Tíminn - 13.11.1969, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.11.1969, Blaðsíða 16
 251. tbl. — Fimmtudagur T3. nóv. 1969. — 53. árg. Áburðarverksmiðjan NÝIR RAF- GREINAR FYRIR 50 TIL 60 MILLJÓNIR EJ-Reykjavík, miðvikudag. Verið cr að reyna nýja raf greina í Áburðarverksmiðj unni, og er framleiðslan því lágmarki sem stendur. Er hé um að ræða 10 rafgreina, sem koma í stað hinna gömlu, er verið hafa í verksmiðjunni f ein 15 ár. Munu rafgreinamir látnir vinna með fullum af- kostum eftir mánuð eða 1% mánuð. Gunnar Ólafsson, verkfræð- Framhald a bls 14 Framleiðsla Búr- fells aðeins 40-60 megavött! EJ-Reykjavík, miðvikudag. Eins og blaðið skýrði frá í dag, varð mikil ísmyndun í Þjórsá aðfaranótt þriðjudags- ins- Hefur þetta leitt til þess, að rafmagnsframleiðsla Búr- fellsvirkjunar hefur minnkað og er nú 40—60 megavött í stað 80 megawatta við eðlileg ar aðstæður. Blaðinu tókst ekki að afla sér nánari upplýsingar um mál ið í gærkvöldi. JARÐYTU- VERÐIÐ ÞREFALD- AZT FRÁ 1963 KJ-Reykjavík, miðvikudag. Það er orðið dýrt að endur- nýja vinnuvélar i dag. Sem dæmi um þetta má nefna, að jarðýta D7E, sem kostaði um 2.1 milljón króna árið 1063, kostar nú orðið um 6.7 milijón ir króna. Talið er að eðlilegur líftími slíkra véla, sé um fimm ár, erní' styttri ef vélarnar eru stöð- ugt í erfiðri vinnu, og aðeins lengri ef verkefni þeirra eru af léttara taginu. Afskriftarreglur af slfkum vélum eru mjög óhagstæðar,i því afskrifa skal vélarnar meði jöfnum afskriftum, en reyndin1 er sú, að fyrstu tvö til þrjúi árin, er viðhaldskostnaðurl mjög IftiJl, en allt viðhaldið! kemur á síðustu úrin. FYRRUM KARL - SEM BRÚÐUR Þessi hjón voru gefin saman í heRagt hjónaband í Suður-Karo- lína í Bandaríkjunum fyrir ári. Myndin var tekin nýlega í Hast- ings í Englandi, en þar hlutu þau blessun guðsmanns eins. Mörgum kann að þykja merkilegt að brúð urin hét fyrir nokkru Grordon Langley HaU og gekkst undir að- gerð, sem breytti honum í konu, sem heitir nú frú Dawn Hall Simmons. Eiginmaðurinn, sem er 21 árs gamaU hcitir John Sim mons. Frúin er ættleidd, og heit- ir fósturmóðir hennar Dame Margaret Rutherford, sem marg- ir mun þekkja úr kvikmyndum 'gerðum eftir sögum Agatha Christie, en þar leikur Dame Margaret fröken Marple. Sim- monshjónin eignuðust fyrir skömmu erfingja, að því er fregn- ir herma. Deilt um úthlutuu^ at- vinnumálanefndarinnar LL-Reykjavík, miðvikudag. Á fundj í sameinuðu Alþingi í dag gaf Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, skýrslu um úthlut anir lána og styrkja Atvinnumála nefndar ríkisins, eins og þau skiptust eftir kjördæmum. Var ræða Biarna svar við fyrirspurn Þórarins Þórarinssonar og Einars Ágústssonar um Atvinnumála- nefndina, en einnig lá fyrir fyrir- spurn frá Jóni Skaftasyni um svip að efni. Var deilt á þá stefnu nefnd arinnar, að hún hefði ekki veitt nóg til Reykjavíkur og Reykja neskjördæmis, en þar er fólks- fjöldi mestur og hæst tala atvinnu leysingja. i Bjarni Benediktsson flutti skýrslu sína eftir að Þórarinn Þór arinsson hafði gert grein fyrir fyrirspurndnni. Bjarni Benediktsson gerði grein fyrir störfum Atvinnumálanefnd- Akranes og nærsveitir | Framsóknarfélögin á Akranesi j halda sameiginlegan fund í félagsi heimili sínu Sunnubraut 21, Akra | nesi, sunnudaginn 16. nóv. kl. fjögur síðd. Dagskrá: 1. Lagðar fram tillögur um skoðanakönnun' vegna bæjarstjórnarkosninganna. 2. Horfur í stjórnmálum. Máls- hefjendur Ásgeir Bjarnason al- þingismaður og Tómas Karlsson, ritstjórnarfulltrúi. 3. Önnur mál Stuðningsfólk Framsóknarflokks- ins er hvatt til að mæta á fundin- um. ar ríkisins og sagði, að á s. 1. sumri hefði verið samið töfluyfir- lit um úthlutun fjárins. Væri þar um að ræða 7 töflur. sem dreift hefði verið á borð þingmanna, en kvað hann þær þurfa nokkurra skýringa við. Sýndu töfilurnar, ?ð úthlutað hefði verið 343 millj. kr., en nefnd in hefði haft 340 millj. til úthlut unarinnar, nokkur lán kæmu ekki til úthlutunar, og yrði heildar- tadan um 340 millj. Tafla þessi væri miðuð við lok júlí, en síðan hefði ekki verið úthlutað nema 1,1 millj. Þegar hefðu verið greiddar út 190 millj. Til nýsmíða fiskiskipa kvað ráð- herra hafa farið 50 millj. en 52 til framkvæmda i kaupstöðum. Rakti ráðherra nokkuð úthlut anir Fiskveiðasjóðs og Atvinnu- jöfnunarsjóðs, en þær hefðu nokk u0 verið miðaðar við úthlutanir Atvinnumálanefndarinnar og kæmu þvi lánaúthlutanir nokkuð jafnt niður á kjördæmi. Austur- land hefði fengið mest í sinn hlut, þar fast á eftir fylgdu Vestfirðir, en minnst hefðu Reykjavík og Reykjaneskjördæmi fengið. Atvinnumálanefndin hefði lánað 55 aðilum 29 millj. vegna útgerðar fyrirtækja. Tók ráðherra fram, að ekki hefði verið veitt fé til kaupa fiskiskipa frá einum stað á land- inu til annars. Til fi’ystihúsa hefði verið lánað 38 millj. til 27 aðila, en þau lán hef'ðu verið veitt vegna taps á síldveiðum, til fullvinnslu afurða og til þess að rétta við illa stæð fyrirtæki. Til iðnfyrirtækja hefði verið lánað 51 millj. til 24 aðila, til stofnunar og endurnýjunar s- s. skinnaverksmiðjur og skóverk- smiðju. Til skipasmíðastöðva og dráttar brauta hefði verið lánað 8 millj. til 6 aðila einkum vegna erfiðleika undanfarinna ára. Umsóknum um aðstoð vegna niðursuðu hefði ekki vcrið sinnt. nema umsókn SIGLÖ, og á fundi nefndarinnar í gær hefði verið á- kveðið að veita ORA í Kópavogi styrk, en enn vantaði upplýsingar, áður en málið yrði endanlega af- greitt. Ekki kvað ráðherra hafa verið unnt að verða við 130 umsóknum að upphæð kr 178 millj., en í sumum þeim tilfellum hefðu aðr ar lánastofnanir greitt úr málun- um. Enn lægju fyrir 135 umsóknir um 325 millj kr.. en þar mætti þó draga frá 10 umsóknir vegna nýsmiðar fiskiskipa. Sagði Bjarni að lokum, að at- vinnumálanefndirnar í kjördæm- unum hefðu gefið skýrslu um störf sín, og að aldrei hefði verið neinn ágreiningur við atkvæða greiðslur innan Atvinnumálanefnd ar ríkisins. Hlutur Reykjavíkur fyrir borð borinn. Þórarinn Þórarinsson þakkaði ráðherra svörin, og kvað það til fyrirmyndar að skýrsla sem þessi væri samin, hún mætti vera na- kvæmari, en væri mjög i anda Framhald á bls 14 STÓR-BINGÓ ER I KVÖLD Stór-bingó FUF í Reykjavík og SUF er í Súlnasal Hótel Sögu í kvöld og hefst kl. 20.30. Jón Gunnlaugsson stjórnar. Mikið úrval af vinningum, þar á meðal matarkörfur, íslenzkt keramik, karlmannsúr, herra- og dömusnyrtitæki og ótal margt flcira. Miðar á bingóið fást að Hringbraut 30, sími 24480, í afgreiðslu Tímans, Bankastræti 7, sími 12323 og við innganginn. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur að loknu bingói til kl. 1 e. m. FAffST LÁTINN GRAFARÁ KJ-Reysjavík, miðvikudag. í gær var hafin leit að 67 ára gömlum bonda i Gröf Laugardal í Árnessýslu, og fannst hamn látinn í Graf- ará skömmj eftir að ' ei. hófst að nýju í morgur,. Einar heitinn var einyrki. og sá síðasti talaði við hann, var bróðir hans, en hann býr að Lækjar hvammi, og var það í fyrra- kvöld, eða mánudagskvöld ið. Einars var fyrst sakn að í gærdag, og hófu sveit ungar hans strax leit í ná grenninu. Um kvöldið vai björgunarsveit Slysavarn arfélagsins á Selfossi beo in aðstoðar, og fór hop ur leitarmanna þaðan um klukkan ellefu í gærkvöldi Leituðu Selfyssingar frarr undir kl. hálf fimm, út frá Frarahald á bls 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.