Morgunblaðið - 08.04.2004, Qupperneq 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B
– traustur samstarfsa›ili í fjármögnun
Sér›u atvinnutæki›
sem flig langar í?
Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun
getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar
ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar
á skjótan hátt flegar nau›synleg gögn liggja fyrir.
Haf›u samband vi› rá›gjafa Glitnis e›a kíktu á www.glitnir.is og fá›u
a›sto› vi› a› velja flá fjármögnunarlei› sem hentar best.
Tala›u vi› sérfræ›ing!
Glitnir – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja.
HAGNAÐUR Íslandsbanka,
KB banka og Landsbanka Íslands
samanlagður mun slá fyrri met og
nema samtals 11,5 milljörðum
króna á fyrsta ársfjórðungi ef
afkomuspár greiningardeilda
bankanna ná fram að ganga. Þess
má geta að allt árið í fyrra nam
samanlagður hagnaður bankanna
16,3 milljörðum króna og 10,8
milljörðum árið 2002.
Greiningardeildirnar eru sam-
mála í afkomuspám sínum um að
afkoma stærstu fyrirtækja á
hlutabréfamarkaði verði með
betra móti á fyrsta ársfjórðungi.
Greiningardeild KB banka segir
til að mynda að samanlögð af-
koma fyrsta ársfjórðungs verði
líklega sú besta fyrr og síðar hjá
þeim fyrirtækjum sem deildin
gerir afkomuspá fyrir. Gerir KB
banki ráð fyrir að hagnaður þeirra
fyrirtækja nær þrefaldist miðað
við sama fjórðung í fyrra. Aukn-
ingin er að hluta rakin til hærri
veltu og EBITDA-framlegðar,
eins og t.d. sölu Pharmaco á sam-
heitalyfinu Ramipril. „En allra
helst er hagnaðurinn til kominn
vegna gengishagnaðar banka,“
segir KB banki og vísar til 5,8
milljarða hagnaðaraukningar
bankanna sem að mestu hefur
myndast vegna gengishagnaðar.
Bætt arðsemi útrásar
Greiningardeild Landsbankans
reiknar með ríflega tvöföldun
hagnaðar milli ára hjá þeim fé-
lögum sem deildin gerir spá fyrir.
Í afkomuspá bankans segir að
þrátt fyrir methagnað bankanna á
síðasta ári þá sé gert ráð fyrir að
hagnaðurinn aukist á milli ára.
Ytri vöxtur og innleystur gengis-
hagnaður skýri þá aukningu.
Landsbankinn gerir einnig ráð
fyrir 84% aukningu hagnaðar
Pharmaco frá fyrra ári vegna sölu
á Ramipril-lyfinu, auk þess sem
Opin kerfi og Og fjarskipti muni
skila hagnaði á fjórðungnum í stað
taps í fyrra.
Greiningardeild Íslandsbanka
telur bankana eiga gott ár fram-
undan og þeir muni leiða verð-
hækkun hlutabréfa. „Bankarnir
munu njóta góðs árferðis mark-
aða í miklum gengishagnaði á
fyrsta ársfjórðungi, umbreyting-
arverkefni hafa verið áberandi og
þeim fylgt mikill útlánavöxtur.
Útlit er fyrir bætta arðsemi útrás-
ar þeirra sem hefur til þessa ekki
skilað miklum hagnaði. Efnahags-
umhverfið er gott, úr vanskilum
hefur verulega dregið og hagvaxt-
arhorfur eru góðar,“ segir í spá
Íslandsbanka.
Burðarás hagnast mest
Burðarás mun samkvæmt með-
alspá bankanna skila mestum
hagnaði af fyrirtækjum í Úrvals-
vísitölunni, eða 5,7 milljörðum
króna, vegna mikils gengis- og
söluhagnaðar sem hefur myndast
á fyrsta ársfjórðungi, fyrst og
fremst vegna sölunnar á Brimi.
Bankarnir skipa næstu þrjú
sætin yfir mestan hagnað á fjórð-
ungnum. Íslandsbanka er spáð
mestum hagnaði af bönkunum á
fyrsta ársfjórðungi, eða að með-
altali 4,9 milljörðum króna, sem er
að mestu vegna söluhagnaðar af
Straumi. Landsbankanum er spáð
að meðaltali 4,1 milljarðs hagnaði,
mest vegna rúmlega 40% gengis-
hækkunar hlutabréfa bankans í
Burðarási, og gert er ráð fyrir að
KB banki skili 2,5 milljarða hagn-
aði. Í fimmta sæti situr Pharmaco
með tæplega 2,5 milljarða hagnað
og sem fyrr segir aðallega vegna
sölu á Ramipril.
Þess ber að geta að enginn
bankanna spáði fyrir um afkomu
Medcare Flögu, KB banki vegna
þess að hann sá um hlutafjárútboð
félagsins en hinir treystu sér ekki
til þess enda sé almennt gert ráð
fyrir að félagið falli út úr Úrvals-
vísitölunni strax um mitt árið.
Einnig spáði einungis Lands-
bankinn fyrir um afkomu
Straums en Íslandsbanki hefur
nýlega selt þar stóran eignarhlut
og KB banki bíður með formlega
spá en giskar á 2,5 til 3 milljarða
króna hagnað á tímabilinu.
Spá bönkunum samtals
11,5 milljarða hagnaði
Greiningardeildirnar áætla að afkoma félaga verði með besta móti á fyrsta ársfjórðungi
!"
!
# $
%$
& $#
'
'() *
* + ,-
("
-
- -.
)
$
& $ # $ %$ '
VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS
V E R Ð B R É F
KAUPHÖLL Íslands hóf að reikna tvær
nýjar hlutabréfavísitölur um sl. mánaðamót.
Þetta eru Heildarvísitala heildarafkomu (e.
All Shares Total Return) og Úrvalsvísitala
heildarafkomu.
Vísitölurnar tvær endurspegla verðvísitöl-
urnar Heildarvísitölu Aðallista og Úrvals-
vísitölu Aðallista. Munurinn liggur í því að í
þeim nýju hefur arði verið bætt við verð
hlutabréfanna, þ.e. verðið er leiðrétt fyrir
arði. Þetta sýnir hver ávöxtunin er af bréf-
unum í heildina litið.
Tvær nýjar vísi-
tölur í Kauphöll
S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I
Ólígarkarnir í Rússlandi
Ráða þriðjungi iðnaðarins 2
Reksturinn krufinn
Enginn ábati – engin greiðsla 6
GRANDI OG SAMHERJI
– RISAR Í SJÁVARÚTVEGI
BANKARNIR þrír munu hagnast um
22,7 milljarða króna á árinu 2004
samkvæmt spám greiningardeilda
þeirra. Ef það gengur eftir mun hagn-
aðaraukning á milli ára nema rúmum
39%. Aukningin á milli áranna 2002 og
2003 nam 51%.
Að meðaltali er reiknað með að
hagnaður Íslandsbanka af árinu í heild
verði 7,7 milljarðar, hagnaður KB
banka verði 8 milljarðar og hagnaður
Landsbankans verði 7 milljarðar króna.
Hagnaður bank-
anna aukist um
nær 40% á árinu
ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa stóð í
stað í gær eftir mikla lækkun undanfarinna
daga, en krafan hefur lækkað mikið vegna
aukins áhuga erlendra fjárfesta í kjölfar
skráningar íslenskra skuldabréfa hjá al-
þjóðlega uppgjörsfyrirtækinu Clearstream.
Yfirverð húsbréfa er nú frá 4,6% upp í 8%,
mismunandi eftir flokkum. Það þýðir að t.d.
hámarkshúsbréfalán upp á 9,2 milljónir króna
er nú um 9.936.000 kr. virði, samkvæmt upp-
lýsingum á vef Íslandsbanka.
Í markaðsyfirliti bankans er spáð áfram-
haldandi lækkun ávöxtunarkrafa verð-
tryggðra skuldabréfa á þessu ári. „Í ljósi þess
að aðlþjóðlegt uppgjörshæfi íslenskra skulda-
bréfa er orðið að veruleika og að gefnum for-
sendum um að uppbygging nýrra flokka
íbúðabréfa gangi hratt og vel fyrir sig spáir
Greining ÍSB áframhaldandi lækkun,“ segir
greiningardeildin.
Þá segir greiningardeildin að þrátt fyrir þá
skörpu lækkun ávöxtunarkröfu hér á landi
sem orðið hefur undanfarin misseri þá sé
raunvaxtamunur við útlönd enn mikill. „Mun-
ur á 10 ára raunvöxtum hér á landi og í Sví-
þjóð er til að mynda um 1,5%. Nú þegar al-
þjóðlegt uppgjörshæfi er orðið að veruleika
má að mati Greiningar ÍSB gera ráð fyrir því
að þessi munur minnki nokkuð skarpt.“
Hámarks
húsbréf 9,9
milljóna virði
Raunvaxtamunur við
útlönd enn mikill