstjórnin nú
gegn frumvarpi Frar-isóknarmanna um hina sjálfsögðu
leiðréttingu á álagningarreglunum. TK
HENRY GINGER, New York Times:
Servan-Schreiber hyggst
endurnýja radikaia-flokkinn
Telur auðveldara að endurnýja flokk en stofna nýjan
EINN af kunnustu ritstjór-
um og greinahöfundum í
Frakklandi, Jean-Jacques Serv
an-Schreiber, hefur valdið
nokkru umróti í frönskum
stjórnmálum með því að taka
að sér að bláisa lífsanda í
franska radikalaflokkinn, sem
var að áliti flestra deyjandi
flokkur.
Servan-Schreiber hefur látið
af ritstjórn L’Express um
stundar sakir, en það er eitt
merkasta og útbreiddasta vibu-
blað í Frakklandi, en hann
hóf útgáfu blaðsins og hefur
verið ritstjóri þess. Ætlar
hann að gerast framkvæmda-
stjóri radikalaflokksins og
semja nýja stefnuskrá á næstu
þremur mánuðum ,og er það
fyrsta skrefið í endurlífgun
flofcksins.
Servan-Schreiber er fjörutíu
og fimm ára gamall g mikill
áhugamaður um nýbreytni.
Stjórnmálamönnum og áhuga-
mönnum um þau þykir því all
miklum tíðindum sæta að hann
skuli taka að sér að endur-
lífga deyjandi flokk, sem áður
fyrr var þó allrar eftirtektar-
verður.
SERVAN-SCHREIBER er
höfundur bókarinnar ,,Banda-
rísk ögrun“, sem út kom 1967.
Þar eggjaði hann íbúa Vestur
Evrópu lögeggjan að sameina
kraítan-a og koma öUum iðn-
rekstri í nútímahorf, ef þeir
vildu komast hjá því að álfan
yrði bandarisk nýlenda í efna-
hagsmálum.
Servan-Schreiber lét svo um
mælt í opinberu viðtali, að
hann hefði verið að velta því
fyrir sér, hvort unnt væri að
boða stjórnmálahugmyndir og
vinna að framgangi þeirra án
þess að hafa stjórnmálasamtök
á bak við1 sig. Hann hefði
komizt að þeirri niðurstöðu, að
þetta gæti ekki lánazt, og þá
hefði verið um það tvennt að
ræða að stofna ný samtök eða
halla sér að starfandi sam-
töfcum. Hann valdi síðari kost-
inn og komst að raun um, að
radikalaflokkurinn þarfnaðist
endurnýjunar, en hann var
skráður í flokkinn á árunum
eftir 1950, þegar Pierre Mendés
France — eitt af átnínaðargoð
um Servan-Schreibers í stjórn
málurn — reyndi að betrum-
bæta flokkinn og hressa hann
við ,en tókst ekki.
„Þetta er sögufrægur flokk
ur. Og ég hefi bæði trú á
áframhaldi og sögulegri hefð.
Það er mjög mikilvægt, að
samræma nýjar hugmyndir gam
alli hefð“.
SAGA fadikalaflokksins
sýnir, að hann efldi frelsið á
síðari hluta nítjándu aldar,
prentfrelsið og samkomufrels-
ið, námsfrelsi og réttindi verka
lýðsfélaga.
Radikala-flokkurinn var
meginstoð lýðræðisstefnu og
andstöðu gegn klerkavaldinu.
Flokfcurinn ýmist réði eða átti
þátt í hverri einustu ríkis-
stjórn þriðja lýðveldisins, þar
á meðal stjórninni, sem sat
að vöildum þegar Frakkland
féll 1940.
Þegar fjórða lýðveidið var
sett á laggirnar eftir síðari
heimsstyrjöldina var radikala-
flokkurinn orðinn máttvana og
naut lítillar virðingar, en hafði
eigi að síður mátt til að láta
til sín taka í þinginu og þeim
ríkisstjórnum, sem myndaðar
voru eða felldar eftir því sem
til tókst um skammvinn sam-
töfc í þinginu. Flokkurinn vanð
einsbonar „lubkupoki", sem
vinstri-, mið- og hægri straum
ar veltu sitt á hvað og „tæki-
færisstefnan", sem Servan-
Schreiber nefnir svo, tók við
af eða kom í staðinn fyrir
samfellda stefnu.
Flokksmönnum fækkaði
smátt og smátt og flokkurinn
varð i auknum mæli að heim-
kynni gamlaðra „hefðarmanna"
borgarstjóra og héraðs- og
deildarráðgjafa. Þingmenn
flokksins námu eitt sinn hundr-
uðum, en nú eru þeir ekki
orðnir nema 13, en það er
færra en svo, að hann geti tal-
izt þingflokkur samkvæmt regl
um þingsins, þar sem þing-
menn verða að vera minnst
þrjátíu til þess að geta heitið
þingflokkur.
FLOKKURINN háði flokks-
þing sitt fyrir skömmu ! Nant-
es og þar voru gerðar fyrstu
ráðstafanirnar til þess að hefta
hnignunina. Þingmaðurinn
Maurice Faure var kjörinn for
maður flokksins, en hann er
47 ára að aldri og nýtur mik
illar virðingar bæði fyrir góf-
ur og fraimsýni i fangbrögðum
við vanda þjóðarínnar Hann
var einn af höfundum Rómar-
sáttmálans 1957. þegar Efna-
hagsbandalagið var stofnað.
Faure hvatti til breytingar á
flokknum í lýðræðis- g jafnað-
ar-hreyfingu í líkingu við
Verkamannaflokkinn í Bret-
landi og Jafnaðarmannaflokk-
inu í Vestur-Þýzkalandi og and
mælti sameignarstefnu franskra
sósíalista og kommúnista, sem
flokkurinn hefir láti'ð vel að
um sinn. Hann fór fram á
þriggja mánaða frest til þess
að endurskipuleggja flokkinn,
og leggja fram ákveðin stjórn-
málamarkmið.
Framkvæmdanefnd flokksins
kom saman að flokksþinginu
loknu og þar var Servan-
Schreiber kjörinn framkvæmda
stjóri. Hann kvaðst vilja vinna
með fámennum hópi manna,
sem flestir eru 25—35 ára.
Ætlunin er að efla á ný frum
herja- og endurbóta-andann,
sem einkenndi flokkinn fyrst
framan af.
SER VAN -SCHEIBER kvað
sig dreyma um a« gera flokk-
inn að burðarási vinstrihreyf-
ingar andspænis íhaldsstefn-
unni, sem nú færi með völd.
Hann sagði gaullismann á
fallanda fæti sem hreyfingu og
spáði því, að þeir, sem þar
eru á vinstri jaðri. gengju til
samstarfs við radikala flokk-
inn.
Hann lýsti samsteypunni,
Framhald á . bls. 15.
«9