Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2001, Side 10

Lesbók Morgunblaðsins - 22.09.2001, Side 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. SEPTEMBER 2001 U MHIRÐA okkar Íslendinga um byggingarsögulegan arf þjóðarinnar er, sem kunn- ugt er, ekki alltaf til fyrir- myndar. Nýlega fréttist af sorglegu dæmi austur á Laugarvatni þar sem tvö hús eftir Guðjón Sam- úelsson höfðu fengið að grotna niður í friði og spekt uns ekki lá annað fyrir en senda jarðýtu á draslið og moka því burt. En þetta er því miður ekkert einsdæmi: Fjalakötturinn við Aðal- stræti, eitt af merkustu húsum íslenskrar menningarsögu, hlaut til dæmis sams konar ör- lög fyrir fáeinum árum. Það er hætt við að skrá yfir allar þær syndir, sem hér hafa verið drýgð- ar af þessu tagi, yrði óþægilega löng áður en allt væri upp talið – og yrði þó trúlega seint allt upp talið, svo engu mætti við bæta. Ef staðið er á Austurvelli, í hjarta höfuð- borgarinnar, er fátt eftir sem minnir á hina hlý- legu timburhúsabyggð í Reykjavík aldamót- anna. Það er ekki annað en hús Kristjáns Ó. Þorgrímssonar, kaupmanns og leikara, vestan við Alþingishúsið, og framhliðin á gamla Kvennaskólahúsinu, Thorvaldsensstræti 2, sem hýsti síðar skrifstofur Sjálfstæðisflokksins og nefndist þá í almennu tali Sjálfstæðishúsið. Og nú er spurt hvað eigi að verða um það hús. Síðasti eigandi þess, Síminn hf., hefur sem sé selt það ásamt öðrum fasteignum sínum við Austurvöll verktakafyrirtæki sem er ekki vitað hvaða áform hefur uppi um húsið. Hin gamla framhlið þess, sem var endurgerð fyrir nokkr- um árum, er að vísu vernduð, en að öðru leyti munu nýir eigendur geta gert þarna nokkurn veginn það sem þeim sýnist. Hús þetta var upphaflega reist árið 1878 af hjónunum Páli og Thoru Melsted, stofnanda og fyrsta skólastjóra Kvennaskólans í Reykjavík. Þetta var tvílyft timburhús á hlöðnum stein- kjallara. Var það sá merki maður, Helgi Helga- son trésmiður, sem teiknaði húsið og smíðaði, en með tilkomu hans, segir Hörður Ágústsson í riti sínu Íslensk byggingararfleifð, „öðlaðist hinn klassíski stíll á timburhúsaöld fullan þroska“.1 Er húsið talið af fróðum mönnum eitt glæsilegasta verk Helga ásamt Amtmannshús- inu við Amtmannsstíg sem var því miður rifið fyrir nokkrum áratugum. Forhlið Kvenna- skólahússins er því tvímælalaust einn af dýr- gripum íslenskrar byggingarsögu. Um sögu þessa húss skal hér að öðru leyti ekki orðlengt þó að hún sé áhugaverð. Kvenna- skólinn var rekinn þar til 1908, er hann flutti í bygginguna við Fríkirkjustræti, og skömmu síðar komst það í eigu Hallgríms Benedikts- sonar stórkaupmanns, föður Geirs forsætisráð- herra.2 Mun Geir fæddur í húsinu. Árið 1941 keypti Sjálfstæðisflokkurinn það sem fyrr seg- ir og var því í kjölfarið breytt mikið, m.a. múr- húðað að utan. Þarna voru skrifstofur flokksins í u.þ.b. þrjátíu ár, eða þangað til Landssíminn eignaðist húsið.3 Árið 1945 var byggður samkomusalur vestan við húsið, teiknaður af arkitektunum Herði Bjarnasyni og Gunnlaugi Pálssyni. Þar hélt flokkurinn fundi og samkomur, jafnframt því sem hann rak veitinga- og skemmtanastarf- semi til ársins 1963.4 Var húsið eftir það rekið undir heitinu Sigtún. Dansgólf var í salnum og leiksvið, að vísu fremur grunnt en gerði þó sitt gagn. Það er framtíð þessa salar sem er mönnum nú nokkurt áhyggjuefni. Hann er enn að tals- verðu leyti í upphaflegri mynd, en eitt aðal- einkenni hans eru breiðir hliðarpallar þar sem setið var við borð. Mun sú skipan ekki hafa ver- ið öllum að skapi á sínum tíma; a.m.k. var haft eftir þekktri gleðskaparkonu í bænum að það væri bara hvergi hægt að bora þarna í nefið á sér, svo að ekki sæist um allt hús! Ef gamlar ljósmyndir úr salnum eru skoðaðar og þær bornar saman við útlit hans í dag, sést að nokkrar breytingar hafa verið gerðar á honum, settar í hann skrautþiljur og járnflúruð hand- rið á hluta hliðarpallanna, einkum í fremri hlut- anum. Þar hafa plötur úr sandblásnu gleri með upplýstum dýramyndum, sem í upphafi voru meðfram öllum hliðarpöllunum og eitt helsta skraut salarins, orðið að víkja fyrir járnflúrinu, en eru þó enn góðu heilli í innri hlutanum. Þá hefur pallurinn norðanmegin í húsinu verið stækkaður út á dansgólfið í fremri hlutanum. Naumast verður sagt að mikill fegurðarauki sé að viðbótunum þó að sú hafi ugglaust verið ætl- un þeirra sem að þeim stóðu. Hef ég ekki kom- ist nákvæmlega að því hvenær salnum var breytt og lumi einhverjir, sem þennan pistil lesa, á vitneskju um það eða annað sem sögu hans varðar, væri hún að sjálfsögðu vel þegin. En vart er ólíklega til getið að breytingarnar hafi verið gerðar í kjölfar fyrrnefndra um- skipta í veitingarekstri og séu því tengdar Sig- túns-tímanum í sögu hússins. Ekki sýnist leikmanni í fljótu bragði að það myndi neitt stórvirki að færa salinn í uppruna- legt horf og ekkert álitamál að þannig nyti hann sín á allan hátt betur. Hinar gömlu mynd- ir sýna að hann hefur verið stílhreinn og lát- laus, vísast full látlaus fyrir smekk þeirra sem á eftir komu. En smekkur og tíska eru, sem kunnugt er, ekki fastar stærðir, og við erum ekki svo auðug að samkomusölum frá miðbiki síðustu aldar að ekki væri nokkru til þess kost- andi að eiga salinn eins og hann var frá hendi höfundanna. Megingildi hans hlýtur þó að teljast menn- ingarsögulegt, ekki síst leiklistarsögulegt, því að mikið var jafnan leikið á sviði hans. Þarna fór í raun og veru fram síðasti kafli þess blóma- skeiðs sem reykvísk revía átti um miðja öldina og þarna stóðu á sviðinu meistarar eins og Har- aldur Á. Sigurðsson og Alfred Andrésson auk margra annarra, þ.á m. erlendra listamanna, misgóðra eins og gengur, sem fyrirtæki þeirra Haralds og Alfreds, Bláa stjarnan, fékk til landsins. Má víst segja að þessi kafli hafi byrj- að þegar árið 1947 er Fjalakötturinn, fyrirtæki Haralds Á. og Indriða Waages, sem hafði fram að því sýnt í Iðnó, hafði þar eina af síðustu sýn- ingum sínum, revíuna „Vertu bara kátur!“5 Sýningar Bláu stjörnunnar voru hins vegar meir í kabarett-stíl, blanda sjálfstæðra atriða af ýmsu tagi en ekki samfelld leikrit eins og hjá Fjalakettinum og þar áður Reykjavíkurannál. Rýmið leyfir ekki að hér verði farið miklu nánar út í þessa sögu, enda er hún að mestu leyti óskráð, þó að margir séu enn uppi sem eiga frá henni lifandi minningar. Bláa stjarnan leið undir lok 1952 og andlát Alfreds Andrés- sonar, eins snjallasta og ástsælasta gamanleik- ara okkar, langt fyrir aldur fram árið 1955 var þungt áfall fyrir þessa grein leiklistarinnar. En „showið“ hélt auðvitað áfram: Haraldur Á. tók upp þráðinn skömmu síðar í samvinnu við Guð- mund Sigurðsson og voru þeir að til 1958, að því er heimildir greina. Segir Páll Baldvin Baldvinsson í ritgerð sinni um reykvískar rev- íur að sýningar þeirra hafi fengið ágæta aðsókn en miðlungi góða dóma gagnrýnenda.6 Þá komu leikhúsmenn af yngri kynslóð nokkuð við sögu, þ.á m. Flosi Ólafsson með revíuna Sunn- an sex eftir Jökul Jakobsson sem var þá að stíga sín fyrstu skref á braut leikskáldsins. Reyndar vildi Jökull ekki gangast opinberlega við þessu höfundarverki og kallaði sig Jón snara, en almennt munu menn þó hafa vitað hver sá var. En það kom einnig fyrir að menn réðust í flutning veigameiri bókmennta í Sjálfstæðis- húsinu. T.d. réð Heimdallur, félag ungra sjálf- stæðismanna, Einar Pálsson, leikara og leik- stjóra, til að halda uppi metnaðarfullu leikstarfi sumarið 1955 og eru nýlega komin fram fróðleg gögn frá því sem vonandi gefst tækifæri til að segja nánar frá innan tíðar. Þá var húsið ætíð eftirsótt af skólum og nemendafélögum og er undirrituðum minnisstætt er hann lék þar í skólasýningu vorið 1970 í leikþætti sem var skopstæling á Tsjekhov, eða öllu heldur hinni þyngslalegu leikhefð sem lengi loddi við leiki Tsjekhovs. Hann var því einn hinna síðustu sem fengu að stíga á þetta svið, því að eftir að húsið komst í eigu Landssímans var því breytt í mötuneyti og lokað fyrir allar leikiðkanir. Stundum sýndi skólafólkið óvænt frumkvæði, eins og þegar MR-ingar fluttu Kennslustund- ina eftir Ionesco snemma árs 1959 og telur Heimir Þorleifsson í söguriti sínu um Mennta- skólann í Reykjavík það vera frumflutning á verki eftir þennan meistara absúrdleikhússins á Íslandi.7 Ionesco var þá að sjálfsögðu nýjasta nýtt í leikhúsheiminum, en aðalleikhús Íslend- inga, Þjóðleikhúsið og LR, höfðu ekki enn kom- ið því í verk að kynna hann. Þannig getur margt skemmtilegt tínst til þegar farið er að hnýsast í sögu gamals leiksalar, og er þó víst að öll kurl eru ekki komin til grafar. Á liðnu vori voru stofnuð í Reykjavík samtök um að koma upp leikminjasafni á Íslandi. Að þessum samtökum standa öll helstu leikhús okkar, stéttarfélög og samtök. Sjálfstæðis- hússalurinn er dæmi um leiksögulegar minjar sem þessi samtök láta sig varða. Ekki hafa samtökin náð að koma upp föstu húsnæði fyrir safnið, sem hefur reyndar ekki enn verið stofn- að formlega, en vissulega er gamla Sjálfstæð- ishúsið við Austurvöll eitt þeirra húsa sem þau hafa litið hýru auga sökum leiksögulegrar for- tíðar þess. En ekki munu miklar líkur til að það verði gert að safnhúsi í bráð, því að nú er ætl- unin að koma þar á ný upp skemmtistað sem mér er ekki fyllilega ljóst hvers eðlis verður. Hvaða óskir hafa þá Samtök um leikminja- safn varðandi þetta hús nú? Þær eru í rauninni ekki nema tvær. Í fyrsta lagi að engar breyt- ingar verði gerðar á salnum svo róttækar að ekki megi tiltölulega auðveldlega færa hann aftur í þá mynd sem hann hafði á meðan leik- listin blómstraði þar. Leiklistin er alltaf sam- ofin því rými sem hún fer fram í og þess vegna eru húsakynni hennar dýrmætar sögulegar heimildir, engu ómerkari en t.d. ljósmyndir eða rituð gögn. Í öðru lagi er það ósk okkar, sem erum í forsvari samtakanna, að eitthvað verði í húsinu sem minni þá, sem þangað leggja leið sína, á sögu þess. Svo dæmi sé tekið er mikið til af ljósmyndum úr sýningum Bláu stjörnunnar í fórum afkomenda þeirra Alfreds Andréssonar og Haralds Á. Sigurðssonar, og er það eitt af fjölmörgum, óunnum verkefnum leikminja- safnsins tilvonandi að skrá þær og koma í trygga varðveislu. Sýnishorn þessara mynda, og jafnvel úrval gripa sem tengdust Bláu stjörnunni og enn eru til, ættu að sóma sér vel í húsinu. T.d. væri afar skemmtilegt ef komið yrði upp fastri sýningu í fremri hluta þess, Kvennaskólahúsinu gamla, og væru Samtök um leikminjasafn að sjálfsögðu meira en fús til að aðstoða við gerð hennar. Húsakostur sá, sem hýsti leikstarfsemi í Reykjavík á síðari helmingi nítjándu aldar, er annaðhvort allur horfinn eða rækilega um- breyttur (s.s. Langaloftið á annarri hæð Menntaskólahússins gamla þar sem skóla- sveinar léku). Þetta á við um húsið, sem stóð á lóð Herkastalans og Sigurður málari og félagar hans störfuðu í, Glasgow við Vesturgötu, Gúttó við Tjörnina og Fjalaköttinn þar sem var fyrsti sérbyggði leikhússalur höfuðstaðarins. Undan- tekning er að sjálfsögðu salurinn í Iðnó, sem er frá 1897 og yngstur nefndra leiksala, en hann hefur, eins og allir vita, verið endurgerður af slíkri natni og smekkvísi að til sannrar fyrir- myndar er. Þá hefur sumu frá síðustu öld verið umturnað gróflega, s.s. sal Austurbæjarbíós þar sem löngum var mikið leikið. Jafnvel sjálf- ur aðalsalur Þjóðleikhússins hefur ekki sloppið við umbyltingar sem voru að dómi undirritaðs mjög misráðnar og skiluðu hvorki betri sal né betra leikhúsi. Gamli Sjálfstæðishússalurinn er eitt af því fáa sem við eigum enn og tengir okkur beint við athafnir þeirrar kynslóðar sem náði þeim merka áfanga að hefja íslenska leiklistarvið- leitni yfir á stig atvinnumennsku. Við höfum ekki ráð á að farga honum. Heimildir: 1) Sjá Hörður Ágústsson, Íslensk byggingararfleifð I, Ágrip af húsagerðarsögu 1750–1940 (1978), bls. 140. 2) Upplýsingar um sögu hússins eru hér einkum sóttar í rit þeirra Guðmundar Ingólfssonar, Guðnýjar Gerðar Gunnarsdóttur og Hjörleifs Stefánssonar, Kvosin, Bygg- ingarsaga Miðbæjar Reykjavíkur (1987). Sjá Kvosin, bls. 174. Sjá einnig Páll Líndal, Reykjavík – Sögustaður við Sund, 3. bd. (Reykjavík 1988), bls. 112. 3) Heimildum ber ekki nákvæmlega saman um það hve- nær Sjálfstæðisflokkurinn hafi selt húsið. Páll Líndal segir Landssímann hafa keypt húsið árið 1968 (sjá Páll Líndal, bls. 112), en í riti Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, Sjálfstæðisflokkurinn í 60 ár (1989), segir að flokkurinn hafi selt það 1971. 4) Sjá Hannes Hólmsteinn Gissurarson, bls. 45. 5) Sjá Páll Baldvin Baldvinsson, Revíur í Reykjavík (Skírnir 1980), bls. 114. 6) Sjá Páll Baldvin Baldvinsson, bls. 115. 7) Sjá Sögu Menntaskólans í Reykjavík eftir Heimi Þor- leifsson (Rvík 1984), IV. bindi, bls. 88. Mikil aðsókn að Sjálfstæðishúsinu, kannski ný revía eða einhver fræg stjarna að utan. SALUR SEM BER AÐ VARÐVEITA Alfred Andrésson og Haraldur Á. Sigurðsson í banastuði. Salurinn árið 1947. Hann hefur hér verið skreyttur í tilefni af fimmtíu ára afmælinu. Höfundur er ritari Samtaka um leikminjasafn. E F T I R J Ó N V I Ð A R J Ó N S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.