Morgunblaðið - 08.04.2004, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 08.04.2004, Qupperneq 4
4 B FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI SJÁVARÚTVEGUR HNATTVÆÐING hefur aukist til muna undanfarin ár. Þó svo að fólk almennt van- meti þau hnattvæddu ferli sem voru til staðar fyrr á öldum (fyrri heimstyrjöld og kreppan mikla á fjórða áratugnum drógu mjög úr samtengingu heimsins) þá hefur tæknin gert það kleift að upplýsingastreymi er stöðugt að aukast. Þegar áhrif netbylt- ingarinnar náði hámarki í upphafi þessarar aldar var mikið rætt um að þróun heimsins væri á þá leið að um eitt nokkurskonar al- heimsþorp væri að ræða þar sem allir væru meira og minna tengdir. Þetta tengdist bæði menningu og félagslegum áhrifum. Einn af þeim mönnum sem hafa veitt hnattvæðingu sérstaka athygli er hinn þekkti fjárfestir George Soros. Bakgrunnur hans sem ungverskur gyðingur sem upplifði þá ógnaröld sem ríkti í Evrópu á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar endurspeglar hans líf: Mikil útsjónarsemi og áhætta í við- skiptum, sem hefur veitt afskaplega góða ávöxtun í gegnum tíðina, og vilja til að láta gott af sér leiða. Soros hefur ekki aðeins skapað miklar fjárhæðir í gegnum fjárfest- ingar sínar, hann hefur einnig verið einn af mestu styrktaraðilum heimsins til góðgerð- armála, meðal annars þróunarmála. Hann ætlaði sér upphaflega að verða heimspek- ingur og hefur kallað sjálfan sig misheppn- aðan heimspeking. Það er því ef til vill ekki furða að hann hafi myndað sér skoðanir á því hvernig best væri að láta gott af sér leiða með tilliti lögmála fjármálamarkaða, enda hefur hann bæði reynslu við öflun fjár, að ávaxta það með frábærum hætti og hvernig best sé að eyða því í verkefni tengd þróunarhjálp. Slíkar vangaveltur er kjarni bókar hans sem hann nefnir án minnimáttarkenndar George Soros on Globalization. Fyrsta hluta bókarinnar ver Soros að mestu, eins og flestum heimspekingum er tamt, til að út- skýra helstu forsendur sem hann vinnur rök sín út frá auk skýringa á hugtökum sem hann telur séu nauðsynleg. Fyrsta skýringin lýtur einmitt að hugtakinu hnatt- væðing; en Soros takmarkar það við frjálst flæði fjármagns og aukin völd hagkerfa með aðstoðar fjármálamarkaða og alþjóð- legra fyrirtækja. Hann bendir á að flæði fólks sé í reynd enn takmarkað á milli landa og ef menning og samskiptatækni sé bætt við skilgreininguna verði hún fullvíðtæk. Soros leggur áherslu á þá skoðun sína að hnattvæðing sé af hinu góða; hún eykur hagvöxt betur en miðstýring stjórnvalda (sem oft eru spillt) getur gert og leiðir auk þess til frekara frjálsræðis meðal þegna heimsins. Soros bendir hins vegar einnig á þá þætti hnattvæðingar sem eru neikvæðir. Vanþróuð ríki hafa oft verið helstu fórn- arlömb neikvæðra áhrifa hnattvæðingar, bæði hvað varðar veikburða stöðu þeirra í alþjóðasamfélagi og þá staðreynd að þau lenda almennt í mestu hremmingunum þeg- ar fjármálakreppur ríða yfir. Hnattvæðing hefur einnig stuðlað að misskiptingu auðs milli sérstakra hópa og almennings í heild. Nefnir hann til dæmis neikvæð umhverfis- áhrif sem geta komið til vegna ásóknar í hagnað sem fáir njóta. Soros er í þessu til- liti afar gagnrýninn á Bandaríkin sem veita í dag 0,1% af vergri landsframleiðslu til þróunarmála, en sem dæmi má nefna að Ís- land veitir um tvöfalt hærra hlutfall. Nýleg skýrsla um utanríkismál kveður á um að Ís- land auki það hlutfall í 0,35% á árunum 2008 til 2009 til að nálgast takmark Samein- uðu þjóðanna um að iðnríki veiti 0,7% til málefnisins. Helstu atriðin sem Soros telur hafi staðið þróunarhjálp fyrir þrifum eru eftirfarandi: Þróunarhjálp hefur almennt hagsmuni þeirra sem veita aðstoð efst í huga, ekki viðtakendur. Dæmi um slíkt tengist oft landfræðilegum og pólitískum atriðum. Þiggjendur þróunarhjálpar eignast sjaldn- ast það sem framkvæmt er eða hannað við þróunarhjálp. Þeir sem veita hjálpina fara oftast fram á það að þeirra fólk sjái um framkvæmd. Því myndast sjaldnast þekking á framkvæmdum hjá þiggjendum. Þróun- arhjálp fer oft í gegnum ríkisstjórnir, sem sumar hverjar nýta fjármuni illa. Í verstu tilfellum verður þróunarhjálp þeirra helsta tekjulind, nýtt í þeirra eigin þágu. Að lok- um er lítið út úr því að hafa að taka áhættu við þróunarhjálp samanborið við þá áhættu sem fylgir fyrirtækjarekstri. Erfitt er að mæla velgengni en mistök geta fljótt orðið augljós. Soros eyðir of mörgum orðum í lausn á vandanum sem hægt er að draga saman í nokkrum setningum. Lausn hans felst í því að auðug ríki leggi fé í púkk. Úr þeim potti geta fátæk ríki öðlast heimildir til lántöku (í sumum tilfellum gætu ríki eingöngu fengið heimild en ekki lán en þá veita heimildirnar betra lánstraust fyrir ríkin) að því gefnu að þau fylgi ákveðnum stöðlum og að fjár- magninu sé aðeins varið í fyrirfram sam- þykkt verkefni. Slík verkefni yrðu í fyrstu takmörkuð við málefni eins og heilsugæslu og menntun. Þessu yrði stýrt af stjórn inn- an Alþjóða gjaldeyrissjóðsins sem væri kos- in með hliðsjón af menntun og reynslu þeirra. Stjórnin væri óháð þeim ríkjum sem tilnefndu einstaklingana og verkefni hennar væri fólgið í því að samþykkja verkefni og benda á forgangsverkefni. Af þeim verk- efnum sem stjórnin kæmi fram með gæti hver ríkisstjórn kosið til hvaða verkefnis hún teldi að framlagi sínu væri best varið. Soros leggur áherslu á að slík verkefni væru að mestu gerð í samvinnu við heima- fólk þannig að þekking og hvati til verkefn- isins sé fyrir hendi frá upphafi til enda. Með þessu móti ráða ákveðin markaðs- lögmál för varðandi nýtingu fjármagns og mörg vandamál tengd þróunarhjálp minnka stórum. Soros bendir á sína reynslu varð- andi mörg verkefni sem hann hefur sjálfur styrkt þessu til sönnunnar. Þetta eru áhugaverður tillögur en skortir ákveðnar útfærslur út frá núverandi að- stæðum. Sú spurning læðist þó að manni við lestur bókarinnar af hverju ekki sé fyrir löngu búið að gera þetta fyrst þetta er svona einfalt. Soros tekst lítið, til að mynda, á við þá staðreynd að þróunarhjálp virðist hafa fengið sitt eigið líf þar sem margir ólíkir hagsmunir eru í veði. Hvernig ætlar hann að breyta því? Auðvitað hlýtur það að vera eðlilegt og skilvirkast að heimamenn vinni og stjórni verkefnum og furðulegt í raun að slíkt sé ekki raunin. Það sem vant- ar að mínu mati hjá Soros er af hverju þetta hafi ekki verið gert í meira mæli. Hagsmunir hverra liggja þar að baki? Í stað þess að takast á við þessi vandamál, sem eru orðin rótgróin innan þróunarhjálp- ar, leitast Soros við að ýta þeim til hliðar með tillögum sínum án þess að lesandinn sannfærist um endanlegan árangur. Auk þess má segja að sumar hugmyndir hans séu ekki raunhæfar. Þróunarhjálp hlýtur alltaf að snúa að ákveðnu leyti um pólitík vegna þess að hún snýst um dreifingu auðs og valds, hvernig á að gera slíkt eru í eðli sínu pólitísk málefni. Það að hann geti sjálf- ur stýrt fjármagni sínu í verkefni er tæpast samanburðarhæft við að kljást við þá póli- tík sem fylgir alþjóðlegum stofnunum. George Soros on Globalization er áhugaverð lesning um þann vanda sem þróunarhjálp og vanþróuð ríki standa frammi fyrir vegna aukinnar hnattvæðingar. Betri ritstýring hefði þó brotið rök Soros betur til mergjar, bæði kosti og galla, og gert bókina að heil- steyptara riti. ll HNATTVÆÐING MÁR WOLFGANG MIXA Að eyða í þróun George Soros hefur ritað áhugaverða bók um hnattvæðingu og þróunaraðstoð sem þó er ekki fyllilega sannfærandi. mixa@sph.is Þ að er orðið fátt um fína drætti í Kauphöll Ís- lands fyrir þá sem vilja fjárfesta í út- gerðarfyrirtækjum. Þrjár afskráningar hafa þegar farið fram á þessu ári og að minnsta kosti ein stendur yfir. Þegar henni er lokið verða sjö fyr- irtæki eftir og hefur þá fækkað um meira en helming á um hálfu öðru ári. Með flest fyrirtækjanna sem eftir verða, nánar til tekið fimm félög, eru fremur lítil við- skipti og eignarhald flestra það þröngt eða félögin það lítil – nema hvort tveggja sé – að litlar líkur eru á að þar verði breyting á. Þá standa tvö félög eftir, Grandi og Samherji, og óhætt er að segja að þau beri höfuð og herðar yfir önn- ur útgerðarfélög í Kauphöllinni. Og reyndar þarf ekki að einskorða sig við félög í Kauphöllinni í þessu sambandi, því þó að Tjaldur og Útgerðarfélag Akureyringa séu samanlagt býsna myndarlegt fé- lag er það engu að síður minna en þessi tvö. Sem kunnugt er keypti Grandi Harald Böðvarsson, HB, af Eim- skipafélaginu um miðjan janúar síðastliðinn. Fyrir dyrum stendur sameining félaganna tveggja og í þessari umfjöllun er miðað við sameinað félag nema annað sé tekið fram. Velta Samherja 30% meiri en Granda Velta Samherja nam 12,4 milljörð- um króna í fyrra og dróst saman um 5% frá árinu 2002. Samdráttur Granda, að HB meðtöldum, var meiri, 16%, og nam veltan 9,5 milljörðum króna. Þegar horft er á veltuna er Samherji því rúmum 30% stærri en Grandi, þrátt fyrir að Grandi hafi nær tvöfaldast við kaupin á HB, en velta HB á síð- asta ári var 49% af samanlagðri veltu. Stækkun Granda er þess vegna gífurleg og félagið er gjör- breytt eftir kaupin á HB. Rekstrargjöld drógust saman hjá stækkuðum Granda, en þó minna en tekjurnar og hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, dróst saman um 42% og nam 1,6 milljörðum króna, eða 17,1% af rekstrartekjum. Þetta framlegðarhlutfall nam 24,5% árið áður og verður að telja áhyggju- efni fyrir sjávarútvegsfyrirtæki þegar framlegðin verður jafnlág og hún var í fyrra. Grandi er þó langt í frá einsdæmi að þessu leyti, því að aðstæður í sjávarút- arða króna milli ára hjá um rúmar 400 milljónir Samherja. Hlutfallslega drátturinn þó meiri hjá 80% á móti 69% hjá Gra magnsliðirnir skiluðu G milljóna króna tekjum, stök afskrift vegna d HB er tekin með lækka í um 350 milljónir kr magnsliðir Samherja kvæðir um rúmar eit milljónir króna. Mesta breytingin í liðunum er vegna m gengishagnaðar í fyrr 2002 þar sem krónan mjög árið 2002. Ge Granda dróst saman um arða króna milli ára og urinn hjá Samherja var ónir króna. Þrá vaxtalækkun hækkuðu Samherja lítillega, en þ saman um 100 milljónir Granda, eða um tæpan Athygli vekur miki hagnaðar Samherja af hlutdeildarfélögum og s að verulegu leyti af hagnaði Kaldbaks, en hlutur Samherja var r milljónir króna vegna hlutar. Hlutdeildin Kaldbaks er meira en hagnaðar Samherja fy sem var 1,2 milljarðar lækkaði um 47%, sem mikil áhrif Kaldbakur g afkomu Samherja. Hagnaður dróst mikið saman Hagnaður Granda af hlutdeildarfélögum bre umtalsvert, ef undan fyrrnefnd 200 milljóna stök niðurfærsla vegn félags, og nam 57 króna. Hagnaður Gra skatta nam 791 milljón vegi voru með þeim hætti að sam- bærileg þróun sást hjá allri grein- inni. Samherji hélt aðeins betur sjó að þessu leyti en Grandi og lækkaði framlegðarhlutfall hans úr 23,1% í 18,2% milli ára, sem einnig er minna en viðunandi get- ur talist til langs tíma. Nokkrir þættir lögðust á eitt í fyrra um að draga afkomu fyrir afskriftir niður. Sterk króna veld- ur útflutningsfyrirtækjum, þar með talið sjávarútvegsfyrirtækj- um, ávallt erfiðleikum. Við þetta bættist lágt verð afurða og hátt ol- íuverð, þannig að versnandi af- koma milli ára kom ekki á óvart, þó að í sumum tilvikum hafi reyndar komið á óvart hversu mikið afkoman versnaði. Hagnað- ur Granda fyrir afskriftir var til að mynda 17% undir spám greining- ardeilda bankanna og hagnaður Samherja var 8% undir spánum. Í þessu sambandi verður að hafa í huga að niðurstöður úr níu mán- aða uppgjöri lágu fyrir þegar spárnar voru birtar, auk þess sem gengisþróun var ljós fyrir allt tímabilið. Það er því óhætt að segja að afkoma þessara tveggja félaga fyrir afskriftir hafi verið talsvert undir væntingum, ekki síst þegar miðað er við fjórða fjórðung ársins einan. Lakari fjármagnsliðir Auk þess sem ytri aðstæður höfðu veruleg neikvæð áhrif á afkomu Granda og Samherja fyrir af- skriftir og fjármagnsliði í fyrra, höfðu þær neikvæð áhrif á fjár- magnsliðina sjálfa þegar árið 2003 er borið saman við fyrra ár, en þá voru fjármagnsliðirnir mjög hag- stæðir. Ef dóttur- og hlutdeildarfélög eru talin með fjármagnsliðum, en bæði félög áttu umtalsverða eign- arhluti í öðrum félögum, þá versn- uðu fjármagnsliðirnir um 1,2 millj- Sameining hjá risum í Hagnaður Granda, að HB meðtöldum, dróst í fyrra saman um ig mikið saman. Sem hlutfall af rekstrartekjum var veltufé fr Grandi, eftir kaupin á HB, og Samherji bera höfuð og herðar yfir önnur skráð útgerð- arfélög. Afkoman var slök í fyrra en miklar breytingar eru fram- undan hjá báðum fé- lögum. Haraldur Jo- hannessen skoðaði reksturinn í fyrra og horfurnar hjá fyr- irtækjunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.