Tíminn - 10.12.1969, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.12.1969, Blaðsíða 1
BLAÐ Halldór E. Sígurðsson í umræðum um fjárlagafrumvarpið: Sparnaðarlögin í fyrra urðu að auknum útgjöldum LL—Reykjavík, þriSjudag. Við umræðu um fjárlagafrum varpið á Alþingi í dag talaði Hall dór E. Sigurðsson, framsögumað- ur minni hluta fjárveitinganefnd' ar. Drap hann á ýmis atriði fjár lagafrumvarpsins, og í ræðu hans kom fram, að aðeins 8—9% af gjöldum ríkissjóðs fara til verk- legra framkvæmda. Einnig kom fram í ræðunni, að sparnartillög- ur ríkisstjórnarinnar frá 1968 hafa mistekizt svo að skiptir tugum milljóna, sem fram yfir áætlun hefur verið eytt. Að lokinni ræðu Jóns Árnason ar, framsögumanns meirihluta fjár veitinganefndar, sem gerði grein fyrir störfum nefndarinnar og til- lögum, en þeim hefur verið gerð grein fyrir hér í blaðinu, talaði Halldór E. Sigurðsson. Þakkaði Halldór samstarf nefnd arinnar, sem hann kvað hafa verið gott og hefði fjárveitingarnefnd nú haft meiri áhrif en oft áður. Varðandi tillögur nefndarinnar sagði Halldór, að auðvelt hefði reynzt að fylgja tillögunum, þó svo að margar hefðu mátt ná mun lengra. Skólaframkvæmdir og þörf þeirra Minnti Halldór á gagnrýni þá, sem hann hefur áður látið í ljósi opinberlega varðandi verkiegar framkvæmdir, einkum skóla. Gylfi Þ. Gíslason hefði sagt fyrr í vetur, að úr þvi mundi verða bætt með meirihluta tekjuafgangs fjárlaga. Nefndin hefði síðan unn ið mikið í málinu og fengið miklu áorkað, en þó ekki svo miklu, að orð Gylfa stæðust. Enn væri langt frá því, að þess um málaflokki svo sinnt sem skyldi. Þótt samanburður við fyrri ár væri gerður á tölum og miðað við byggingarvísitölu, væri sá samanburður ekki einhlítur, þar mætti allt eins taka tillit til hækkunar fjárlaga fólksfjölgun og þar að auki hefðu miklar þjóð félagsbreytingar átt sér stað. Benti Halldór á að aðeins einn þriðji af skólaumsóknum fengi fjárveitingu til framkvæmda og einn þriðji fengi undirbúnings fjármagn og einum þriðja ekkert sinnt. Of litlar framkvæmdir við skóla Ennfremur nefndi hann þar dæmið um læknadeild Háskólans sem loka hefði átt vegna rúmleys is. Verkefni kvað hann hrannast upp, þannig hefði þegar í haust verið þörf nýs menntaskóla í Reykjavík þrátt fyrir það, að ný- byggður væri þar skóli, stofnsett ar hefðu verið ný gagnfræðadeild ir og sums staðar um landið væri ekki rúm fyrir skyldunám með eðlilegum hætti, við þetta væri ekki hægt að una. Ræddi hann þá nokkuð skóla kostnaðarlögin og þau áhrif, sem þau hefðu. Stefnan í efnahagsmáSíim hefur gengið sér til húðar og at vinnuvegirnir eru afskiptir í fjárlagafrumvarpinu Ekki væri unnt að greiða niður sikólabyggingar á 3 árum, þar sem með því móti væri væri mörg um skólabyggingum neitað um fé. Beindi Halldór þeirri fyrirspurn til menntamálaráðherra, hvað liði tillögugerð varðandi námskostnað nemenda, sem eru fjarri heimilum við nám, en ráðherra sagði, að þær mundu koma fram fyrir af- greiðslu fjárlaga. Sjúkrahús og læknis- bústaðir Sagði Halldór, að sjúkrahús og læknisbústaðir hefðu fengið nokkra leiðréttingu í höndum nefndarinnar. En á þessum mál um þyrfti að taka með meiri festu, hér væri um mikið alvöru mál að ræða. Ekki mætti gera takmarkalausar kröfur til lækn anna, vinnutími þeirra væri nú oft lengri en almennt gerðist. Kvaðst Halldór sammfærður um að tól’l. sem hann og aðrir standa að, varðandi lælknamálin um lang- an starfstíma kandídata í héruð- um væri góð og gæti dregið að einhverju leyti úr læknavandanum en einnig mætti vœnta góðs af, læknamiðstöðvunum, og ánægju- legt hefði verið að sjá 3 millj.' kr. fjárveitingu til læknamiðstöðv ar á Egilsstöðum. Staðsetningu og uppbyggingu slíkra stöðva kvað hann þó verða meginatriði að lausn þessa máls, svo og að gera yrði víðtækar ráð- stafanir þar sen. ekki verður kom ið við slíkum stöðvum, og byggja læknamiðstöðvarnar upp á félags legu samstarfi í byggðarlögunum. Mikið kvað Halldór hafa áunn- izt við Landspítalann og væri fram lag kvenna til fæðingar- og kven- sjúkdómadeildar og áhuri aðdáun- arverður. Nú væri það miklu fé veitt til byggingarinnar, að unnt ætti að verða að gera hana fok helda á næsta ári. En þrátt fyrir þetta biðu stór verkefni varðandi heilbrigðismál in lausnar, svo sem geðdeild við Landsspítalann. Skipulag spítala svæðisins gagnrýndi Halldór nokk uð, t. d. taldi hann ekki heppilegt að hafa Umferðamiðstöð svo til á sjálfu svæðinu. Hafnarmál Iíalldór sagði, að í okkar landi væru hafnarmál stór málaflokkur'kfrumVarpinu. og því ekki að undra, þótt til þeirra færi mikið fé. En þar hefði orðið mikil eyðsla, þar sem væri gengistap. Nú hefði ríkissjóður ákveðið að taka á sig * helming gengistapsins eða 57,5W. En auk þessa væru enn ógreiddar gamlár skuldir. Alla framantalda liði kvað Hall dór hafa hækkað í meðförum Halldór E. Sigurðsson nefndarinnar og næmi heildar- breyting frumvarpsins í meðför um nefndarinnar þess vegna að- eins um 1% af heildarupphæð- inni. Of lítið til verklegra framkvæmda Ekki fænu nema milli 8—9% af heildarupphæð fjárlagafrv. til verklegra framkvæmda. Þessa þróun hefði hann gagn- rýnt og gerði enn. Síðan hefðu lán verið tekin til verklegra fram kvæmda. Þessi lán væru nú orð- in ríkissjóði alldýr. Hafnarlán hefðu t. d. hækkað um 213 millj. kr. vegna gengislækkana, 1967 og 1968 og hefði skuldaaukning vegasjóðs orðið 108 millj. kr. Þetta leiddi svo til minnkaðra verklegra framkvæmda, vegna greiðslu á lánum, gengistapi og veltu, og það sem verst væri, þessi sama stefna ríkti enn. Varaði Halldór við því, að framkvæandir við Háskólann varð andi nýbyggingar yrðu hafnar með lánsfé. Verkeíni mætti niefna, sem fjármagna hefði mátt á annan hátt, t. d. dreifingu rafmagns um landið, sem Ijúka mætti á 2 ár um. Landbúnaðurinn hefði t. d. 2 brýn verkefni fyrir Framleiðni- sjóð. Það væru sláturhúsaupp- bygging og rannsóknir á heyverk unaraðferðum. En þessum verk efnum hefði ekki verið sinnt í Misheppnaður sparnað- ur í ríkisrekstri JEkki kvaðst Ualldór benda á nýjar leiðir til sparnaðar í ríkis rékstrinum, heldur ítreka það, sem hann hefði sagt við umræð ur um sparnaðarfrumvai p ríkis stjórnarinnar 1968. Sagði hann þá, að frumvarpið væri sýndar- mennska. Það hefðu þá þótt stór orð, en nú vildi hann rekja nokk ur atriði. Rakti Halldór síðan nokkur atr- iði greinargerðar frumvarpsins, þar sem gerð var grein fyrir ýms um áætlunum varðandi sparnað. Á árinu 1968 hefði átt að spara 2 millj. kr. við stjórnarráðið, og hefði fjárveiting því átt að verða 68,5 millj. kr. En á ríkisreikning um mætti sjá, að útgjöldin urðu 80,8 millj. kr. eða 12,3 millj. kr, hækkun. Risna hefði átt að lækka, en hún var 1967 3,3 millj. kr. Árið 1968 hefði hún svo orðið um 4 millj. kr. Þannig hefði hækkun varðandi stjórnarráðið orðið 12 millj. kr. í stað 2 millj. króna lækunnar. Árið 1968 hefði verið áætiaið að veita 41 millj. kr. til utanríkisþjónustu, en þáð hefði svo átt að lækka um 3 millj. kr. Útkoman varð svo 50,2 millj. kr. umfram það sem áætlað hefði verið. Kostnaður við fiskmat og eftir lit hefði átt að lækka í 13.9 millj. kr. en varð 17,3. Um löggæzluna ’ mætti segja þetta: Almennur löggæzlukostnaður hefði verið áætlaður 79,4 millj kr. og átti að lækka um 6,8. Nið urstaðan hefði síðan orðið 88,9 millj. kr. eða 16.6 millj. kr. meira en átti áð verða. Framlag til ríkisábyrgðasjóðs hefði átt að lækka um 10 millj. kr. og verða 74 millj. kr. Reynsl an sýndi, að í stað lækkunarinn ar kæmi hvorki meira né minna en 83,9 millj. kr. hækkun. Til skólamála hefði^ þá verið álitið, að spara mætti. Ég hélt því þá fram, að það væri ekki hægt. Lækkunin hefði átt að nema 11,6 millj. kr. frá áætlun, en reyndin hefði orðið sú, að frá þeirri tölu, sem áætlunin varð eftir lækkunina hefði orðið 14,4 millj. kr. hækkun. Ef ekki hefði verið gert ráð fyrir sparnaðinum, hefði bví áætlunin nokkurn veg inn staðizt. Samtals sagði Halldór, að þessi atriði gerðu 108,4 millj. kr. hækk un umfram það, sem átti að verða eftir sparnaðartillögunum. 3,8 í 10,2 millj. kr. á þrem árum Við sýslumannsembættið í Hafnarfirði kvað Halldór hafa orðið ótrúlega miklar hækkanir á útgjöldum eftir að Björn Svein björnsson hætti að gegna því starfi. Þannig hefði á 3 árum luekkað kostnaðurinn við embættið—- úr ki. 3,8 millj. í 10,2 Eki væri hægt að neita því, að þau dæmi, sem hann hefði nefnt væru sláandi, þegar talað væri um sparnað, gegn tali um sparnað og hagkvæmni. Sparnaður, sem leiðir af sér útgjöld Sparnáður sá, sem framkvæmd ur hefði verið samkvæmt frum varpimu frá 1968 hefði verið: 25 millj. kr. til menntaskóla- byggingar, en í stað þess, hefði verið tekið vísitölulán. Vegna hægri umferðar 18,4 millj. kr. sem teknar væru í skött um, og síðan 37 millj. kr. sem tekn ar voru af Landsspítalanum, en vísitölulán tekið í staðinn. Þá hefði tekizt að tína smáupp hæðir frá ýmsum stofnunum, svo sem 1 millj. kr. af bókasafnsfé Kennaraskólans, 1 millj. kr. af byggðasöfnum, 1,4 millj. kr. stjórn arráðsbyggingu, 1,4 millj. kr. af fangahúsi, 11 millj. af Aflatrygg ingasjóði, 30 millj. kr. af Fisk- veiðastjóði og 4,5 millj. kr. af Orkusjóði vegna rannsókna. Það væri því auðséð, að hér væri ekki um raunverulegan sparn að eða lausn vanda að ræða. Það væri gremjulegt, að ekki þýddi að flytja sérstakar tillögur til sparnaðar, það sýndu dæmin, er sýnd voru hér að framan. Vegagerðin og útboð Halldór sagði, að vinna þyrfti að undirbúningi á skipulagsbreyt ingum í ýmsum atriðum t. d. með sameiningu stofnana. Útboð Vegagerðarinnar hefðu sýnt, að íilboð fást langt undir áætlun. Á þessu þyrfti hún og Reykjavíkurborg að gefa skýr- ingu. Vegna þessa yrði að belja eðli- legt að gagnrýna, að úthlutað var laigningu Vesturl.vegarkaflans án útboðs, eða að Vegagerðin ynni sjálf verkið. Ekkert sinnt um ný verkefni Eitt af einkenndum þessa fjár lagafrumvarps, sem hann gagn rýndi, sagði Halldór að ekki væri gert ráð fyrir nýjum verk- efnum, þrátt fyrir hækkun fjár- laganna um milljarð frá því í fyrra. Það yrði að vera rúm'fyrir ný verkefni og rannsóknir og í rannsóknarmálin þyrfti að fá meiri festu. Til dæmis mætti nefna kalrann sóknir, sem gera þyrfti og finna lausn á vandanum. Ýmislegt hefði verið gert, en ekkert verið tekið saman og birt enn. Það væri )ó mest virði að sáfna því saman sem máli skipti. Eitt af mestu vandamálum þjóð arinnar sagði hann vera atvinnu málin, en þau væru að flestu leyti afskipt. Þannig væru.L d. Fiskveiðasjóð ur og Aflatryggingasjóður horn- reka. Halldór vék að ráðstöfunum > Framhald á bls. 22. i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.