Vísir - 08.10.1981, Side 20

Vísir - 08.10.1981, Side 20
20 Fimmtudagur 8. október 1981 Fyrstu áskriftar- tónieikar Sinfóníunnar Fyrstu áskriftartónleikar Sinfóniuhl jómsveitar tsiands starfsárið 1981 / ’82 verða i Háskólabiói fimmtudaginn 8. okt. og hefjast þeir kl. 20.30. Efnisskráin verður sem hér segir: Páll lsólfsson: Passacaglia. Mozart: Flautukon- sert I D-dúr. Mozart: Andante. Berlios: Sinfonia Fantastique. Stjórnandinn, Jean-Pierre Jacquillat er fæddur i Versölum 1935, lærði við tónlistarháskólann i Paris og var margsinnis sæmdur verðlaunum. I fyrstu stjórnaði hann sem varastjójm- andi við Orchester de Paris og stjórnaði fjölda tónleika heima og erlendis t.d. I U.S.A, U.S.S.R. og Mesikó. Siðar varð hann aöal- stjórnandi við hljómsveitina i Angers, Lyon og viö óperusýn- inga i Brussel, Paris, New York, Buenos Aires og viöar, gert hljóö- upptökur á vegum EMI, Pathé og Marconi. Hann á sæti i dómnefnd' Parisaróperunnar og hefur verið sæmdur heiðursmerki Parisar- borgar. Manuela Wieslar, einleikarinn á þessum tónleikum, fæddist i Brasiliu 1955 en er af austurisku bergi brotin. Eftir að hún útskrif- aöistsem einleikari frá Tónlistar- háskóla Vínarborgar hefur hún sótt einkatlma hjá Alain Marion, James Galway og Aurele Nicolet. Hún hefur veriö búsett á tslandi siöan 1973 og haldiö fjölda tón- leika bæði hér heima og erlendis og gert útvarps- sjónvarps- og plötuupptökur. I vetur mun Man- úela koma fram sem einleikari með sinfóniuhljómsveitinni I Þrándheimi, Bergen og Stokk- hólmi. Þess má geta að það var einmitt D-dúr konsert Mozarts sem hún lék I fyrsta skipti fyrir islenska áheyrendur I útvarpið '1972. Fjðr án áfengis hjá góðtemniurum Skemmtifélag góðtemplara, S.G.T., hefur um áraraðir beitt sér fyrir skemmtikvöldum á hverju föstudagskvöldi, þar sem fólk hefur getað komið saman án áfengis og notið góðra ánægju- stunda. Spiluð er félagsvist, og siðan stiginn dans á eftir. Góð verðlaun eru i boði I vistinni, bæði kvöld- verölaun og heildarverðlaun. Eftir að menn hafa lagt spilin á borðið hefst dansinn og dunar hann i vetur til kl. 2.00 I stað kl. 1.00 áður, og er meö þessari ný- breytni verið að reyna að koma enn betur til móts við þá, sem vilja skemmta sér án áfengis. Fyrsta skemmtikvöld S.G.T. verður annað kvöld i húsi I.O.G.T. við Eiriksgötu, og leikur þá hljómsveitin Drekar fyrir dansi ásamt söngkonunni Mattý Jóhanns. Og eins og gefur aö skilja, þá eru allir velkomnir, enda er ekk- ert bil milli kynslóða á þessum skemmtunum. —jsj. PLATTERS ERII KOMNIR AFTUR - unnu hug og hjörtu landans á tónleíkum I tyrra Þeir sem unna léttri og skemmtilegri tónlist, fjörlega fluttri, fá nú aldeilis eitthvað við sitt hæfi, þegar „góðkunningjar Islendinga” i hljómsveitinni Platters troða upp á sviði Há- skólabiós. Platters hafa komið fram hér á landi einu sinni áður og vöktu þá mikla athygli og hrifningu fyrir fjörlega sviðs- framkomu og llflegan flutning gömlu góðu laganna, sem tán- ingarnir grétu yfir fyrir tlu til tuttugu árum. Hljómleikar Platters verða að þessu sinni þrlr, og verður sá fyrsti I kvöld, fimmtudag, og hinir tveir veröa annað kvöld og á laugardagskvöldið. Tónleikarnir hefjast kl. 23.00 á fimmtudag, en kl. 21.00 báða hina dagana. Og miðasala verður I Há- skólabiói frá kl. 16.00 daglega. —jsj. utvarpielkri! kl. 21.15: „AUCE” Briet Héðinsdóttir stýrir leik- ritinu „Alice” i kvöid. 1 kvöld kl. 21.15 verður flutt leikritið „Alice” eftir Kay McManus. Þýðinguna gerði Guörún Þ. Stephensen, en Briet Héðinsdóttir er leikstjóri. Með helstu hlutverk fara Guðrún Þ. Stephensen, Þórunn M. Magnús- dóttir, og Helga Þ. Stephensen. Leikritið er tæpur klukkutimi i flutningi. Tæknimaður: Georg Magnússon. Alice er gömul kona sem býr ein sér I litlu húsi. Henni þykir vænt um það, enda fædd og upp- alin. Skoðanir hennar og ungu kynslóðarinnar fara ekki alltaf saman, en gamla konan veit sinu viti og tekur til sinna ráða þegar dóttir hennar og dótturdóttir reyna að koma henni burt úr kot- inu. Guðrún Þ. Stephensen leikur Alice Otvarp kl. 22.35: Þáttur um ævintýri Rithöfundarnir Valdis óskarsdóttir og Auður Haralds stjórna þættinum ,,Án ábyrgðar” i kvöld kl. 22.35. Þetta er annar þáttur þeirra og fjallaði sá fyrsti um mat. Þessi þáttur fjallar um ævintýri. Þær ræða ævin- týrin fram og aftur, velta vöngum yfir hinum al- þekktu sögum um öskubusku, Þyrnirósu og Mjall- hviti og athuga hvernig þær samsvara raunveru- leikanum. Valdis og Auður ræða við fólk á förnum vegi um ævintýrin og hvernig þau lifa i vitundinni. Eitt frumsamið ævintýri eftir þær sjálfar verður lesið sem byrjar þegar öll önnur ævintýri enda, þ.e. morguninn eftir brúðkaupið Þátturinn „An ábyrgðar” verður á dagskrá næstu vikur og Valdls óskarsdóttir og Auöur Haralds umsjónarmenn þáttarins „An á- byrgðar”. verður fjallað um aðskiljan- legustu málefnieins og orð.orða- tiltæki og málshætti, blómarækt og mega hlustendur eiga von á þætti um hrylling, almennan og sérstakan. y ■■ — — — —| ! útvarp ! | Fimmtudagur J I 8. október j | 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til- | 1 kynningar. i I 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- i ! fregnir. Tilkynuingar. Viö i ! vinnuna — tónleikar. | J 15.10 „Fridagur frú Larsen” . J eftir Mörtu Christensen J J Guðrún Ægisdóttir lýkur J J iestri þýðingar sinnar (4). J I 15.40 Tilkynningar. Tónleikar. J I 16.00 FTéttir. Dagskrá. .16.15 J I Veöurfregnir. I I 16.20 Sfödegistónleikar: Frá I | austurrfska útvarpinu I | 17.20 Litli barnatfmiun Gréta I j ólafsdóttir stjórnar barna- j j tima frá Akureyri. j j 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. j | 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá j ■ kvöldsins. j • 19.00 Fréttir. Tilkynningar. i 1*19.35 Daglegt mál Helgi J. | I Halldórsson flytur þáttinn. | ■ I 19.40 A vettvangi ■ I 20.05 AprilsnjórSmásaga eftir i Ílndriöa G. Þorsteinsson. ■ Höfundur les. • | 20.30 Tónleikar Sinfóuiuhljóm- ■ j sveitar tslauds I Háskóla- ■ | bfói j 21.15 Alice Leikrit eftir Key J | McManus. Þýöandi: J ■ Guðrún Þ. Stephensen. | Leikstjóri: Briet Héðins- • ■ dóttir. Leikendur: Guörún I • Þ. Stephensen, Helga Þ. I I Stephensen, Þórunn M. j Magnúsdóttir, Margrét j Helga Jóhannsdóttir.Sigrún j J Edda B j ö rnsd ót t i r , j J Þorsteinn Gunnarsson, | I Siguröur Skúlason, Brynja i I Benediktsdóttir og Guðlaug • I Maria Bjarnadóttir. j j 22.15 Veðurfregnir. Fééttir. | j Dagskrá morgundagsins. J j OrÖ kvöldsins J j 22.35. An ábyrgöar Umsjón: J j Auður Haralds og Valdis J i Oskarsdóttir. J ■ 23.00 Kvöldtónleikar: Frá tón- * ■ listarhátlöinni i Bergen I j 23.45 Fréttir. Dagskrarlok. I

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.