Vísir - 08.10.1981, Side 1

Vísir - 08.10.1981, Side 1
Fíolbrautaskólinn í BreiOhollí: Kennarar f öidunga- deild boða verkfali Verknámskennarar við öldungadeild Fjölbrautaskólans i Breiöholti hafa boðað vinnustöðv- un frá og með 19. október næst- komandi, hafi þeir ekki fengið leiðréttingu á kjörum sinum fyrir þann 16. sama mánaðar. Þetta tilkynntu þeir RagnEu-i Amalds, fjármálaráðherra, er þeir gengu á fund hans i gærmorgun. Þetta er i annað sinn á skömm- um tima sem þessi staða kemur upp, þvi að siðastliðið vor fóru verknámskennaramir i verkfall, til að ýta á eftir gerð heildar- kjarasamninga við kennara við öldungadeildir. Leystist það með bráðabirgðasamkomulagi, þar sem meðal annars var kveðið á um, að búið yrði að semja við kennara áður en kennsla hæfist i ár. Þær samningaviðræður strönduðu hins vegar i júlimánuði siðastliðnum, og siðan hefur ekk- ert gerst i málinu fyrr en nú, að kennarar boða vinnustöðvun. Visir náði i morgun tali af Inga Þor Asmundssyni formanni nemendafélags <Ö.F.B. og sagði hann, að nemendur i deildinni væru mjög heitir vegna þessa máls. Teldu þeir, að það hefði verið farið aftan að þeim, þar sem þeir hefðu ekki verið látnir vita um stöðuna áður en þeir hófu nám i haust. „Það var búið að lofa okkur, að samið yrði fyrir haustið”, sagði hann, ,,en nú eru allar likur á að þetta nám verði eyðilagt fyrir okkur”. Ekki tókst að ná i fjármálaráð- herra né forsvarsmenn kennara i morgun. En þessir aöilar munu ræða málið á fundi, sem haldinn verður á morgun. —JSS ASV selur fram kröfu um 15% grunnkaupshækkun: .Það getur tekið nokkrar byltur og bægslagang að ná leikninni frá f fyrravetur eins og þessir Akureyrarpiltar fá þarna aö reyna. Sjáif- sagt 1 itur margur skiðamaðurinn sunnanlands öfundaraugum noröur yfir heiðar, þar sem allt er nú á kafi I snjó og viöa komiö frábært skíðafæri. JB/mynd GS-Akureyri. „Ekkl luegl að hækka kostnað- arliðl, begar vá er fyrir dyrum" - segir Elnar Oddur Kristjánsson í Vinnuveifendafélagl Vestfjarða „Það, sem skiptir máli i þessu, er krafan um grunnkaupshækk- unina,” sagði Einar Oddur Kristjánsson, framkvæmdastjóri á Flateyri, og stjórnarmaður i Vinnuveitendafélagi Vestfjarða, um kröfur Alþýðusambands Vestfjarða, sem lagðar hafa verið fram. „Það efast enginn um að það sé æskilegt ef hægt væri að bæta kjör launafólks, um það er-ekki deilt. Það hörmulega fyrir okkur er, að meginframleiðslan hér á Vest- fjörðum, fiskurinn, sem vinnan hér byggist fyrst og fremst á, er nú rekin með svo stórkostlegu tapi, ab þab er voði fyrir dyrum fyrir byggðina hér i heild, ef svo heldur áfram. Og meban svo er, sé ég ekki hvernig ætti að fara að þvi að hækka kostnaðarliði eins og vinnulaunin,” sagði Einar Oddur. ASV varð fyrst launasamtaka til að setja fram kröfur sinar að þessu sinni. Meginkrafan á hend- ur vinnuveitendum er um 15% hækkun á almenn laun, að yfir- vinna með 100% álagi á dagvinnu taki við strax að dagvinnu lok- inni, að samningarnir taki gildi fráog með 1. nóvember næstkom- andi, útkall verði minnst fjórir timar og orlof lengist i 27 daga hjá þeim, sem hefur unnið 10 ár hjá sama vinnuveitanda. Auk þess eru gerðar kröfur á rikisstjórn- ina. Þar ber hæst kröfu um jöfnun búsetukostnaðar á landinu, með m.a. niðurfellingu söluskatts á flutningsgjöld og jöfnun orku- verðs um landið. Til vara er kraf- ist sérstakrar framfærsluvisitölu fyrir landsbyggðina. _sv - Sjá bls. 14-15 - Sjá íbróttír 6-7 - Sjá bls. 12 - Sjá bls. 18-19 Bíllinn búinn unúir veturinn Víkingar með brjár nýjar stór- skyttur ístirðingar í heims- meta- bókina? •4

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.