Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.2002, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.2002, Síða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. MAÍ 2002 S TÖÐVARFJÖRÐUR hefur sér- stöðu meðal austfirskra byggða. Upp frá stuttum firði gengur nær óbyggður dalur girtur háfjöllum en mannlíf að mestu einskorðað við fiskiþorp sem byggst hefur upp sólar- megin fjarðar. Gegnt þorpinu eru einhver formfegurstu fjöll á landinu með einkennistinda í Súlum og fyrir dalstafni mæt- ast fjallgarðarnir sunnan og austan fjarðar í Jökultindi hæstum fjalla. Austurhlíðarnar eru grænar upp undir eggjar en sunnanmegin leik- ur mosinn sína litasinfóníu í samspili ljóss og skugga. Úti fyrir er blátt hafið með ósýnileg- um röstum eins og böndum undan ystu nesjum og fjölda miða, þeirra á meðal Glöggvur. Um miðja 20. öld stóð hvert hús í Kirkjubólsþorpi í grænu túni upp frá höfn og fiskiðjuveri en byggðin hefur síðan orðið þéttari og kallast nú Stöðvarfjörður. Frá upphafi byggðar er greint í Landnámu svofelldum orðum: „Þórhaddur hinn gamli var hofgoði í Þrándheimi á Mæri. Hann fýstist til Íslands og tók áður ofan hofið og hafði með sér hofsmoldina og súlurnar; en hann kom í Stöðv- arfjörð og lagði Mærina-helgi á allan fjörðinn og lét engu tortíma þar nema kvikfé heimilu. Hann bjó þar alla ævi og eru frá honum Stöð- firðingar komnir.“ (Landnáma, s. 307–308.) Minna ummæli þessi á náttúruvernd á okkar dögum. Jarðir í Stöðvarfirði voru fram eftir öldum þrjár að talið er, Hvalnes sunnan fjarðar, Stöð andherjinn austan Stöðvarár og Kirkjuból út með að austan að mörkum við Gvendarnes, sem átti kirkjusókn að Stöð þótt skráð væri í Fáskrúðsfjarðarhreppi. Síðan fjölgaði býlum hér sem annars staðar og fyrir einni öld voru þau orðin nokkuð á annan tug með hjáleigum. Við stiklum á stóru sólarsinnis um fjörðinn og byrjum þar sem frá var horfið í Hvalnesskrið- um. Frá Kambanesi inn á Jökultind Litlu utan við Merkikamb er gróin brekka milli gilja undir Súlum og heitir Ragnhildar- jaðar eftir konu sem þar skilaði barni í heim- inn. Utar taka við Hvammar, gamalt engja- pláss undir Mosfelli (547 m), áður komið er út í Kambaskriður. Arnarkambur er mjór berg- gangur sem liggur út í sjó utan við Ytrihvamm og Arnartindar heita ystu tindar á fjallsran- anum upp af Hvalneshálsi. Utan við Kamba- skriður taka við Staðarbrekkur sem þjóðvegur liggur nú eftir áður en sveigt er inn til Stöðv- arfjarðar. Kambaskriður voru áður fyrr nefnd- ar Staðarbrekkuskriður svo sem sjá má af Sóknalýsingunum (s. 451 og 474). Staðar-nafn- ið vísar líklega til ítaka Þingmúlakirkju forðum og voru brekkurnar fyrrum skógivaxnar. Líklegt er að nesið milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur hafi í öndverðu heitið Hvalnes eins og aðaljörðin sunnan fjarðar og Kamba- nesnafnið fyrst komið til um og eftir 1800. Svo mikið er víst að Olavius talar um Hvalnes í ferðabók sinni 1774 og á uppdráttum frá þess- um tíma ber nesið heitið Hvalnes og skriður sunnanvert við það heita enn Hvalnesskriður. Ekki er ljóst hvenær kotin Kambar og Heyklif fyrst byggðust út úr Hvalnesi, það síðarnefnda þó til komið 1703. Þegar Magnús Bergsson í Stöð skráði lýsingu Stöðvarsóknar 1839 heyrði Heyklif undir Þingmúlabrauð í Skriðdal og svo var einnig háttað um meginhluta Hvalnesjarð- ar. Hann nefnir sagnir þess efnis að Kambar hafi fyrrum verið stekkur frá Heyklifi (s. 451). Kambanes sker sig frá fjallgarðinum milli Breiðdals og Stöðvarfjarðar utan við Staðar- brekkur með lágu og um 600 m breiðu Eiði. Utan við það er hraunaklasi, fornar hjallabrún- ir, sem rísa hæst í Hnútu (81 m) utanvert fyrir miðju nesi. Kollur hennar hefur sennilega ver- ið sker í sjávarborði við ísaldarlokin. Nesið er vogskorið að sunnan og norðan, þar sem hraunbríkur leggja til efni í tanga en malar- fjörur eru víða á milli. Bæjarstæðin á Kömbum og Heyklifi eru austan undir hraunbríkum og skilur Heyklifshraun milli túna. Bærinn Kambar, í eyði síðan 1944, var upp af Kamba- fjöru sunnan á nesinu. Nafnið er sótt í Kamb, tvo örmjóa, samsíða gatkletta í fjöruborði við Hólagjögur (Hólgjögur) inn af Kambafjöru. Uppsátur var í Heyklifsbót neðan túns en utar er Illibás, Stekkur og viti reistur 1920. Haf- megin á nesinu eru klungur með Syðri- og Eystri-Rastarhæl sem útverði og Iðusker og Fjarðarboða hvort til sinnar handar úti fyrir. Jónsbás er smávik milli kletta á nesinu norð- anverðu, notaður sem lending í sunnanáttum. Í Pálskvos við Skútuklöpp litlu innar var um tíma afbýli kallað Klöpp og bjó þar um 1900 Páll Sveinsson með ómegð. Pútnahraun er upp af Skútuklöpp en innar tekur við Selavík all- breið inn að Borgarnesi í landi Hvalness. Mýr- lent er inn með hlíðum og smáhraun en grunn- ir vogar með ströndinni uns komið er í Hvalnesfjöru þar sem var uppsátur. „Hval- nesshöfn … er mjög ósjáleg lending“ segir í sóknarlýsingu. Á Hagakletta innan bæjar eða á Carlsklett neðan túns breiddu menn hvítan dúk ef óskað var flutnings yfir fjörðinn og kom þá bátur frá þorpinu handan við. Tvíbýli var lengst af á Hvalnesi, kallað Útpartur og Inn- partur. Síðast bjuggu á Hvalnesi Bjarni Methúsalem Jónsson og Elísabet Sigurðar- dóttir. Jörðin fór í eyði 1960 er þau fluttu að Óseyri við fjarðarbotn, þar sem synir þeirra bjuggu enn um aldamótin 2000 og hafa haft nytjar af Hvalnesi. Vegurinn yfir Hvalnesháls Um Hvalnesháls lá reiðgata fyrrum ofan við Kambaskriður og þá farið úr Ytri-Hvammi upp á Steinahjalla. Völvuleiði er austan gamla veg- arins um 2 m norðan við vörðu yst á hálsinum. Magnús Bergsson lýsir 1839 veginum um Hvalnesháls þessum orðum í framhaldi af frá- sögn um leiðina yfir Víkurheiði: „Hinn alfara- vegurinn er sunnan megin fjarðarins og liggur fram [út] og upp eftir Hvalnesshálsi og þaðan STÖÐVARFJÖRÐUR Mosfell, Súlur, Sú E F T I R H J Ö R L E I F G U T T O R M S S O N ()(** *** * ( + , ((,(    -*( --.   -+(    (*/(    (*/(   -(0  (*+1       /2(             /1(     .-- /00 /,0                                                     ! /0, "        #   .+1       $%   ! .2-              &'    /2(  3 !   "  4 $ 4 $ $  456$#7   68! 4569 # :3 ; $ 8! <:  6 # .++ ! () &   * '   &   /1-    +  *! .2/ .*- ./2 -0,   (    *,  & .0,    $    2(0-.     .,1 , * '  # $ "   2+//.+ /*-/  * , %     %  &      ' ,  ((*( *,% '       * '   !        /( *     (      # & $ ))     #&  * (( #   0 "         $       + *,     !&( ,-     1+  ,  , #   #  $  "         - "-  .&                      #  = #  &        /             01 &     ! 0   1   ."     $   (           + -  &  *  &      "  #   #  *  -    !    !   "   #    # 2(&)       #  3   !       #  6 # #  $    4  #    7$#    !) $      % !     1   '      ( + #5    *  &! 00. 2    2 *,   % %  #  #( #   $ #          (   , # *        3 '     - .    -.  #$   '   (*,1      (*0. #   1 +  0  40!    ./+    #"    " #    220 10.#  ! #  5  !       *   &!  6   3  # 6  * 6  ># : 3; ? '  # "    (   (  #            !    6 7$# &     " $   !   '   ( ))  *  Stöð, prestssetur um aldir. Nóngil í hlíðinni á móti og Jökultindur inn af Stöðvardal. Suður af er Breiðdalur og fjallageimur allt til Álftafjarðar.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.