Vísir - 06.08.1981, Síða 13
flstir læknisins
og Blððug iörð
- nýjustu bækurnar
frá Prenthúsi
Fimmtudagur 6. ágúst 1981
Prenthúsið hefur sent frá sér
tvær nýjar bækur. Er önnur i
bókaflokknum um Morgan Kane
og hin i bókaflokknum Stjörnu
Róman.
Blóðug jörö heitir Morgan Kane
bókin og er þetta sú 28. i röðinni.
Hún er æsispennandi og segir frá
glæpamönnunum Old-Man Sher-
man og Craig, sem hætta lifi sinu
með þvi að ryðjast inn á yfirráða-
svæði Cheyenna-Indiánanna i
Oklahoma, þvi þeir sækjast eftir
lifi ungu stúlkunnar Söru. En
hvaðhefur hún gert þeim? Það er
hlutverk gömlu kempunnar Kane
að komast til botns i þvi máli.
Astir læknisins heitir hún fjórða
bókin i Stjörnu Róman flokknum.
Hún segir frá ungum lækni, sem
ákveðið hefur að kvænast aldrei.
Vinir hans striða honum vegna
þessa og segja hann óttast konur.
Ot úr þessu verður veðmál og
læknirinn, sem er að fara i sum-
arfri segist ætla að koma giftur
heim úr friinu.
—KÞ
Louis Masterson
Leiðrðtting
Þau mistök urðu i Visi siðastlið-
inn þriðjudag að Einar K. Guð-
finnsson frá Bolungarvik höfund-
ur neðanmálsgreinar um óeirð-
irnar i Bretlandi var titlaður hag-
fræðingur. Hið rétta er að Einar
hefur lokið námi i stjórnmála-
fræðum. Þetta leiöréttist hér með
og eru hlutaðeigendur beðnir vel-
virðingar á þessum mistökum.
Mokafli hjá
vestfjarða-
togurum
,,Þetta gys svona upp á blettum
á sumrin,” sagði Jón Páll Hall-
dórsson á lsafiröi, þegar ViSir bar
undir hann fréttir af miklum
þorskafla hjá Vestfjaröatogurun-
um undanfarna daga.
Fréttst hefur aö Dagrún frá
Bolungarvik hafi komiö inn með
rúm tvöhundruðtonn, þar af fékk
hún 120 tonn á tveim sólarhring-
um. Fiskurinn er stór og fallegur
og giska menn á aö hann hafi ver-
ið á grunnslóð i sunnar, þvi neta-
för sáust á sumum fiskanna.
Þessi neisti mun hala veriö
austur af Horni, en Halinn er lok-
aður vegna isa, aö þvi er Jón Páll
sagði.
,,Þessir neistar standa stutt, og
þeir sem eru staddir á svæðinu,
þegar þetta kemur, fá afla,”
sagði Jón Páll.
—SV
VÍSIR
Yjr-“ V v N| Tvja L ^ V \ /1
i’<«- & ’""r' zc H œhKsP' * -'í' t:"
Þorskafli hel'ur verið góður hjá togurum fyrir vestan eftir verslunarmannahelgina.
yfeii1)opcon\
Fimmtudaga
ogföstudagax
ÚTI-TORGSALA
— á grænmeti
Avallt nýtt og ferskt
Gód vara - lágt verd
Nú þarft þú ekki
að fara út úr
bænum til að fé
ódýrt og gott 1
grænmeti
Háaleltisbraut 68
Simi82599
ÞfisD BESTA ER ALOREIOF GOTT