Morgunblaðið - 08.04.2004, Side 2

Morgunblaðið - 08.04.2004, Side 2
2 B FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI  01 0 0 0 002 001 34 3    10 1 0 04 0 00 0 5 2   !  678" 24 1 24 1 390 39 195 192 193     !      "  # !!         !  678" 10 1 5 2 3 1 :  4 $%   Viðskiptablað Morgunblaðsins Kringlunni 1, 103 Reykjavík, sími 5691100, netfang vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Auglýsingar sími 5691111 netfang augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Prentsmiðja Árvakurs hf. ● LANDSBANKINN hefur fest kaup á Spaki, viðamiklu safni hugbún- aðarkerfa sem gerir bankanum kleift að styrkja sam- skipti við við- skiptavini sína og auka þjónustu við þá til muna, að því er fram kemur í til- kynningu frá bank- anum. Spakur er sérhannaður hugbún- aður fyrir fjármálafyrirtæki, upp- haflega þróaður af norska hugbún- aðarfyrirtækinu EDB Bank & Finans A/S. Tölvumiðstöð sparisjóðanna keypti kerfið fyrir nokkrum árum og hefur bæði aðlagað það íslenskum aðstæðum og bætt við það ýmsum einingum. Guðmundur Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs Landsbankans, segir í tilkynningunni að þetta sé mikið framfaraskref fyrir Landsbankann. Sæmundur Sæmundsson, fram- kvæmdastjóri Tölvumiðstöðvar spari- sjóðanna, segist í tilkynningunni vera afar ánægður með kaup Landsbank- ans og segir þau fela í sér mikla við- urkenningu, bæði á þeirri heilsteyptu aðferðafræði sem kerfin byggjast á og þeirri þróunarvinnu sem átt hefur sér stað í Tölvumiðstöðinni undanfarin ár. Spakur til Landsbankans ● KAUPHÖLL Íslands, kauphallirnar í Kaupmannahöfn og Ósló og HEX Int- egrated Markets, sem er stærsti verðbréfamark- aður Norður- Evrópu, hafa und- irritað nýjan NOREX-samning. Samkvæmt samningnum munu HEX Integrated Mark- ets, fyrir hönd kauphallanna í Stokk- hólmi, Helsinki, Riga og Tallinn, ganga inn í núverandi NOREX- samstarf. Í frétt frá Kauphöll Íslands segir að með HEX Integrated Markets innan- borðs nái NOREX yfir öll Norð- urlöndin og tvo þriðju hluta Eystra- saltsríkjanna. Sjö kauphallir og fjögur uppgjörshús tilheyri því sam- starfinu. Gert er ráð fyrir að kauphall- irnar í Helsinki, Tallinn og Riga taki hið sameiginlega viðskiptakerfi SAX- ESS í notkun undir lok september og opnast þá aðgangur að verðbréfum á sjö mörkuðum í einu kerfi. Á sama tíma munu aðildarreglur NOREX taka gildi í Kauphöllinni í Helsinki og þær teknar upp sem viðauki í reglubókum kauphallanna í Tallinn og Riga. Sjö kauphallir komnar í NOREX ● HAGNAÐUR af rekstri Sparisjóðs Vestmannaeyja á árinu 2003 nam 123 milljónum króna. Gekk rekst- urinn með ágætum, að því er segir í tilkynningu. Rekstrartekjur sparisjóðsins námu 635 milljónum og rekstr- argjöld námu 483 milljónum að með- töldum afskriftum. Innlán og verð- bréfaútgáfa voru í árslok 3,2 milljarðar króna og höfðu aukist um 0,7% á árinu. Útlán að meðtöldum fulln- ustueignum voru í árslok 2,9 millj- arðar og höfðu aukist um 5,7% á árinu. Langstærstu útlánaflokkarnir voru, eins og áður, til einstaklinga og íbúðalána eða tæplega 54%. Hlutur sjávarútvegs í heildarútlánum var 26,1% í árslok. Sparisjóður Vestmannaeyja á tæp- lega 77% alls stofnfjár Sparisjóðs Hornafjarðar og nágrennis. Rekstur Sparisjóðs Vestmannaeyja með ágætum HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness féllst í gær á kröfur danska fyrirtækisins Pharma Nord og dæmdi að lyfjafyrirtæk- inu PharmaNor í Garðabæ væri óheimilt að nota heitið PHARMANOR í atvinnu- starfsemi sinni. Jafnframt felldi héraðs- dómur úr gildi skráningu Einkaleyfastof- unnar nr. 120/2003 á vörumerkinu PHARMANOR sem orðmerki. Þá dæmdi Héraðsdómur Reykjaness að PharmaNor skuli láta afmá firmanafnið PharmaNor úr hlutafélagaskrá innan 15 daga að við- lögðum 100.000 króna dagsektum, sem renni til stefnanda, Pharma Nord. Loks var PharmaNor gert að greiða danska fyrirtækinu tæplega 1,3 milljónir í málskostnað. PharmaNor þarf að skipta um nafn FJÖLMIÐLARISI Ruperts Murdochs, News Corp, hyggst flytja höfuðstöðvar sínar frá Ástralíu til Bandaríkjanna, að því er fram kemur í frétt Reuters- fréttastofunnar. News Corp hóf starfsemi með útgáfu á einu dagblaði í áströlsku borginni Adelaide, en er nú eitt stærsta fjölmiðlafyrirtæki í heimi. Fyrirtækið mun flytja aðalskráningu bréfa sinna til kaup- hallarinnar í New York og segir að með flutningnum muni það fá betri aðgang að fjármagnsmörkuðum í Bandaríkjunum, en þaðan komi 75% tekna þess og hagn- aðar. Reuters segir að Murdoch, sem fæddur er í Ástralíu en hefur búið í Bandaríkjunum frá því á áttunda ára- tugnum, hafi sótt um og fengið banda- rískan ríkisborgararétt til að uppfylla lagaákvæði um eignarhald á fjölmiðlum. News Corp flytur til Bandaríkjanna RÚSSNESKU ólígarkarnir og stærstu fyrir- tækin í efnahagslífinu í Rússlandi ráða yfir meira en þriðjungi iðnaðarins í landinu, þegar miðað er við sölu, og um 16% vinnuaflsins. Þá ráða þeir jafn- framt yfir um 17% af eignum bankakerfisins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóðabankans sem gefin var út í vikunni. Þar segir að þeir ólígarkar sem um ræðir séu einungis 23 talsins en í Rússlandi búa um 144 milljónir manna. Fram kemur í skýrslunni að samantektin sé ekki fullkomin því erfitt sé að fá nákvæmar upplýsingar um eignarhald á fyrirtækjum í Rússlandi í mörgum tilvikum. Ýmiss konar sjóðir í útlöndum séu skráðir fyrir töluverðum hluta eignarhaldsins, sem erfitt sé að fá upplýsingar um hverjir standi að. Í frétt í Financial Times í gær segir að þau nöfn sem eru efst á blaði yfir umsvifamestu auðjöfrana í Rússlandi komi ekki á óvart. Þar séu nöfn sem séu þekkt úr umfjöllum fjölmiðla á umliðnum árum, menn sem hafi raðað sér á lista yfir ríkustu ein- staklinga í heiminum. FT segir að í úttekt Alþjóðabankans hefði verið kafað dýpra en áður hefði verið gert til að finna raunveruleg völd ólígarkanna. Í úttektinni komi vel fram hverjir hefðu hagnast af einkavæðingunni í Rússlandi á tíunda áratug síðustu aldar. En ýmis önnur nöfn komi einnig í ljós sem ekki hefði verið fjallað svo mikið um áður. Litlir hluthafar eru litlir Fram kemur í úttektinni að litlir hluthafar séu til í félögum í Rússlandi, jafnvel í þeim félögum sem ólígarkarnir ráði yfir, en þeir séu einmitt það, þ.e. litlir. Dreift eignarhald á félögum eigi langt í land í Rússlandi. Að jafnaði eigi ólígarkarnir um 80% hlutafjár í þeim félögum sem þeir koma að. Rússneska ríkið ræður yfir um 20% af iðnaðar- framleiðslunni í landinu, miðað við sölu, og um 8% af vinnuaflinu. Því til viðbótar ráða héraðsstjórnir eða landsstjórnir um 5% framleiðslunnar og um 3% vinnuaflsins. Aðrir stjórna betur Alþjóðabankinn reynir að leggja mat á hin efna- hagslegu áhrif af eignarhaldi ólígarkanna í efna- hagslífinu í Rússlandi. Segir FT að almenningur líti svo á að ólígarkarnir hefðu náð yfirráðum yfir hinum ýmsu eignum ríkisins með óheiðarlegum hætti. Ýmsir sérfræðingar haldi því hins vegar fram að ólígarkarnir hefðu skapað það samkeppn- isumhverfi sem nauðsynlegt hefði verið. Alþjóðabankinn kemst að þeirri niðurstöðu að fyrirtækjum sem ólígarkarnir eiga sé betur stjórn- að en fyrirtækjum í eigu ríkisins eða landsstjórna. Hins vegar segir bankinn að minni fyrirtækjum í eigu einkaaðila sé betur stjórnað en fyrirtækjum í eigu ólígarkanna. Ólígarkarnir eða fyrirtæki á þeirra vegum standa fyrir um 30% meiri fjárfestingum í Rúss- landi en aðrir fjárfestar eða fyrirtæki í einkaeigu. Segir Alþjóðabankinn að þetta komi ekki á óvart því ólígarkarnir stýri þeim geirum atvinnulífsins sem skapi mestar útflutningstekjur. Tími fyrir taumhald Niðurstöður Alþjóðabankans eru þær að þó svo sterkt eignarhald ólígarkanna hefði hjálpað til við að koma á endurbótum í efnahagslífinu á síðustu árum, þá sé kominn tími til að koma taumhaldi á hlutverk þeirra. Nauðsynlegt sé að koma á aukinni samkeppni í Rússlandi og hvetja til aukinnar þátt- töku minni fyrirtækja í efnahagslífinu. Til þess að af þessu geti orðið þurfi Pútín forseti og ný ríkis- stjórn hans að vinna að því að koma á sanngjarnara regluverki fyrir atvinnulífið og hætta að eltast við tilgreinda pólitíska andstæðinga. Ólígarkarnir verði einnig að sætta sig við breytingar sem geti dregið úr völdum og áhrifum þeirra. Ólígarkarnir ráða yfir þriðjungi iðnaðarins Alþjóðabankinn segir að rússnesku ólígarkarnir þurfi að sætta sig við skertan hlut í framtíðinni AP Einn af 23 Mikhail Khodorkovsky er einn af þeim 23 ólígörkum sem samkvæmt úttekt Al- þjóðabankans ráða sameiginlega yfir meira en þriðjungi alls iðnaðar í Rússlandi. EFTIR páska er ætlunin að ganga af krafti í það að renna Granda og Haraldi Böðvarssyni saman í eitt fé- lag, sagði Árni Vilhjálmsson, stjórn- arformaður Granda, í ræðu sinni á aðalfundi félagsins í gær. Hann sagði mikið verk að koma rekstrar- afkomunni í viðunandi horf. Starfs- mönnum, stjórnendum og stjórn- armönnum félagsins yrði að vera ljóst að rekstrarafkoma eigin starf- semi hafi verið algjörlega óvið- unandi. Hagnaðurinn hafi skýrst að stórum hluta af söluhagnaði eigna, en reksturinn sjálfur hafi litlu skilað. Árni sagði að við kaup Granda á Haraldi Böðvarssyni í janúar í ár, hafi orðið til samstæða sem sé vel búin framleiðslutækjum og veiði- heimildum. Veiðiheimildir innan ís- lenskrar lögsögu nemi nú 8,2%, 4,0% frá Haraldi Böðvarssyni og 4,2% frá Granda, en ef með séu teknar úthlut- aðar veiðiheimildir utan lögsög- unnar nálgist hlutdeildin 10%. Árni nefndi verulega lækkun af- urðaverðs erlendis sem eina af skýr- ingum verri afkomu. „Þessar verð- lækkanir bitnuðu harkalega á Granda. Þær eru raktar til nokkurra samverkandi ástæðna. Helst er að nefna erfitt efnahagsástand í helstu markaðslöndum okkar, aukið fram- boð ódýrra tvífrystra fiskflaka frá kínverskum fiskiðjuverum og aukið framboð eldisfisks, meðal annars frá láglaunalöndum,“ sagði Árni Vil- hjálmsson. Kostnaður við hvern starfsmann í fiskiðjuveri í norðurhluta Kína er um það bil 3% af kostnaði við starfs- mann hér á landi, að því er fram kom í ræðu Kristjáns Þ. Davíðssonar, for- stjóra Granda, á aðalfundi félagsins í gær. Kristján fjallaði meðal annars um markaðsaðstæður og samkeppni, þar á meðal samkeppnina við Kína og fiskeldi í þróunarlöndum. Hann sagði að vegna lægri kostnaðar við starfsmenn í Kína væri miklum mun minni þörf á tæknivæðingu en hér á landi. „Og þótt kínverskir keppi- nautar okkar eigi við ýmislegt að stríða, ekki síður en við þótt á öðrum sviðum sé; svo sem langar dýrar og tímafrekar flutningsleiðir, óstöð- ugleika og óöryggi í hráefnisöflun og sölu, mikinn menningar- og tíma- mun og eflaust margt fleira, þá verð- um við að bregðast við af öllum mætti, því þessi ógn er komin til að vera, fyrirsjáanlega alla vega til næstu ára,“ sagði Kristján. Hann sagði að við þessar aðstæður væri mikils virði að geta lofað kaupendum föstu magni af ferskri gæðavöru með stuttum fyrirvara á afhendingu og síðast en ekki síst með miklu afhend- ingaröryggi. Dreifiaðilar og selj- endur fiskafurða séu sífellt stærri verslanakeðjur og önnur þjónustu- fyrirtæki sem leggi í dýra markaðs- setningu og krefjist öryggis á öllum sviðum. „Og þá er ekki verra að vera fiskverkandi í því rekstrarumhverfi og stjórnskipulagi sem við búum við á Íslandi; fiskverkandi sem getur með skipakosti og kvótastöðu skipu- lagt vinnslu- og veiðiáætlanir og samhæft alla þætti rekstursins til að sinna kröfuhörðum kaupendum á sem bestan hátt. Það er ljóst að án kvótakerfisins væru vopn okkar á mörkuðunum færri,“ sagði Kristján. Kraftur settur í sameiningu Morgunblaðið/Þorkell Lægra verð Stjórnarformaður Granda segir verðlækkun erlendis, meðal annars vegna samkeppni frá Kína, hafa bitnað harkalega á félaginu. Rekstrarafkoma Granda algjörlega óviðunandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.