Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.2002, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. MAÍ 2002 5
eru tré felld og þarmeð tekin úr umferð sem af-
kastamiklar kolefnisbindandi lífverur.
Þróunin er beinlínis skelfileg
Lögð hefur verið járnbraut frá hafnarbæn-
um Sao Luis skammt frá mynni Tocantins-
fljótsins í gegn um Maraba um þúsund kíló-
metra inn í Para-hérað til Carajas-
námusvæðisins. Með tilkomu lestarinnar er
fylgt svokallaðri þróunaráætlun, sem byggist
mest á trjávinnslu til áðurnefndra nota, en nú
hafa myndast stór skóglaus svæði beggja
vegna brautarinnar og fara þau stöðugt stækk-
andi; það verður því sífellt dýrara að sækja við í
frumskógana. Mörg fyrirtæki hafa risið með-
fram eða í nágrenni járnbrautarinnar og þeirra
á meðal er Cosipar, sem framleiðir hrájárn
með áðurnefndum hætti úr járngrýti, sem er
flutt með lestinni frá Carajas. Á vegum fyr-
irtækisins er einnig stunduð skógrækt í til-
raunaskyni með útplöntun á nýjum trjám, að-
allega eucalyptus. Sérfræðingar fyrirtækisins
hafa reiknað út, að unnt sé að byggja alla járn-
vinnsluna á kolefni, sem er fengið með nýrækt-
uðum trjám í stað þess að ganga stöðugt á hina
dýrmætu frumskóga; fyrirtækið segir að það
geti ræktað upp 3.500 hektara af skógi á ári eft-
ir fáein ár. Dæmið gengur upp ef verð hrájárns
hækkar um helming eða ef til þess kemur, að
heimsbyggðin sé reiðubúin til að borga um 2 til
3 ísl. krónur fyrir hvert kíló af kolefni, sem er
bundið í nýræktuðum trjám. Í þessu sambandi
er talað um „carbon-credit“ eða kolefnisinni-
stæðu, sem unnt yrði að versla með. Einnig er
rætt um að greitt sé „lausnarfé“ frumskóga, þá
væri beinlínis verið að greiða vanþróuðum
þjóðum eða einstökum landsvæðum fyrir að
hlífa frumskógum við eyðingu. Þessi mál eru
þó ekki án ágreinings í landinu sjálfu og kemur
margt til.
Mengunarmál á heimsvísu
Eyðing skóga í stórum stíl er ekki bara í
Brazilíu heldur mjög víða á öðrum svæðum í
Suður-Ameríku svo og í Asíu. Í Malasíu,
Indónesíu og Filippseyjum á sér stað stjórn-
laus skógareyðing. Ástandið á Borneo er alveg
skelfilegt en rætt er um svokallaða timbur-
baróna, eins konar lénsherra, sem stjórna ræn-
ingjaflokkum sem fella tré ólöglega en þau eru
síðan seld til einhverra nota.
Þegar þessi mál eru skoðuð í heild, birtist
mynd af ástandinu sem er í senn ógnvænleg og
þverstæðukennd. Mesta losun gróðurhúsalofts
á heimsvísu er nú vegna skógareyðingar og er
þá um að ræða athafnir vanþróaðra þjóða eða á
tilteknum landsvæðum til þess að íbúar hafi í
sig eða á. Ef unnt yrði að stöðva þetta væri það
virkasta leiðin til að minnka losun gróðurhúsa-
lofts, en augljóst er að það kostar mikla pen-
inga. Auk þess er mjög erfitt að fylgja því eftir,
að peningarnir fari til þess að stöðva þessa þró-
un og væru ekki bara mótteknir án þess að
hætta sóuninni.
Auðugu þjóðirnar nota stóran hluta jarð-
efnaeldsneytisins og verða nú augljóslega að
taka á sig mestu ábyrgðina varðandi verndun
andrúmsloftsins. Þegar sú notkun er skoðuð
ofan í kjölinn kemur ýmislegt í ljós, sem flest
fólk áttar sig ekki á. Losun GHL er ekki bara í
samgöngum eða til hitunar húsnæðis og eld-
unar. Iðnaðurinn notar gífurlega orku til fram-
leiðslu málma t.d. eins og járns eða áls, sem
fjallað hefur verið um að framan. Efnaiðnaður-
inn notar einnig mikla orku til framleiðslu á
óteljandi efnum eins og áburði eða gerviefnum,
pláguvarnarefnum og málningu, pappírs- og
glervinnslu, lyfja og matvæla og svo má lengi
telja. Hluti af GHL er beinlínis tilkominn
vegna framleiðslu á afurðum, sem eru notaðar í
öðrum löndum. Þar á meðal er megnið af þeim
matvælum, sem send eru til hungursvæða
heims; landbúnaður í ríku löndunum er alls
staðar mjög orkufrekur. Vanþróaðar þjóðir
nota ýmsar afurðir sem kosta losun GHL í iðn-
aðarlöndunum. Fátækur bóndi í Kambódíu
notar margskonar málmtæki, pláguvarnarlyf
og áburð, sem er framleiddur í öðrum löndum.
Oftast gleymist að stórþjóðirnar Indverjar og
Kínverjar losa gífurlegt magn GHL.
Áhugamaður um umhverfismál á Íslandi,
sem ekur til Austfjarða til að flytja erindi um
vistvænt atferli manna, ekur á bíl sínum frá
Reykjavík og til baka. Hann sendir 600 kg af
GHL út í loftið með eldsneytisbrennslu sinni
og notfærir sér sennilega að lágmarki um 300
kg losun hins sama í iðnaðarlöndum sem smíða
bílinn, en hann slitnar og afskrifast á 10 árum.
Þetta er sama losun á GHL og verður vegna út-
öndunar hans sjálfs á tveimur árum. Ef sá hinn
sami notar reiðhjól til að komast leiðar sinnar
sömu vegalengd, losar hann eingöngu um 25 kg
af GHL eða 3% af losuninni að ofan með akstri.
Ef hann ferðast með flugvélum er losunin
snöggtum meiri.
Ef forsendur Cosipar hér að framan eru
réttar, gæti áhugamaðurinn bundið jafnmikið
kolefni í skógrækt í Brazilíu með því að borga 4
kr. í losunargjald eða mengunarskatt af hverj-
um bensínlítra í ferðinni. Með góðri samvisku
gæti hann haldið því fram, að hann væri vist-
vænn og losaði ekkert umfram það sem hann
andar frá sér. Öll umræða um sjálfbæra þróun
hérlendis er á nokkrum villigötum.
Vísindamenn Rannsóknastofnunar Amazon-
svæðisins og fleiri fulltrúar landsins urðu fyrir
miklum vonbrigðum á loftslagsráðstefnunni í
den Haag fyrr á þessu ári vegna þess, að þessi
hugmynd hefði ekki fengið mikinn stuðning.
Þeir töldu að fundurinn hefði orðið árangurslít-
ill vegna deilna á milli þróunarlanda og vest-
urlanda um það, hvort ríkar þjóðir gætu keypt
sig frá vandanum með því að borga fyrir kol-
efnisbindingu með nýræktun í skógum. Stjórn-
un á þessari leið yrði vafalaust mjög erfið í
framkvæmd. Hér er þó um að ræða eina stór-
kostlegustu hugmynd, sem komið hefur fram
og líklegust er til þess að ná samstöðu iðnaðar-
þjóðanna um fyrstu skref í umhverfismálum.
Ekki er allt sem sýnist
Umhverfismál eru bæði huglæg og hlutlæg.
Hvort sem fólki líkar betur eða verr, þá koma
þau upp í sambandi við flest atferli manna og
efnahagslíf einstakra landa þar sem andrúms-
loftið er sameiginlegt öllu mannkyni. Í því sam-
bandi er nauðsynlegt að öll losun á GHL verði
skoðuð hnattrænt af áðurgreindum ástæðum,
ekki síst framleiðsla matvæla, málma og annar
orkufrekur efnaiðnaður. Mikil áform eru nú
uppi um margar stórar virkjanir og uppistöðu-
lón í Eufrat og Tígris vatnakerfunum í Tyrk-
landi. Verði þær að veruleika, raskar það lífi
tuga þúsunda Kúrda og spillir auk þess óbæt-
anlegum fornminjum á þessu svæði; framtakið
getur valdið alþjóðaátökum vegna þess að árn-
ar renna einnig um Sýrland og Írak á leið til
sjávar.
Í Kína er verið að byggja risavaxið orkuver í
ánni Yangtse. Þúsundir þorpa munu þá fara í
kaf og um tvær milljónir manna verða að hypja
sig. Sumir þeirra eru nú að reyna að hefja
ræktun á hæðarbrúnum ofan við fyrirsjáanleg
miðlunarlón. Frjósama gróðurmold dalbotns-
ins er þar ekki að finna auk þess sem næðings-
samt verður þar og mun kaldara en í dalbotn-
inum sem fer á kaf. Í þessum tilvikum er ekki
um mikla GHL-losun að ræða heldur spillingu
annarra verðmæta. Um það verður fjallað við
annað tækifæri.
Heimildir
BBC World, Earth Report, A Ransom for the Forest,
UNEP/WWS 2001.
BBC World, Earth Report, The Fate of the Dammed,
UNEP/WWS 2001.
Dr. Philip Fearnside. The Tucurui Project, National
Amazonian Research Institute, 2001.
Alfredo C. Gurmendi, 1997. The Mineral Industry of Braz-
il.
Margvíslegar upplýsingar eru fengnar frá WCD, World
Rivers Review, NGO o.fl. Opinberar brazilískar skýrslur
með tölfræði í efnahagslífi landsins.
!"
#
$ $
%
& '
Höfundur er efnaverkfræðingur.
Þ
ETTA veitir mér sælukennd. Ég
veit ekki hvers vegna, en ég get
séð það í smæstu atriðum. Ég
stend mig að því að minnast
þess aftur og aftur, í hvert skipti
dreg ég fram fleiri smáatriði úr
djúpum hugans, og endurminn-
ingin færir mér undarlega og
hlýja ánægju.
Þetta var mjög snemma morguns. Aust-
urfjöllin voru svarblá, en að baki þeim kom
birtan fölrauð á fjallabrúnirnar, og varð kald-
ari, grárri og dekkri eftir því sem ofar dró, þar
til hún í vesturátt rann saman við óblandna
nótt.
Og það var kalt, ekki nístingskalt, en nógu
kalt til þess að ég neri saman höndunum og
þrýsti þeim djúpt ofan í vasana, og ég setti í
herðarnar og dró fæturna. Niðri í dalnum þar
sem ég var staddur, bar jörðin þennan bláleita
gráma dögunarinnar. Ég gekk eftir sveitavegi
og framundan mér sá ég tjald sem var aðeins
örlítið ljósgrárra en jörðin. Við hlið tjaldsins
flöktu rauðgulir logar út um rifur á gamalli og
ryðgaðri eldavél úr járni. Grár reykur hnykl-
aðist upp um rörið, hnyklaðist hátt upp áður
en hann breiddi úr sér og leystist sundur.
Ég sá unga konu við eldavélina, eiginlega
var hún bara stúlka. Hún var klædd upplituðu
bómullarpilsi og blússu. Þegar ég kom nær sá
ég að hún hélt á barni og barnið var að sjúga
brjóst, höfuð þess undir blússu hennar til að
skýla því gegn kuldanum. Móðirin var á
stjákli, skaraði í eldinn, dró til ryðgaðar lok-
urnar á eldavélinni til að fá meiri dragsúg,
opnaði ofndyrnar; og allan tímann saug barn-
ið, en það truflaði ekki störf móðurinnar og
hefti ekki kvikar og þokkafullar hreyfingar
hennar. Rauðgular logatungur smugu út um
rifur á eldavélinni og vörpuðu dansandi skugg-
um á tjaldið.
Nú var ég kominn mjög nærri og fann lykt
af steiktu fleski og bökuðu brauði, og unaðs-
legri ilm þekki ég ekki. Í austrinu jókst birtan
jafnt og þétt. Ég gekk alveg að eldavélinni og
rétti fram hendur í átt að henni og skalf allur
þegar ylurinn hríslaðist um mig. Síðan var
tjaldskörinni lyft og ungur maður kom út og
annar eldri á eftir honum. Þeir voru klæddir
nýjum bláum buxum og í nýjum bómull-
arjökkum með glampandi koparhnöppum.
Þeir voru holdskarpir í andliti, og voru mjög
líkir ásýndum.
Sá yngri var með dökkt stutt skegg, og sá
eldri með grátt stutt skegg. Höfuð þeirra og
andlit voru vot, vatn draup úr hárinu, og drop-
ar hnöppuðust í stinnu skegginu og kinnar
þeirra gljáðu af vætu. Hlið við hlið stóðu þeir
og horfðu hljóðir á austrið lýsast; þeir geisp-
uðu saman og horfðu á birtuna við hæð-
arbrúnir. þeir sneru sér við og sáu mig.
„Daginn,“ sagði eldri maðurinn. Svipur hans
var hvorki hlýlegur né óvinsamlegur.
„Daginn, herra,“ sagði ég.
„Daginn,“ sagði ungi maðurinn.
Vatnið þornaði hægt á andlitum þeirra. Þeir
komu að eldavélinni og yljuðu hendur sínar við
hana.
Stúlkan hélt sig að verki, andlit hennar upp-
lyft og hún hafði augun á því sem hún var að
gera. Hár hennar var bundið frá andlitinu með
borða og það féll niður á bakið og flaksaðist
meðan hún starfaði. Hún lagði tinbolla á stór-
an kassa, lagði líka tindiska og hnífa og gaffla
á hann. Síðan dró hún steikt fleskið upp úr
þykkri feitinni og lagði það á stórt tinfat, og
fleskið engdist og snarkaði þar til það varð
stökkt. Hún lauk upp ryðgaðri ofnlúgunni og
tók út ferkantaða pönnu fulla af rúnn-
stykkjum.
Þegar mennirnir fundu ilminn af heitu
brauðinu, drógu þeir báðir djúpt andann. Ungi
maðurinn sagði mildum rómi: „Jesús minn!“
Eldri maðurinn sneri sér að mér. „Hefurðu
fengið morgunmat?“
„Nei.“
„Jæja, tylltu þér þá með okkur.“
Þetta var merkið. Við fórum að kassanum
og settumst á hækjur okkar kringum hann.
Ungi maðurinn spurði: „Bómullartínsla?“
„Nei.“
„Við höfum haft vinnu í tólf daga núna,“
sagði ungi maðurinn.
Stúlkan stóð við eldavélina og sagði: „Þeir
eru meira að segja búnir að fá ný föt.“
Mennirnir tveir litu niður á nýju fötin sín og
brostu lítið eitt.
Stúlkan bar fram fatið með fleskinu, brún
rúnnstykkin, skál með fleskfeiti og kaffiketil,
og síðan settist hún líka á hækjur sér við kass-
ann. Barnið var enn að drekka, höfuð þess
undir blússu hennar til skjóls gegn kuldanum.
Ég heyrði soghljóðin sem það gaf frá sér.
Við fengum okkur á diskana, helltum flesk-
feiti yfir rúnnstykkin og sykruðum kaffið okk-
ar. Eldri maðurinn fékk sér munnfylli og hann
tuggði og tuggði og kyngdi. Síðan sagði hann:
„Guð minn almáttugur, hvað þetta er gott,“ og
hann skóflaði aftur upp í sig.
Ungi maðurinn sagði: „ Við höfum haft nóg
að borða í tólf daga.“
Við borðuðum öll hratt og af ákefð, og feng-
um okkur aftur á diskana og borðuðum áfram
hratt þar til við vorum södd og ylur færðist um
okkur. Heitt og bragðsterkt kaffið brenndi
kverkarnar. Við skvettum dreggjunum með
korginum á jörðina og fylltum könnur okkar á
ný.
Nú var kominn litur á birtuna, rauður
bjarmi sem gerði það að verkum að manni
fannst kaldara í lofti. Mennirnir tveir litu til
austurs og andlit þeirra voru uppljómuð af
döguninni, og ég leit upp augnablik og sá útlín-
ur fjallsins og birtuna sem streymdi yfir það
speglast í augum eldra mannsins.
Síðan skvettu mennirnir korginum úr könn-
unum sínum og stóðu samtímis upp. „Verðum
að fara að koma okkur,“ sagði eldri maðurinn.
Ungi maðurinn sneri sér að mér. „Ef þú hef-
ur hug á að tína bómull, gætum við kannski
komið þér að.“
„Nei. Ég verð að halda áfram. Þakka fyrir
morgunmatinn.“
Eldri maðurinn bandaði frá sér með hend-
inni. „Ekkert að þakka. Okkar var ánægjan.“
Þeir gengu burt hlið við hlið. Loftið sindraði af
ljósi við himinjaðarinn í austri. Og ég gekk
burtu eftir sveitaveginum.
Þetta er allt og sumt. Mér eru að sjálfsögðu
ljósar sumar af ástæðunum fyrir því að þetta
var notalegt. En í þessu var einhver mikil feg-
urð sem yljar um hjartarætur þegar ég hugsa
um það.
MORGUN-
VERÐUR
Hinn 27. febrúar sl. voru liðin 100 ár frá fæðingu
bandaríska nóbelsverðlaunahöfundarins John Stein-
beck. Gyrðir Elíasson hefur þýtt eina af smásögum
skáldsins af því tilefni.
APJohn Steinbeck (1902–1968).
Úr smásagnasafninu The Long Valley.