Vísir - 27.07.1981, Side 5

Vísir - 27.07.1981, Side 5
5 i * t _ i ' Mánudagur 27. júli 1981 vism Rajai hlaut I2,6milijón- ir atkvæöa S-Libanon: voma- Mél Mohammad Ali Rajai, forsætis- ráðherra trans, mun hafa hlotið um 90% atvkæða I forsetakosn- ingunum, eftir þvi sem Teheran- útvarpið segir. Sagði það kjör- sóknina hreint „ótrúlega”. Útvarpið sagöi, aö hinn 48 ára gamli forsætisráöherra hefði hlotið tæpar 12,6 milljónir atkvæða af alls 14 milljónum, sem greiddu atkvæði. Er það nær tveim milljónum meir en þær 10,7 milljónir, sem Bani-Sadr hlaut i forsetakosningunum fyrir 18 mánuðum. Kjósendum hefur fjölgað töluvert sföan, þvi aö kosningaaldur hefur verið lækk- aður niður í 15 ár (Ur 16). Fylgismenn Bani-Sadr, sem vikið var Ur forsetaembætti i sið- asta mánuöi, hvöttu kjósendur til þess að sitja heima, en klerka- valdið flutti þann boðskap, að það væri trúarskylda aö kjósa. — 1 kosningunum fyrir 18 mánuðum kusu alls um 14 milljónir. Samkvæmt siðustu kosninga- tölum, sem frést hefur af, hlaut næsti keppinautur Rajais, Abbas Shaybandi aðeins 553. 699 atkvæði. Nancy hneigir sig ekk fyrir drottningunni Charles Bretaprins lagði sitt af mörkum til þess að Englendingar sigruðu Spánverja i póló-kappleik i gær, þrem dögum fyrir brUð- kaup þeirra lafði Diönu Spencer. Carlos sjjánarkonungur átti að vera meðal áhorfenda ásamt Soffiu drottningu og börnum þeirra, en hann aflýsti i siðustu viku heimsókn þeirra til Bret- lands i tilefni brUðkaupsins. Astæöan er sögð vera sU, að brUð- kaupsför þeirra Charles og lafði Diönu mun liggja um Gibraltar, bresku nýlendunnar, sem Spán- verjar leggja allt kapp á að heimta aftur. Spænski sendiherrann var með- algesta dorttningar á landsleikn- um og fór vel á með honum og Charles prins i leikhléi. Lafði Diana var meðal áhorf- enda, sem sáu prinsinn skora eitt mark i leiknum (sem endaði 10-5 fyrir England). Daginn áður hafði hUn flúið i tárum Ur áhorf- endastUku við póló-kappleik vegna ásóknar ljósmyndara. Meðal annarra áhorfenda var Nancy Reagan, forsetafrU,, sem er i heimsókn i Bretlandi. Vakti athygli, þegar hUn kom i drottn- ingarstUkuna, aö hUn hneigði sig ekki fyrir drottningunni, eins og siður er. Lét hUn sér nægja að brosa og heilsa með handabandi. — Siðameistarar Buckingham- hallar segja, að hennar hátign hafi aldrei kippt sér upp viö það, ef einhverjir fá sig ekki til að beygja sig f hnjám fyrir henni. Meðal skæruliða Palestínu- araba er ágreiningur um, hvort hefja skuli aftur ófriðinn gegn Israel, en báðir aðilar virðast enn halda vopnahléð, þótt ekki geti sá friður kallast tryggur. Einn þeirra átta hópa, sem inn- an PLO eru, lýsti þvf yfir i gær- kvöldi, að hann mundi ekki virða fyrirmæli Yassers Arafat um vopnahlé og halda áfram baráttu sinni gegn Israel frá Suður-Lib- anon. PLO hefur þó itrekað skuld- bindingar sinar varðandi vopna- hléð og segja talsmenn samtak- anna, að fulltrUar allra skæru- liðahópanna átta innan PLO hefðu setið fundinn þar sem ákveðið var að samþykkja vopna- hlé eftirbardagana vikurnar tvær á undan. Sibustu tvo sólahringa hefur þó ekki spurst til neinna átaka i Suð- ur-Libanon og virðast skæruliðar og Israelar báðir virða vel vopna- hléö. — Israelskar flugvélar fóru þó i könnunarflugyfir Beinlt og S- Libanon i gær. Fró óeirðunum i Liverpool fyrir þrem vikum, þegar lögreglumenn mættuilla útbúnir gegn grjótkasti unglinganna. GötuuDDboi I Uvernooi Hópar unglinga réöust á lög- regluna i Liverpool i morgun snemma i nýjum götuuppþotum á borð viö þau, sem settu allt á ann- an endann i landinu fyrr i mánuð- inum. Lögreglan segir, að ungmennin hafi grýtt lögreglumenn i Toxteth-hverfi og varpað aö þeim bensinsprengjum. Einn lögreglu- þjónn mun hafa slasast alvar- lega. Castro kennlr CIA um veikindaplágur Spjöll voru unnin á bifreiðum og leigubilstjóri meiddist alvar- lega, þegar hann missti stjórn á bifreið sinni, eftir að steinum hafði veriö grytt i glugga bifreiö- arinnar. Þegar fréttist af mannsafnað- inum og skrilsæsingunum, voru lögreglumenn, útbúnir sérstökum hjálmum og óeiröarskjöldum sér til varnar, sendir á hólminn. Það var einmitt upp úr samskonar óeiröum fyrr i mánuðinum, sem enska lögreglan fékk slikan út- búnað. — Hermdu siöustu fréttir i morgun, að friður heföi komist á og að allt væri meö kyrrum kjör- um. Toxteth var eitt þeirra hverfa, þar sem upp úr sauö i óeiröum fyrir þrem vikum. Ellefu kvöld i röð óðu ungmenni uppi meö spell- virkjum, gripdeildum og árásum á lögregluna i ýmsum borgum Englands. Fidel Castró, forseti Kúbu, full- yrti i gær, að leyniþjónusta Bandarikjanna (CIA) hefði magnað á hendur Kúbú veikinda- plágur, sem herjaö hafa þar bæði á menn, svin, tóbaksplöntur og sykurreyrinn. 1 ræðu, sem Castró flutti i Havana i gær, sagði hann, að um 270 þúsund manns hefðu veikst af „dengue’V faraldri siðustu sjö vikur, 113 hefðu dáiö af veikinni, þar af 81 barn. Sagöi Castro, að stjórnin bæri sömu grunsendir og almenningur um, að CIA hefði komið faraldrinum af stað. — Skoraði hann á Washington-stjórnina ,,að gera grein fyrir stefnu sinni á þessi sviði..og lýsa yfir, hvort CIA hefði umboö til þess að reyna aö fyrirkoma leiðtogum Kúbu eða smita landsmenn, nytjaplöntur og húsdýr af plágum.” Kúbuforseti taldi ekki óliklegt, að CIA bæri ábyrgðina á fyrri plágum, sem herjaö hafa á land- búnaöinn siöustu tvö árin. Þar er um aö ræða afrikönsku svína- veikina, „roya-ryöið”, sem eyði- lagði sykurekrur i fyrra og „Bláu pláguna”, sem spillti mjög tóbaksuppskeru Kúbumanna. Ráöir viröa

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.