Tíminn - 10.12.1969, Side 7

Tíminn - 10.12.1969, Side 7
MEE>VIKUDAGUR 10. desember 1969. TIMINN 19 í leit að sannleikanum“ eftir Ruth Montgomery J. leit að sannleikamim" eftir Ruth Montgomery er komin út hjá bókaútgáfunni Fífill í Rey-kja vík, en formáli er eftir Hafstein Björnsson, imiðil. Bókin er 250 blaðsíður að stærð, prentuð í Prentsmiðjunni Odda, en bundin í Sveinabóbbandinu ta.f. Ruth Montgomery er fædd í Sumner í Hlinoisríki í Bandaríkj- xmum, en hlaut menntun sína m.a. í (Baylorháskóla í Texas. Á kápusíðu segir m.a. um bók- ina og höfundinn: „Hvers vegna fæðumst við? Hver er hinn sanni tilgangur með lífi okkar? Getum við í þessu lífi haft samband við þá, sem stigið hafa yfir þennan þröskuld, sem við nefnum dauð- ann? Ruth Montgomery, þekktur stjórnmálafréttaritari, hefur sökkt sér niður í rannsóknir á dulrænum fyrirbærum síðasta ára tuginn. í þessari merku bók lýs- ir hún fyrir okkur hinum þrönga vegi, er hún þræddi í leit að sann leikanum. . . Hún hefur í meira en tuttugu ár ritað greinar um bandarísk stjórnmál og heimsmál in, er birzt hafa í dagblöðum víðs- vegar. Auk þess hefur hún ritað um allar meiri háttar stjórnmála- ráðstefnur og forsetakosningar í Bandaríkjunum síðan 1948. Af fyrri bókum hennar má nefna: „Spádómsgáfan“, Jeane Dixon Mrs. LBJ og „Það var einu sinni nunna“. „Á söguslóðum" - myndir úr islandsferð árið 1897 Á Söguslóðum. Myndir úr ís- landsferð árið 1897, er komin út hjá bókaútgáfu Menningarsjóðs. Bókin er vönduð að allri gerð og í stóru broti. í henni er 41 mynd og margar þeirra í litum. Brezki teiknarinn og fornleifa fnæðimgurkm W. G. Ooilimgwood ferðaðist hér um slóðir fornsagn- anna árið 1897 í fylgd með dr. Jóni Stefánssyni. Þeir félagar gáfu síðan út á ensku veglega ferða- bók og voru höfuðprýði hennar myndir, sem Collingwood hafði gert á ferðalagi sínu. í þessari nýju bók er alveg ný útgáfa af myndunum. Sumar þeirra koma hér á prent í fyrsta sinn, en aðr- ar voru í gömlu bókinni. Bókin er ljósprentuð í Prentsmiðjunni Odda og hefur litagreining og prentun myndarma tekizt mjög vel. Almanak hins íslenzka Þjóðvina félags 1970. Ritstjóri er dr. Þor- steinn Sæmundsson. Að þessu sinni eru í almanakinu eftirtald ar ritgerðir: Áibók íslands, eftir Ólaf Hansson, próf., Geimannáll, eftir Hjálmar Sveinsson verkfr. Markmið geimvísindanna eftir Trausta Einarsson próf. og Fingra rím, eftir ritstjórann, dr. Þorstein Sæmundsson. Auk þess er að venju dagatal og ýmis almanaks fróðleikur í heftinu, sem er 200 bls. Ársrit Menningarsjóðs, Andvari kemur nú út í 94. sinn og er það 184 bls. í hverju hefti er birt ævi- saga og að þessu sinni dr. Alex- anders Jóhannessonar eftir Hall- dór Halldórsson, prófessor. Af öðru efni má nefna grein um „Gróandi Þjóðlíf“ Þorsteins Thor- arensens, eftir Arnór Sigurjóns son, Aldarártíð Eristjáns Fjalla- skálds, eftir Karl Kristjánsson, Fullveldið fimmtugt, eftir Gylfa Þ. Gíslason. Skáldið Carl Micael Bellman, eftir Sisurð Þórarinsson. ítarlegt fleira fróðlegt og skemmti legt er í ritinu. Saga Viðeyjarklausturs - 24. bók Árna Óla Út er komin bókin Viðeyjar- klaustur eftir Árna Óla, og er þetta 24. bók höfundar. Hún er 233 blaðsíður að stærð, útgefandi er Kvöldvökuútgáfan á Akureyri, en prentun annaðist Prentverk Akraness. f bók þessari segir Árni Óla sögu klaustursins £ Viðey og jafn- framt sögu eyjarinnar frá land námstíð til siðaskipta. „Um 300 ára skeið var Viðey Agnar Þórðarson. Leikrit um Jörund HUNDADAGAKONUNGURINN nefnist leikrit eftir Agnar Þórð- arson, sem komið er út hjá Helga- felli. Er leikritið £ þrem þáttum og er byggt á atburðum sem áttu sér stað £ Reykjavik haustið 1809, eins og stendur á titilsíðu bókar innar. í útgáfunni er sögulegur bak- gi-unnur þeirra atburða, sem leik ritið fjallar um. Þá er að finna á öftustu síðu bókarinnar stutta greinar"erð höfundarins. Úlfar Þormóðsson Ný skáUsaga eftir „Sambönd, eða blómið sem 'grær yfir dauðann“, nefnist ný skáldsaga eftir Úlfar Þormóðsson, en útgefandi er Grágás i Kefla- vík. Bókin er 150 blaðsíður að stærð, og er þetta önnur skálu- saga höfundar, en sú fyrsta kom út fyrir 3 árum. Skáldsagan „fjallar um það, hvernig menn verða að hafa sam- bönd, vera í samböndum og halda þeim til að komast áfram i líf- inu. Hér er áreiðanlega á ferð- inni eitt af athyglisverðustu ís- lenzkum ritverkum ársins", segir útgefandinn. Þar segir: Þegar ég samdi fram halctsleikritið Hæstráðandi til sjós og lands sem flutt var í Ríkisútvarpinu 1965—66 hafði ég í huga að ég gæti síðar unnið upp úr því sviðsverk. Framhaldsleik ritið var í 12 þáttum og tók um 620 mínútur í flutningi, og er þetta leikrit rúmur þriðjungur þess. Höfundur segir að leikritið sé að mestu samið fyrir tveim ár- um en endurskoðað í ágústlok á þessu ári. Maðurinn sem neitaði að deyja ■ Maðurinn sem neitaði að deyja, heitir hetjusaga eftir Barry Wynne, sem Grágás í Keflavík gefur út. Bókin er 154 blaðsíður áð stærð. „í ágúst 1963 reri Teechu Maki mare á opnum smábáti ásamt sjö manna áhöfn til nærliggjandi eyj ar að ná I matvæli handa svelt andi íbúum heimaeyjar sinnar í Suðurhöfum. Báturinn lenti í miklu óveðri, og i dögun næsta morgun brotnaði bugspjótið og bátinn tók að reka um Kyrrahaf ið. Techu tók að sér fomstuna, þeg- ar allt var komið í óefni. En meðfæddir forustuhæfileikar hans gátu jafnvel ekki komið í veg fyrir þær raunir, sem framundan voru. Bátnum hvolfdi og tveir drukknuðu, en hinum tókst að rétta hann við. Lamaðir af hungri og brennandi sólarljósinu, rak þá í meira en 2000 sjómílur þar til Techu tókst að ná landi og öruggri höfn. Þetta er sagan af Techu. Nú- tíma hetjusaga um baráttu eins manns gegn — að því er virðist — óyfirstíganlegum erfiðleikum", segir útgefandi á kápusíðu bókar innar. líkust ævintýralandi. Þar reiS klaustur, sem varð eitt umsvifa mesta og ríkasta klaustur lands ins. Þar sat Styrmir Kárason fróði einn af frumhöfundum ^ Land- námu og fleiri sagnrita. í Viðey gerðust undur (jarteikn), krafta verk þeirra tíma. Þegar veldi eyjarinnar var sem mcst 1539, hertók Diðrik von Minden eyna og rændi klaustrið. Sú herför varð tilefni mikilla við- burða og mannvíga. Frá öllu þessu segir Árni Óla af sinni alkunnu snilld. Saga Við eyjarklausturs er merkt framlag til íslenzkra sögubókmennta“, seg ir útgefandi á kápusíðu bókarinn ar. Árni Óla Ljóíasah Tómasar GuBmundssonar Helgafell hefúr nú gefið út ljóðasafn Tómasar Guðmundsson- ar og eru þar ljóð Tóm- asar, sem út hafa komið £ ljóðabókum hans: Við sundin blá, Fagra veröld, Mjallhvít, Stjörnur vorsins og Fljótið helga. Tómas Guðmundsson Bókin er 232 blaðsíður að stærð, auk ítarlegs inngangs, sem Krist- ján Karlsson ritar. f inngangi sínum segir Kristj- án m.a.: — „Tómas Guðmundsson er ástsælt skáld. Ljóðrænir töfr- ar kvæða hans bjóða heim hlýj- ustu lofsyrðum málsins. Svo hug- þekkur er maðurinn bak við kvæð in og svo persónulegur er andi þeirra sjálfra, að mannlegt við horf lesenda til þeirra verður skil merkilegast táknað með persónu- legum orðum eins og ástúð og vinarhug. Með Fögru veröld varð Tómas Guðmundsson í samri svipan þjóð skáld og höfuðskáld. Frá því að bókin kom út í nóvember 1933 og til jafnlengdar næsta ár var hún endurprentuð tvisvar sinnum. Fyrsta útgáfan seldist upp á ör- fáum dögum. Svo mikil eftirspurn um ljóðabók mun vera einsdæmi í islenzkri bókmenntasögu. Með eigi minni sanni en Byron við útkomu Childe Harold mátti Tóm as Guðmundsson segja: „Ég vakn aði einn morgun og var orðinn frægur". „Gullna farið" eftir Arthur Hailey út er komin hjá bókarforlagi Odds Björnssonar á Akureyri skáldsagan Gullna farið eftir Arthur Hailey. Hersteinn Pálsson þýddi bókina, sem á frummálinu nefnist „Airport". Áður hafa kom ið út eftir þennan höfund hér á landi skáldsögurnar „Hinzta sjúkdómsgreiningin" og „Hótel“. Á kápusíðu segir útgefandi, að „Gullna farið“ opni lesandanum sýn inn í margvíslega leyndar- dóma flugsamgangnanna, sem al- menningi er yfirleitt ókunnugt um. Við skyggnumst um í ratsjár- herbergi flugstöðvarinnar, þar sem menn tala jafnan rólega í hálfrökkri hinna grænu Ijósa rat- sjárkringlanna, en undir rósem- inni leynist stöðugt taugaspenna meðan ratsjárverðirnir fylgjast með mörgum Ijósdeplum samtfm- ans á ratsjártkringlunni óg leið- beina flugstjóranum. . . Við kom- um á skrifstofu flugvallarstjórans, Mel Bakersfeld, mannsins sem ætl ast er til að hafi stöðuga yfirsýn yfir ölí smáatriði varðandi snurðu lausan rekstur flugstöðvarinn- ar og sem hefur jafnframt við sín persónulegu fjölskylduvandamál að glíma. Við fylgjumst með Vern- on Demerest flugstjóra þegar hann leggur leið sína til íbúða flugfreyjanna til að heimsækja fjörmikla, aðlaðandi enska stúlku, Gwen Meighen, sem er yfirflug- freyja í Gullna farinu. Við kynn- umst Tanju Livingston, sem hefur á hendi farþegaumsjón hjá elnu flugfélaginu en er jafnframt títt nefnd í sömu andrá og Mel Bak- ersfeld. Við kynnumst tollvörðum, laumufarþegum og fjölmörgum öðrum persónum, sem koma við sögu í þessari stóru, viðamiklu og heillandi skáldsögu", segir útgef- andi. Bókin er 358 blaðsíður að stærð pfentuð í Prentverki Odds Björns- sonar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.