Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.2002, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 25.05.2002, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 25. MAÍ 2002 A ERNOUT Mik er einn af virtustu myndlistarmönn- um Hollendinga. Hann býr í Amsterdam, þar sem hann vinnur að myndlist sinni og kennir við Ríkis- akademíuna þar í borg. Hann hefur tekið þátt í fjölda einka- og samsýninga víða um heim og sýnt fyrir Hollands hönd á Sao Paulo-tvíær- ingnum, og á Feneyjartvíæringnum. Í list- sköpun sinni hefur Aernout notast markvisst við myndbandsmiðlun og rýmismótun í athug- un sinni á félagslegum afstæðum í veru- leikanum og má segja að hin vandlega svið- settu, leiknu en hljóðlausu myndbandsverk séu orðin hans auðkenni í listinni. Framsetningin á myndbandsverkunum er þó grunnatriði á sýn- ingum Aernout, þar skapar hann nýtt rými innan sýningarrýmisins, sem færir áhorfand- ann í meiri nálægð og ákveðna afstöðu við myndbandsverkið. Þannig hefur verkum Aernout verið lýst sem myndbandsinnsetning- um, sem samanstanda af samspili vídeóverk- anna og tilbúins rýmis. „Það má segja að ég hafi verið mjög upptekinn af því að skoða birt- ingarmyndir veruleikans, einkanlega í mynd- bandsverkunum. Þau gerast einhvers staðar á mörkum skáldskapar og veruleika og fjalla um umskiptin þar á milli. Þau sýna veruleika sem reynist vera tilbúningur eða samsettan veru- leika sem virðist sannur. En um leið hef ég allt- af verið mjög upptekin af virkni sýningarrým- isins sem slíks, og að skapa umhverfi sem tekur mið af stöðu sýningargestsins, og gerir reynslu áhorfandans að órjúfanlegum þætti í myndbandsinnsetningunni,“ segir Aernout. Eldri og nýrri verk Aernout Mik var gestakennari við myndlist- ardeild Listaháskóla Íslands fyrir rúmu ári og myndaði þar þau tengsl við íslenskt listalíf sem urðu til þess að hann sýnir nú í Nýlistasafninu. „Ég kynntist þar m.a. Tuma Magnússyni myndlistarmanni og hefur hann tekið að sér hlutverk sýningarstjóra. Á sýningunni verð ég með fjögur myndbandsverk sem öll hafa verið sýnd á einum stað áður, en sýningin í heild er nokkuð sem verður til í samhengi við rýmið sem ég vinn með hér,“ segir Aernout. Umrædd myndbandsverk nefnast, „Three Laughing and Four Crying“, „Territorium“, „Glutinosity“, og „Middlemen“ og segir Aern- out þau gerð á ólíkum tímabilum. „Ég blanda saman eldri verkum sem ég vann snemma á tí- unda áratugnum og nýrri verkum, frá síðasta ári. Í verkunum vinn ég iðulega með hugmynd- ina um litla hópa fólks sem staðsettir eru í ákveðnum aðstæðum og tilteknu umhverfi. Umhverfið er kunnuglegt en í verkunum hef ég endurskapað aðstæðurnar með tilbúningi. Í eldri verkunum vísuðu þessar aðstæður til lok- aðra og afmarkaðra rýma, s.s. heimilis eða vinnustaðar svo dæmi séu nefnd. Undanfarið hefur áherslan hins vegar færst yfir á opinber- an vettvang og fjölmiðlaímyndir. Þessum verk- um hef ég síðan smíðað ákveðið rými í sýning- arsal Nýlistasafnsins þar sem ég nýti mér lengd salarins og ítreka hana með því að skera salinn að endilöngu. Síðan leitast ég við að skapa gangleið fyrir áhorfandann sem er allt að því „lífræn“ og hlykkjast í bugðum og út- skotum ýmiss konar eftir rýminu endilöngu. Þannig glatar áhorfandinn heildaryfirsýn yfir rýmið sem hefur áhrif á upplifun hans af myndbandsverkunum.“ Aernout hefur skipað eldri verkunum í ann- an enda herbergisins, og hefur hann með- höndlað rýmið þar á annan hátt en í þeim hluta sýningarsalarins sem hinn nýrri verk eru. „Myndbandsverkin sem vísa til hins opinbera umhverfis eru felld inn í rými með háum veggj- um, sem skapar meiri fjarlægðarupplifun en hinum megin, þar sem veggir eru lægri og til- finningin verður persónulegri og nánari.“ Aernout leggur mikla áherslu á að skapa ná- in tengsl milli þess veruleika sem á sér stað í myndbandsverkunum og skynjunar áhorfand- ans. Hann gerir tilraun með slíka speglun í herbergi inn af stigaganginum sem liggur upp á aðra hæð hússins við Vatnsstíg 3, þar sem ný salarkynni Nýlistasafnsins eru nú til húsa. Herbergið er lítið og þar hefur listamaðurinn komið fyrir púðum og teppum svo sýningar- gesturinn geti látið fara þar vel um sig. „Ef fólk staldrar við í herberginu skapast mjög áhugaverð framlenging á því sem ég kanna í myndbandsverkunum og lýtur að því hvernig hópar misókunnugs fólks haga sér í afmörk- uðum aðstæðum. Þar kemur fram ákveðin tog- streita og samskiptamynstur, sem mótast af ákveðnum félagslegum reglum og persónuleg- um, tilfinningalegum viðbrögðum. Þessar að- stæður geta átt við um einhver þeirra afmörk- uðu herbergja sem myndböndin eru sviðsett í, en getur einnig átt við um gesti í sýningarsal. Mér líkar það sérstaklega vel þegar slík tengsl myndast því ég lít ekki á mig sem vídeólista- mann, frekar sem skúlptúrista, þar sem skilin milli verksins, skynjunar áhorfandans og um- hverfisins í kring eru opnuð upp á gátt,“ segir Aernout. Mannlíf í klösum Sagt hefur verið um verk Aernouts Mik að þau kanni hið félagslega umhverfi okkar og varpi ljósi á ósýnilega innri byggingu þess, sem einkennist af togstreituni milli einstak- lingsvitundar og múgmennsku. Aernout segir þessa sýn tilkomna af hans eigin skynjun á um- hverfinu. „Í þeim sjónrænu miðlum sem við eigum að venjast í samtímanum, s.s. kvik- myndum og myndböndum, liggur megin- áherslan á könnun á sálarlífi tiltekinna sögu- hetja og einkennist nálgunin af áherslu á einstaklinginn. Ég sé umheiminn miklu frekar í ljósi stærri eða smærri hópa fólks, þar sem hver um sig færist frá einum hópi til annars, en afstæðurnar fela alltaf í sér klasa af hópum í tilteknu umhverfi, eða ákveðnum fjölda líkama sem afmarkast af ákveðnu rými. Það sem er síðan áhugavert að mínu mati er hvernig þess- ir hópar mynda ákveðna lífræna heild, þar hver og einn líkami í senn sjálfstæð eining í rýminu, og hluti af umhverfðri heild þar sem mörkin milli einstakra líkama eru óljós.“ Samtalið beinist nú aftur að myndbands- verkum Aernouts, og er hann spurður hvort þau séu nokkurs konar tilraunir um ofan- greindar afstæður einstaklinga í tilteknu rými. „Já, en ef til vill tek ég mér dálítið skálda- leyfi við sköpun hinna afmörkuðu aðstæðna. Ég hef bæði litið til smærri rýma, eins og vinnustaða, heimilis, eldhúss eða óskilgreinds herbergis, til hins opinbera vettvangs, t.d. í verkinu sem lýsir nokkurs konar uppþoti. En persónurnar sem ég set inn í hvert og eitt rými falla ekki alltaf að þeim hugmyndum sem fólk gerir sér almennt af aðstæðunum. Ég hef til dæmis sett hóp af gömlum mönnum inn í dæmigert fjölskyldueldhús. Þannig er tilgang- urinn ekki sá að búa til nákvæmar eftirmyndir kynnuglegra rýma, heldur að skapa aðstæð- urnar þannig að þær séu þekkjanlegar en þó nógu ókennilegar til að fá sýningargestinn til að endurskoða bæði aðstæðurnar sem hann sér og þá ímynd sem hann ber með sér í hug- anum t.d. af „heimilinu“ eða „fjölskyldunni“. Í nýrri verkum hef ég beint sjónum í auknum mæli ímyndum og aðstæðum sem flestir fá ein- göngu úr fjölmiðlum. sem við sjáum t.d. í fjöl- miðlum,“ segir Aernout. Áföll og katastrófur Verkið „Middlemen“ mætti nefna sem dæmi um aðstæður sem birtast okkur ítrekað í fjöl- miðlum, en þar setur Aernout á svið verðbréfa- þing, þar sem hegðun hinna jakkafataklæddu verðbréfamiðlara ber vitni um að einhvers konar áfall hafi átt sér stað. Pappír liggur um víð og dreif og fas skrifstofumannanna ein- kennist af allt að því lamaðri óvirkni. Við og við rennur þó æði á einn og einn verðbréfamiðl- aranna sem hleypur fram og aftur þar til að allt leggast aftur í sama farið. Verkið sýndi Aern- out upphaflega í Japan en eftir voðaverkin í New York 11. september hlaut myndbands- verkið skyndilega nýtt og ógnvænlegt sam- hengi. „Já, verkið hefur vakið annars konar at- hygli eftir hörmungarnar í New York en það gerð áður, en upphaflega sýndi ég „Middle- men“ í Japan, þar sem mikil efnahagskreppa var að leggja mark sitt á samfélagið. Verkið fékk því einnig aukið vægi í því samhengi. En þannig er nú með verkin að þau vísa til sam- félagslegarar reynslu, framsetja almennar ímyndir og eiga því erindi við samtímann um- fram þá stund sem þau eru búin til,“ segir Aernout. „Middlemen“ birtir skýrt tilfinningalega upplifun sem algeng er í verkum Aernouts. „Ég veit ekki afhverju, en persónurnar í verk- unum sveiflast iðulega milli andstæðra póla í tjáningu. Annars vegar stirðna þær í allt að því katatónískri leiðslu, þar sem lokað er algerlega á vitundina um návist hinna, þrátt fyrir að hin líkamlega og rýmistengda nálægð sé greinileg og til staðar. Hins vegar eiga þær til að brjót- ast fram í líkamlegu offorsi, sem virkar „óvið- eigandi“, óþægilegt eða átakanlegt í hinu af- markaða samhengi.“ –Nú eru myndböndin þín unnin við mjög stýrðar aðstæður. Hvernig kemur það heim og saman við þær tilraunaforsendur sem við kom- um inn á áðan? „Ég vinn myndböndin nokkurn veginn eins og kvikmynd, og nota stundum fleiri en eina tökuvél. Undirbý vandlega ákveðið svið og búninga og fæ leikara til að framkvæma ákveð- ið ferli. Leikararnir eru hins vegar iðulega óreyndir og byrja ég alltaf að taka upp án þess að hafa æft nokkuð. Þegar ég byrja svo um- svifalaust að mynda og leikstýra hópnum kem- ur það iðulega mjög flatt upp á hópinn. Þannig verður til ákveðin taugaspenna bæði hjá mér og leikurunum sem skapar svigrúm fyrir hið óvænta. Því má segja að ég noti þessar stýrðu aðstæður til þess að skapa ákveðið stjórnleysi. Þá leysist úr læðingi orka sem getur af sér alls kyns hluti,“ segir Aernout Mik að lokum. Sýningin Aernouts Mik stendur til 30. júní og er haldin í nýjum sal Nýlistasafnsins að Vatnsstíg 3. Opnunin verður í dag, laugardag, klukkan 16. heida@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart „Ég sé umheiminn sem samsafn hópa í tilteknu umhverfi,“ segir hollenski myndlistarmaðurinn Aernout Mik, sem sýnir í Nýlistasafninu. LÍKAMAR Í AFMÖRKUÐU RÝMI Framlag Nýlistasafnsins til Listahátíðar í Reykjavík er að þessu sinni sýning hollenska myndlistar- mannsins Aernout Mik. HEIÐA JÓHANNSDÓTT- IR ræddi við Aernout um myndlist hans.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.