Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.2002, Page 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. MAÍ 2002 13
HREINSUN og viðgerð lista-
verka á Ítalíu þykir almennt
mjög umdeild og mætir yfirleitt
miklum mótmælum. Hreinsun á
14. og 15. aldar freskum í Camp-
osanto við Opera del Duomo í
Pisa er þar engin undantekning,
en að sögn ítalska prófessorsins
Corrando Gratziu hafa viðgerð-
irnar eyðilagt verkin – litur
myndanna hafi fölnað og sé nú
ekki svipur hjá sjón. „Hreins-
unin hefur eyðilagt freskurnar,“
hefur breska dagblaðið Daily
Telegraph eftir Gratziu. „Þær
voru einstakar, næstum 2.000
fermetrar að stærð. Viðgerð-
irnar hafa ekki bjargað þeim
heldur eyðilagt þær.“
Doktor Chiara Baracchini,
sem hefur haft umsjón með
verkinu, harðneitar hins vegar
að með hreinsuninni hafi verið
gert nokkuð nema að bæta varð-
veislu myndanna. „Freskurnar
voru í mjög slæmu ásigkomulagi
áður en við byrjuðum,“ segir
hún. Gratziu er sammála því að
freskurnar hafi verið í slæmu
ásigkomulagi en segir skaðann
þó tilkominn vegna viðgerð-
anna. „Fyrri viðgerðir og stað-
setning þeirra úti við hafði
vissulega valdið skaða áður, en
þær voru ekki skuggar. Þær
voru litríkar og bjuggu yfir
dýpt.“
Yfirlitssýning á
verkum Warhols
Í NÚTÍMALISTASAFNI Los
Angeles verður í dag opnuð sýn-
ing á verkum popplistamannsins
Andy Warhols. En sýningin er
fyrsta yfirlitssýning á verkum
listamannsins
frá því 1989,
er Museum of
Modern Art í
New York
setti upp yf-
irlitssýningu
á verkum
Warhols.
„Los Ang-
eles hentar
vel fyrir verk
Warhols,“
sagði Jeremy Stick fram-
kvæmdastjóri Nútímalistasafns-
ins. Enda var listamaðurinn
gagntekinn af frægðinni og
þeim menningarheimi sem hún
tilheyrir og mörg viðfangsefna
Warhols tilheyrðu jú einmitt
fræga fólkinu, s.s. þau Marilyn
Monroe og Elvis Presley.
Menningarmálafrömuðir Los
Angeles kunna þá ekki síður að
meta listamanninn en hann
borgarbúa og hefur sýningin
fengið álíka mikla auglýsingu
og stórmyndir kvikmyndaver-
anna. En meðal verkanna sem
þar er að finna eru Campells
súpudósirnar, portrett af Mari-
lyn Monroe og Mao Zedong, auk
fjölda minna þekktra verka.
Þjófarnir trekkja að
NÍU myndum eftir þýska ex-
pressjónista var stolið frá
Brücke safninu í Berlín nú í vor
og fundust verkin fimm dögum
síðar – utan hvað að helming
einnar myndarinnar vantaði.
Yfirstjórn safnsins og lögregla
standa á gati hvað varðar þjófn-
aðinn og ekki hvað síst hvers
vegna helmingur einnar mynd-
arinnar er nú horfinn. Brücke
safnið er þekkt fyrir að eiga
verk eftir listamenn á borð við
Emil Nolde, Ernst Ludwig
Kirchner og Max Pechstein, en
það er einmitt verk þess síðast
nefnda sem hvarf að hálfu – Ung
stúlka (1908).
Þjófnaðurinn hefur þó haft já-
kvæð áhrif á gestafjölda safns-
ins og flykkist fólk nú þangað.
ERLENT
Deilt um
freskurnar í Pisa
Marilyn
Monroe
T
RYGGVA Ólafsson þarf vart að
kynna, enda einn af þekktari ís-
lenskum málurum sinnar kynslóð-
ar. Hann nam ungur að árum við
Listaakademíuna í Kaupmanna-
höfn og hefur alið manninn þar í
borg æ síðan. Tengslin við Ísland
hafa þó ætíð verið sterk og segist
Tryggvi helst vilja koma heim á vorin. Í þetta
sinn er hann kominn til þess að opna málverka-
sýningu í Galleríi Fold, sjá barnabörn og gefa ný
verk til Málverkasafns Tryggva Ólafssonar sem
opnað var í Neskaupstað, á æskustöðvum lista-
mannsins, í september í fyrra.
Heimkomurnar til Íslands segir Tryggvi vera
jafnmikilvægar og ferðalög á nýja staði, sem
veita kærkomna tilbreytingu frá hinu verndaða
vinnuumhverfi í Kaupmannahöfn.
Ekki mikið fyrir langar ferðir
En eru ferðalögin þá mikilvægur huti af list-
sköpun Tryggva?
„Já, komur á nýjan stað tendra hugann af
hugmyndum og efniviði til að vinna með. En ég
er ekkert voðalega mikið fyrir langar ferðir eða
langdvalir erlendis. Mér nægir að fara og vera
kannski viku á hverjum stað, skoða mig um, fara
á söfn, skissa og punkta niður hjá mér. Síðan vil
ég bara geta komist heim, lokað að mér, og hald-
ið áfram að mála. Þessar ferðir bjarga mér
kannski frá því að hverfa alveg ofan í naflann á
sjálfum mér, “ segir Tryggvi og hlær áður en
hann heldur áfram. „Ég fór til dæmis til Madríd
og var þar yfir jólin og var sú heimsókn eins og
vítamínsprauta fyrir mig. Ég hafði áður komið
þangað fyrir rúmum þrjátíu árum, og var það
einhver merkilegasta ferð sem ég hafði farið á
ævinni. Þetta var á valdatíma Francos og setti
það mark sitt á borgina. Það var ótrúleg reynsla
að koma þangað aftur. Ég lagðist í að skoða og
endurskoða, bæði borgina og listasöfnin. En það
er auðvitað ekki bara borgin sem hefur breyst,
heldur ég líka. Sagt er að öll ferðalög eigi sér
stað á tveimur sviðum, og er það ferðalag sem á
sér stað í hausnum á manni ekki síður mik-
ilvægt. Ég kom alla vega til baka endurnærður
og uppfullur af hugmyndum, og kláraði flestar
myndirnar sem ég er að sýna hér eftir að ég
kom aftur til Kaupmannahafnar.“
Að vera glaður málari
Tryggvi sýnir rúmlega þrjátíu málverk í Bak-
salnum í Galleríi Fold, sem öll eru ný, máluð á
undanförnu hálfu ári. Þar má greina hin einföldu
og opnu myndform og þá sterku hreinu liti sem
e.t.v. hafa orðið æ skýrari í málverki Tryggva
síðustu ár. Hann segist þó ekki geta tekið undir
neinar greiningar á þróuninni í sínu málverki,
segist einfaldlega mála það sem hann hafi áhuga
á og einbeita sér að myndmáli hvers verks fyrir
sig. „Ég geri mér í raun ekki sjálfur grein fyrir
því í hvaða átt ég er að fara, eða hvaða þróun ég
fylgi í stíl eða þess háttar. Það sem ég þó get
sagt er að mér finnst ég orðinn flinkari í teikn-
ingu forma og meðferð lita, en áður. Mér finnst
ég sem sagt ráða betur við þá framsetningu sem
ég vil vinna með. Það má kannski lýsa mér best
sem glöðum vitleysingi sem heldur bara alltaf
áfram að mála. Þetta er nokkuð sem er voða lítið
í tísku núna, að vera glaður. Hvað þá glaður
málari. En ég er ekkert í tísku og hef aldrei ver-
ið það,“ segir Tryggvi.
– Einhvers staðar sagðistu hafa ákveðið að
verja ævinni í leit að eigin tungumáli.
„Já, það er alveg rétt. Það sem ég hef verið að
gera í gegnum tíðina er að finna út hvað ég vil
hafa í myndunum mínum og hvernig. Ég hef
fundið ákveðna leið í því, og það er þetta tungu-
málið sem ég er stöðugt að tala.“
– Hin líkamlegu form sem margir þekkja ef til
vill í verkum þínum eru sterk í myndunum sem
þú ert að sýna hérna?
„Já. Þau tengjast umfjöllun minni um lífið,
sem er e.t.v. mótuð af ákveðinn lífsskoðun.
Þannig er að maðurinn hefur trúað því allt frá í
árdaga kristninnar að hann sé herra sköpunar-
verksins. Þetta er ein af hinum stóru lygum
mannkynsins, og gyðingdómsins, þ.e. að mað-
urinn sé hafinn yfir í fyrsta lagi konuna og síðan
dýr merkurinnar. Mín trúarbrögð eru hins veg-
ar þau að lífið eigi sér ákveðið samhengi, þar
sem allt hangir saman til jafns við annað, mað-
urinn, snigillinn, kaffikannan. Málarinn er síðan
svo heppinn að geta logið ennfrekar til um þess-
ar stærðir, gert hversdaginn að skáldskap,“ seg-
ir Tryggvi.
– En hvaðan koma þessi nýju mótíf sem gera
vart við sig í verkum þínum, og minna ef til vill á
höfuðkúpur. Er dauðinn orðinn nálægur í um-
fjöllun þinni um lífið?
Dauðinn gerir
lífið merkilegt
„Já, ég var fyrst spurður að því fyrir tveimur
til þremur árum, hvort þetta væru einhverjar
vangaveltur um dauðann og það er sennilega
rétt. Ég hugsa miklu meira um dauðann nú en
nokkru sinni fyrr og það gera eflaust allar
manneskjur þegar þær eldast. En fyrir vikið
finnst mér lífið kannski enn merkilegra en áður.
Því dauðinn gerir lífið merkilegt og vitneskjan
um hann fær mann til þess að kunna að meta líf-
ið enn meira. Þetta eru engin ný sannindi, en
hver og einn hefur gott af því að skilja þetta.
Mér finnst t.d. miklu meira kraftaverk en
nokkru sinni fyrr að sjá nýfætt barn. Ég eign-
aðist nýtt barnabarn í byrjun mars og sá hana
fyrst núna á laugardaginn…alveg ótrúlegt,“
segir Tryggvi, hristir höfuðið og tekur andköf af
aðdáun.
„En ég er mjög glaður að vera enn fær um að
sjá lífið í allt að því barnslegri hrifingu, ég er
hvergi nærri búinn að fá nóg af því en ég hef
breyst og þroskast, þó að hægt fari.“
Sýning Tryggva Ólafssonar í Galleríi Fold
stendur til 9. júní.
LÍFIÐ ENN MERKI-
LEGRA EN ÁÐUR
„Sagt er að öll ferðalög
eigi sér stað á tveimur
sviðum, og er það ferða-
lag sem á sér stað í hausn-
um á manni ekki síður mik-
ilvægt,“ segir Tryggvi
Ólafsson listmálari sem
kominn er heim með á
fjórða tug nýrra málverka í
farteskinu. Hann opnar
sýningu í Galleríi Fold í
dag og ræddi HEIÐA
JÓHANNSDÓTTIR við
hann af því tilefni.
Morgunblaðið/Þorkell
„Ég er ekkert í tísku og hef aldrei verið það. Það má kannski lýsa mér best sem glöðum vitleysingi
sem heldur bara alltaf áfram að mála,“ segir Tryggvi Ólafsson sem opnar málverkasýningu í dag.
heida@mbl.