Morgunblaðið - 08.04.2004, Page 6
6 B FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
NVIÐSKIPTI
! !" #
$
%
!!
'
!
' "
( &
'
!
)
!!" (!
*
+"
+,--.'//.0
● FYRR í
vikunni
heimsóttu
börn starfs-
manna
Deloitte
vinnustað
foreldra sinna. Samkvæmt frétta-
tilkynningu er markmiðið með
þessu, sem kallað er „Börnin með í
vinnuna“, að gefa börnunum færi á
að upplifa vinnustaðinn líkt og þau
væru starfsmenn fyrirtækisins. Börn
á öllum aldri, bæði piltar og stúlkur,
heimsækja fyrirtækið. Byrjað er á
sýnisferð en að henni lokinni vinna
börnin raunveruleg verkefni.
„Börnin með
í vinnuna“
● FLUGFÉLÖGIN British Airways og
KLM hafa bæði tilkynnt um mikla
fjölgun farþega í mars miðað við
sama tíma á síðasta ári þegar far-
þegafjöldi var í lágmarki vegna átaka
í Írak og útbreiðslu bráðalungna-
bólgu.
Í FT.com kemur fram að farþegum
British Airways hafi fjölgað um
12,7% í marsmánuði miðað við
sama tíma árið áður og sætanýting
félagsins hafi verið 4,5% betri en fyr-
ir ári síðan, eða 74%. Farþegum KLM
fjölgaði um 8% á sama tíma.
Flugfélög rétta
úr kútnum
● ÍSLENSK fyrirtæki ehf. hafa inn-
leitt nýjan vef fyrir SÍF-samstæðuna,
að því er segir í fréttatilkynningu frá
fyrirtækjunum. Um er að ræða heild-
arveftorg sem knúið er af vefstjórn-
arkerfinu ecWeb, en í framhaldinu
munu Íslensk fyrirtæki taka að sér
vinnslu á innri vef fyrirtækisins. Vef-
torginu tengjast 13 vefir sem reknir
eru í höfuðstöðvum SÍF og í útibúum
fyrirtækisins í 15 löndum.
Nýr SÍF-vefur
með ecWeb
● ÞÝSKA bílafyrirtækið Daimler
Chrysler er sagt ætla að leggja af um-
deilda kaupréttasamninga sem
æðstu yfirmenn félagsins hafa notið
og skipta þeim út fyrir langtíma
bónusgreiðslukerfi sem tengt verður
hlutabréfaverði félagsins. Frá þessu
segir í Ft.com.
Heimildir vefritsins herma að Hilm-
ar Kopper, formaður launanefndar fé-
lagsins, muni skýra frá nýrri áætlun
þessa efnis á árlegum fundi félagsins
með almennum hluthöfum í Berlín á
morgun.
Daimler hefur verið gagnrýnt fyrir ríf-
lega kaupréttarasamninga stjórnenda
en félagið hefur á síðustu fjórum ár-
um gefið æðstu stjórnendum kost á
að kaupa allt að 10% af hlutafé fé-
lagsins. Kaupin hafa reyndar ekki
komist í framkvæmd, að hluta til, að
því er Ft.com segir, vegna lélegrar
frammistöðu hlutabréfa félagsins á
markaði frá árinu 2000 þegar samn-
ingarnir voru gerðir.
Daimler hyggst
afnema kaup-
réttarsamninga
● FRAMKVÆMDASTJÓRN Samtaka
auglýsenda (SAU) hefur veitt Sverri
Agnarssyni, sölustjóra á Skjá Einum,
viðurkenningu fyrir framúrskarandi
vinnu í þágu auglýsenda. Þetta er í
fyrsta skiptið sem viðurkenning af
þessu tagi er veitt en mun framvegis
verða árlegur viðburður, að því er
segir í tilkynningu.
Sverrir er sagður ötull talsmaður
stuttra auglýsingatíma inni í þáttum
sem leiði til þess að fleiri taki eftir
auglýsingum auglýsenda. Hann hafi
verið iðinn við að afla sér þekkingar í
birtingafræðum og miðlað henni til
birtingafólks og auglýsenda. Auk
þess hafi hann verið óþreytandi tals-
maður aukinnar fagmennsku í aug-
lýsingabirtingum, kaupum og sölu á
auglýsingaplássi og fjölmiðlarann-
sóknum. Loks hafi Sverrir verið frum-
kvöðull í því að gera svokallaða dekk-
unar- og tíðnisamninga sem geti
lækkað birtingarkostnað verulega.
Sverrir Agnarsson
fékk viðurkenningu
frá SAUÞ
að hlýtur að heyra til nýj-
unga á sviði ráðgjafar-
þjónustu að ábyrgjast
árangur ráðgjafar með
þeim hætti að ekki þurfi
að greiða fyrir þjónustuna nema hún
skili viðskiptavininum mælanlegum
ábata. Ráðgjafarstofan Stjórnun
ehf. í Mosfellsbæ býður fyrirtækjum
og stofnunum upp á svokallaða
rekstrargreiningu þeim að kostnað-
arlausu, að því tilskildu að greining-
in skili þeim engum ábata.
„Sé hins vegar sýnt fram á hagnað
eða rekstrarbætur af rekstrargrein-
ingunni þá greiðir fyrirtækið fyrir,“
segir Jóhann Pétur Sturluson, fram-
kvæmdastjóri Stjórnunar, og er
þess fullviss að fyrirtækið muni ekki
koma illa út úr því. „Undantekning-
arlaust hafa þau verkefni sem við
höfum tekið að okkur skilað tölu-
verðum ábata og yfirleitt blasir
ábatinn við. Hins vegar er erfiðara
fyrir þá sem fá þjónustuna að átta
sig á fyrirfram hvað geti komið út úr
henni,“ útskýrir hann.
Starfsemi Stjórnunar ehf. byggist
á stjórnunar-, rekstrar- og fjármála-
ráðgjöf og mannauðsstjórnun auk
þess sem nýlega er farið að bjóða
upp á umhverfisstjórnun fyrir fyr-
irtæki jafnt sem sveitarfélög.
Fyrirtækið tekur ennfremur að sér
hýsingu ýmissa rekstrarþátta þ.á m.
hýsingu framkvæmdastjórnar,
starfsmannamála og skrifstofu-
halds.
Reksturinn krufinn
Upphafið að Stjórnun má rekja til
bókhaldsþjónustu sem eigandinn,
Jóhann Pétur, rak frá árinu 1990.
Með aukinni menntun Jóhanns á
sviði viðskipta, stjórnunar og stefnu-
mótunar færðist starfsemi fyrirtæk-
is hans hins vegar í það horf sem nú
er, að vera ráðgjafarstofa.
Jóhann Pétur segir að stærstur
hluti þeirra verkefna sem fyrirtækið
fáist við hafi með rekstrarráðgjöf að
gera, þá sér í lagi svokallaða rekstr-
argreiningu þar sem beitt sé mörg-
um ólíkum aðferðum stjórnunar-
fræða til að efla og styrkja
markaðsstöðu tiltekinnar rekstrar-
einingar.
„Rekstrargreiningin felst í að far-
ið er inn í fyrirtæki og reksturinn
krufinn m.a. með skoðun á bókhalds-
gögnum og aðferðum mannauðs-
stjórnunar. Þetta er gert með það
fyrir augum að finna þætti sem má
færa til betri vegar og vinna út frá til
breytinga hjá viðkomandi fyrir-
tæki,“ segir hann.
Jóhann Pétur er eini eigandi
Stjórnunar og annar tveggja fastra
starfsmanna. Hann segir markmiðið
vera að takmarka fjölda starfs-
manna og utanumhald um rekstur
Stjórnunar. Hins vegar nýti hann
viðamikið tengslanet við sérfræð-
inga á ýmsum sviðum með þeim
hætti að þegar unnið er í stærri
verkefnum eða sérhæfðari verkefn-
um, kalli hann til aðstoðar viðeigandi
sérfræðinga eftir því sem þurfa þyk-
ir.
Að sama skapi segir hann ekki
þurfa mikla yfirbyggingu um rekst-
urinn enda fari starfsemin meira og
minna fram inni í þeim fyrirtækjum
sem Stjórnun vinnur fyrir hverju
sinni.
Tekur að sér yfirstjórn
Hýsing stjórnunarþátta er nokkuð
sem hefur verið að aukast á Íslandi
og Jóhann Pétur segir þann þátt
vaxandi í starfsemi Stjórnunar. Það
byrji gjarnan með hýsingu fjármála
þ.e. að Stjórnun taki að sér umsjón
fjármála í minni fyrirtækjum eða
samningagerð. Í einstaka tilfellum
hafi verið um að ræða hýsingu alls
skrifstofuhaldsins, t.d. launavinnslu,
greiðslu reikninga og þess háttar.
En Stjórnun gengur skrefinu
lengra og býður upp á hýsingu fram-
kvæmdastjórnar, þ.e. tekur að sér
yfirstjórn lítilla og meðalstórra fyr-
irtækja. Um hvort stjórnendur fyr-
irtækja séu tilbúnir að láta stjórn-
unina af hendi segir Jóhann Pétur
að slíkt gerist ekki nema búið sé að
byggja upp traust og reynsla sé
komin á samskiptin. Hann segir hýs-
ingu framkvæmdastjórnar henta í
nánast hvers konar starfsemi en
Stjórnun hafi mest starfað á bygg-
ingarsviði, með byggingarverktök-
um sem vilja einbeita sér að því sem
þeir eru sérfræðingar í en hafi litla
reynslu af stjórnunarlegum þáttum
svo sem samningagerð.
Jóhann Pétur kannast ekki við að
eiga sér neina ákveðna keppinauta
en nefnir þó stórar endurskoðunar-
skrifstofur sem hafi á að skipa ýmiss
konar sérfræðingum. Hann líti samt
ekki á þær sem beina keppinauta.
Enginn ábati – engin
greiðsla fyrir þjónustuna
Rekstrargreining sem
ekki er greitt fyrir
nema hún skili ábata
og hýsing fram-
kvæmdastjórnunar er
meðal þess sem
Stjórnun ehf. býður
upp á. Soffía Haralds-
dóttir ræddi við fram-
kvæmdastjóra Stjórn-
unar, Jóhann Pétur
Sturluson.
soffia@mbl.is
Morgunblaðið/Sverrir
Yfirstjórn úthýst Jóhann Pétur Sturluson segir hýsingu framkvæmda-
stjórnar henta í nánast hvers konar starfsemi.
STJÓRNUN