Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.2002, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.2002, Qupperneq 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. MAÍ 2002 Þ AÐ er sagt að á Mílanósýning- unni sé ekki aðeins kynnt það helsta sem er á döfinni í hönn- unarheiminum líkt og á öðrum alþjóðlegum húsgagnasýningum heldur gegni hún forystuhlut- verki, þar skapist nýjar línur, form og tilhneigingar. Hvað sem því líður er hún tvímælalaust ómissandi við- burður öllum þeim sem láta sig nútímahönnun varða. Skal hér rakið í stórum dráttum það helsta sem kom fram á vorsýningunni í Mílanó. Í aprílmánuði á ári hverju breytist Mílanó, hin alvörugefna og eilítið þunglamalega við- skiptamiðstöð Ítalíu, í eina stóra „fiera“ (sýn- ingarhöll). því auk hinna fjölmörgu bása á sýn- ingarsvæðinu (um 2.000 sýnendur) er aðalsýningunum og viðburðunum gjarnan dreift vítt og breitt um borgina. Stór ítölsk fyr- irtæki sem og minni erlendir framleiðendur keppa um athygli sýningargesta og blaða- manna með sem frumlegustum uppsetningum, oft á undarlegustu stöðum. Opnunarkvöld Moroso-fyrirtækisins var til að mynda haldið á aðaljárnbrautarstöðinni og þar sem kynning- arkvöld Tecno, nýs samvinnuverkefnis hönn- unardeildar Tækniháskóla Mílanó og iðnaðar- ins, var haldið á byggingarsvæði báru boðsgestir gula vinnuhjálma við að borða sam- lokur í grenjandi rigningu við hljómfall teknó- tónlistar. Ítalska pressan lét vel af uppátækinu og þótti kvöldið mjög vel heppnað. Talsvert er í húfi á sýningunni fyrir ítalska húsgagnaiðnað- inn enda Ítalir fremstir í þeim útflutningi í heiminum í dag. Markaðurinn er blómlegur og njóta ungir hönnuðir góðs af vegna þess að mikið er lagt upp úr þróun nýjunga, bæði í efni og formum. Brjóstsykurslitt plast Helstu tækninýjungarnar í ár birtast í fram- leiðsluaðferðum plasthúsgagna. Á síðustu ár- um hefur framleiðsla þeirra aukist til muna og voru plasthúsgögn sérlega áberandi á sýning- unni í Mílanó. Það var helst sláandi hversu skærir og brjóstsykurslegir litir þeirra voru enda fóru þau ekki framhjá neinum. En undir þessu glaðværa, allt að því barnalega yfirborði, dyljast langvinnar vísindalegar tilraunir með framleiðslu og samsetningu. Meðal þess sem ítalska fyrirtækið Kartell sýndi var stóllinn Eva eftir Marc Sadler þar sem mjúkt, eftirgefanlegt plast er notað í fyrsta skipti í húsgagnaiðnaðinum. Franski stjörnuhönnuðurinn Philippe Starck, sem hef- ur þróað marga stóla fyrir Kartell, sýndi nú m.a. Zbork, eins konar kúlustól úr hörðu, lit- ríku plasti, og Louis Ghost, útfærslu á litlum hægindastól í Lúðvíks XV stíl sem er steyptur í eitt mót úr pastellitu, hálfgegnsæju, polycarb- onat-plasti. Annað ítalskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í notkun plastefna er Magis. Fyrir tveimur árum hannaði Jasper Morrison fyrir Magis hinn fræga Air Chair þar sem polyprophylen-plasti með glerþráðum er þrýst út á við með tölvu- stýrðri innspýtingu lofts. Hann sýndi nú annan stól, Folding Air Chair eða klappstól, fram- leiddan með sömu tækni sem gerir hann lauf- léttan en um leið afar sterkan. Hjá Magis var enn einn athyglis- verður stóll, Butt- erfly, eftir hinn skrautlega, egypsk-kanad- íska hönnuð Karim Rashid. Stóllinn er úr steyptu, glans- andi ABS-plasti og býður upp á samsetningu tveggja lita, eins og bleiks og grás, svo hann verður eins og sannkallaður perubrjóstsyk- ur. Michael Young hefur teiknað ýmsa hluti fyrir Magis, þ. á m. hið vinsæla hundahús. Hann var nú m.a. með Yogi Family, fjölskyldu- væn garðhúsgögn úr grænu, hringsteyptu polyethylen-plasti. Hundavinamarkaðurinn er greinilega í sókn því Michael Young hannaði einnig hundakörfuteppi og hundaleikrör úr rauðu og grænu plasti fyrir Danese. Hjá Capp- ellini sýndi Ron Arad stólinn Nino Rota, steyptan í einu lagi úr tvílitu plasti. Hann skar sig nú sem oftar úr hópi starfs- bræðra sinna með óvenjulegri lögun og dempuðum, dökkum litum. Afturhvarf til 7. og 8. ára- tugarins Fyrra blómaskeið plasthúsgagna var á 7. áratugnum en líkt og undanfarin ár voru fleiri tilvísanir í það tímabil í Mílanó. Mest áberandi var hinn svokallaði „lounge“-stíll sem einkennist af hreinum, geómetrískum, lárétt- um línum, harðviði, stálfótum og fremur hörð- um, efnisklæddum sætum. Einfaldleiki og stíll í berum og naumhyggjulegum innréttingum eru sem sagt tekin fram yfir þægindi og notaleg- heit. Alþjóðlegt hönnuðalið Cappellini með Piero Lissoni, Jean-Marie Massaud og Aziz Sariyer í fararbroddi útfærði þetta konsept út í ystu æs- ar, svo lengra verður vart komist. Moroso kynnti tvær seríur stofuhúsgagna eftir Patriciu Urquiola: Malmö og Fjord. Eins og nöfnin gefa til kynna sótti þessi unga, spænskættaða kona (ein af athyglisverðustu hönnuðum sýningar- innar) innblástur sinn til Norðurlanda, í „hreina og kalda sýn þessara landa þar sem steinarnir eru mjúkir og slípaðir af hafinu“. Sænsku hönnuðirnir Mårten Claesson, Eero Koivisto og Ola Rune hafa einmitt getið sér gott orð undanfarin ár með einföldum en form- fallegum húsgögnum. Í Mílanó sýndu þeir hjá sænsku fyrirtækjunum Offecct, Swedese og David Design en einnig hjá Cappellini, ýmist saman eða upp á eigin spýtur. Önnur bein skírskotun til 7. áratugarins var endurgerð munstraðra áklæðisefna. Cappellini sótti m.a. í smiðju geómetrískra forma Arne Jacobsens og í atómmynstur Ray og Charles Eames. Efnin voru ofin í ýmsum litum, til að mynda fjólubláu, grænu og svörtu og yfir- dekktu sæti Jasper Morrisons, Tom Dixons, Werner Aisslingers o.fl. Danska fyrirtækið Fritz Hansen notaði tækifærið á aldarafmæli Jacobsens og hreinlega endurframleiddi sófa hans úr 3300-seríunni með áklæði Cappellini. Þó mest hafi borið á einlitum húsgögnum og áklæðum mátti þó merkja vissa tilhneigingu til munstursköpunar og fjöllitunar (pólíkrómíu). BRJÓSTSYKUR, SL AF HÚSGAGNASÝN- INGUNNI Í MÍLANÓ Louis Ghost er útfærsla Philip Starck á litlum hægindastól í stíl Lúðvíks XV. Rolling Stones er hönnun Tinnu Gunnarsdóttur og Karenu Cherkadijian. Boa-sæti Campana-bræðra er gert úr 90 metra langri slöngu fylltri teygjanlegu plastefni klætt flaueli. E F T I R Á S D Í S I Ó L A F S D Ó T T U R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.