Vísir - 06.08.1981, Blaðsíða 14
VlSIR
Jón Gauti Jónsson, framkvænidastjóri Náttúruverndarrá&s. Ljósm. —jsj.
.Landkynningu ábótavant’
- segir Jón Gauti Jónsson, framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs
BRIDGE
MACHINC CO.jlHC.
PALMYRA. NEVV JtRSEY
OÖCÖ5
CABLE: BHiDGECO
TEl.EX. 834256
609 829 1800/609 825 4898
June 29, .198.1.
Natturuverndacracl
Lauaavegi, 13
Reykjavik, I'celar.d
Genfclíjmer::
I received your naroe atid addjres-s f:rom t.he New York
Offíce of the Icelandie Tourisit Agency.
I had requested conplete inforniation regardina rules
and all necessarv requirenients for a foreiqn vísitör to
do Ðuck and Gocse Shooting in Iceland, as I would like
to visit your country for approximately ten (10) days.
If you could for.v’ard me inforniation on the follow:
Requi rexnen ta For:
1) Obtainíng a license to shoot
2) Perm.it to bring my own shotgun
3) Dates of shooting seanon
<J) WJiere is betjfc gunning areas
5) Is it poss.ib.le to leaso or
re.nt. a looation for this type
of shooting and who we roight
corttact, etc.
Any help you can give me will be greatly appreciated.
Very truly yours,
BRIDG^MACHXNE COMPANY-
E. W. Bridge, J r.
President
~r
Bréf af þvi tagi, sem birt er hér aö ofan bendir til þess, aö landkynningu
sé ábótavant aö mati Jóns Gauta. t þvi biöur bandarfskur forstjóri
Náttúruverndarráö aö aöstoöa sig viö aö komast á gæsa- og anda-
skytteri. t bréfinu speglast þaö viöhorf, aö þaö sé ekki neinum sérstök-
um vandkvæöum háö aö koma hingaö til lands aö sprella i sumarfriinu.
Þetta bríf er meöal margra álika, sem Náttúruverndarráöi berast ár
hvert.
A siðasta fundi Náttúruvernd-
arráös var samþykkt aö ráöiö léti
frá sér fara ályktun um náttúru-
vernd og erlenda feröamenn, og
er sú ákvöröun tekin i beinu
framhaldi af þeirri umræöu, sem
átt hefur sér staö um feröamenn,
sem hingaö koma meö Smyrli.
Náttúruverndarráö er sá aöili,
sem á að hafa framgöngu um
fræöslu um náttíiruvernd og efla
áhuga á þeim málum, skv. lögum
um náttúruvernd.
En i tilefni af þessu ræddi Visir
viö Jón Gauta Jónsson, fram-
kvæmdastjóra ráösins, um hlut-
verk náttúruverndarráös i ljósi
þeirrar umræðu, sem átt hefur
sér stað að undanförnu.
„Það er rétt, ráöiö samþykkti á
siöasta fundi sinum aö álykta um
Smyrilsmáliö, og þau vandamál
sem stafa af ágangi erlendra
feröamanna á islenska náttúru.
Að öðru leyti er eiginlega litið aö
segja”.
— En varla er málinu lokiö
með samþykkt einnar ályktunar?
„Nei, alls ekki. Alyktanir geta
gert sitt gagn, einkum til aö vekja
athygli á málinu og benda á til-
tækar lausnir, en meira þarf að
koma til”.
— Hvaöa iausnir eru aörar til-
tækar?
„Það sem Náttúruverndarráö
getur gert, er til dæmis aö friö-
lýsa fleiri staði, en þegar hafa
verið friöaöir. Nú þegar hafa ver-
iöfriöaðir nokkrir staöir, þeirra á
meðal Helgustaöanáman og Teig-
arhorniö. Þaö hefur veriö nokkuö
rætt, hvernig beri aö standa aö
slikum friölýsingum, hvort eigi
að friöa steintegundir sem slikar,
eins og gert hefur veriö með
dropasteina, svo dæmis sé nefnt,
eða hvort eigi aö friölýsa ákveöna
staði, eins og þá sem ég nefndi
hér áðan.
— En er ekki verið i raun aö
augiýsa staöina til eyöileggingar
með vandlega merktum friölýs-
ingum?
„Friðlýsingum þarf auövitað
að fýlgja eftirlit, og þaö má segja,
aö þar kreppi skórinn verulega aö
þegar um er aö ræða marga friö-
lýsta staði. En viöa er þessu
ágætlega fariö, eins og til dæmis
að Teigarhorni, þar sem Kristján
Jónsson bóndi hefur gætt staöar-
ins mjög vel. Hann hefur þar unn-
ið ómetanlegt starf, og viö kunn-
um honum bestu þakkir fyrir
það:.
En æskilegast væri þó, aö fast-
ur eftirlitsmaöur yröi meö þess-
um stöðum austur á landi, sem
mest hafa veriö til umræöu. Slik-
ur eftirlitsmaöur gæti þá veriö
tollgæslunni á Seyðisfirði til aö-
stoöar viö afgreiöslu skipsins og
viö leit i bilum sem eru á leiö úr
landi.”
Stöndum berskjaldaöir
— Nú er það hlutverk Náttúru-
verndarráös að hafa forgöngu um
fræöslu og kynningu á náttúru-
landsins og hvernig beri að ganga
um hana. Hvenig er aö þeim mál-
um staðið?
„Til þessa verkefnis er okkur
skammtað fé á fjárlögum, og það
mætti vel vera meira. Við stönd-
um i raun berskjaldaöir gagnvart
ferðamannastraumnum, en einn-
ig gagnvart þeirri landkynningu
sem verið hefur, sbr. margfræga
kvikmynd, sem sýnd hefur verið
erlendum feröamönnum og þeir
beinlinis hvattir til aö taka meö
sér steina og aörar náttúruminj-
ar.
Og það er önnur og verri hlið á
þvi máli. Viö höfum enga aðstööu
til aö fylgjast meö þvi, sem skrif-
aö er um landiö og náttúru þess i
erlend blöö, en þar er kannski
undirrót vandamálsins að veru-
legu leyti aö finna. Mikiö af þess-
um greinum segja einmitt frá
þeim stöðum sem eru einhvers
virði frá náttúruverndarsjónar-
miöum og þær eru skrifaðar af
gifurlegri nákvæmni.
Þess eru dæmi, aö ferðamenn
hér hafa veriö meö nákvæmari
kort en til eru i landinu af vissum
stööum t.d. austanlands.
Þarna veröum við að láta okkur
nægja þær upplýsingar sem
áhugafólk um náttúruvernd lætur
okkur i té”.
— Eru til dæmi um slíkar
ábendingar?
„Já, já. Ég var til dæmis fyrir
skemmstu að fá I hendurnar
grein, sem birtist i frönsku blaöi
og var þýdd fyrir okkur. Hún er
eftir einhverja ævintýramenn
sem hingað komu til aö taka aug-
lýsingakvikmynd, og ætlun þeirra
var aö fara um landiö á kraft-
miklum vélhjólum. Þeir fengu
ekki leyfi til þess á sinum tima, og
lofuöu öllu fögru — en i greininni
kemur skýrt fram, aö þeir hafa
ekki staöiö viö gefin loforð. Okkur
voru svo að berast fréttir um aö
þessir sömu menn séu væntanleg-
ir aftur til landsins innan tiöar og
þessar upplýsingar gera að verk-
‘um, aö viö munum reyna aö fylgj-
ast náiö meö þeim félögum. Þaö
er nauösynlegt, aö þaö spyrjist út,
aö eftirlit af þessu tagi sé til staö-
ar — og þá eru menn ragari við aö
taka áhættu af þvi aö brjóta lög.
Við höfum fengið svona upplýs-
ingar af og til, nýtum okkur þær
eftir föngum og ég get fullyrt, aö
viö höfum oft komiö i veg fyrir aö
fólskuverk hafi verið framin, t.d.
gagnvart fuglum og þeirra varp-
löndum”.
Menn standi saman
— En er ekki þrátt fyrir allt
betra aö eftirlitiö sé reglulegt og
ekki treyst á stopult upplýsinga-
streymi af þessu tagi sem þú
nefnir hér?
„Jú, eftirlitiö þarf að vera i
fastara formi. Abendingar fólks
úti i bæ eöa utan af landi eru
góöra gjalda veröar, og raunar
ómissandi þáttur i okkar starfi,
en þær geta aldrei komiö i stað
reglulegs eftirlits’
Hins vegar hygg ég, aö mögu-
leikar á sliku eftirliti séu þegar til
staðar. Spurningin er aöeins um
þaö, að menn taki höndum sam-
an, viti hver af öörum, og ræöi
málin. Þá geta t.d. landeigendur,
leiösögumenn, vegalögregla og
okkar landveröir unniö gott starf,
ef þaö byggist á sameiginlegu
átaki. Allir þessir aöilar hafa lýst
sig reiðubúna til samstarfs, og er
það vissulega vel. Það er ekki nóg
aö minu viti aö hafa gott eftirlit
með inn og útgönguleiöum lands-
ins. Eftirlitið inni i landi getur
verkað fyrirbyggjandi, og þaö er
nauðsynlegt aö efla þaö á þessu
stigi málsins.
— Og hvert er þá næsta skref-
iö?
„baö er, að þessir aðilar ræði
saman. Arangurinn af þvi gæti
orðiö markvisst eftirlit, sem yröi
a.m.k. að sumu leyti fullnægj-
andi. Það má reyndar búast við
þvi, að þetta mál veröi afgreitt
fljótlega. Það eru allir fullir af
áhuga á aö koma þessum málum i
gott horf.
Ég held líka, að það sé sumpart
að þakka þessum hressilegu
skrifum sem birst hafa upp á siö-
kastið, að fólk er aö vakna. Viö
hér hjá Náttúruverndarráöi verð-
um greinilega vör við þaö, aö
fleiri en áöur hafa samband viö
okkur vegna grunsamlegra
mannaferöa. Ég tel þvi, aö þessi
umræöa hafi verið mjög til góös.
Þaö er þó kannski hæpiö aö ætla
sér aö ræöa þessi mál alfariö I
blööum, eins og þeir Friöjón á
Höfn og Jónas á Seyöisfiröi.”
— jsj.
Skjóni setur íslandsmet i 150 metra skeiöi.
Erling Sigurösson kemur i mark á skeiöhestinum Jóni Hauki.
Skagfiröingar héldu sitt árlega
hestamót á Vindheimamelum um
verslunarmannahelgina. Þar fóru
fram hin hefðbundnu atriöisvo sem
gæðingakeppni, unglingakeppni og
kappreiöaren auk þess var uppboð
á hestsefnum. Flest tslendsmet i
kappreiðum hafa veriö sett á Vind-
heimamelum og I þetta sinn var
Skjóna hleypt i firsta sinn i 150
metra skeiöi, Skjóni notaöi tæki-
færiö vel og rann skeiöið á 13,9 sek.
sem er þremur sekúndubrotum
betra en gamla metið. Fleiri uröu
tslandsmetin ekki en góöir timar
náöust i flestum hlaupagreinunum
enda völlurinn þurr og harður.
Gæðingakeppn i og
unglingakeppni.
Ekki voru margir gæöingar
sýndir. Efstur hesta i A-flokki stóð
Kolskeggur jarpur 7v. Ragnhildar
Oskarsdóttur. A lbert Jónsson sýndi
Kolskegg sem hlaut 8.32 i einkunn.
Tenór rauökolóttur 7v sem Sigurö-
ur Ingimarsson á og sat var i ööru
sætimeö 8.17 i einkunn. Svala grá 7
v lenti i' þriöja sæti með 8.12. Eig-
andi hennar er Ingibjörg Stefáns-
dóttir en knapi var Friðrik Stefáns-
son. I B-flokki voru hestar frá
Sveini Jóhannssyni á Varmalæk í
tveimur efstu sætunum en Björn
sonur Sveins sat þá báöa. 1 fyrsta
sæti var Gimsteinn briínskjóttur
7 v með 8.46 i einkunn en Svipur
gráskjóttur7v var annar meö 8.33 I
einkunn. I þriðja sæti var Lúkas
brúnn 6 v. sem Jósafat Þröstur
Jónsson á en Ingimar Jónsson sat.
Lúkas hlaut 8.11 i einkunn. 1
Unglingakeppninni var i efsta sæti
Jóhann Magnússon á Fjósa. Anna
Þóra Jónsdóttir var önnur á Greif a
en Gestur Stefánsson var þriðji á
Pflu.
Kappreiðar.
Allar aöstæöur voru fyrir hendi
fyrir tslandsmet völlurinn þurr og
harður smá gjóla i bak. Enekki er
endalaust hægt að slá metin enda
timarnir orönir mjög góöir. Þrátt
fyrir það sá Skjóni sér fært aö
„nikka” metinu i 150 metra skeið-
inu úr 14.2sek, settu á Mánagrund i
fyrra, i 13,9 sek. Mansi áttigóöa til-
raun viö metið i 250 metra fola-
hlaupinu og vantaði einungis tvö
sekúndubrot á metið er hann hljóp
á 17.7 sek. Cesar hljóp á geysigtíö-
um tima i 800 metra stökkinu 57,9
sek en í fyrra var sett það gott met i
800 metra stökkinu 55,8 sek aö
sennilega er þess langt aö bíða aö
veröislegiö. Annars voru helstu úr-
slit þessi.
150 metra skeið.
Skjóti setti eins og fyrr segir
Islandsmet og var i fyrsta sæti á
13,9 en Aöalsteinn Aaðalsteinsson
sat Skjóna. Skjóni á þvi bæði metið
i 150 metra skeiöi og 250 metra
skeiði. Eigandi Skjóna Helgi Val-
mundsson á Hellu getur veriö
ánægður með hann. Börkur náði
sinum besta tima i sumar rann
skeiöiö á 14,4 sek og var í ööru sæti.
Eig. er Ragnar Tómasson en knapi
Tómas sonur hans. Fengur Harðar
G. Albertssonar var i þriöja sæti á
góöum tíma 14,6 sek. Knapi var
Sigurbjörn Bárðarson.
250 metra skeið.
Geysileg keppni var i 250 metra
skeiðinu og fengu þrir efstu hest-
arnir allir sama tima 23,1 sdc og
fjórði hestur 23,2 sek. Fannar var
úrskurðaður sigurvegari þar sem
að hann hlaut bestan samanlagöan
tima af þeim þremur. Aöalsteinn
Aöalsteinsson sat Fannar en eig-
andi er Höröur G. Albertsson.
Skjóni setti metið i 150 metra skeiöi
i fyrsta spretti slnum og gekk svo
nærri sér við þaö aö hann náöi ekki
aö sýna sitt rétta andlit og hafnaöi i
ööru sæti. Aöalsteinn Aðalsteinsson
Heslamannamótið á Vlndhelmamelum:
OMmnflega
boOið I
folöldin
sat Skjóna. 1 þriðja sæti var Eljar
sem Sigurbjörn Báröarson á og sat.
250 metra folahlaup.
MandiogTúrbina hafa háö mikiö
einvigi á undanförnum hestamót-
um og hafa unnið til skiptis en það
var Mansi sem stóð uppi sem sigur-
vegari í lokin nú en þurfti aðhlaupa
á mjög góöum tima 17,7 sek. til aö
sigra. Eigandi Mansa er Sigurjón
Úlfar Guðmundsson en knapi Jón
01. Jóhannesson. Túrbina var i
ööru sæti hljóp á 17,9 sek. Eigandi
Túrbinu er Hildur Einarsdóttir en
knapi Kolbrún Jónsdóttir. 1 þriðja
sæti var Gullfaxi Hinriks Braga-
sonar úr Borgarnesi sem hann sat
sjálfur og hljóp Gullfaxi á 18.0 sek.
350 metra stökk.
Stormur gaf ekkert eftir i 350
metra stökkinu og sigraði i' öllum
þremur hlaupunum sem hann tók
þátt í. Reyndar sigraði Stormur Ur-
slitahlaupiö á sama tima og Tvist-
ur 24,3 sek en Stormur var dæmdur
Texti og mynöír: Eiríkur Jónsson
sjónarmun á undan. Eigandi
Storms er Hafþór Hafdal en knapi
Kristján Haraldsson. Eigandi
Tvists er Höröur G. Albertsson en
knapi Hörður Þór sonur Haröar. 1
þriðja sæti er svo nýr hlaupa-
gammur Sindri sem hljóp á 24,4
sek. Eigandi hans er Jóhannes Þ.
Jónsson en sonur hans Jón Ól. sat
Sindra.
800 metra stökk.
Cesar Herberts Ólasonar (Kóka)
var i góðu formi i 800 metra stökk-
inu og sigraöi á góöum tima 57,9
sek. Þróttur og Reykur veittu hon-
um mikla keppni en Gnýfari sá
mikli hlaupahestur er alveg heill-
um horfinn og horföi á eftir hinum i
mark. Reyndar horföi ekki vel fyrir
Cesari eftir fyrsta hlaupið sem
misheppnaðist gjörsamlega en
hann náöi sér á strik i næstu sprett-
um. Knapi á Cesari var Jón Ól.
Jóhannesson. Reykur Haröar G.
Albertssonar var annar á 58.0 sek.
knapi Hörður Þór Harðarson.
Þróttur Sigurbjörns Báröarsonar
var þriöji á 58,1 sek en Kristrún
Sigurfinnsdóttir sat Þrótt. Ekki
skildu nema tvö sekúndubrot þrjá
efstu hestana aö.
800 metra brokk.
Mikil vanhöld voru á brokkhest-
unum þannig að einungis einum
riðli var hleypt fram. Sigurvegari
var Faxi, Eggerts Hvanndal.
Knapi Sigurbjörn Báröarson. Faxi
brokkaöi á 1.39.5 min. Annar var
Trftill Jóhannesar Þ. Jónssonar á
1.42.Omin. en knapi Björn Baldurs-
son. Þriöji var svo Tinni Stefáns
Friörikssonar sem hann sat sjálfur
og brokkaði á 1.53.5 min.
Uppboð.
Skagfiröingar hafa gefiö hesta-
mönnum tækifæri á aö kaupa sér
hestsefni á uppboði höldnu á
laugardagseftirmiödögum eftir
kappreiöar. 1 þetta sinn voru boöin
upp rúmlega 30 númer. Allt frá
folöldum til fimmvetra hesta. Þaö
var greinilegt þegar i upphafi upp-
boðs aö menn ætluöu aö bjóöa
grimmt í, enda var brún-
tvistjörnótt folald seltá 6100 krónur
strax i upphafi. Útgeröarmaður á
Vesturlandi keypti þaö handa konu
sinni. Eftirþvi sem leiö á uppboöið
stigu boöin og undir lokin voru ein-
ungis tvö folöld eftir sem voru sleg-
in á 18.000 krónur og 20.500 krónur.
Folöldin voru greinilega eftirsótt
þvif jögurra vetra hestar voru seld-
ir á altt frá 2800 krónum uppi 16900
krónur. Það hestsefni sem var selt
á hæsta veröi var brúnt hestfolald
undan Þraeði 912 frá Nýja Bæ og
Hrafnkötlu 3526 en Sveinn Guð-
mundsson á Suöárkróki var eigandi
folaldsins. Undir lokin kepptu tveir
menn um folaldiö og var greinilegt
að Sveinn vildi aö annar fengi þaö
þvi hann baö hinn aö hætta boöum
sem og hann geröi.
Þaö var haft eftir velþekktum
hestamanni úr Reykjavik sem
bauö i folaldiö aö folald þetta væri
framtiöar stóöhestsefni. Geysileg
stemming myndaöist á uppboöinu
og var grimmilega boöið i. Svo
ákafir voru menn aö fyrir kom aö
main yfirbuöu sjálfa sig.
í mótslok höföu svo skeiöknap-
arnir Aöalsteinn Aöalsteinsson,
Erling Sigurösson og Sigurbjörn
Báröarson hestaskipti þ.e. Aðal-
steinn sat Frama, Erling sat Fann-
ar og Sigurbjörn sat Skjóna og fóru
einn skeiösprett áhorfendum til
mikillar gleði. Ekki yöföu þeir
sparaö stóru orðin fyrir sprettinn
og reyndar sagöist Sigurbjörn ætla
aö leggja Skjóna og boröa prins
póló og kók á leiöinni og reyndar
sást hann viö snæöing á leiðinni.
E.J.
Fimmtudagur 6. ágúst 1981
Fimmtudagur 6. ágúst 1981
VÍSIR
Cesar sigrar i 800 metra stökkinu.
'J-'f ■■■*■ ?**
-
*’■ 4*.**“;
Sveinn Guömundsson á Sauöárkróki ineö Hrafnkötlu 3526 og folald hennar sem var selt á 20.500 krónur.
ÆLH& v, M