Vísir - 06.08.1981, Side 3

Vísir - 06.08.1981, Side 3
Fimmtudagur 6.' ágúst 1981 C*X ‘ Llömarall: VlSIR Stærsta rall árslns Stærsta rall ársins, Ljómarallið hefst i Reykjavik, 19. ágúst, kl. 9. Þetta er fimm daga keppni, sem BIKR sér um framkvæmd á, en Smjörliki h.f. kostar, að þvi er örn Stefansson formaður BIKR tjáði Visi. Fyrsta daginn verður ekið norður Kjöl og gist á Sauðár- króki. Þaðan verður farið til Húsavikur annan daginn, en á þeirri leið eru margar skemmti- legar sérleiðir, sem ekki verður sagt nánar frá að sinni. Þriðja daginn verður ekið til Reykjavik- ur og sagði örn að það verði erfið- ur dagur, en skemmtilegur. Sið- ustu tvo dagana verður siðan ekið frá Reykjavik að morgni og kom- ið til baka að kvöldi, en mikil leynd hvilir yfir leiðunum, sem farnar verða. örn sagði að búast megi við að um 40% leiðarinnar, sem verður farin verði sérleiðir. Skráningu i keppnina er ekki lokið, en nú þegar hafa niu keppendur verið skráðir. Þar á meðal er einn Norðmaður, John Haugland, sem keppir fyrir Skoda og ekur sérsmiðuðum Skoda rallbil með 130 hestafla vél Din og er bill Hauglands þegar kominn til landsins. Haugland keppti i stóra rallinu i fyrra og datt út á næst siðustu sérleið og var þá i forustu i keppninni. Reyndar höfðu Ómar og Jón Ragnarssynir orðið að bita i sama súra eplið fyrr i keppninni, að vera i forustu en detta út. Þeir bræður eru meðal þeirra, sem hafa skráð sig nú og telja má vist að þeir séu öruggir með Islands- meistaratitilinn i ár, ef þeir sigra i þessu ralli. Aðrir,sem hafa skráð sig eru til dæmis Gunnlaugur og Ragnar Bjarnasynir, sem náðu öðru sætinu iHúsavikurrallinu nýlega, og Dalaböndinn örn Ingólfsson, sem lengst af hefur keppt á Tra- bant, og oftast skilað sér i mark. -SV Rallskodinn hans John Hauglands er þegar kominn til landsins til að venjast islenskum aðstæðum og var þessi mynd tekin af honum í Sundahöfn á dögunum. ‘ (Vlsism. KÞS) Frambjóðendur eiga að vera helmamenn - segir vaifreisi Framkvæmdarnefnd stjórn- málasamtakanna Valfrelsis samþykktu eftirfarandi ályktun á fundi nefndarinnar sem haldinn var fyrir skömmu. „Stefnt skal að þvi að fram- bjóðendur eigi og hafi átt heima 3 ár eða lengur i þvi kjördæmi sem þeir eru i framboði fyrir.” Með þessu álitur fram- kvæmdarnefnd Valfrelsis að „heimamenn” hafi betri aðstöðu til að þjóna umbjóðendum sinum og þeir geta þannig haft nauðsyn- legt aðhald að fulltrúum sinum. í framkvæmdarnefndinni eru þeir Hilmar Guðjónsson, Lárus Loftsson, Marias Sveinsson, Smári Stefánsson og Sverrir Runólfsson, ábyrgðarmaður. —HPH 148/ K kr. 399.- 255/1 kr. 563. 178/3 1.162.- 645/1 kr. 295.- 645/Al kr. 192.- Grensásvegi 24 — Reykjavík — Sími 82660. Vönduðu ftölsku luktirnar komnar aftur. 16 gerðir Sendum i póstkröfu Komiðog fáið mikið fynr lítið

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.