Vísir - 27.07.1981, Page 12

Vísir - 27.07.1981, Page 12
Mánudagur 27. júli 1981 irfcm Matseðill heimillsins Leið okkar lá i Breið- holtið i leit að matseðl- inum fyrir vikuna. Susie Bachmann hús- móðir i Breiðholtinu varð við beiðni okkar og hér kemur matseðill sem verður á hennar heimili þessa viku. Mánudagur Blómkalssúpa Soöin ýsa meö tómatbátum og agiirkusneiöum Kartöflur og smjör Þriðjudagur Svikin önd Kartöflumús Rabarbaragrautur Uppskrift: Svikin önd 450 g kindahakk 450 g nautahakk 75 g hveiti 2 egg 3 súputeningar (Maggí) rjómabland Blandiö saman kjöthakkinu, hveitinu, eggjunum, bleytiö súputeningana i rjómablandi og setjiö f deigiö. Kryddiö vel meö season-all, pipar og salti. Helm- ingurinn af kjötdeiginu er lát- inn i eldfast form (helst ilangt) Myndið dæld i miöjuna og fyllið með eplum og sveskjum, síöan er afgangurinn af kjötdeiginu látin yfir og jafnað vel. Ef hug- myndaflugið er „normalt” þá myndið önd úr deiginu. I öllum bænum látið ekki hugfallast, þetta er jú bara „Svikin önd”. Steikist i ofni i' 30 - 45 minútur. Boriö fram með kartöflumús og sósu sem búin er til úr kjötsoð- inu. Miðvikudagur Djúpsteiktur fiskur (ýsa) Laukhringir, djúpsteiktir franskar kartöflur Cocktail-sósa Avextir: Epiíi, appelsinur Fimmtudagur: Framhryggur þunnar sneiðar penslaöar meö kryddlegi og grillaöar f ofni Kartöflur Hrásalat Melóna eða grapealdin Föstudagur Spergilssúpa Heimatilbúnar fiskibollur Kartöflur Gulrófu-eplasalat Uppskrift: Gulrófu- eplasalat 2 rófur 3 epli 2 msk. sykur safi ur einni sitrónu Laugardagur Grjónagrautur með miklum rúsinum og kanelsykri Slátur Sunnudagur Sykurhjúpaöur hamborgara- hryggur með rauðvinssósu og hrásalati Ananasfromage Uppskriftir: Reyktur svinahryggur 1 1/2 kg hamborgarahryggur soðinn i potti i ca. klukkustund. Látið vatnið fljóta vel yfir hrygginn. Sjóðið með saxaðan lauk, gulrætur og 8 stykki heilan pipar. Sykurhjúpurinn á hrygginn 200 g tómatsósa 75 g súrt sinnep 1 dós sýrður rjómi 2 dl rauðvin 1 dl coca cola Allt er þetta hrært vel saman. Brúnið 150 g sykur i smjöri á pönnu. Þegar sykurinn freyðir er raunvinsblöndunni bætt út I. Hryggurinn settur i ofnskúffu og penslaður að ofan með sykur- blöndunni 2 - 3 sinnum. Hafið eingöngu yfirhita á ofnin- um, þannig brúnast sykurhjúp- urinn fallega. Rauðvinssósan Soöið af hryggnum sett i pott. Bragðbætt með kjötkrafti, þriðja kryddinu og piþar. Sósan bökuð upp með smjörbollu 100 g mjúkt smjör og 100 g hveiti hrært saman. Soðið sett smám saman út i. Bæúð við hindberja- sultu, rauðvini, rjóma og af- ganginum af sykurhjúpnum. Hrásalat 1/2 hvitkálshöfuð 4 stk. gulrætur 2 tómatar 1 agúrka 1/2 dós ananas Saxað smátt Salatsósa: 100 g majones Ananassafinn súrt sinnep 1 tsk karrý Tabasco sósa nokkrir dropar og HP sósa Season-all krydd og sitrónupip- ar bætt i' eftir smekk. Hrærið sósuna vel saman og blandað úti grænmetið. Borið fram kalt. Óþarft er að taka fram að þetta er veislumatur, rikur af hitaeiningum. En....góða veislu gjöra skal! Verökönnun í stærstu matvöru- verslununum t nýútkomnu ritiNeytendasam- takanna er skýrt frá verökönnun sem unnin var i samstarfi Verð- lagsstofnunar og Neytendasam- takanna. Fulltrúar Verðlags- stofnunar fóru I 10 stærstu mat- vöruverslanir á Stór-Reykjavik- ursvæöinu 9. júnf s.l. Skráð voru niður verð á 67 vörutegundum og eru i þessari könnun birtar þær 51 tegundir sem til voru i flestum verslan- anna. Nokkuð mikill verömunur var á þessum vörutegundum á milli verslana og nefndar eru skýringar á þvi svo sem aldur birgða, mismunandi nýting á heimilaðri álagningu og fleira. Ef neytandi hefði keypt allar vörur þar sem þær reyndust ódýrastar, hefði hann þurft að borga fyrir þær kr. 457.36. Ef hann hins vegar hefði keypt þær þar sem þær voru dýrastar, þá hefði hann þurft að borga kr. 562.45 eða 23% hærra verð. Samtals voru 19 vörur til I öll- um verslununum og i töflu hér að neðan má sjá hvað verð þeirra er samanlagt i hverri einstakri verslun. Til að auðvelda saman- burðinn enn frekar, er i hægra dálki gerður hlutfallslegur sam- anburður á veröinu i verslunum þar sem meðalverðið er sett sem 100 og verð verslananna siðan reiknuð i hlutfalli við þaö. Ef neytandinn hefði til dæmis keypt þessar vörur I þeirri versl- un sem er með hagkvæmasta verðið, hefðu þær kostað kr. 201,44. Hins vegar kosta þessar vörur kr. 223,25, i þeirri verslun sem er með hæsta verðið eða 10,8% hærra. Verð þeirra 19 Hlutfallslegur vörutegunda sem samanburður til voru i öll- meðalverð um verslunum = 100 Fjarðarkaup 201,44 94,1 Vörumarkaðurinn 207,85 97,1 Hagkaup 210,30 98,2 Kostakaup 211,35 98,7 Jón Loftssqn 213,70 99,8 Kaupfélag Hafnfirðinga 214,85 100,3 Stórmarkaður KRON 217,30 101,5 Kaupgarður 219,15 102,3 Arbæjarmarkaðurinn 223,20 104,2 SS, Glæsihæ 223,25 104,2 Meðalverð 214,15 100 '*«rrrnrrrnr: Hússtjórnarskólinn Laugarvatni mun veita heiisárs nusstjornarnam, en auk þess gefa kost á háifsárs námi fyrir þá nemendur sem kjósa að taka styttrinámsáfanga annað hvort i hússtjórnar-eða hannyröagrein- um. Nám i hússtjórnarskólum um landið verður mismunandi eftir að- stæðum á hverjum stað. Ny kennslusklpan i hússljórnarskólum Megin hlutverk hússtjórnar- skóla er aö veita hagnýta fræðslu í hússtjörnar- og hannyrðagrein- um eftir aðstæðum á hverjum stað og eftirspurn eftir náminu. Svo segir i frétt frá menntamála- ráðuneytinu várðandi starf hús- stjórnarskóia. A vegum ráðuneytisins hefur verið unnið að þvi að undanförnu að skipuleggja og aðlaga nám i hússtjórnargreinum og hannyrð- um, breyttum aðstæðum og kröf- um um nýja kennsluskipan. Breytingin er i'þvi fólgin að nú er unnt að taka ákveðna áfanga i þessum greinum og tengja þá öðru námi I fjölbrautaskólum og sem valgrein til stúdentsprófs i menntaskólum. Hússtjórnarskólarnir geta nú skipulagt kennslu sina með ýmsu móti, til dæmis með mismunandi löngum námskeiöum, en gefið nemendum sinum kost á þvi að safna sér ákveðnum fjölda náms- eininga sem að fullu ber að viður- kenna i fjölbrautaskólum komi nemendi inn i skólann á hús- stjórnar- og handmenntasvið. Á sama hátt á nemandi sem er i menntaskóla aðgeta nýttsér nám af þessu tagi til stúdentsprófs, en þeim sem hygggja á kennaranám með hússtjórn eða hannyrðir sem valgrein er þetta nám nauðsyn- legt. — ÞG Notkun öíl- belta Á þessu ári hafa farið fram þrjár kannanir á notkun bílbelta hér á landi, að tilhlutan Um- ferðarráðs. Kannanirn- ar voru gerðar i febrúar, tnái og núna I júlimán- uði og hefur notkun bil- belta aukist verulega á þessu timabili. Júlikönnunin fór fram á 16 stöð- um á landinu og voru það lög- reglumenn sem sáu um talning- una. Tekið er fram i fréttatilkynn- ingu frá Umferðarráði að könn- unin i juli' fór fram nokkrum dög- um eftir að dreift hafði verið efni um umferðarfræðslu m.a. um bil- belti. Niðurstöður urðu þessar: t bæjum öðrum en Reykjavik: ökumenn: farþegar i framsæti: lfebrúar 3,1% 0,5% 1 mai 1,8% 1,3% íjúli 13,0% 19,6% í Reykjavik: tíebrúar 9,1% 6,6% 1 mai 9,9% 13,4% ljúli 17,0% 8,3% A Suðurlandsvegi, Vesturlands- vegi óg Reykjanesbraut: 1 febrúar 12,7% 17,8% t mai 16,7% 19,9% ljúli 24,7% 26,9% Annarsstaðar i dreifbýli: 1 febrúar 22,1% 25,0% t mai 19,2% 21,2% t júli 34,3% 51,6% Landið alit: lfebrúar 9,4% 10,9% Imai 11,7 15,1% Ijúli 21,5% - 27,8%

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.