Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.2002, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.2002, Page 12
12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. MAÍ 2002 Hér blómstra greinar bleikum skúfum með, sem brúðarvöndur skartar perutréð. Og gullnir sprotar gleðja augu mín á gráum runna hvíta rósin skín. En heima á Fróni stendur barkflett björk með brotna grein sem norðanveðrið sló. Í apríl hríðarhretið nísti fast og hraunsins lind var svæfð af frostsins kló. Samt er minn hugur þar á þeirri stund er þyngst og sárast aprílveðrið hvein og felldi þá úr okkar ættarhóp er átti bros svo hlýtt og stóð svo bein. --- Ég veit: Að aftur vorar heima í dal að varmi sólar ilman björkum fær, að lindir hraunsins leysast böndum frá, að lifir minning þín svo björt, svo skær. ÁSA KETILSDÓTTIR HUGSAÐ HEIM Ort í minningu Hjördísar Bjartmarsdóttur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.