Vísir - 06.08.1981, Side 2
2
Fimmtudagur 6. ágúst 1981
Ertu hlynntur kvenna-
t'ramboði:
Hildur Knútsdóttir, kennan:
Nei, mér linnst þaö ekki vera i
stil viö jainréttislög.
Halldóra Jónsdóttir, husmoöir:
Já, þvi ekki. Mér tinnst aö karl-
mennirnir hali ekki sýnt neinn
skörungskap.
Stelán B. Stefánsson, banka-
maður: Nei, mér finnst að kven-
fólk þurli ekki aö skera sig úr.
Þær eiga bara aö hasla sér völl
innan þeirra stjórnmálaflokka
sem hér eru.
\'algeröur Jónsdóttir, versl-
unarmaöur: Já. ef konan er hæl
þá er þetta besta leiðin. Sjálf-
sagt að þær séu samtaka.
Kriöleifur Helgason, flugþjónn:
Nei, ekkert sérstaklega. Þaö á
ekki aö vera kvennaframboö
eingöngu. Konur eiga að vinna
sér nafn innan flokkanna.
VÍSIR
..Ferðalðg eru orðin
almenningselgn”
- segir ingólfur Guðnason hjá Flugferðum
Flugferöir er yngsta ferðaskrif-
stofa landsins, hún tók til starfa
fyrir fimm dögum siðan og i hús-
næði hennar hefur, að sögn
Ingólfs Guðnasonar, annars
eigenda Flugferða, „siminn ekki
þagnaði og hurðir varla lokast frá
þvi opnað var. Fólk hefur spurst
mikið fyrir um ferðir, og tekið
ferðaskrifstofunni mjög vel”.
Ingólfur Guðnason er i viðtali
dagsins i dag, en hann starfrækir
ferðaskrifstofuna ásamt með
Eyþóri Heiðberg.
,,t rauninni er mitt aðalstarf
allt annað,” segir Ingólfur, ,,ég
vinn sem leiðbeinandi við
Afengisdeildina á Vifilsstöðum,
en ferðaskrifstofan fær þann tima
sem ég hef aflögu að loknum
öðrum skyldustörfum. Eins og
málin horfa við núna, þá gengur
þetta. Þessu hefur veriö mjög vel
tekið, og fjöldi fólks hefur látið
bóka sig i ferðir hjá okkur”.
Og hvert er þá starfssvið ferða-
skrifstofunnar?
,,Við sinnum allri almennri
ferðaþjónustu, setjum upp ferðir,
núna i fyrstunni m.a. til Evrópu
nær, og þá notum við Amsterdam
sem nokkurs konar umferðar-
miöstöð. Þaðan getum við svo
boðið margar ferðir enda mikið
úrval ferða einmitt þaðan, og það
er þvi völ á mörgum ferða-
pökkum, t.d. til Grikklands,
Madeiru, vinræktarhéraðanna i
Þýskalandi. Það er af nógu að
taka. Viö setjum ekki vegalengd-
irnar fyrir okkur, þegar við
skipuleggjum ferðir fyrir fólk,”
— En hefur þú sjálfur gaman af
að ferðast?
,,Ég var fararstjóri erlendis i
liklega samtals tiu ár, mest á
Spáni og Grikklandi, og jú, ég hef
virkilega gaman af þvi að ferðast.
Og skemmtilegast finnst mér nú -
að fara akandi um Evrópu. En
eftirminnilegasta ferðin, sem ég
hef farið, var liklega ferð sem ég
fór fyrir nokkrum árum upp á
Sprengisand. Billinn bilaði að
visu, en þar er einhver sú mesta
náttúrufegurð, sem ég hef upp-
lifað.”
— En manstu ekki eitthvað úr
farastjórninni, sem vert er að
segja frá?
„Það er nú kannski ekki gott að
segja opinberlega sögur af
skringilegum atvikum, það er
aldrei að vita nema einhverjum
sárni það. En mest gaman hafði
ég af þvi að upplifa ferðir með
fólki, sem hafði greinilega lagt
mikið á sig við að komast út, og
fór kannski ekki nema örsjaldan i
sumarfri til útlanda. Það upplifði
ferðina eins og ævintýri, spek-
Ingólfur Guðnason.
uleraði mikið i, hvert það ætti að
fara og ferðin varð þvi eins og
hugljómun. Það tók ferðalaginu
ekki eins og hversdagsleik-
aunum.”
— En svo við vikjum okkur að
öðru: Er ekki orðið allt of mikið
af ferðaskrifstofum hér á landi?
„Nei, ég býst nú ekki við þvi.
Það er frekar að það væri pláss
fyrir fleiri. Islendingar ferðast
mikið, vegna þess að við erum
þannig i sveit sett, að við njótum
ekki sömu veðurbliðu og fólk i
suðlægari löndum. Eins vinnum
við mikið hér á landi, og viljum fá
afþreyingu frá þvi.
Ferðalög innanlands geta lika
oft verið kostnaðarsamari og
umfram allt fyrirhafnarsöm og
erfið, þó þau séu auðvitað afar
heillandi. En mesta áhyggjuefn-
inu, skipulagningunni, er létt af
fólki i hópferðum, og það getur
hvatt til þess aö menn skreppi
frekar til útlanda. Fólk fær
ferðina að meira eða minna leyti
tilbúna upp i hendurnar.
Ferðalög eru orðin meiri al-
menningseign á íslandi en
nokkurn timann áöur — ekki sist
fyrir tilstilli þeirra Ingolfs
Guðbrandssonar og Guðna
Þórðarsonar sem unnu braut-
ryðjendastarf að þessum,
málum. Þær feröaskrifstofur,
sem siöan hafa komið upp, hafa
að mestu leyti reynt að halda i þvi
horfi, sem markað var i upp-
hafi.Það er orðið tiltölulega litið
mál að fara heimsálfa á milli.”
—js.j.
sandkorn
Villa annan
verslunarskóla
i Ijórblöðungnum , Við-
skipti og verslun”, sem
gefinn var út af sam-
nefndri kynningarstofnun
verslunarinnar og fylgdi
I)egi á Akureyri fyrir
verslunarman nahelgina,
var viða komið við og
margt spjallað. í fjórð-
blöðungnum er meðul
annars rekinn rnikill
áróður fyrir þvi, aö stofn-
aður verði verslunarskóli
á Akureyri.en litið fjallaö
um verslunardeild Gagn-
fræðaskólans þar, sem
hefur verið til um árabil.
Ekki skal gert litið úr
þörf Akureyringa fyrir
aukna verslunarmennt-
un. þótt mér hafi sýnst
þeir margir býsna glúrn-
ir, en það var svo sem eft-
ir þeim að láta sér ekki
nægja deild og ekkert
minna en sérskóla til þess
aö bæta þarna úr. Stór-
hugurinn cr samur við sig
og ekki að efa að hann
fylgi máli. Hins vegar ef-
astcg um að Iteykviking-
ar samþykki tiliögu
Badda Jún., sem vill láta
„flytja Verslunarskóla
islands i skólabæinn
Akureyri”....
Þjóðinnl
refsað tyrir
elnn syndasei
í sambandi við 5%
lækkun á verði nýrra bila
rifjast það upp, að undan-
farin þrjú ár hefur alger-
lega verið bannað að
flytja inn nýlega, notaða
bila, nema fólk flytji þá
meö sér eftir búsetu i út-
löndum. Astæðan? Fræg-
ur innflutningur á notuð-
um Bensum, en innflytj-
andinn mun hafa dundað
við að breyta einkennum
bilanna til þess að lækka
tollana. Fyrir þetta
braskævintýri virðist
allri þjóðinni vera refsað
með þvi að banna hverj-
uin og einum að flytja inn
svo mikið sein einn notað-
an bil. Þó er vitað að hægt
er að fá slika bila á vægu
verði og i góðu lagi — og
spara talsvert, ef fólk
gerir ekki itrustu kröfur
og vill aðeins nýtt.
Þetta hlýtur að vera
með þyngri refsingum.
sem beitt er á landi hér...
•
Nlættu á
heimsðknar-
tima
Þorbjörn og Bessi á
Egilsstöðum voru búnir
að heyra margar sögur
sagðar um Hafnfirðinga
og gerðu sér um daginn
ferð suður til þess að
berja Gaflarana eigin
augum. Þeir komu heini
aftur sársvekktir.
„Við fórum um allan
Ilafnarfjörðinn og sáum
bara venjulegt fólk úti á
gðtum", sögðu þeir við
kunningja sinn.
,,Nú, þið hafið þá verið
þarna á heimsóknar-
tima".
Sérfræðingar
I að ruglal
Keppni nokkur fer nú
fram á siðum Dagblaös-
ins, sem felst i þvi aö
finna þann fljótasta við að
raða töfrateningnum svo-
kallaða. Metið er sem
steudur ein minúta, fjöru-
tiu og fimm sekúndur og
fimm sekúndubrot, skilst
mér. Sá sem setti það er
Indriöi Björnsson, 13 ára
gamall. i lýsingu sinni á
afreki lndriða sagði Dag-
blaöið meðal annars:
„Þess má geta að ten-
ingnum var alltaf ruglað
af tveim eða fleiri blaða-
mönnum DB og þvi
ekkert létt verk að greiða
úr þeirri flækju.” Ekki er
mér fullljóst, hvort þarna
er átt við að æfingin skapi
meistarann. alla vega
hlýtur að vera tilefni til
þess að blaðamenn DB
komast nú i eigin annál
fyrir að rugla...
Englr
„snliidar-
taktar”
Máske kalla ég yfir mig
reiði starfsbræðra minna,
þeirra sem fást við ritun
iþróttafrétta, en þá þaö.
Vonandi eru þeir þó
þroskaðri en svo, að taka
þannig vinsamlegri at-
hugasemd. Ég er nefni-
lega orðin dauðleiður á
fyrirbrigðinu „snilidar-
taktar” sem tröllríður
iþróttafréttum i flestum
ef ekki öllum dagblööun-
um. Þess vegna yröi ég
þakklátur þeim iþroíta-
fréttamanni, sem treysti
sér til þess að nota orð
eins og tilþrif I staöinn,
einstaka sinnum, helst
oftar en „snilldartaktar”.
Ekki þaö að ég ætlist til
þess að iþróttafréttir séu
skrifaðar aðallega fyrir
mig. En ofnotkun orðs
eða lýsingar er til lýta i
sæmilegu máli, að ekki sé
nú talað um þennan ein-
kennilega samsetning...
flllar
hlóðhetiurnar
akkar
Fyrst ég er svo
farinn að andskotast út i
það sem mér finnst betur
mætti fara i iþróttafrétt-
um, má ég til með aö
beina spjótunum að si-
byljunni um „lið As-
geirs”, „lið Arnórs”, „liö
Peturs”, „lið Teits”, „lið
Karls”, „lið Jóhannes-
ar”, „lið Arnar”, „lið
Harðar”, „lið Alberts” —
og ég veit ekki hvað, sem
er fastur liður i frásögn-
um af gengi knattspyrnu-
liðanna erlendis, sem
islenskir hafa vinnu við
að leika með. Sérstaklega
er þetta áberandi i inn-
gangi frétta i útvarpinu af
þessum tilteknu liðum.
Siðan fylgir venjulega
með hvernig viðkomandi
tslendingi hefur vegnaö í
leiknum, svo að hreinn
óþarfi er að vera meö
þessar endalausu útskýr-
ingar i upphafi. Ég efast
um að nokkrir' aðrir
tslendingar séu oftar
nafngreindir i útvarpinu
en þessir ágætu knatt-
spyrnumenn okkar, sem
farnir eru af landi brott I
framaleit...