Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.2002, Síða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. MAÍ 2002 11
Jónas Kristjánsson ritar fróðlega grein íLesbók Morgunblaðsins 27. apríl síðast-liðinn og færir rök fyrir því að kvæðiðHrafnagaldur sé eldra en áður var talið.
(Sophus Bugge taldi að kvæðið væri frá 17. öld,
ekki miklu eldra en uppskriftirnar sem það
hefur varðveist á.) Þar sem ég hef heyrt sagt, á
grundvelli athugana Jónasar, að „í ljós hafi
komið“ að kvæðið sé frá 14. öld, get ég ekki
orða bundist og langar að koma á framfæri
þeirri skoðun minni að harla ólíklegt, ef ekki
óhugsandi sé að kvæðið sé svo gamalt, a. m. k. í
þeirri mynd sem það hefur varðveist. Megin-
ástæða þess að ég tel að kvæðið sé ungt er sú,
að bragur þess fylgir ekki skýrum takmörk-
unum sem giltu í fornum kveðskap. Þessar tak-
markanir byggðu á fornri hljóðdvöl sem svo er
kölluð. Til að reyna að skýra þetta má taka orð
eins og gleður og kveður . Þessi orð (með
grönnum sérhljóðum) höfðu í fornu máli létt
áhersluatkvæði, en hins vegar höfðu orð eins
og hálar og tálar, sem við nú tölum um að hafi
breið sérhljóð, þung áhersluatkvæði að fornu.
Þessi hljóðdvalarmunur skipti máli í fornum
kveðskap: Einungis þungu atkvæðin gátu bor-
ið fullt ris. Þess vegna er t. d. óhugsandi að eft-
irfarandi dróttkvæð vísa Jónasar Hallgríms-
sonar sé ort fyrir hljóðdvalarbreytingu:
Gimbill gúla þembir
gleður sig og kveður :
„Veit ég, þegar vetur
vakir, inn af klaka
hnýfill heim úr drífu
harður kemst að garða
góðir verða gróðar
gefnir sauðar efni.“
(Sláttuvísa.)
Skáletruðu orðin í vísunni höfðu í fornu máli
létt áhersluatkvæði sem gátu ekki borið ris
eins og þau eru látin gera hér; fer það auðvitað
vel í máli Jónasar Hallgrímssonar, en gengur
ekki fyrir hljóðdvalarbreytingu. Talið er að hin
nýju hljóðdvalarlögmál taki gildi á 16. öld, þótt
nokkur merki megi sjá um þau í kveðskap frá
15. öld, og eins eimir ögn eftir af gömlum tak-
mörkunum í kveðskap frá 17. öld.
Höfundur Hrafnagaldurs fellur í svipaða
„gryfju“ og Jónas Hallgrímsson, hafi hann vilj-
að láta líta svo út sem kvæðið væri fornt. Brag-
arhátturinn minnir á fornyrðislag, en hrynj-
andin er í átt við það sem kallað hefur verið
kviðuháttur og er (í vissum skilningi) taktfast-
ara afbrigði fornyrðislags. Kvæði sem ort voru
undir þessum háttum fyrir hljóðdvalarbreyt-
ingu notuðu ekki orð eins og gleður og kveður
til að fylla tvíliði. Þetta kemur hins vegar fyrir í
Hrafnagaldri. Í textanum sem birtur er í Les-
bókinni þann 27. apríl hef ég fundið eftirfar-
andi 7 dæmi um línur þar sem tvö létt orð að
fornri hljóðdvöl eru látin mynda tvíliði í sömu
línu: vanir vitu (1. vísa); grunar guma (3. vísa);
dáins dulu (3. vísa); dvelur í dölum (6. vísa); of-
an komu (7. vísa); mat af miði (19. vísa); mön af
glóar (24. vísa). Hins vegar er þess að geta að
dæmin eru flest í fyrri hluta kvæðisins, og
margar vísurnar virðast ekki brjóta gegn forn-
um bragvenjum.
Það er því hugsanlegt að vísur kvæðisins séu
misgamlar, og sá sem setti Hrafnagaldur sam-
an (ekki seinna en á 17. öld) hafi haft einhverj-
ar gamlar vísur, en bætt nokkrum við frá eigin
brjósti.
HLJÓÐDVÖL Í
HRAFNAGALDRI
ÓÐINS
E F T I R K R I S T J Á N Á R N A S O N
Höfundur er prófessor við Háskóla Íslands.
Teikning/Andrés
Eru einhver sníkjudýr í eða á lík-
amanum, önnur en rykmaurar?
Samkvæmt skilgreiningu eru sníkjudýr háð
hýsli sínum, í þessu tilviki mönnum, um fæðu á
einhverju æviskeiði sínu og lifa, að minnsta
kosti tímabundið, annaðhvort á honum eða
inni í líkamanum.
Rykmaurar teljast ekki til sníkjudýra því
þeir lifa ekki á mönnum beint heldur á húð-
flögum sem sífellt losna af hörundinu og finn-
ast oft í miklum mæli, til dæmis í rúmum eða í
teppum. Talið er að allt að eitt gramm af húð-
flögum geti losnað af meðalmanni á hverjum
degi. Við kjöraðstæður (hátt raka- og hitastig)
getur rykmaurum fjölgað mjög. Maurarnir
sem slíkir eru taldir hættulausir en leifar af
dauðum maurum, og ekki síst skíturinn úr
þeim, geta valdið svæsnu ofnæmi hjá mönnum.
Fjölmargar tegundir sníkjudýra hrjá menn
um allan heim. Hér á landi er aðeins að finna
lítið brot af þeim sníkjudýrum sem þekkt eru
að því að sníkja á eða í mönnum.
Mannasníkjudýrum má í grófum dráttum
skipta í tvo hópa: Sníkjudýr sem lifa utan á
mönnum, útsníkla, og dýr sem lifa innan í
mönnum, innsníkla.
Hér á landi verður enn þann dag í dag
reglulega vart við þrjár tegundir útsníkla,
mannakláðamaur, höfuðlús og flatlús. Allir
teljast þeir enn vera landlægir þótt sumir virð-
ist halda að menn nái í þessa óværu erlendis.
Auðvitað gerist það af og til en allar þessar
tegundir hafa lifað góðu lífi á Íslendingum um
aldaraðir. Sumum finnst örugglega for-
vitnilegt að frétta að flatlýs hafi til dæmis
fundist í Reykholti við rannsóknir á fornleifum
frá síðari hluta miðalda!
Þremur óværutegundum til viðbótar hefur
nú verið útrýmt á Íslandi. Þær eru fatalús
(einnig nefnd búklús og er náskyld höfuðlús-
inni), mannafló og veggjalús. Það var ekki
hvað síst með tilkomu sérvirkra skordýralyfja
um miðbik 20. aldarinnar sem aldalöng bar-
átta Íslendinga gegn óværu fór loks að skila
eftirtektarverðum árangri.
Ekki má þó gleyma ýmsum öðrum hrygg-
leysingjum sem stundum erta, bíta eða stinga
fólk hér á landi. Í þessum hópi eru til dæmis
lirfur fuglablóðagða. Þær þroskast í vatna-
bobbum en yfirgefa svo sniglana og taka strax
til við að synda um í vatni í leit að löppum loka-
hýslanna sem geta til dæmis verið andfuglar.
Beri leitin árangur melta lirfurnar sér leið í
gegn um húðina og komast þannig inn í líkama
fuglsins þar sem hver lirfa þroskast í kyn-
þroska orm á nokkrum vikum. Lirfurnar rugl-
ast iðulega á fuglshúð og mannshörundi og
valda þá kláðabólum á fólki. Oftast eru lirf-
urnar taldar drepast í spendýrum en þó eru
þekkt dæmi um að þær geti náð einhverjum
þroska. Erlendis kallast þetta fyrirbæri sund-
mannakláði. Fólk er hvatt til að forðast að-
stæður sem geta leitt til sundmannakláða þar
sem ekki er hægt að útiloka að lirfurnar valdi
sjúkdómi.
Ýmsar maurategundir tilheyra einnig þeim
hópi hryggleysingja sem stundum erta, bíta
eða stinga fólk. Hér má nefna maura sem
venjulega lifa annaðhvort á fuglum (til dæmis
lundalús) eða spendýrum (bæði stórir nag-
dýramaurar og litlir maurar sem stundum
hafa fundist á hundum eða köttum), tvær teg-
undir fuglaflóa, rottu- og músaflær og síðast
en ekki hvað síst bitmý, sem algengt er á
sumrin í námunda við rennandi vatn. Eins og
þessi upptalning sýnir eru þær hreint ekki svo
fáar tegundirnar sem geta angrað fólk á Ís-
landi!
Í hinum hópnum eru sníkjudýr sem lifa inn-
an í fólki. Innsníklarnir halda oftast til í melt-
ingarvegi en geta einnig verið í ýmsum vefjum
eða líffærum líkamans eða þá í blóðrás. Eini
ormurinn sem nú er algengur í melting-
arfærum manna hérlendis er njálgur. Rann-
sóknir hafa raunar sýnt að sýkingartíðnin get-
ur stundum orðið allhá í leikskóla- og
grunnskólabörnum.
Þess má einnig geta að um aldamótin 1900
fundu íslenskir læknar alloft spóluorma í
mönnum. Bendir það til þess að mannaspólu-
ormur kunni þá að hafa verið landlægur sums
staðar. Náskyld tegund, svínaspóluormur, get-
ur einnig stundum lifað í mönnum. Er sá enn í
dag landlægur í svínum hérlendis.
Sullaveiki var mjög algeng í mönnum og
dýrum (einkum í sauðfé) á Íslandi allt fram á
fyrri hluta tuttugustu aldar. Eftir að bandorm-
inum sem olli sullaveiki hafði verið útrýmt í
hundum hvarf nýsmitun, bæði í mönnum og
dýrum. Sjúkdómurinn fjaraði hratt út uns
hann hvarf algjörlega.
Rétt er að nefna hér einnig lirfur hunda- og
kattaspóluorma. Svonefndar annars stigs lirf-
ur þessara orma geta farið á flakk í mannslík-
amanum lendi þroskuð egg ormanna niður í
meltingarvegi manna. Þessi sníkjudýr eru al-
lalgeng í mönnum erlendis, einkum þar sem
mikið ormasmit er í hundum og köttum. Eggin
eru sérlega lífseig og geta verið smithæf mán-
uðum og jafnvel árum saman.
Ekkert er enn sem komið er vitað um lirfuf-
lakk hunda- og kattaspóluorma í mönnum hér
á landi. Trúlega er þó mest hætta á því að börn
fái ofan í sig egg kattaspóluorms í óvörðum
sandkössum. Kettir grafa nefnilega úr sér
skítinn og sækja í að urða hægðir sínar í þurr-
um, lausum sandi eins og á leiksvæðum barna.
Að endingu skal nefnt að þekktar eru sex
tegundir einfrumu sníkjudýra sem geta lifað í
meltingarfærum manna hér á landi. Ekki hafa
þó nema þrjár þeirra fundist í mönnum enn
sem komið er en hinar hafa fundist hér í dýr-
um.
Karl Skírnisson, dýrafræðingur.
Hvers vegna fær maður hiksta?
Hiksti er krampi í þindinni sem veldur
snöggri innöndun sem stöðvast síðan jafn-
snögglega við það að bilið á milli raddband-
anna lokast, en það veldur einmitt hljóðinu
sem fylgir þessum kvilla. Algengasta orsök
hiksta er sú að fólk kann sér ekki magamál,
hvort heldur í mat eða drykk. Þegar fólk borð-
ar eða drekkur of mikið þenst maginn út og
þrýstir á þindina. Ekki er vitað hvort hiksti
gegnir einhverju lífeðlisfræðilegu hlutverki.
Sumir hafa getið sér þess til að hiksti hafi eitt-
hvað með líf fóstursins í vatni að gera en haldi
svo áfram sem hvimleiður kvilli hjá full-
orðnum. Ástæðan fyrir þessu er sú að hiksti er
mjög algengur hjá fóstrum og nýfæddum
börnum. Börn sem fæðast fyrir tímann hiksta
að jafnaði í 36 mínútur á sólarhring. Ein skýr-
ing á þessu gæti verið sú að með því að hiksta
sé fóstrið að stunda einskonar öndunar-
æfingar, en það getur náttúrlega ekki æft sig
með því að anda að sér lofti þar sem það er á
kafi í vatni í móðurkviði.
Ólafur Páll Jónsson.
SNÍKJUDÝR
OG HIKSTI
Á meðal þeirra spurninga sem hefur verið svar-
að á Vísindavefnum að undanförnu má nefna:
hvað var vistarbandið, eru fordómar á Íslandi, hvort er hagkvæmara að
byggja borg þétt eða dreift og hvað eru margar stjörnur í sólkerfinu?
VÍSINDI
Höfuðlús, Pediculus humanus capitis. Mynd
tekin úr bókinni Líffræði eftir Colin Clegg.