Vísir - 08.10.1981, Síða 8
8
VÍSLR
Fimmtudagur 8. október 1981
Útgefandi: Reykjaprenth.f.
Ritstjóri: Ellert B. Schram.
Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aðstoðarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson. Auglýsingastjóri: Pail Stefansson.
Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammen- Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson
drup, Arni Sigfússon, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Ritstjórn: Síðumúli 14, sími 86611, 7 linur.
Sigþórsdóttir, Kristin Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdi- Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8, simar 86611 og 82260.
marsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaöur á Akureyri: Gísli Afgreiðsla: Stakkholti 2—4, simi 86611.
Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmynd- Áskriftarqjald kr. 85 á mánuði innanlands
ir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. . °9 ver^ 1 lausas°lu6 kronur eintakið.
útlitsteiknun: Magnús Olafsson, Þröstur Haraldsson. Vísir er prentaður i Blaðaprenti, Síðumúla 14.
Safnvörður: Eiríkur Jónsson.
Tap á tap ofan
Hvað er eiginlega að gerast í
sjávarútveginum? Ekki er nóg
með að frystihúsin kvarti sáran
undan 6-10% taprekstri, heldur
hafa einnig verið lagðar fram
opinberar skýrslur um ennþá
meira tap útgerðarinnar. Fisk-
verðshækkun er framundan, og
þar er talað um að 9% hækkun sé
lágmark. Slík hækkun mundi að
sjálfsögðu enn auka vanda
frystihúsanna, en bætir engan
veginn upp tapið á togurunum.
Vítahringurinn blasir við.
Einhver kann að halda því
fram, að ekki sé mark takandi á
bölmóði útgerðar- og frysti
húsamanna. Sá harmagrátur
haf i heyrst áður og sé aðeins ár-
viss atburður, sem hljóðni
fljótt. Út af fyrir sig má vel
reikna með því, að rekstraraðilar
f sjávarútvegi séu ekki öðru vísi
en aðrir þrýstihópar i landinu,og
ef laust kunna þeir að krydda eins
og aðrir. En mikill misskilningur
er að halda, að hér sé ekki alvara
á ferðum. Opinberar skýrslur,
þjóðhagsstofnun og ráðherrarnir
sömuleiðis hafa staðfest tap-
reksturinn.
Að því er varðar frystihúsin
hlýtur það að valda verulegum
áhyggjum, að þrátt fyrir styrk-
ingu dollarans og hagstætt mark-
aðsverð vestra, þá dugar það
ekki á móti hækkandi rekstrarút-
gjöldum hér innanlands. Ekki
ber það vott um trausta efna-
hagsstjórn, að höfuðatvinnuveg-
ur landsmanna riði á barmi
stöðvunar vegna bullandi taps.
Forsætisráðherra kemur fram
fyrir alþjóð og lýsir yfir því, að
þjóðin sé á leið út úr ógöngunum,
slær sér á brjóst yfir fullri at-
vinnu og hjaðnandi verðbólgu.
En hvernig geta stjórnvöld glaðst
yf ir velgengni og hossað sér í há-
sæti, þegar hriktir i undirstöð-
um: þegar fiskvinnslan í landinu
riðar til falls, og togaraútgerðin
sýnir tap á tap ofan.
Háværar raddir hafa verið
uppi að undanförnu um nauðsyn
gengisfellingar. Þeirri lausn
hafa ráðherrar vísað á bug hver
af öðrum.
Það er rétt, að gengisfelling
leysir engan vanda, ef ekki eru
jafnframt gerðar hliðarráðstaf-
anipsem koma í veg fyrir sjálf-
virkni vítahringsins. Gengisfell-
ing kemur þá aðeins að gagni, að
komið sé í veg fyrir afleiðingar
hennar í innlendum rekstrar-
kostnaði. Það er hægara sagt en
gert og hefur reyndar verið
stjórnmálamönnum ofvaxið
hingað til.
Eins og íslenska rikisstjórnin
er nú samansett er ekki við því að
búast að hún búi yfir því þreki
eða kjarki, sem dugar til svo
harðra aðgerða.
í stað þess berast þær f réttir að
ráðherrar hyggist leita annarra
leiða. Það á að heita, að þeir séu
að greiða fyrir lausn fiskverðs-
ákvörðunar, en ætla verður að
þeir geri sér grein fyrir að fisk-
verðið eitt sér er aðeins lítið brot
af stórum vanda.
Ekkert er enn vitað um ráða-
gerðir stjórnarinnar, en flogið
hefur fyrir, að henni komi til
hugar að færa fé á milli verð-
jöfnunarsjóða sjávarútvegsins.
Sú lausn er skammvinn, óheil-
brigð og meingölluð. Millifærslur
af því taginu eru aðeins til þess
fallnar að blekkja sjálfan sig um
skamman tíma, hugsanleg frest-
un á vanda, en f jarri því að koma
rekstri frystihúsanna á réttan
kjöl.
Er þá ekki talað um taprekstur
togaranna. Hann stendur eftir ó-
leystur, hvort heldur litið er til
lengri eða skemmri tíma.
Það er gömul saga og ný, að
stjórnmálamenn rífist fram og
aftur um fjölbreytilegar efna-
hagsráðstafanir. En sá kompás,
sem gleggstur reynist er kompás
sjávarútvegsins. Hann sýnir svo
ekki verður um villst að það er
óveður í aðsigi.
Fyrir nokkru kom upp mál á
Keflavikurflugvelli, sem fyrst
og fremst vakti athygli vegna
þess að þaö snerti einn af
máttarstólpum stjórnkerfisins.
Leitað var að eiturlyfjum á
ungri konu og manni hennar en
faðir stúlkunnar reyndist hátt
settur stjórnarráösstarfsmaður
og brást ókvæða viö þeim að-
ferðum, sem hann telur hafa
verið beitt.
Nú er þaö hvort tveggja ljóst
að löggæslumenn hafa fullt leyfi
til þess aö leita að þessum
ófögnuði á hverjum sem er,
hvar sem er og hvenær sem er
og almenningur ætlast yfirleitt
til þess, og svo hitt að þeim ber
aö sýna þeim, sem á er leitað,
fulla virðingu. Kvartanir
stjórnarráðsmannsins, sem er
dugmikill og algerlega vamm-
laus embættismaöur, munu ein-
mitt byggjast á þvi siöarnefnda
en það er kannski talandi tákn
um ástandið I þessum málum aö
það viröist hafa gleymst og
menn rugla þvi saman við and-
stöðu gegn góðri löggæslu.
Allt úr böndum farið
l
Þetta mál leiðir hins vegar
. hugann að þvi hve gjörsamlega
yfirvöld i þessu landi hafa
klúðrað eiturlyfjamálunum. Ar-
um saman barðist Kristján
Pétursson deildarstjóri I toll-
gæslunni á Keflavikurflugvelli,
að þvi er virtist einn sins liös
innan löggæslukerfisins gegn
eiturlyfjunum, sem þá voru að
byrja að flæöa yfir landiö. Aö
þvi er best varö séð gerði hann
þaö I óþökk „æðri máttar-
valda”, aö minnsta kosti fyrst I
staö og fyrir rúmum áratug
hældist einn fulltrúi þeirra um
það i Danmörku, einhverju
mesta vandræöalandi á þessu
sviði á noröurhveli jaröar, að is-
lensk yfirvöld hefðu fundið
snjallt ráð i baráttunni viö
ófögnuðinn. Ráðið var fólgiö I
þvi að reyna aö kæfa alla um-
ræðu um eiturlyfjadreifingu,
neöanmals
Magnús
Bjarnfreðsson
f jallar um sölu og neyslu
fíkniefna og blöskrar sú
linkind sem sýnd er gagn-
vart þessari alvarlegu
meinsemd. Hann telur
ábyrgðarmenn dóms-
mála hafa klúðrað þess-
um málum svo, að sú
flóðbylgja eiturlyfja,
sem flæðir yfir landið
verði ekki stöðvuð að
sinni.
þvi allt umtal um slikt i blöðum
myndi bara gera illt verra!
Siöar, þegar séð varð að eitur-
lyfin flæddu yfir landið var
reynt að kióra i bakkann. Þá var
sett á stofn sérstök deild innan
lögreglunnar, sem skyldi fást
við eiturlyf og stofnaður „fikni-
efna”dómstóll, svo ekki þyrfti
þó að nefna hlutina réttu nafni.
Allan timann hefur þessi hlið
löggæslunnar þó verið gersam-
lega svelt um fé. Yfirvöld hafa
ekki einu sinni tímt aö gefa
hundi aö éta allan timann svo
unnt væri aö nota hann til toll-
gæslu og annars eftirlits. Eitur-
lyfjalögreglan hefur hvorki
fengið þann mannafla né fjár-
muni til tækjakaupa sem hún
hefði þurft, og eftir þvi hvenær
dómar falla I málum eiturlyfja-
smyglara virðist sama sagan
hafa gerst á dómsmálasviöinu.
Linkind sem hefnir sin
Frá upphafi hefur veriö tekið
á þessum málum hérlendis af
furðulegri linkind. Sú gryfja
viröist ekki til, sem frændur
okkar á Norðurlöndum hafa
álpast ofan I, án þess að við
þyrftum aö ana á eftir þeim.
Eru þó noröurlandaþjóðirnar
löngu orðnar aö viðundri i þess-
um málum. Segja má, að þeir
sem smygla eiturlyfjum og
dreifa þeim, hafi allan timann
gefið löggæslu langt nef og hælst
um. Gefin hefur verið út
kennslubók i tilbúningi eitur-
lyfja til sölu á frjálsum markaöi
og fyrir skemmstu hældist
eiturlyfjasali opinberlega yfir
velgengni sinni á þvi sviði.
Nú má enginn taka orð min
svo að ég telji að langir og
strangir fangelsisdómar séu
einhver allsherjar lækning I
þessum efnum. Og það er vissu-
lega óverjandi afleiöing af kák-
inu i þessum málum að senda
menn i fangelsi mörgum árum
eftir að þeir hafa leiðst i þá
freistni að smygla eiturlyfjum
til landsins, þegar þeir eru jafn-
vel komnir með fjölskyldu á
framfæri sitt I millitiöinni. Já —
ég sagði freistingu, þvi kannski
er þaö einmitt mergurinn máls-
ins, að dómar fyrir þessi afbrot
hafa verið svo vægir hvað
varðar sektir, að það hefur
verið á almannavitorði að það
væri uppgripa atvinnuvegur að
smygla eiturlyfjum til landsins.
Upphæöir sektar fyrir eitur-
lyfjasmygl hingað til lands hafa
veriö hlægilegar, jafnt i augum
venjulegra borgara og þeirra
sem verknaðinn frömdu. Þvi er
gjarna borið við að þeir sem
smyglið stunda, eigi ekki bót
fyrir boruna á sér, en þvi er þá
til að svara að ef vilji er fyrir
hendi til þess að beita þungum
sektarákvæðum svo vinnings-
likur eiturlyfjasalanna minnki
þá er það unnt, þótt kannski
þurfi lagabreytingar til.
óstöðvandi flóð?
Sennilega eru ábyrgðarmenn
dómsmála búnir að klúðra þess-
um málum svo að sú flóöbylgja
eiturlyfja sem flæðir yfir landið
verður ekki stöðvuð að sinni.
Fræðsla kemur þar að litlum
notum, þvi frelsi það sem eitur-
lyfjasalar njóta gerir þeim
kleift að brjóta hana niður jafn-
óðum. Það er til dæmis áhuga-
vert, að þaö kemur varla fyrir
aö visindamenn og heilbrigðis-
yfirvöld vari við hættunni af
eiturlyfjum opinberlega, án
þess að einhverjar sjálfskipaðar
vitsmunaverur á þessu sviði láti
ljós sitt skina i blööum, ýmist
undir nafni eða án þess, þar sem
reynt er á allan hátt að gera
viöurkenndar niðurstöður lækna
og visindamanna torkennilegar.
Samband eiturlyfjasala og
sumra starfsmanna fjölmiðla
virðist raunar vera á þann hátt
að varla er einleikið.
Alvarlegast er þó kannski það
aö þeim, sem viljað hafa vara
viö afleiðingum eiturlyfjasöl-
unnar, hefur meira og minna
mistekist að snúa almennings-
álitinu sér i vil. Sú skoðun er
rikjandi meðal stórs hluta
þjóðarinnar, að sala og dreifing
á eiturlyfjum sé eitthvert fikt
einhver bernskubrek sem eldist
af fólki. Þessi skoðun er studd
bæði leynt og ljóst i sumum fjöl-
miðlum, og svo brenglað er siö-
gæöismat sumra fjölmiöla-
manna orðið að sé um þessi mál
fjallað virðist nauösynlegt talið
að „láta bæöi sjónarmiðin”
koma fram, rétt eins og um sé
að ræða póíitiskar umræður en
ekki alvarlegustu glæpi, sem
stundaðir eru — kannski ekki
einu sinni að mannvigum
undanskildum.
En á meðan Róm brennur
virðast stjórnvöld aðeins hafa
eina stefnu, ýmist yfirlýsta eða i
raun: Eigi skal káfa.