Vísir - 08.10.1981, Side 18

Vísir - 08.10.1981, Side 18
18 Fimmtudagur 8. október 1981 VÍSIR mannlíí Sigurinn er sætur Sigurinn er sætur, en ekkert er því til f yrirstöðu að menn geri sér glaðan dag, þótt þeir tapi stöku sinnum. Tveir framá - menn breska verkamanna- flokksins, börðust í síðasta mánuði fyrir varafor- mannsembættinu í flokkn- um. Dennis Healey sigraði, eins og sjá má á meðfylgj- andi mynd. Hann fagnaði ákaft með félögum sínum á Grand Hótel, á meðan hinn sigraði Tony Benn, snæddi fisk og franskar með fjölskyldu sinni og nánasta stuðningsliði. Þótt sigurinn væri sætur fyrir Healey, þá er alls óvíst að hinn sigraði sitji sem þægur rakki og styðji kjörinn varaformann, en við skulum ekki gerast spámenn í þeim efnum. Umsjón: Árni Sigfússon Saivador Dali fékk aösvif á leiöinni inn á veitingastaö f Paris. Hann var borinn á hótel þar sem hann bjó og sföan hefur litiö til hans spurst. Fátt spyrst af Dali Salvador Dali, hinn 77 ára gamli heimsfrægi listmálari, fékk aðsvif fyrir skömmu, er hann gekk inn á veitingastað í París, til þess að snæða þar hádegísverð ásamt 87 ára gamalli eiginkonu sinni. Eftir þetta hefur lítið heyrst af Dali og óljóst er um líðan hans. Arið 1979 veiktist Dali og hlaut af lömunarein- kenni. Ári siðar hafði hann náð sér full vel og hélt þá upp á batann með því að bjóða í heimkynni sín hundrað blaðamönn- um. Þar tilkynnti hann blaðasnápunum að þeim „bæri" að skrifa um sig „því meira því betra", sagði Dali og bætti því við að allt í lagi væri þótt inn á milli slæddust sann- leikskorn.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.