Vísir - 27.07.1981, Page 18
18
Mánudagur 27. júll 1981
VÍSIR
• KRISTJAN GISSURARSON.
Kristján
nálgast 5
metrana
Kristján Gissurarson
stangarstökkvari úr KR setti
persónulegt inet á innan-
félagsmóti KIl i stangarstökki
fyrir helgina. Fór hann þar yf-
ir 4,64 metra en átti best áður
4,61. Er þess áreiðanlega ekki
langt að bíða að hann brjóti
„fimm metra múrinn” þvi
hann átti mjög góða tilraun
viö 4,75 á þessu móti og rétt
felldi þá hæð.
Sigurður T. Sigurösson KR
sigraði i þessari grein með þvi
að fara yfir 5 metrana. Hann
reyndi við 5,31 eftir það en
tókst ekki að komast yfir þá
hæð.
— klp —
Hallgrimur
með helms-
met?
Kastaði Kulunni
13.34 m
Frjálslþróttakappinn góð-
kunni, Hallgrimur Jónsson,
sem nú er orðin 54 ára gamall
er enn i fullu fjöri og æfir af
krafti. A móti núna fyrir helg-
ina kastaði hann kúlunni 13,34
metra og er það hald manna
að það sé heimsmet i kúlu-
varpi I hans aldursflokki.
Samkvæmt heimsmeta-
skránni fyrir „old boys” sem
er frá 1978, og er sú eina sem
til er hér á landi, er þetta
heimsmet hjá honum. Verið er
aðkanna þetta betur og reyna
að fá nýja heimsmetaskrá, og
fæst þá á hreint hvort Hall-
grimur á heimsmetið eða
ekki.
— klp -
1. DEILD
Staðan er nú þessi i 1. deild-
arkeppninni, eftir leiki helgar-
innar:
KA-KR..................1:1
Vestm.ey. —Akran ......1:2
Breiðablik — Þór.......3:3
Vikingur —Fram.........1:3
Vikingur... .12 7 3 2 17:10 17
Breiðablik . .12 4 7 1 15:10 15
Akranes ... .12 5 4 3 12:7 14
Fram . 12 4 6 2 16:14 14
Valur .11 5 3 3 21:10 13
KA ,. 12 4 4 4 12:11 12
Vestm.ey .. . 12 4 3 5 18:16 11
Þór . 12 1 6 5 10:24 8
FH .11 2 3 6 13:22 7
KR .. 12 1 5 6 7:16 7
Víkingar réöu ekki
viö Framara
- sem löku bá i kennsiustund og unnu öruggan sigur 3:i.
Vlðar Þorkeisson 16 ára nýlíðl. skoraði tvö gullfaileg mörk fyrir Fram
Viðar Þorkelsson — 18 ára
nýliöi hjá Fram, opnaði marka-
reikning sinn, þegar Framarar
unnu sætan sigur (3:1) yfir Vlk-
ingum — hann skoraði tvö gullfal-
leg mörk og lék mjög vel. Viöar
opnaði leikinn, með þvi að senda
knöttinn upp I samskeytin hjá
Vlkingum og siðan skallaði hann
knöttinn upp i bláhorniö.
Framarar léku mjög vel gegn
Vlkingum og áttu leikmenn
Hæðargarðsliðsins ekkert svar
við stórleik þeirra. Munurinn gat
hæglega orðið mun stærri, þvi að
Framarar misnotuðu mörg gullin
marktækifæri, þegar þeir stóðu
fyrir opnu marki — Guðmundur
Steinsson, hinn snaggaralegi
sóknarleikmaður Fram, nagaði
sig örugglega i handabökin eftir
leikinn, þvi að hann gat hæglega
skorað fjögur mörk, en honum
brást ávalt bogalistin á elleftu
stundu.
VIDAR ÞORKELSSON.. leik-
maðurinn efnilegi. Hann er
landsliösmaður i körfuknatt-
leik.
Glæsimörk hjá Fram
Það voru sannkölluð glæsi-
mörk, sem Framarar buðu áhorf-
endum upp á. Þeir skorðuðu sitt
fyrsta mark á 13. min. — Pétur
Ormslev tók þá hornspyrnu og
sendi knöttinn fyrir mark Vik-
ings, þar sem Diðrik Ólafsson,
markvörður, sló knöttinn frá — til
Viðars Þorkeissonar.sem gaf sér
góðan tima og spyrnti laglega
með vinstri fæti — knötturinn
hafnaði upp i markhorninu.
Haiidór Arason skoraði siðan
annaö mark (2:0) Framara á 25.
min. — komst þá einn inn fyrir
vörn Vikings og lét þrumuskot
riöa af — knötturinn hafnaði upp i
markhorninu — 2:0.
Róbert lokar augunum
fyrir vitaspyrnu
A 28. min. lokaöi Róbert Jóns-
son, dómari leiksins, augunum
fyrir grófu broti Vikinga á
Guðmundi Steinssyni, sem var
ekkert annað en vitaspyrna.
Ragnar Gislason braut gróflega á
Guðmundi, sem var kominn á
auðan sjó. Hvað gerðist? — Ró-
bert, sem stóð aðeins 5 m frá
staðnum sem brotið átti sér stað
á.þorði greinilega ekki að dæma
vítaspyrnu — á óskiljanlegan hátt
lét hann leikinn halda áfram.
Annað glæsimark Viðars
Heimir Karlsson náði að
minnka muninn (1:2) fyrir Viking
á 50. min., með góðu skoti frá
vltateig. Viðar Þorkelsson svarar
fyrir Fram á 55. min. — 3:1, með
glæsilegu marki. Pétur Ormslev
tók þá aukaspyrnu og sendi knött-
inn fyrir mark Vikings, þar sem
Viöar kom á fullri ferð og skallaði
hann knöttinn glæsilega upp i
markhornið hjá Vikingum.
Sigur Fram var i höfn og hefði
hann hæglega getað oröið stærri
— þaö miklir voru yfirburðir
Fram.
Víkingar áttu
ekkert svar
Það sem vakti mesta athygli i
leiknum, var að Vikingar áttu
ekkert svar við rangstæðuleikað-
ferð Fram — hvað eftir annað
voru margir leikmenn Vikings
rangstæðir i leiknum og var það
oft broslegt. Það er einkennilegt
að Vikingar, sem eru á toppnum i
1. deildarkeppninni, breyttu ekki
leikaðferð sinni, þegar þeir sáu
hvernig Framarar fóru með þá á
rangstæðuleikaöferðinni.
Vikingar notuðu langspyrnur
fram völlinn allan leikinn.
Það er oft hættulegt að leika
rangstæöuleikaðferö, þegar linu-
veröir eru ekki vakandi — t.d.
munaði ekki miklu að Lárusi
Guðmundssyni, besta leikmanni
Vikings, tækist að skora tvö
mörk, eftir að annar linuvörður-
inn sofnaði á verðinum — veifaði
ekki rangstæöur á Lárus, sem var
langt fyrir innan vörn Fram,
þegar hann fékk knöttinn.
Framarar léku mjög vel gegn
Vikingi — besta leik, sem islenskt
lið hefur sýnt i sumar. Þeir fóru
oft illa með Vikinga — létu knött-
inn ganga manna á milli og var
sóknarleikur þeirra beittur.
Pétur Ormslev var mjög góður og
einnig Halldór Arason. Viðar
Þorkelsson er stórefnilegur leik-
maður. Marteinn Geirsson
stjórnaði vörn Fram eins og her-
foringi og Guðmundur Bald-
ursson, markvörður, sýndi að
hann er okkar besti markvörður.
Allir leikmenn Fram léku mjög
vel.
Það sama er ekki hægt að segja
um Vikinga — þeir fengu aldrei
frið og féllu ofan i þá gryfju, að
reyna langspyrnur fram völlinn i
tima og ótima. Lárus Guðmunds-
son var besti leikmaður þeirra —
skapaði alltaf hættu, þegar hann
var með knöttinn.
—SOS
Elias tryggði
KR iafntefli
Eiias Guðmundsson tryggði
KR-ingum jafntefli (1:1) gegn KA
á Akureyri — á elleftu stundu.
Elias skoraði jöfnunarmark KR
þegar 3 min. voru tii leiksloka.
Þaö var Elmar Geirsson sem
skoraði mark KA
Páll bjargaðl IBV
frá „Skagaskellí”
Markahæstu menn:
gurlás Þorleifs., Vestm.ey. 8
irus Guðmundss., Vik....8
jrsteinn Sigurðss., Val.7
æsti leikur: — Valur og FH
ika á Laugardalsvellinum
. 20.00 i kvöld.
Ef ekki hefði komið til frábær
markvarsla hjá Páli Pálmasyni i
„blómaieik” hans með ÍBV—iið-
inu I leiknum gegn Akranesi i 1.
deildinni á laugardaginn er
öruggt að Eyjaskeggjar hefðu
fengið að sjá enn stærri tölur en
þeir sjálfir byggðu upp i bikar-
leiknum á Akranesi i siðustu viku.
Þar sigruðu Vestmannaeying-
ar 5:0 en i 1. deildarleiknum i
Eyjum á laugardaginn töpuöu
þeir 2:1... Páll sem þá hélt upp á
sinn 350 leik með IBV liðinu og
var nær kaffæröur I blómum af
þvi tilefni áður en leikurinn
byrjaöi, var I banastuöi i leikn-
um.
A fyrstu minútunum fengu
Akurnesingar 3 dauöafæri og
bjargaði Páll þá strax i tvigang.
En það voru heimamenn sem
voru fyrri til að skora. Hlynur
Stefánsson nýliði i IBV-liöinu og
einn sá besti i leiknum á lauear-
daginn vann þá návigi við varn-
armann 1A og renndi knettinum á
Sigurlás Þorleifsson, sem skor-
aöi.
Skagamenn jöfnuöu skömmu
siöar en þá var Páll búinn að
bjarga vel hvað eftir annaö. En
hann réöi ekki við skalla frá Arna
Sveinssyni sem fékk að vera einn
og óvaldaöur i markteignum þeg-
ar knötturinn kom fyrir markiö.
Bæði liðin reyndu aö brjóta sér
leiö I gegnum varnarmúr hvorts
annars af miklum eldmóði það
sem eftir var hálfleiksins og allan
siðari hálfleikinn. Sóknir Skaga-
manna voru mun þyngri og fleiri
en Páll sá um að þeir kæmu
knettinum ekki i netiö. Tók meira
að segja boltann af tánum á Arna
Sveinssyni sem fékk að fara einn
upp að marki eftir að „rangstööu-
taktik” heimamanna haföi mis-
tekist.
Allt útlit var fyrir aö leiknum
ætlaði að ljúka með 1:1 jafntefli.
En þegar 2 minútur voru eftir af
honum kom sigurmarkið og var
þaö ægi tilviljannakennt.
Tveir leikmenn ætluðu aö
sparka i boltann inn á miðjum
velli þeir geröu það lika, og það
samtimis. Boltinn þaut eftir þetta
mikla spark út I loftið og endaði
hjá Guðbirni Tryggvasyni sem
átti ekki minnstu von á honum.
En hann var fljótur að átta sig og
óö með hann áfram að marki IBV
og renndi honum fram hjá Páli I
markið.
Skagamenn voru betri I þessum
leik og áttu sigurinn fyllilega skil-
iö. Bestur þeirra var Guöbjörn
Tryggvason en hjá IBV var þaö
Páll Pálmason og var hann svo
sannarlega maður leiksins. Þá
var Sigurlás ágætur svo og nýlið-
inn Hlynur Stefánsson.
GÞBÓ/klp—.
• HAFÞÓR SVEINJÓNSSON..átti góðan leik með
Fram gegn Vikingi. (Visismynd Þráinn)
Valbjðrn fer
ekki til Larvlk
Útséð er nú með að Valbjörn Þorláksson
keppi á Norðurlandamótinu i frjálsum iþrótt-
um fyrir „old boys” sem vera átti I Larvík i
Noregi um næstu helgi.
Hann tognaði það illa i læri á tugþrautamóti
um fyrri helgi, að hann treystir sér ekki til að
fara á mótið. Er það bagalegt þvi þessi marg-
faldi heiinsmeistari „öldunga” I frjálsum
iþróttum var talinn öruggur með að sópa að
sér verðlaunum á Norðurlandamótinu. — klp
PALL PALMASON „fékk margar gjafir
fyrir leikinn gegn Skagamönnum. (Visis-
mynd Guðm. Sigf.)
Mánudagur 27. júii 1981
19
SSii‘2U>
Vt-rð kr. 224-*”- -
úar stærði __ M5 80
erð kr.
r kl®ðnaður ka
art/hvitt
átt/hvitt
ruU/hvWt
. 280.- —
——*T*7T|r (*•'*' ol^
°g
,0%
Æ Rautt/hvítt
U blátt/hviR
Verð frá kr. '«»>•-
Póstsendum
Sportvöruvers/un
Ingólfs Óskarssonar
Klapparstíg 44 — Sími 11783
Byggingavörur h.f. Armúla 18 — Byggin
SÉRTILBOÐ
Húsbyggjendur, húseigendur,
verktakar
Til 1. september seljum viö öll efni til glerjun-
ar á tilboösverði.
Kiso gúmmílisti 5 x 10 mm á rúllum
m. kr. 2.00
Kiso gúmmilisti 3 x 9mmárúllum
m. kr. 1.70
Kisogúmmílisti 4 x Smmárúllum
m kr. 1.80
Kisof lex 1—k kitti 320 cc kr. 30.00
Kisokon 1—k (Silicone) 320 cc kr. 34.00
Koparskrúfur, hálfkúptar . 200 stk. i pk.
4 x 40 kr. 58.00
Koparskrúfur 4 x 30 kr. 48.00
yggingavörur h.f.
Ármúla 18, s. 35697.
VÍSIR
hlýlur að fá
skeytí irá
Bllkunum”...
Cít-t-l
j Einar Jóhannsson — ókrýndur
Blikarnlr máttu sætta sig vfð iafntefii
3:3 gegn Þör
i
tslandsmeistari i hjólreiðum.
„Þessi dómari hiýtur iika að
fá skeyti frá Breiðablik — hann
gaf Akureyringunum annaö
stigið með þessum vítaspyrnu-
dómi sinum” sagði einn alvöru-
gefinn áhorfandi eftir leik
Breiðabliks og Þórs 11. deildinni
á Kdpavogsvellinum á laugar-
daginn.
Með skeytinu átti hann að
sjálfsögðu við hið mikla
hávaðamál sem varð eftir sið-
asta tapleik Blikana I 1. deild-
inni, þar sem þeir lentu i úti-
stöðum við Magnús V. Péturs-
son.
I þessum leik var það Sævar
Sigurðsson sem var með flaut-
una, og þótt vitaspyrnudómur
hans sem færði Þór annaö stigið
væri umdeilanlegur létu þeir
alveg vera að deila um hann við
Sævar.
Þeirhafa sjálfsagt fundið það
og séð eins og fleiri en vita-
spyrnan sem þeir fengu frá hon-
um i fyrri hálfleik var álika
ódýr. „Þetta voru að sjálfsögðu
100 prósent viti bæði tvö” ságði
Sævar eftir leikinn. Þaö
var farið i hælinn á Sigur-
jóni þegar hann ætlaði að skjóta i
fyrra vi'tinu og i þvi siðara var
Guðjón tekinn en ekki boltinn
þegar hann var að brjóta sér
ieið aö markinu. Það var ekki
hægt annað en að dæma viti á
bæöi þessi brot”
Leikurinn sem Breiðablik æfl-
aði sér sýnilega að vinna „lauf-
létt” endaöi með jafntefli 3:3.
Þetta var hinn fjörugasti leikur
og oft á tiðum boöið upp á
þokkalegasta samleik. Um
markaleysi þurfti svo ekki að
kvarta, en sjálfsagt má deila
um hvort mörkin skiptust rétti-
lega á milli liðanna.
Eftir að Blikarnir voru komn-
ir i 3:1 með mörkum þeirra
Ómars Rafnssonar, Valdimars
Valdimarssonar og Jóns
Einarssonar, gáfu þeir eftir.
„Við hættum bara að berjast og
þeirgengu á lagið. Við áttum þá
að vera bunir að rúlla þeim
upp” sagði Jón Einarsson eftir
leikinn.
Þórsararnir gengu jU vissu-
lega á lagið. Guðmundur
Skarphéðinsson minnkaði mun-
inn í 3:2 og Guðjón Guðmunds-
son jafnaði siðan metin með
markinu Ur vitinu umdeilda
þegar 15 mÍnUtur voru eftir.
Þegar það var komið fóru
Blikarniraftur i gang og áttu þá
hvert dauðafærið á fætur öðru.
En klaufaskapur þeirra og svo
frábær markvarsla Eiriks
Eirikssonar á þeim kafla geröu
Utslagið og þeir urðu aö sætta
sig við annað stigið.
Bestu main I liði Þórs voru
þeir Guðjón Guðmundsson,
NUmi Björnsson og Eirikur
Eiriksson, en. hjá Breiðablik
þeir Sigurður Grétarsson og
„glókollarnir” Vignir Baldurs-
son og Jóhann Grétarsson.
-klp-
I K0PAV0GI
' Einar Jóhannsson varð
J ókrýndur islandsmeistari i hjól-
I reiðum þegar hann sigraöi i
I hjólreiðakeppninni miklu sem
I haidin var i gær. Kom hann þá
I fyrstur af öllum i mark en hjól-
| að var frá Keflavik til Hafnar-
| fjaröar.
| Einar sem sigraöi einnig i
|Grandakeppninni i fyrra og
jÞingvallakeppninni I ár var liö-
jlega 52 minútur á leiðinni og
jkom um 12 sekúndum á undan
næsta manni I mark. Þaö var
Hafsteinn Óskarsson. Þriðji
Ein kona var meðal hinna
J 35 keppanda, Björg Erlings-
Jdóttir og gaf hún karlmönnun-
lum ekkert eftir á Keflavikur-
I veginum. Þaö gerði heldur ekki
I ólafur ólafsson sem sigraði i
I flokki 13—14 ára með miklum
lyfirburðum. Þar var Magnús
j R. Guðmundsson annar og
|Viktor Kjartansson þriðji. I
jflokki 15—16 ára sigraði Elvar
j Erlingsson, annar varð Sigurjón
| Halldórsson og þriðji Hilmar
• Skúlason.
-klp
Sigurður Grétarsson tekur hornspyrnu á 22. min. og
sendir inn i teiginn, þar sem Ómar Rafnsson bak-
vörður stingur sér á milli tveggja varnarmanna
Þórs og skorar.
Mjög gott upphlaup Þórs á 28. min. sem byrjar upp
við vitateig þeirra og endar með þvi að knettinum
er rennt á Nóa Björnsson sem skorar laglega.
Sigurjón Kristjánsson „fiskar” viti á 33. min. og
Valdimar Vaidimarsson fyrirliöi Breiðabliks skorar
örugglega úr þvi.
Sigurður Grétarsson gefur góða sendingu á Jón
Einarsson sem hleypur vörn Þórs af sér og rennir
knettinum fram hjá Eiriki markverði, 52 min.
Sigurbjörn Viöarsson tekur aukaspyrnu fyrir Þór á
59. min. Sendir inn að marki og þar skallar
Guðmundur Skarphéðinsson knöttinn i netiö.
Guðjón Guðmundsson „fiskar” vitaspyrnu á 75.
min. sem hann síðan tekur sjálfur og skorar úr af
miklu öryggi.