Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2001, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2001, Page 2
Í SEPTEMBERMÁNUÐI kom út forvitnileg bók sem rithöfund- urinn Paul Auster ritstýrir í samvinnu við Nelly Reifler og er safn stuttra frásagna sem banda- rískir hlustendur sendu inn í út- varpsþáttinn „Allt tekið til greina“ (All Things Considered). Umsjónarmenn þáttarins efndu í samvinnu við Paul Auster til verkefnisins fyrir þremur árum, og var það kennt við Þjóðsagna- verkefnið eða „National Story Project“. Þar voru hlustendur hvattir til að senda inn einnar til þriggja síðna langar frásagnir úr lífi sínu sem síðan voru lesnar í þættinum. Í hinni nýútkomnu bók sem heitir I Thought My Father Was God: And Other True Tales from NPR’s National Story Project (Ég hélt að faðir minn væri Guð og fleiri sannar sögur úr Þjóðsagnaverkefni National Public Radio), hefur Auster valið 180 bestu sögurnar til birtingar af þeim 4.000 sem bárust þættinum. Bókinni hefur verið lýst sem einstæðu samsafni sagna úr bandarísku hversdags- lífi, nokkurs konar minjasafni um bandarískan veruleika. Smásagnasöfn Spark og Bellow VON er á tveimur smásagna- söfnum á næstunni, sem eflaust munu gleðja hjörtu margra bókaunnenda. Annars vegar er um að ræða heildarsafn smá- sagna Muriel Spark, sem heitir því einfalda nafni „All the Stor- ies of Muriel Spark“ (Allar sögur Muriel Spark). Um er að ræða endurbætta útgáfu á áður út- gefnu safni, að viðbættum fjór- um nýjum smásögum eftir hinn virta breska rithöfund. Þannig spannar bókin smásögur höfund- arins í gegnum allan feril henn- ar. Hins vegar kemur út í næsta mánuði safn valdra smásagna eftir Saul Bellow, undir yfir- skriftinni Collected Stories (Smásagnasafn). Um er að ræða sögur frá ólíkum tímum úr ferli höfundarins sem hann hefur sjálfur valið saman. Saul Bellow á mikinn feril að baki sem rithöf- undur. Hann hlaut Nób- elsverðlaunin árið 1976, auk þess að hafa í þrígang hlotið National Book-verðlaunin. Nýj- asta skáldsaga hans, Ravelstein, hlaut einkar lofsamlega dóma. Nostradamus rokselst HRYÐJUVERKAÁRÁSIRNAR á Bandaríkin hafa sett mark sitt á bóksölu þar og víðar um heim. Samkvæmt athugun The New York Times hafa bækur um hryðjuverkastarfsemi, um menningu Miðausturlanda og um sögu World Trade Center runnið úr hillum bókabúða og virðist fólk leitast við að henda reiður á atburðum síðustu daga með því að lesa sér til um sögu og málefni sem þeim tengjast. Þau fræði sem viðskiptavinir netbókaverslunarinnar Am- azon.com og fleiri verslana virð- ast þó leita hvað mest í eru hinir óræðu spádómsbálkar franska 16. aldar læknisins og stjörnu- fræðingsins Michel de Notre- dame, eða Nostradamusar, en alla síðustu viku hafa þrjár út- gáfur spádóma Nostradamusar verið í hópi 25 söluhæstu titla hjá Amazon. Þar er spáð fyrir um þróun heimsins fram til endaloka hans í óræðu táknmáli sem menn hafa gjarnan litið til, túlkað og mistúlkað, í ljósi heimssögulegra viðburða. ERLENDAR BÆKUR Hversdagslíf skrásett Muriel Spark 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. SEPTEMBER 2001 DAUÐINN er daglegur gestur í fjölmiðlum. Í Ríkisútvarpinu, Rás eitt, eru lesnar dánar- og jarðarfaratilkynningar þrisvar á dag. Í hvert sinn er dauðastefið leikið, fyrirboði þess sem bíður hlustenda næst á dagskránni og seinna í lífinu. Stefið er stutt og merkilega yfirlæt- islaust og hefur nýlega verið endurútsett (hljómsveitin Sigur Rós gerði það ódauðlegt í bíómyndinni Englum alheimsins). Lestur til- kynninganna er hægur og vandað til hans, greinilegt er að tillit er tekið til syrgjenda og aðgát höfð í nærveru sálar. Rödd þularins er full hluttekningar og þagnir á réttum stöðum. Fyrir syrgjendur boðar lesturinn kaldan raun- veruleikann sem erfitt er að horfast í augu við, lát ástvinar er opinber og óumflýjanleg stað- reynd. Lestur dánarfregna og jarðarfaratil- kynninga er séríslenskt fyrirbrigði og vafa- laust tilkomið af smæð þjóðarinnar, allir þekkja alla og samhryggjast hver öðrum á erf- iðum stundum. Í íslenskum ljósvakamiðlum er sagt frá því með tilhlýðilegri virðingu og látbragði þegar merkur maður deyr. Sama gildir ef slys ber að höndum, nöfn hinna látnu eru ekki birt fyrr en tryggt hefur verið að náðst hafi í aðstand- endur. Yfirleitt einkennir fagmannleg nær- gætni og samúð fréttaflutning af þessu tagi. Myndum af slysstað og öllum viðbúnaði er að jafnaði í hóf stillt hér á landi og æsifréttir líð- ast ekki, hvorki í sjónvarpi, útvarpi né dag- blöðum. En eftir því sem fjarlægðin er meiri við dauðann eykst nærsýni íslenskra áhorf- enda. Það snertir þá meira að óviðkomandi maður deyr í bílslysi í Kömbunum en að hópur Indverja brenni inni. Við tökum ekki í mál að brak bílsins sé sýnt í fréttunum en horfum þess í stað lítt snortin á eldtungurnar umlykja Indverjana. Mannskæð slys í útlöndum kalla alltaf á frétt um hvort einhverjir Íslendingar hafi verið þar á meðal og þakka menn auðvitað sínum sæla þegar svo er ekki. Setningar eins og „tugir fórust“ eða „hundruða manna er saknað“ hafa lítil áhrif þegar fréttin á við at- burði erlendis enda nánast daglegt brauð. En þegar atburðirnir snúa að okkur sjálfum sýn- um við þá meðlíðun sem í okkur býr og nægir að nefna samhug í verki eftir náttúruhamfar- irnar á Súðavík og Flateyri. Mannfallið í Bandaríkjunum á dögunum er bæði óraunverulegt og fjarstæðukennt en nú erum við sem bergnumin enda harmleikurinn steinsnar frá túngarðinum. Í fréttatímum þar- lendra sjónvarpsstöðva er veitt leiftursýn inn í sorg fólks og ráðleysi þegar tekið er átak- anlegt viðtal við syrgjanda, birt myndskeið af grátandi fólki við minningarathöfn, margend- urtekin skilaboð af símsvara frá örvinglaðri manneskju nokkrum sekúndum áður en hún fórst og birt mynd af heimilisföður sem hringdi fjórum sinnum úr einni af farþegaþot- unum sem notaðar voru í hryðjuverkunum. Þetta eru bandarískar fréttir fyrir bandaríska þjóð en við Íslendingar eigum ekki að venjast svona nálgun og venjumst henni vonandi aldr- ei. Við erum meira fyrir að byrgja sorgina inni og harka af okkur. Aðstandendum látinna ást- vina og öðrum fjölmiðlaneytendum á Íslandi er oftast sýnd tillitssemi – ef til vill er tillits- semin sveipuð þögn, viðkvæmni og feimni um of og hún römmuð inn af hinu eintóna útvarps- stefi dauðans – en borin er djúp virðing fyrir sorginni og hún er ekki fréttamatur í sjálfri sér. Við veitum sorginni útrás með séríslensk- um hætti: í minningagreinunum. FJÖLMIÐLAR S T E I N U N N I N G A Ó T TA R S D Ó T T I R HUGLEIÐING UM STEF DAUÐANS Mannfallið í Bandaríkjunum á dögunum er bæði óraunveru- legt og fjarstæðukennt en nú erum við sem bergnumin enda harmleikurinn steinsnar frá túngarðinum. FJÖLMENNING á Íslandi er líka hluti af hnattvæðingarferlinu. Ís- lendingar standa nú á tímamótum því þær samfélagslegu breytingar sem þessum nýja veruleika fylgja hljóta að knýja á um að skilgrein- ingar á því hvað getur talist íslenskt og hvað það þýðir að vera Íslend- ingur séu teknar til gagngerrar end- urskoðunar. Við getum lært af öðr- um um mikilvægi þess að virða margsleitni hvort heldur málfars- lega, menningarlega eða þá sem snýr að líkamlegu útliti fólks. Ef við ætlum ekki að horfa upp á kyn- þáttaátök og önnur samfélagsleg átök tengd samskiptum innfæddra og innflytjenda, er okkur nauðsyn- legt að víkka út skilgreiningar okkar á því hvernig við drögum þessi mörk um þjóðina og þjóðarímynd- ina. Þá reynir e.t.v. á hvort vegur þyngra, ástin á lýðræðinu eða ástin á hreinleikanum. Hallfríður Þórarinsdóttir Kistan www.kistan.is Um formbyltingu Skáldsaga Guðbergs Bergssonar, Tómas Jónsson. Metsölubók, vakti mikla athygli á haustmánuðum árs- ins 1966. Töldu margir að hún hefði hrundið af stað formbyltingu í ís- lenskri skáldsagnagerð því nýstár- leg bylgja fór um íslenskan bók- menntaheim á næstu árum. [...] Ekki er ástæða til að leggja of mikla áherslu á eitt rit í þessu samhengi; hugmyndir um bókmenntalegt upp- haf, byltingu, algjör umskipti og skýrar andstæður eru reistar á veik- um stoðum. Höfum í huga að mód- ernismi í sagnagerð hafði verið hluti af íslenskri bókmenntareynslu frá því Bréf til Láru og Vefarinn mikli frá Kasmír komu út. Verk eins og Gresj- ur guðdómsins eftir Jóhann Pét- ursson (1948), Gangrimlahjólið eft- ir Loft Guðmundsson (1958) og sögur Steinars Sigurjónssonar, svo sem Ástarsaga (1958), flokkast auk þess undir nýstefnu, bylting- artilraunir, eins og seinna getur. Þessi verk ólu hins vegar ekki af sér virkan hugmyndaheim því nýstefna verður ekki að „viðmiði, virku sam- felldu afli, fyrr en eftir miðjan sjö- unda áratuginn“. Þá fyrst skapast rétt útgáfu- og umræðuskilyrði, löngu seinna en í nálægum löndum, meira en áratug eftir að svipuð bylgja gekk yfir íslenska ljóða- og smásagnagerð. Matthías Viðar Sæmundsson Kistan www.kistan.is MÖRK ÞJÓÐAR Morgunblaðið/Sigurður Jökull Þeim var ekki skapað nema skilja. IListasafn Einars Jónssonar var vígt á Jóns-messu árið 1923 og hefur stundum verið kallað fyrsta íslenska listasafnið. Í vissum skilningi mætti einnig kalla Einar fyrsta íslenska lista- manninn. Með byggingu listasafns hans á Skóla- vörðuholti í þrengingunum í og eftir fyrra stríð var þjóðin „að koma sér upp“ opinberum lista- manni. Þetta var liður í því að skapa sjálfsmynd fullburða þjóðar; sjálfstæð þjóð varð að eiga listamann, þjóðarlistamann. IIHugmyndin var í raun sú sama og á bak viðþjóðskáld nítjándu aldarinnar; í verkum þeirra fólst kjarni íslenskrar menningar og á henni hlaut vitund sjálfstæðrar þjóðar að byggj- ast. Munurinn felst í byggingunni sem þjóðin sameinaðist um að reisa um listamanninn sinn; hún var fyrsti vísirinn að hinni opinberu ís- lensku list, liststofnuninni sem menningarlegt sjálfstæði þjóðarinnar átti síðan að byggjast á. IIIEinar Jónsson bauðst til þess að gefa ís-lensku þjóðinni verk sín árið 1909 með því skilyrði að þau yrðu flutt heim frá Danmörku og varðveitt í viðunandi byggingu af ríkinu. Skort- ur á húsnæði og fé varð til þess að boðinu var ekki tekið fyrr en árið 1914. Lagði Alþingi 10.000 krónur í byggingarsjóð þrátt fyrir að þröngt væri í búi. Sú upphæð nægði þó engan veginn og var efnt til almennrar fjársöfnunar þar sem saman náðust önnur 20.000. Þjóðin virtist á einu máli um mikilvægi þessarar bygg- ingar. IVEinari var boðið að reisa húsið á lóðinniþar sem Þjóðleikhúsið stendur nú en því hafnaði hann. Hann valdi frekar að reisa það á sunnanverðri Skólavörðuhæð sem þá var eyði- holt í útjaðri bæjarins. Vakti það hneykslun með- al bæjarbúa sem töldu að fáir myndu rata í safnið á þessum stað. En Einar horfði til fram- tíðar og á Skólavörðuhæð sá hann fyrir sér hjarta höfuðborgar hins fullvalda ríkis. Gerði hann uppdrátt að háskóla og stúdentaheimili sem þar átti að rísa ásamt listasafni hans. Sjálf- ur er Einar talinn hafa hannað safnbygginguna þótt Guðjón Samúelsson hafi áritað teikninguna. Teikning sem Guðjón sendi bæjaryfirvöldum vor- ið 1916 sýnir hugmynd að skipulagi opinberra bygginga á holtinu; þar er Listasafn Einars Jóns- sonar, kirkja með háum turni, bygging fyrir þjóð- minja-, náttúrugripa- og málverkasafn og að auki „borgarhlið“. Þarna átti að rísa Akrópólis Reykjavíkur. VÍ raun mætti líta á safnbygginguna sem einnaf skúlptúrum Einars. Hún rís upp af háum og miklum stalli líkt og höggmynd. Innandyra er auk safnrýmisins íbúð Einars og konu hans, Önnu Marie Jörgensen. Ljóst má vera af þrengsl- unum í henni og óhentugu skipulagi að Einar hefur í hönnun sinni fyrst og fremst hugsað um ytra lag byggingarinnar og aðstöðu listasafnsins. Í formi og innréttingum byggingarinnar má einnig finna ýmsar vísanir í algeng þemu lista- mannsins sem tengjast goðsögnum og náttúru landsins. Þannig er húsið og staðsetning þess táknmynd þeirra hugmynda sem þjóðin gerði sér um íslenska menningu í byrjun síðustu aldar. NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.