Tíminn - 10.12.1969, Side 6
18
TIMINN
MIÐVIKUDAGUR 10. desember 1969.
Hrakfallabálkur
eftir Rósberg G. Snædal
út er ikomin bókin „Hrakfalla-
bálkur“ eftir Bósberg G. Snædal,
en útgefandi er Skjaldborg sf á
Akureyri. Bókin er 166 blaðsíSur
að stærð, prentuð hjá Prentverki
Odds Björnssonar.
,4>essi bók hefur að geyma frá-
sagnir af slysförum, harðindum
og öðrum ótíðindum, sem gengu
yfir Húnaþing og Húnvetn-
inga á árabilinu frá 1600 til 1850,
eða í tvær og hálfa öld.
Höfund'urinn viðar að sér
eÆni og heiimildum úr prentiuðum
<ng óprentuðum ritum, og hefur
varið til þess miklum tíma og fyr-
irhöfn. í bókinni eru á milli fjög-
ur og fimm hundruð frásagnir, og
kemur fjöldi manna við sögu víðs
vegar að af landinu.
Þetta er fyrra bindi verksins,
en hinu síðara er ætlað að ná
yfir tímabilið frá 1851 til 1950.
Höfundurinn skrifar ítarlegan
formála fyrir bókinni, og auk
þess er hverju aldarskeiði lýst sér
staklega í inngangsorðum", segir
útgefandi á kápusíðu.
Rósberg G. Snædal
Annað bindi í ritsafni
Ármanns Kr. Einarssonar
Út er komið annað bindið í
ritsafni Ármanns Kr. Einarsson
ar, og er það bókin „Gullroðin
ský“. Útgefandi er Bókaforlag
Odds Björnssonar á Akureyri,
og er bókin 142 blaðsíður.
„Vert er að gefa því gaum, áð
í ævintýrum þessum birtist ný
hlið á skáldskap Ármanns. Þar
fær ímyndunarafl hans notið sín
og jákvæð viðhorf til tilverunnar.
í ævintýrunum eru ljóslega dreg-
in fram hin algildu sannindi, að
góðvild og hamingja verða ekki
Skáldsagan
MARÍANA
í 2. útgáfu
Skáldsagan Maríana eftir séra
Jón Thorarensen, sem kom út fyr
ir einum tíu árum, er nú komin
út í annarri útgáfu. Sagan vakti
mikla athygli á sínum tíma og
þótti, eins og fyrri bækur séra
Jóns, Sjósókn og Útnesjamenn,
bregða upp skýrum myndum af
gerðarfólki og lífsbaráttu þess á
Suðurnesjum, skrifuð á ,h'-Hm-
miklu og sérstæðu má'.i. ' iioKin
mun hafa verið ófáanleg lengi og
því mun mörgum þykja fengur að
þvi að eiga þess nú kost að eign-
ast hana. í bókinni eru teikning-
ar og skreytingar eftir Elínu K.
Thorarensen, listmálara.
■■■
Séra Jón Thorarensen
metin til fjár og drengskapur og
réttlæti fer að lokum með sigur
af hólmi.
Ævintýrin sameina vel, að vera
óblandinn skemmtilestur og vekja
unga lesendur til umhugsunar um
mikilvæg lífssannindi", segir út-
gefandi á kápusíðu bókarinnar.
Armann Kr. Einarsson
■ - ■- :
Pétur Aðalsteinsson
„Bóndinn og land-
ið“ - fyrsta Ijói
bók Péturs Aðal-
steinssonar
„Bóndinn og landið“ nefnist
ljóðabók eftir Pétur Aðalsteins-
son frá Stóru-Borg, og er þetta
fyrsta Ijóðabók höfundar. Útgef-
andi er bókaforlag Odds Björns-
sonar á Akureyri. Bókin er 78
blaðsíður að stærð, og í henni eru
30 kvæði.
' Á kápusíðu segir útgefandi m.
a., að „mörg af mestu og beztu
skáldum íslenzku þjóðarinnar eru,
sem kunnugt er, úr bændastétt,
og hér kveður enn einn íslenzkur
bóndi sér hljóðs með sinni fyrstu
Ijóðabók. Höfundurinn, Pétur Að
alsteinsson, er 49 ára gamall Hún
vetningur, ipeddur og uppalinn á
Stóru-Borg ^ í Vestur-Húnavatns-
sýslu, þar sem hann stundaði bú-
skap til ársins 1966, eða í 27 ár,
en hefur verið kennari undanfarin
ár og er nú skólastjóri við heima
vistarbarnaskóla í Vestur-Húna-
vatnssýslu.
Bóndinn og landið fjallar ein-
göngu um ýmsa þætti sveitabú-
skapar fyrr og nú, og er bókin,
frá hendi höfundar, þakklætis- og
virðingarvottur til þeirrar stéttar
í þjóðfélaginu, sem ber einna
þyngsta önn á herðum".
Einkaritari
læknisins
eftir Erling Poulsen
Einkaritari læknisins, heitir
skáldsaga eftir Erling Poulsen,
sem Grágás í Keflavík gefur út.
Bókin er 191 blaðsíða að stærð.
„Skáldsagan Einkaritari læknis
ins er innlifuð og æsandi frásögn
af því, hvernig ástin sigrast á
hatri og fordómum. Ilún er þriðja
skáldsagan, sem Grágás gefur út
eftir hinn vinsæla höfund, Erling
Poulsen, og mun ekki fremur en
hinar tvær valda lesendum sín
um vonbrigðum."
Nútímasaga frá Akureyri
eftir akureyrska sfúlku
, „Ólgandi blóð“ nefnist „nútíma
saga frá Akureyri" eftir akur-
eyrska stúlku, sem kallar sig
Hönnu Brá. Útgefandi er Skjald-
borg sf, en bókin er 104 blaðsíð-
ur.
Á kápusíðu segir útgefandi m.
a.: „Hanna Brá þræðir engar
troðnar slóðir í sögu sinni. Þótt
bókin sé skáldsaga, birtir hún
nakinn raunveruleika, gæti verið
t.d. lífssaga mín eða þín. Saga
Hönnu Brá er nútímasaga, ekki
nein væmin „kerlingabók", held-
ur djörf og spennandi, atburða-
rás sögunnar er hröð frá upphafi
tii enda — og hefur skáldið í
brennipunkti lífssvið, er nær jafnt
til yngri sem eldri.
Hatur og ást munu ávallt verða
tvær andstæður í mannsálinni —
og lýsir höfunJur þessum andstæð
um, tæpitungulaust, þar sem til-
finningarnar eru látnar tala án
mærðar og skinhelgi. Aðalsögu-
svið bókarinnar er Akureyri.
Hanna Bró mun eflaust eiga eft-
ir að hasla sér völl á bókmennta^
sviðinu í framtíðinni".
Tvær bækur eftir
séraSvein Víking
Kvöldvökuútgáfan gefur út tvær
bækur eftir Svein Víking í haust.
Önnur þeirra nefniist „Viraur minn
og ég“. í bókinni „rœðir séra
Sveinn við ónafngreindan vin, sem
lesandinn kemst þó fljótt að raun
um hver er. Vinirnir ræða um
mangs fconar vandamál mannleigs
lífs, svo sem trúmál, þjóðfélags
vandamál, ástir, skáldskap og list
ir, sérkennilega og minnisstæða
menn og fleira. Þetta er ein af
allra skemmtilegustu bókum séra
Sveins Víkings", segir útgefandi.
Bókin er 146 blaðsíður að stærð
en Prentverk Akraness sá um
prentun.
Hin bókin eftir Svein Víking er
„Fimmtíu vísnagátur“, og er þetta
önnur bókin í gátusafni séra
Sveins. Fyrri bókin kom út í
fyrra og vakti mikla eftirtekt.
Bókin „Vinur minn og ég“ kost
ar 400 krónur án söluskatts, en
Vísnagátur kosta 90 kxónur án
söluskatts.
Sveinn Víkingur
Dulrænar frásagnir eftir
Guðlaugu Benediktsdóttur
Skjólstæðingarnir nefnist safn
dulrænna frásagna eftir Guðlaugu
Benediktsdóttur, sem Bókaforlag
Odds Björnssonar gefur út, og er
hún 215 blaðsíður að stærð.
„Efniviður þessarar bóikar er
26 dulrænar frásagnir, sem eiga
það sammerkt að yfir þeim er
tær heiðríkja og þær eru alveg
lausar við. allt kámugt, sem of
mjög atar út nokkurn hluta þess,
er bókmenntir nefnast nú á tím
um.
Höfundurinn, Guðlaug Bene-
diktsdóttir, hefur þá sérstöðu, að
hún er skyggn og á þar af leið-
andi víðari sjóndeildarhring en
almennt gerist. Það er því harla
eðlilegt, að í ritum hennar séu
þeir þættir, er ná út yfir efnis-
líf, ofnir í söguefnið. En ýmis-
legt, sem höfundur kynnist í gegn
um skyggni sína, er þess eðlis, að
það er henni hrein trúnaðarmál.
Því hefur hún yfirleitt þann hátt
á að færa slík atvik og skrásetja
í söguformi. Og sögur sínar skrif
ar hún af inm ei og raunsæi
góðs rithöfundar."
Þessi bók minnir okkur rækilega
á, að leiðirnar lokast ekki að.
loknu jarðlífi, þvert á móti blas ;
ir við meira svigrúm og bjartara :
l£f. Slíkt hlýtur óhjákvæmilega að '
vekja djúpa gleði“, segir á kápu ’
síðu bókarinnar.
Guðlaug Benediktsdóttír
„Og maður skapast"
Skáldsaga eftir Martein frá Vogatungu
„Og maður skapast“ heitir
skáldsaga eftir Martein frá Voga-
tungu, sem er nýkomin út hjá
Ægisútgáfunni. Bókin er 183 blað
síður, prentuð í prentsmiðjunni
Ásrún.
Á kápusíðu segir útgefandi m.
a.: „Ekki er óiíklegt að betur
verði tekið eftir þessari bók nú
en verið hefði fyrir nokkrum ár-
um. Eftir langt árabil hefur bölv-
un atvinnuleysisins náð að þok-
ast um allt land og margur ungur
maður spyr með hrolli í huga og
krepptum hnefa: Hvernig voru at
vinnuieysisárin 1930? Hvernig
börðust atvinnuleysingjarnir?
Hvernig höfðu þeir í sig og á?
Hvað gerðist svo þegar fjölmenn-
ur innrásarher streymdi inn í
landið 1910 og næstu árin?
Nýr höfundur, Marteinn frá
Vogatungu, svarar mörgum þeim
spurningum í athyglisverðri og
rösklega skrifaðri skáldsögu um
örlög fólks í þessu þjóðlífsróti,
„Og maður skapast". Höfundur
þekkti kreppuárin og hernámstím
ann af eigin reynd og félaga sinna
og veit hvað það gat kostað að
lifa af þau ár, veit að margt
mannsefnið fór þá fyrir lítið, að
margur maðurinn beið varanlegt
tjón á manninum í sjálfum sér.
En bók Marteins frá Vogatungu
er engin prédikun, hún er um
bráðlifandi og stríðandi fólk,
stundum hörð og alveg miskunn-
arlaus — en á líka til næmleik
og skilning á ung og breysk
mannabörn á grimmum tímum, en
þau eru aðalsöguhetjurnar“.