Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.2002, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.2002, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. MAÍ 2002 3 A F HVERJU fær maður aldrei almennileg epli nú til dags? segi ég um leið og ég teygi mig í marmel- aðikrukkuna. – Veistu hvað? segir konan mín og er risin á fætur, búin að þurrka sér um munninn og smella kossi á ennið á mér. Ég er að hugsa um að fara að versla. Og áður en ég hef ráðrúm til að laga mig að þessum snöggu umskiptum í miðju morg- unverðarborðhaldinu er hún komin í kápuna og horfin út um dyrnar með innkaupa- töskuna í hendinni. Það er ekki fyrr en ég heyri bílhurðinni skellt að það rennur upp fyrir mér. Henni hefur enn einu sinni tekist að snúa á mig. Ég styn þreytulega og smyr marmelaðinu gætilega á léttristaða heil- hveitibrauðsneiðina. En þetta með eplin. Ég get varla ímyndað mér neitt skemmtilegra en taka þennan merkilega ávöxt til umræðu. Maður skyldi halda að það væri ekki ofverkið sumra að taka þátt í smá skoðanaskiptum um þetta mál í nokkrar mínútur á meðan verið er að ljúka borðhaldinu. Nei, nei, ekki til að tala um, bara rokið burt á svipstundu. Ég hristi höfuðið um leið og ég smjatta á brauðinu og fæ mér sopa af eðalkakóinu frá Kaaber. Ég var reyndar einu sinni búinn að króa hana af og ákveða að taka rækilega fyrir þetta taktleysi hennar, leiða henni fyrir sjón- ir að það gæti varla gert henni mikið mein að taka örlítinn þátt í þessu áhugamáli mínu, já sýna bara ofboð lítinn lit. Við hefðum jú viss- ar skyldur gagnvart hvort öðru. Tók ég til dæmis ekki þátt í að...? Ja, það var sama. En ég var ekki nema rétt byrjaður að flytja mál mitt þegar þessi líka sárs- aukasvipur framkallaðist í andliti hennar og svei mér þá ef hún var ekki við það að bresta í grát. Mér féll allur ketill í eld. Þetta var kannski slæmi dagurinn hennar. Eitthvað hafði komið fyrir í vinnunni, sem hún var ekki enn tilbúin að ræða. Eða þá að hún hafði einfaldlega bráðaofnæmi fyrir hljóðsamsetn- ingunni e-p-l. Það er óneitanlega dálítið kind- ug samsetning þegar maður tengir saman þessi þrjú hljóð. Ég snarhætti við allt saman. Sló þessu upp í grín, kjaftaði mig út úr því með einhverri sögu um mann sem varð fyrir ávaxtabíl og á endanum var hún farin að skellihlæja. Svo ég sneri mér bara til vina og kunn- ingja í staðinn. En það er svo skrýtið að mér finnst aldrei neitt fútt í þeirri umræðu. Ég fæ hreint ekki nein viðbrögð að gagni. Fólk kinkar kolli, jánkar, geispar, lítur á klukk- una, kemur sér í yfirhafnir og er farið að ná í barnið sitt á leikskólann. Það er annars ótrúlegt hve fólk er upp til hópa sljótt fyrir umhverfi sínu og því sem það lætur ofan í sig. Maður skyldi halda að því stæði nákvæmlega á sama hvort það gef- ur barninu sínu eitur eða holl næringarefni. Ég segi eitur! Því það er hrein og bein sví- virða hvernig búið er að fara með eplin, þennan dásamlega ávöxt sem skaparinn ætl- aði mönnum og skepnum til yndisauka og allra bestrar næringar. Að pína þau upp á methraða með alls konar kemískum aðferð- um, úða og sprauta með skordýraeitri og gerviefnum og geisla svo allt heila klabbið í lokin. Og öllum stendur á sama. Menn troða þessu bara í sig umhugsunarlaust, þótt hvorki finnist vottur af bragði né ilmi. Ég veit satt að segja ekki hvað ég hefði tekið til bragðs hefði ég ekki hitt konuna. Ég stend sem oftar við ávaxtaborðið og virði fyrir mér með flökurleika óhugnan- legan gerviglampann á þessum rauðleitu, út- tútnuðu boltum sem vel hefðu getað verið úr plasti. Ætluðu menn virkilega að láta þetta viðgangast? Fyrirfannst engin manneskja með óbrenglaða samvisku sem stæði loks upp og mótmælti þessum helgispjöllum? – Það er synd með blessuð eplin. Ég hrekk við og lít í kringum mig. Þetta er lágvaxin kona á miðjum aldri með fínlega andlitsdrætti og milt augnaráð. Hún horfir ýmist á mig eða plasteplin. – Ha, hvað áttu við? spyr ég andstuttur. – Ég á bara við að maður fær aldrei nein epli lengur sem hægt er að leggja sér til munns. Það er ljúfsár angurværð í svipnum og ég heyri nú að hún er með svolítinn hreim. – Ekki eins og í gamla daga, heldur hún áfram. Þegar maður kom út á morgnana og tók þau upp úr grasinu, ilmandi og fag- urrauð. Þau bráðnuðu á tungunni, safinn rann um allan líkamann og út í hverja taug og það var fuglasöngur, sólskin og flugnasuð. Náttúran tók sér bólfestu innra með manni og lífið bar í sér undursamleg fyrirheit. Ég stend eins og bergnuminn og stari op- inmynntur á þessa nettu konu sem tekur upp appelsínu og vegur í lófa sér. – Já, ég er fædd og alin upp í Þýskalandi, segir hún svolítið afsakandi. Mér finnst vera heil öld síðan ég hef smakkað epli. Svipur hennar harðnar skyndilega þegar hún bandar hendinni í átt að plastkúlunum. Þetta eru ekki epli, segir hún. Þessir hnullungar hafa verið geymdir árum saman í risastórum vöruskemmum á meginlandinu áður en þeir koma til okkar. Þau geta víst haldið þessu út- liti marga áratugi við rétt hitastig. Það gerir geislunin. Harkan hverfur úr svipnum og dapurleiki kemur í staðinn. – Mig dreymir oft að ég gangi berfætt út í grasið að morgunlagi þegar sólin er að byrja að verma laufin, beygi mig niður og taki upp eitt af gömlu eplunum. En um leið og ég ber það að munninum sé ég að það er skemmt. Ég sé ekki betur en að tár glitri á hvörmum hennar. Ég stíg eitt skref í áttina til hennar og lyfti handleggjunum. Áreynslulaust föll- umst við í faðma. Í LEIT AÐ LIÐINNI TÍÐ E Y S T E I N N B J Ö R N S S O N e y s t b @ i s m e n n t . i s RABB GEIRLAUGUR MAGNÚSSON KATTLEIKUR þegar villikettirnir og borgarkettirnir hafa gert með sér bandalag um að elska og svíkja með atlotum atlæti og aðförum þegar draumar þínir koma blíðmálgir sléttgreiddir og kattþvegnir þegar rottuholan er orðin þitt eina athvarf þá dugar ekki að taka til að brýna klærnar fyrir margtlöngu orðinn flæktur í snöru veiðiháranna og leikurinn er að hefjast þeir prúðbúnu hafa strokið feldinn snyrt kampana og gefið í samskotabaukinn rétt fyrir herkostnaði brotabrot af herkostnaði og nú skaltu fram á leikvanginn nú verður þér fagnað í fyrsta og hinsta sinn Úr ljóðabókinni Nýund (útg. 2000), sem er 14. bók höfundar af frumortum og þýddum ljóðum.FORSÍÐUMYNDIN er hluti ljósmyndarinnar Grátandi tvíburar, Middlesboro, Kentucky, 1988, eftir Mary Ellen Mark. Þetta er ein myndanna á sýningu hennar American Odyssey á Kjarvalsstöðum, en hún er hluti af Listahátíð í Reykjavík. Andrew Vachss hefur vakið sívaxandi athygli fyrir óvægn- ar skáldsögur sínar um kynferðislegt of- beldi og misnotkun. Björn Þór Vilhjálmsson segir frá þessum umdeilda höfundi. Hönnun húsgagna var í öndvegi á alþjóðlegu húsgagna- hönnunarsýningunni í Mílanó. Ásdís Ólafsdóttir gekk um sýninguna og skoð- aði hvað ber hæst. Árbók Ferðafélags Íslands 2002 er væntanleg á næstu vikum. Hjörleifur Guttormsson er höfundur bókarinnar og birtur er hluti úr kafla um Stöðvarfjörð. Tucurui-virkjunin í Brasilíu hefur verið áhyggjuefni umhverf- issinna. Jónas Bjarnason fjallar um stækk- unaráform Brasilíumanna og umhverfis- áhrifin sem slíkt myndi valda. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 2 1 . T Ö L U B L A Ð - 7 7 . Á R G A N G U R EFNI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.