Vísir - 12.11.1981, Blaðsíða 4

Vísir - 12.11.1981, Blaðsíða 4
vísm Fimmtudagur 12. nóvember 1981 Köngulðar- maöurinn snýr aftur! Köngulóarmaðurinn (Spider- man) er aftur kominn á kreik! I gær klifraði hann upp hundrað hæða byggingu i Chicagó og komst upp, þótt slökkviliðsmenn reynduaðstöðva hann með þvi að sprauta á hann vatni úr háþrýsti- slöngum. búsundir áhorfenda fylgdust með prili Köngulóarmannsins, sem i rauninni var Daniel nokkur Goodwin i Köngulóarmannsbún- ingi. Þegar hann komst upp á toppinn á John Hancock bygging- unni, sem er 375 metra há, var honum innilega fagnað. Lögregl- an fagnaði honum þó ekki jafn- innilega, þvi að Köngulóarmað- urinn var handtekinn, sakaður um ólöglegan átroðning og fyrir að leika loftfimleika án þess að nota öryggisnet! Þeir, sem fylgdust með prili Köngulóarmannsins, urðu bál- reiðir, þegar slökkviliðsmenn reynduaðstöðvahann með þvi að sprauta vatni úr háþrýstum slöngum. Þegar þetta gerðist, var ofurhuginn kominn upp á 26. hæð, og fannst áhorfendunum nokkuð glannalegt að sprauta manninn niður úr þeirri hæð með háþrýstu vatni. Þegar Köngulóarmaðurinn komst upp á 37. hæð, reyndu slökkviliðsmennirnir að stöðva hann með þvi að opna gluggana fyrir ofan og pota i hann með prikum. Þegar hér var komið, greip borgarstjóri Chicagó, Jane Byrne, inn i og skipaði svo fyrir, að Köngulóarmaðurinn skyldi fá að ljúka prilinu. Daniel Goodwin hefur áður leikið Köngulóarmanninn. í mai kleif hann hæstu byggingu heims, Sears-bygginguna, sem er 484 metrar á hæð. Geimferjan kemur inn til lendingar eftir fyrsta flugið Columhia: Verður sKolið á loft þrðtl fyrlr bllanlr Geimferjan Columbia er nú á Canaveral-höfða, tilbúin til brott- farar, þó að i gær hafi komið upp enn ein bilunin. Verkfræðingar og aðrir sérfræðingar eyddu allri nóttinni i að gera við bilunina og nú á allt að vera i lagi. Geimferjunni á að skjóta á loft klukkan þrjú að islenskum tima, eða tveimur og hálfum tima á eft- ir áætlun. Fyrir átta dögum var skoti geimferjunnar frestað 31 sekúndu fyrir brottför, vegna þess að vart varð við smávegis oliuleka. Gera visindamenn sér vonir um, að Columbia sé nú i fullkomnu standi og að ekkert eigi að tefjabrottförina að þessu sinni. Columbia er sem kunnugt er fyrsta farartækið, sem jarðarbú- ar hafa sent út i geiminn, og hægt er að nota oftar en einu sinni. Að þessu sinni er geimferjunni ætlað að snúast i kringum jörðina i fimm daga áður en henni verður lent i Kaliforniu — rétt eins og flugvél. A þessum fimm dögum fer ferj- an 84 hringi um jörðina, og verður þetta önnur tilraunaferðin af fjór- um sem farnar verða áður en ferjan verður opinberlega talin geta gegnt hlutverki sinu. p»v Dregið veröur úr alkóhólframleiðslunni i Brasiliu næstu tvö árin eða svo. Það veröur þvf að fara betur með bjórinn en gert er á þessari mynd. Brasilla: Aikóhól-áætlun- inni frestað Brasiliumenn hafa ákveðið að draga úr framlögum til fram- kvæmdar tilraunar með áfengi sem orkugjafa. Samdráttur þessi er vegna lélega fjárhags rikisins. Aætlunin sem hófst árið 1975, miðar að þvi að fjölga þeim bil- um, sem brenna alkóhóli i stað bensins eða oliu. Til alkóhólfram- leiðslunnar er notaður sykurreyr, en Brasilia er eitt mesta sykur- reyrframleiðsluland heims. Með alkóhólnotkuninni sparast svo kostnaður við innflutning á oliu. Brasiliumenn eru brautryðj- endur á sviði notkunar alKóhóls sem eldneytis en mörg riki fylgj- ast vel með tilraunum þeirra. Talsmaður stjórnarinnar sagði, að þvi markmiði aö koma alkó- hólframleiðslunni upp i 10,7 mill- jarða lítra, yrði frestað i allt að tvö ár. Alkóhólframleiðslan núna er fjórir milljarðar litra á ári. 1 Brasiliu er um hálf milljón bifreiða sem brenna alkóhóli, en alls eruum átta milljón fólksbilar i landinu. llngveriar i interpol Ungverjar eru orðnir aðilar að Interpol, sem er alþjóðleg lög- reglusámtök. Umsókn Ungverja um inntöku i samtökin var sam- þykkt á ársfundi Interpol, sem haldinn var i Nice nýlega. Ungverjar eru fyrsta Varsjár- bandalagsþjóðin, sem gerist aðili að Interpol, en Júgóslavar hafa veriö aðilar i mörg ár.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.