Vísir - 08.10.1981, Page 15

Vísir - 08.10.1981, Page 15
14 VÍSIR Fimmtudagur 8. október 1981 Fimmtudagur 8. október 1981 VÍSIR 15 Veturinn hefur gengið óvenju snemma og harka- iega i garð viða á landinu og til dæmis fyrir norðan er klofhár snjór og mikil hálka. Þar sitja margir bilar fastir eða hafa farið út af veginum, þar sem þeir hafa ekki verið nægilega vel undir veturinn búnir. Gagnvart eigendum þessara bila er það kannski i | seinna lagi að birta upplýsingar um það hvernig ! menn skuli búa bila sina undir vetrarakstur. Sunn- lendingar og Reykvíkingar hafa þó enn að mestu sloppið við snjó og háiku og eru ekki almennt farnir að huga að vetrarbúningi bila sinna, og þvi ættu þessar upplýsingar að koma þeim að nokkrum not- um. velrarundirbúningur bifreiða: „Hægt að spara um tvd púsund kr. með eigin athafnasemi” - segir Birgir Blörgvinsson áhugamaður um ökutæki „í fyrsta lagi ætla ég að kaupa góð og ónegld snjódekk,” sagði Birgir Björgvinsson áhugamaöur um ökutæki þegar blm. spurði hvernig hann ætlaði að búa bil sinn undir vetrarumferðina. „Sóluð ónegld snjódekk eru ódýr, kosta um 350 - 500 kr. eru hávaðaminni en negld og i raun alveg jafn góð nema i mikilli is- ingu sem er frekar sjaldgæf inn- anbæjar.” „Ennfremur er gott að hafa tvo sandpoka yfir drifhjólum. Bif- reiðin gripur þá betur og ef maö- ur lendir i hálku er hægt að taka sand úr pokunum og setja undir dekkin.” „Hvernig má hafa kostnaðinn við vetrarundirbúninginn i lág- marki?” ,,Ég spara um 150 kr. með þvi að taka felgurnar sjálfur af og láta siðan skipta um dekk á verk- stæði. Það borgar sig að láta stilla bilið milli framhjólanna og hall- ann á hjólunum.” „Getur þú sjálfur stillt vélina?” „Já, það er ekki nauðsynlegt að fara með bifreiðina á verkstæði til að stilla vélina. Með timaljósi er hægt að stilla kveikjuna og vacummæli þarf til aö stilla blöndunginn. Sjálfurgetur maður svo skipt um kerti og platinur, stillt vélina og innssogið.” A þennan máta er hægt að spara sér um 400 kr. Með þvi aö smyrja sjálfur er hægt að spara um 300 kr. og svo getur maður lika sjálfur skipt um oliu og oliusiu.” „Það er nauðsynlegt að hafa góðan frostlög á bilnum. Ef hann er blandaður til hálfs með vatni ætti vélin að þola 20 - 25 stiga frost. Hætt er við að vatnsmynd- un í bensinleiðslum valdi frosti og þvi til varnar skyldu menn setja eina dós af isvara i þriðja hvern bensintank.” „Ef menn ætla að aka þægilega i vetur er eins gott að hafa mið- stöðina i lagiog góðan blástur upp á framrúðuna. „Lásasprey” ætla ég að hafa við höndina og lika svokallað „startspray” sem hægt er með hjálp annarra að úða ofan i blöndunginn meðan startað er ef billinn er erfiður i gang á köldum vetrarmorgnum. Þetta eru nokk- ur atriði sem gott er að hafa i huga i vetur til að spara sér óþarfa erfiðleika og halda góöa skapinu.” — gb. Birgir Björgvinsson við bifreið sina, Ford Falcon. Visismynd: EKS. Starfsmenn borgarinnar munu vinna við snjómokstur og saltdreitingu frá kl.4 árdegis til miðnættis dag- lega i vetur. „Saltið skapar umferðaröryggi” segir ingl ð. Nlagnússon gatnamálasti. „Þótt saltið geti valdið skemmdum á götum og bifreiðum þá er þaö eina ráðið til að skapa umferöaröryggi, — f önnur hús er ekki að venda”, sagði Ingi ó. Magnússon gatnamálastjóri. „Salt- og sanddreifing verður þvi eins og undanfarna vetur. Við höfum fengið betri tæki til salt- dreifingarinnar og komumst þvi af meðminna magn. Annars leys- irsaltiðekki upp malbikið heldur sigur saupæKiuinn niour par sem malbikið er skemmt og sprungið og veikir burðarlögin. Með góðum ryðvörnum ætti að vera hægt að koma i veg fyrir skemmdir á bil- um. Við ætlum að bæta þjónustuna mikið i vetur og hafa vaktir starf- andi frá kl.4 árdegis til kl.23 með mokstrar- og saltdreifingartæki.” „Ég vil leiðrétta þann misskiln- ing að nagladekk séu bönnuö frá 1. okt. til 1. mai. Það er ekki rétt. Einu reglurnar eru þær að bif- reiðar eiga að vera með gróf dekk með snjómynstri og sömu dekkjagerð á öllum hjólum.” — gb Bílstjórar ætiu líka að bera endurskinsmerki - segir 011H. Þóröarson hjá Umferðarráði „Allir vegfarendur ættu að bera endurskinsmerki, lika bilstjórar þvi þeir bregða sér oft úr öku- tækjum sinum og eru i jafn mikilli hættu og aðrir vegfarendur”, sagði Óli H. Þórðarson fram- kvæmdastj. Umferðarráðs. „Menn ættu að bera fleiri en eitt endurskinsmerki þvi slys geta borið aö úr öllum áttum. Bif- reiðastjórar skyldu athuga vel ljósabúnað, útsýni gegnum rúður og spegla. Þurrkunar verða einn- ig að vera i góðu lagi.” „Umferðarráð mun i vetur minna fólk á hætturnar i vetrar- umferðinni með innskotsþáttum i útvarpi og við vonumst til að geta sýnt fræðslumyndir i sjónvarpi i vetur.” — eb. Búið bflana vel und- ir vetrarhðrkurnar Ef vélarnar eru vel stilltar sparast ijót orð og vont skap á köldum vetrarmorgnum. Hér er veriö aö stilla vél I Lúkas verkstæöinu. Vlsismynd: EÞS strokka bil og ofan á þaö bætist söluskattur og efni. Meðalverð fyrir stillingu er þvi fjögur til fimm hundruð krónur. Þessiaðgerður tekur um það bil þrjá tima engetur þó tekið lengri tima ef mikilla lagfæringa er Er nauðsynlegt fyrir bileig- endur að fara með bila sina i slika stillingu? „Já, það tel ég. Ef menn iáta stilla bila sina reglulegu, þá er þetta fyrirbyggjandi aðgerð i leiðinni. Svo á þetta alveg að koma i veg fyrir gangtruflanir, sem sérstaklega geta verið leiði- gjarnar á köldum morgnum”. — ATA „Brýnt að láta stllla vélarnar” - segir Björn ómar Júnsson hjá Lúkas „Það er mjög brýnt að láta stilla vélar bilanna fyrir veturinn. Sé það gert, þá losna menn við erfiöleika við að koma bilunum i gang á morgnana, en gangtrufl- anir leiða af sér vont skáp, ljót orö og kostnað við að láta draga bilana i gang”, sagði Björn Jóns- son hjá Lúkas verkstæðinu á Siöumúla. „Innifalið I vélarstillingu er að við yfirförum 72 atriöi og gerum við það, sem aflaga hefur farið. Aðalatriðið er að rafmagnskerfið sé i góðu standi. Við förum yfir hleðsluna og þar af leiöandi rafgeyminn, mælum hvað ræsirinn tekur. Við þjöppu- mælum bilinn, förum yfir kerti og platinur, blöndung og hreinsum hann ef þess þarf. Þessi pakki kostar um þrjú hundruð krónur fyrir fjögurra ...og elnnlg Ijósini Alla bila á að vera búið að ljósaskoða fyrir 31. október ann- ars eiga menn þaö á hættu að vera stoppaðir af lögreglunni. Þvi má segja að ljósaskoðunin sé hluti af vetrarundirbúningi bil- eigenda. Björn Ómar Jónsson hjá Lúkas verkstæðinu sagði, að ljósaskoð- un kostaði 50 krónur með sölu- skatti. Á þessa upphæð bætist svo perukostnaður og vinnukostnaður ef mikið þarf að gera. Hjá Lúkas verkstæðinu þarf að panta tima og sem stendur er vikubið eftir plássi. —ATA ÖSIN BYRJAR FYRSTA DAGINN SEM SNJÚAR segir flnúrés Bjarnason verkstjóri hjá Gúmmívlnnustofunnl Eitt mikilvægasta atriðið, sem bileigendur þurfa að huga að fyrir veturinn, eru hjólbarðarnir. „Sóluð dekk undir fólksbil af minni gerðinni, eða þrettán tommu dekk, kosta um 340 krónur stykkið en ef það eru radialdekk, þá kosta þau 400 krónur. Þá er miðað við ónegld vetrardekk”, sagöi Andreá Bjarnason, verk- stjóri hjá Gúmmivinnustofunni h.f. i Skipholti. Andrés sagði að væru dekkin ný, þá kostuðu þau 650 krónur ó- negld en hægt væri að fá dekk upp 1960 krónur en þá væru þau einnig mjög góð. „Fjórtán tommu dekkin eru heldur dýrari. Sóluð, ónegld vetr- ardekk kosta 416 krónur en radi- aldekkin kosta 475 krónur. Ef dekkin eru ný, þá kosta venjuleg dekk 770 krónur, en radialdekkin kosta 790 krónur.” Ef menn vilja láta negla dekk- in, þá má geta þesss að hver nagli kostar 90 aura en meðalnegling i dekk kostar 80 krónur. „Fyrir umfelgun á einu dekki tökum við 24 krónur, en ef við verðum að taka dekkin undan bil- unum og setja þau undir aftur þá tökum við 17 krónur á hvert dekk. Jafnvægisstilling kostar svo 46 krónur fyrir hvert dekk.” — Er mikið að gera hjá ykkur núna? „Menn eru aðeins farnir að taka við sér, en yfirleitt byrjar aðalösin ekki fyrr en fyrsta dag- inn, sem snjóar. Þá má benda á, aö ekki er leyfilegt að setja nagla- dekk undir bilana fyrr en eftir 15. október. BDeigendur eru aðeins farnir að taka viO sér, en aOalösin hjá hjól- barðaverkstæöum byrjar samt ekki fyrr en fyrsta daginn sem snjóar. Visismynd: EÞS Af þessu má sjá, að bileigandi sem þarf að kaupa snjódekk undir bil sinn, þarf miðað við að hann eigi litinn fólksbil að kaupa fjögur dekk á 340 krónur, 420 krónur með nöglum. 24 krónur þarf að borga fyrir umfelgun á hverju dekki, 17 krónur fyrir að láta taka það und- an og 46 krónur fyrir jafnvægis- stillingu. Samtals gerir þetta 2.028 krónur. Þessa upphæð er að sjálfsögðu hægt að lækka, allt eft- ir þvi hvað bileigandinn telur sig geta komist af með mikinn útbún- að og eins ef hann umfelgar eða skiptir um dekk sjálfur”. — ata Keðjur geta komiö sér vel Margir spara sér útgjöld við kaup á vetrardekkjum eða nagla- dekkjum, með þvi að nota keðj- ur. Aðrir nota keðjur og vetrar- dekk jöfnum höndum, og er það sjálfsagt öruggast. En hvað kosta keðjur? „Venjulegar keðjur fyrir þrettán tommu dekk, kosta 613 krónur parið”, sagði Svavar Sig- urðsson verslunarstjóri hjá Agli Vilhjálmssyni á Laugaveginum. „Þá erum við einnig með svo- kallaðarskyndikeðjur, en það eru tvö bönd sem skellt er á dekkin ef billinn festist i skafli eða á slæm- um hálkubletti. Parið af þessum keðjum kostar 160 krónur”. Svavar sagði að keðjurnar væru e'kki mjög mikið seldar en þó væri alltaf nokkur sala. Það væru ekki allir sem treystu nagl- adekkjunum fullkomlega hvernig sem færðin væri. — ATA Frá Smurstöðinni Klöpp. Þaö borgar sig að smyrja bllinn og setja frostlög I vatnskerfið fyrir veturinn. „Göngum irú híln- um fyrir velurinn” - segir Páll öiafsson, verksljórl I SmurstöOinni Kiöpp „Við tökum bilinn inn og göng- um algerlega frá honum fyrir veturinn. Eigandinn þarf ekki að hafa meiri áhyggjur af honum hvað þessi atriði snertir”, sagði Páll ólafsson, verkstjóri i Smur- stööinni Klöpp á Skúlagötu. „Við tökum bilinn inn til smurnings, skiptum um oliu, oliu- siur, loftsiur, bensinsiur, athug- um girkassa og drif, mælum frostlög á vatnskerfi og setjum rúðuvökva á rúðusprauturnar. Þá setjum við frostvara i ben- siniö, ef viðskiptavinurinn biður um það, og svo erum við með lásaspray en venjulega kaupir viðskiptavinurinn spraybrúsa sem hann hefur svo i vasanum. Menn veröa þó að vara sig á að læsa spraybrúsann ekki inni i bílnum þvi þá er takmarkað gagn af honum”. — Hvað kostar þessi aögerð? „Ef viö tökum alla liði með i reikninginn og skiptum um allar siur, myndi það kosta eiganda venjulegs fólksbils um 350 krón- ur”, sagði Páll Ólafsson. — ATA

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.