Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.2002, Page 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. MAÍ 2002
B
RAZILÍA er ævintýraland á
mörkum auðlegðar og fátækt-
ar, fjölbreytts lífríkis og meng-
unar. Flestar fréttir sem berast
þaðan eru mjög athyglisverðar
fyrir margra hluta sakir. Land-
ið býr yfir stærsta frumskógi
jarðar og jafnframt stærsta
vatnasviðinu. Amazon-svæðið hefur verið kall-
að heimsins stærsta kolanáma á yfirborði jarð-
ar, en sú lýsing felur í sér mótsagnir. Ann-
arsvegar er um að ræða eina mestu gullkistu
jarðar, sem hefur ótrúlegt verndargildi, bæði
sem „lungu“ jarðar vegna kolefnisjafnvægis í
andrúmsloftinu og sem vistkerfi lífs, dýra og
plantna. Hinsvegar líta einnig margir til svæð-
isins sem uppsprettu auðlegðar fyrir íbúa
landsins með nýtingu trjánna til orkuvinnslu
eða málmbræðslu svo og til virkjunar vatns-
falla; hvort tveggja virðist rýra auðlegð lands-
ins varanlega og helstu náttúruverndarsamtök
um heim allan berjast ákaft með innlendum
þolendum gegn frekari röskun og fyrir tjóna-
bótum. Þeir sem lifa í fátækt og við skort þekk-
ingar hljóta að gefa lítið fyrir torskiljanleg rök
einhverra útlendinga, sem ferðast á milli ráð-
stefna um umhverfismál og loftslagsbreyting-
ar.
Tucurui-virkjunin
Suðurhluti Brazilíu er fjöllótt land sem og
útjaðrar landsins við landamæri flestra hinna
10 nágrannaríkja. Árið 1984 var Tucurui-virkj-
unin, fimmta stærsta vatnsaflsstöð í heimi,
vígð en hún er í fljótinu Tocantins, sem er mið-
lægt í landinu á Amazon-svæðinu og rennur í
norðaustur til sjávar ásamt þveránni Araguaia
skammt fyrir sunnan mynni Amazon-árinnar.
Nafnið Tucurui er dregið af bæ sem var þar
sem virkjunin reis. Myndað var uppistöðulón
sem er á stærð við Sikiley. Virkjunin er nú
4.200 MW, en stækkun lónsins er í undirbún-
ingi svo og aukin stjórnun vatnsrennslis sem
tvöfalda aflið. Segja má að stöðin verði þá um
tíu sinnum öflugri en allt afl Þjórsár með sex
virkjunum, vegalengdir árrennslis eru einnig
tíu sinnum meiri en í Þjórsá, lengsta fljóti Ís-
lands. Áform eru auk þess um að byggja 15
nýjar virkjanir í viðbót í þessu vatnakerfi, sem
verður þá miklu stærra en Frakkland eða um
10% af Brazilíu allri. Hér er um svimandi
stærðir að ræða og lítil furða að margan reki í
rogastans. Nú sem stendur fara 2⁄3 hlutar raf-
magnsins frá Tucurui til álbræðslu og er þá
ljóst, að þessi mál snerta Íslendinga vegna
framboðs og verðs á áli svo og virkjunarfor-
sendna í landinu. Ekki er vitað hversu mikið afl
verður í öllum áformuðum virkjunum þar, ef og
þegar þær verða að veruleika, en þar væri um
að ræða margföldun á núverandi afli.
Umræddar virkjanir og áætlanir um frekari
byggingar uppistöðulóna eru að því leyti
merkilegar, að rannsóknir eru nú gerðar á öll-
um afleiðingum umhverfisbreytinga sem fram-
takinu fylgja, en þær eru hrikalegar á hvaða
mælikvarða sem er; það er langt í það að öll
kurl séu komin til grafar í þessum efnum og
ljóst að fórnarkostnaðurinn, bæði sýnilegur og
dulinn, er gífurlegur. Nú eru vatnsaflsstöðvar í
landinu um 56.000 MW eða u.þ.b. 70 sinnum
öflugri en allt Þjórsársvæðið með sex virkj-
unum. Þeirra stærst er Itaipu-virkjunarkerfið
með risavöxnu uppistöðulóninu Represa de
Itaipu í Parana-héraði á landamærum við
Paragvæ. Ennfremur er Itaparica-virkjunar-
kerfið engin smásmíði á Brazilíu-hálendinu
norður af Rio. Vegna allra þessara mála er nú
talið, að um 100 þúsund manns séu á vergangi
að mestu leyti án bóta eða annarrar atvinnu.
Engin orkunýting er án afleiðinga
Tucurui-lónið hefur myndað 1.600 eyjar sem
standa upp úr því, en 40.000 manns urðu að yf-
irgefa svæðið og býr nú lítill hluti þeirra á eyj-
unum og stunda annaðhvort fiskveiðar eða
landbúnað, en fiskveiðarnar hafa rýrnað um
90% frá því sem áður var. Aðallega er um að
ræða indíánaættflokka, sem lifðu áður á veið-
um og smábúskap í landbúnaði með nýtingu
þess lands og skóga, sem nú eru komin undir
vatn. Flestir hafa einfaldlega orðið að hypja sig
og hafa fengið litlar bætur og mun minni en
þeim var lofað af ríkisfyrirtækinu Eletronorte,
sem byggði virkjunina. Aðeins tuttugasti hluti
fólksins hefur fengið atvinnu í því álveri sem
notar mestan hluta orkunnar; þó var málið há-
stemmt lofað sem stórkostlegur þróunaráfangi
í upphafi. Í raun vissi enginn fyrirfram hvað
gerast myndi áður en farið var af stað.
Vísindamenn við hinu opinberu Rannsókna-
stofnun Amazon-svæðisins telja nú að milli 7–
10 milljón tonn af kolefni í formi koltvíoxíðs og
metans gufi árlega upp úr lóninu vegna rotn-
unar trjánna og annars lífræns efnis sem nú er
undir vatni. Það er a.m.k. 15%, og sennilega
mun meira, af heildarlosun Brazilíu af gróð-
urhúsalofti (GHL), reyndar fyrir utan aðrar
skógareyðingar. Metan er mörgum sinnum
virkara GHL en koltvísýringur, en það mynd-
ast við loftfirrða rotnun (eutrophication)
trjánna sem og annars lífræns efnis, á sama
hátt og gerist í urðuðu sorpi Reykjavíkur. Það
er því ljóst að virkjunin er mjög óvistvæn, svo
ekki sé meira sagt, þótt virkjað sé vatnsfall, en
gróðurhúsaáhrif framtaksins er mörgum sinn-
um meira en í sambærilegri brennslu jarðefna-
eldsneytis til rafmagnsframleiðslu sem fer til
álbræðslu; á heimsvísu er þetta því mjög vond
aðferð sem ætti að verða víti til varnaðar. Þessi
framleiðslukostur er því sá versti, sem unnt er
að hugsa sér út frá hnattrænum sjónarmiðum
varðandi andrúmsloft og vistkerfi heimsins
alls. Einstakir vísindamenn tala um stóráfall í
umhverfismálum.
Það virðist nú einsætt, að fyrsti áfangi virkj-
unar í Tocantins-ánni er í raun miklu dýrari en
áætlað var vegna gífurlegs fórnarkostnaðar og
að rafmagn til álframleiðslu hafi líklegast verið
selt á of lágu verði. Næstu áfangar virkjana á
svæðinu munu fyrirsjáanlega flæma til viðbót-
ar tugi þúsunda íbúa á brott og verða einnig
mun dýrari en gengið hefur verið út frá til
þessa. Fjöldamörg samtök um umhverfismál
og vistkerfi jarðar hafa beitt sér í þessu máli og
stórátök geta átt sér stað þegar ráðist verður í
næstu áfanga. Þetta ástand er umhugsunarefni
ekki síst vegna þess að heyrst hefur hérlendis,
að virkja eigi fallvötn í Suður-Ameríku en ekki
á Íslandi til álframleiðslu.
Járnvinnsla
Í brazilískri járnbræðslu er að finna ennþá
meiri þverstæður en í raforkuvinnslunni. Járn-
framleiðsla er í sjálfu sér ekkert merkileg og
hefur hún verið stunduð í tæp 3.000 ár með
litlum breytingum í aðalatriðum. Hún hefur
t.d. verið stunduð á Íslandi frá upphafi byggðar
með því að „svæla“ (brennsla með takmörkuðu
lofti) saman viðarkol og mýrarrauða. Á Car-
ajas-svæðinu á suðurhluta Amazon-svæðisins
eru mestu þekktar birgðir járngrýtis í heim-
inum og munu þær fyrirsjáanlega endast í 400
ár að óbreyttu. Nú eru þar unnar um 50 millj-
ónir tonna á ári af járngrýti sem gefa af sér um
25 milljónir tonna af hrájárni. Sú vinnsla þarfn-
ast ekki rafmagns því viðarkol fela í sér meg-
inorkuna sem þarf til framleiðslu járnsins.
Útblástur GHL í landinu vegna trjábrennslu
og járnvinnslu er talinn nema um helmingi af
öllum öðrum útblæstri GHL í heiminum,
hvorki meira né minna. Þar er um að ræða um-
breytingu frumskóga í ræktunar- eða beitar-
land fyrir nautgripi og framleiðslu ýmissa
plöntuafurða svo sem soyabauna eða sykur-
reyrs, sem gerjaður er til framleiðslu vínanda,
en hann er notaður sem eldsneyti fyrir far-
artæki. Járnvinnslan notar um 200 milljónir
tonna af kolefni í trjám á ári og veldur losun á
700 milljónum tonna af GHL sem er ekkert
smáræði. Hér er um að ræða eina mestu, ef
ekki þá mestu, sólundun í heiminum. Í fyrsta
lagi er sóunarmikil framleiðsla viðarkola úr
mismunandi blautum trjábútum með loftlítilli
svælingu óhagkvæm miðað við beina notkun á
koksi, eins og gert er á esturlöndum; þó eru
margir sem telja þá aðferð vonda. Í öðru lagi
AP
Eftirlitsmenn Umhverfisverndarstofnunar Brazílíu, IBAMA, skoða mahónítrjáboli sem felldir voru ólöglega í Amazon-regnskóginum.
VATNSVIRKJANIR Í BRAZILÍU
OG UMHVERFISMÁL
Fyrirhugaðar eru stórfelldar framkvæmdir við vatns-
aflsvirkjanir í Brazilíu á komandi árum og áratugum.
Allir eru sammála um gríðarlegan fórnarkostnað sem
þessu er samfara og sumir ganga svo langt að tala
um stóráfall í umhverfismálum heimsins.
E F T I R J Ó N A S B J A R N A S O N