Vísir


Vísir - 06.08.1981, Qupperneq 12

Vísir - 06.08.1981, Qupperneq 12
12 Fimmtudagur 6. ágúst 1«81 vísm Eldri borgarar - létlir á fæti og ungir í anda á terö um Reykjavík bæjarsafn i síöustu viku. Við höfðum slegist if ör um Reykjavik eina dagstund með eldri borgur- um sem búsettir eru í höfuðborg- inni. Sumarferðir aldraðra á veg- um Fél a gsm ál as tof nu na r Reykjavikurborgar eru árvissar og jafnan fjölsóttar. Viða hefur verið farið I sumar meðal annars að Úlfljótsvatni, Krisuvfk og Kjósarskarð og siðasta dags- ferðin var farin fyrir rcttri viku um sjálfa höfuðborgina. Lagt var af stað frá Alþingishúsinu i sjálfri Kvosinni, ekið um gamla vestur- bæinn, staldrað við i Höfða og kaffisopi drukkinn i Dillonshúsi i Árbæ. Já, vissulega er þaö skrltið að ala aldur sinn I Rcykjavík og hafa aldrei i Arbæinn komið. Sannar það okkur ungum sem öldruðum að fæstir eru spámenn I eigin landi. Reykjavikurferð fyrir borgarbúa með fróöum farar- stjóra opnar augun fyrir ýmsu „Ja, skritið er það, hingað hef ég aldrei komiö og nánast fæddur og uppalinn i Reykjavik”, hraut af vörum eins ferðalangs við Ar- Margrét Sveinsdóttir Margreti gleyma peir ekki ,,Ég fer allar minar ferðir og vinn hálfan daginn i fisk- vinnu hjá Bæjarútgerð Reykjavikur”, sagði Margrét Sveinsdóttir. Við tylltum okk- ur niöur hjá henni, drukkum saman kaffi viö húsvegginn á Dillonshúsi og spjölluðum. ,,Ég er fædd I Reykjavik og al- in upp i Arnessýslu ekta flóa- fifl...Margrét cr hress I máli” Já, ég vinn ennþá úti, og þeir hjá skattinum muna eftir mér þó ég sé komin hátt á ni- ræðis aldurinn, já ég er 87 ára gömul. Það eru nú ekki marg- ir sem vinna eftir áttrætt svo mér finnst að þessir herrar hjá skattinum gætu gleymt manni”, Margréti var ekki auðvelt að gleyma þó aöeins hafi veriö spjallaö viö hana i nokkrar minútur undir hús- vegg. Hér er á ferðinni hress kona sem fer allar slnar ferðir. Systurnar Þorbjörg og Margrét Lýðsdætur kváðust taka mikinn þátt i öllu starfi eldri borgara á vegum Félagsmáiastofnunar. ..Stundum gengur illa að fá fólkið á staðinn, en þegar það hefur einu sinni komið kemur það aftur og aftur. Enda er þetta starf mjög gott og fólkið glatt”. A tröppum Höfða I islenskum búningi stóöu þessar heiðurskonur, jafn- öldrurhar Elin Guðmundsdóttir og Sigriður Einarsdóttir. Eftir að blaöamaöur hafði spurt þær til nafns og nánari frétta, hafði önnur þeirra á orði að þær væru jafnöldrur, lá þá beinast við að spyrja hvað árin að baki væru mörg? ,,Þau eru allmörg eða 86” var svarið. Þau eru borin af reisn. V isism /Emil ViðDiUonshús var sem gengið er framhjá á hvunn- dagsgöngu um borgina. t lág- reistu húsi við Hafnarstræti bjó Jörundur Hundadagakonungur, daga sem hann gisti hér forðum og sögur fara af þvi að þar sé hann enn á kreiki.i Laugarnesinu er Hallgerður langbrók grafin og ,.guðlastið” eru nefndar götur á Skólavörðuholtinu, þcssar sem kenndar eru við goðin fornu. öldruðum, helst vildum við setja þetta orð aldraðir innan gæsa- iappa. þvi'allt samferðafólkið var létt á fæti og ungt í anda. —ÞG Umsjón: Þórunn Gestsdóttir. Þetta er örlitið brot af þeim fróðleik sem fararstjórinn Kristin Njarvik miðlaði til ferðalanga i umræddri ferð. Fyrir utan fróð- leiksmola fararstjórans gerði samferða fólkiö sem var einstak- lega glaðlegt og skemmtilegt og hafði lika frá ýmsu aö segja þessa Reykjavikurferð minnisstæða. Gott var að vera I fylgd með „Við erum á okkar besla alflri” -taar „Hvað viltu tala við okkur, galgopakerlingarnar”? spurðu þær Súsanna EUasdóttir og Stefania Sigurðardóttir blaða- manninn. Til dæmis fá frekari skýringu á nafngiftinni „galgopakerlingar” ? „Við erum alþekktar saman, getum gert að gamni okkar og hlegið mikið. „Við erum lika á okkar besta aldri núna, höfum aldrei haft það eins skemmti- legtog gott. Hvarbúum við? Við búin i gamla vesturbænum, ekki saman, en förum i öll ferðalög saman. Nú erum við kallaöar skotastelpurnar já, já, að visu ekki i skotapilsum,' en samt kalla þeir okkur skotastelpur”, þær hlægja dátt stöllurnar Sú- sanna og Stefania. 1 slðasta mánuði brugöu þær sér til Skot- lands og áttu þar góöa daga. En þær höfðu orð á þvi að fyrir vik- ið heföu þær misst af tveggja daga ferö til Akureyrar, sem farin var um miðjan júlimánuð I á vegum Félagsmálastofnunar. | „Við förum iallar ferðirsem við getum, en ekki getum við verið alls staöar” meö þeim orðum stigu þær léttar i fasi upp i rút- una sina áfram skyldi för hald- I ið. —ÞG | „Skotastelpurnar” Súsanna og Stefania.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.