Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.2002, Qupperneq 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. JÚNÍ 2002
T
ÓNLISTIN sem hér er til um-
fjöllunar er þeirri náttúru gædd
að renna heldur auðveldlega úr
skilgreiningargreipum popp-
fræðinga. Merkimiðinn „raftón-
list“ segir í raun réttu harla lítið
enda styðst flest tónlist í dag við
rafmagn á einn eða annan hátt
(!). Og ekki batnar það þegar við erum farin
að ræða um þessa raftónlist í dægurtónlist-
arlegum skilningi. Útskýringa – og það nokk-
uð nákvæmra – er því þörf og affarasælast að
demba sér í þær strax, svo eitthvað gagn og
gaman sé nú hægt að hafa af þessari grein.
Hér er nefnilega skýr greinarmunur gerð-
ur á raftónlist í „sígildri“ merkingu orðsins og
þeirrar dægurtónlistarlegu en báðar stefnur
eru nefndar raftónlist (sú „sígilda“ er reyndar
í mun meiri mæli kölluð elektrónísk tónlist).
Hér fer því ekki úttekt á Varèse, Stockhau-
sen, Cage og félögum frekar en að fjallað
verði um brautryðjendastarf Magnúsar Blön-
dal Jóhannssonar hér á landi.
Með raftónlist, í dægurtónlistarlegum
skilningi, er átt við tónlist sem styðst eink-
anlega við tölvur, hvað varðar tilurð, flutning
o.s.frv. Undir þetta má fella allar „dans“-tón-
listarstefnur samtímans (aftur, hér er ekki
verið að tala um Max Greger eða Caprítríóið)
eins og hús (e. house), taktbrot (e. breakbeat),
tæknó (e. techno), trommu- og bassa (e.
drum’n’ bass) og svo má telja. En einnig til-
raunakennda tónlist, eins og óhljóðalist, til-
raunakennt rafpopp, hin ýmsu afbrigði af
sveimi o.s.frv.
Með tímanum virðist sem svo, að stefnur,
eða réttara sagt nöfn þeirra, bæti á sig merk-
ingargildi og víkka þær þá út. Þungarokk í
dag á ekki lengur við þungt rokk einvörðungu
heldur er þetta regnhlíf yfir hundruð und-
irstefna og orðið felur í sér lýsingu á
ákveðnum lífsstíl og -viðhorfum. Líku er farið
með opið orð eins og „raftónlist“. Það tengist
ákveðnu fólki, ákveðinni tónlist og ákveðnu
lífsmunstri þó að orðið sjálft vísi eingöngu til
þess að tónlist sé búin til með tilstuðlan raf-
magns. Þannig að þegar talað er um raftónlist
í „réttum“ hópi er „réttur“ skilningur lagður í
orðið. En hvað með það, áfram með smjörið!
00000001
Það er rétt að taka það fram, áður en lengra
er haldið, að vissulega getur heimur dægur-
tónlistar og sígildrar í þessum efnum skarast.
T.a.m. er erfitt að staðsetja það sem Hilmar
Jensson og Skúli Sverrison hafa verið að gera
í tónlist sinni, og einnig er margt af því sem
hið tónelska Tilraunaeldhús hefur staðið fyrir
þrándur í götu skilgreiningarsinnans. En ég
er þeirrar skoðunar að einhvers staðar verði
að greina á milli, til auðveldunar á skilningi.
Tek þó afar skýrt fram að með því er ég ekki
að leggja neinn pólitískan dóm á þessar stefn-
ur. Tónlist er tónlist og engar refjar.
En nú er tímabært að þrengja umræðuna
nokkuð. Fyrir um 15 árum eða svo fór það
sem í daglegu tali er kallað danstónlist að
stíga upp úr sveittum klúbbum í Bandaríkj-
unum og fór að gera strandhögg víða um
heim. Upp úr 1990 fór svo danstónlistin, eða
tæknóið að sölsa undir sig æ fleiri lendur, að
ekki sé talað um eyru áhugasamra hlustenda.
Formið flæddi og inn í aðrar stefnur sem fyrir
voru, og gaf dansvæna tölvutónlistin rokkinu
t.a.m. gott spark í rassinn. Tæknóið blómstr-
aði því ekki bara, heldur sprakk það út með
látum og sundraðist í æ fleiri undirstefnur,
sumar þeirra svo afbyggðar frá hinu uppruna-
lega að það var/er illmögulegt að dansa við
þær! Það sér reyndar ekki enn fyrir endann á
þessari þróun og poppfræðingar viðurkenna
almennt að hvergi séu meiri sóknarfæri (æ,
maður er nýkominn úr kosningahamnum) eða
nýsköpun og í dans/raf/tæknótónlistinni.
Þessir straumar náðu að sjálfsögðu fljót-
lega til stranda hins nýjungagjarna og tækni-
vædda Íslands sem umfaðmaði þá þegar.
Framan af var starfsemin kirfilega neðan-
jarðar, en raftónlistin er, mætti segja, í eðli
sínu list þeirra sem láta verkin tala og eru lítt
fyrir að trana sér og sinni persónu upp á allt
og alla, líkt og er lenska rokkarana.
Upp úr 1995 fer þó ýmislegt að gerast hér
og fleiri og fleiri tæknóhausar fara að gægjast
upp úr holunum. Með aukinni þróun, hvað
tækni og tónlist varðar, fór hinn alþjóðlegi
raftónlistarheimur að skreppa saman, hægt
og bítandi, og fyrr en varði fór Ísland að verða
hin ásættanlegasta gerjunarstöð í þessum
geira. Útþrá íslenskra raftónlistarmanna,
samfara útflutningi á tónlist þeirra, tók að
vaxa og heimsóknum erlendra listamanna,
hvort sem er til spilamennsku eða tónlistar-
gerðar fjölgaði einnig.
00000002
Ýmsir aðilar og/eða viðburðir hafa vegið
þyngra en aðrir, hvað framþróun hins ís-
lenska raftónlistarsamfélags varðar. Hér er
því rétt að henda fram nokkrum tímapunkt-
um: Árið 1995 stóð Þórhallur Skúlason fyrir
stofnun útgáfufyrirtækisins Thule, sem síðan
þá hefur vaxið jafnt og þétt og stendur nú fyr-
ir töluverðum útflutningi á íslenskri raftónlist
af öllum gerðum að heita má. Um líkt leyti
gekk Sigtryggur Berg Sigmarsson í hljóm-
sveitina Stilluppsteypu sem fram að því hafði
spilað tilraunakennda pönktónlist. Ásamt
þeim sem fyrir voru, Heimi Björgúlfssyni og
Helga Þórssyni, hófst hann handa við að búa
til löng og tormelt verk sem nálguðust hreina
hljóðlist, eður óhljóðalist. Stilluppsteypa átti
eftir að ná langt, í þeim litla geira sem hún
starfar í, og nýtur nú vinsælda og virðingar
um allan heim. Útgáfur hennar eru orðnar
fjölmargar og selst hið smáa upplag – ef mið-
að er við heimsmarkaðinn – af hverri plötu
iðulega upp. Stilluppsteypa eru sannarlega
minni háttar stórstjörnur í heimi tilrauna-
kenndrar raftónlistar, eins afkáralega og það
kann að hljóma.
Ári síðar, 1996, fóru þeir Eldar Ástþórsson
og Arnþór Sævarsson í loftið á X-inu með út-
varpsþáttinn Skýjum ofar, hvar eingöngu var
leikin trommu- og bassatónlist. Eldar og Arn-
þór eru drífandi menn og í kjölfarið var staðið
fyrir hinum og þessum uppákomum út um all-
an bæ. Þetta vatt þannig utan á sig að nú eru
nær allir helstu trommu- og bassasnúðar bún-
ir að heimsækja landann, margir í gegnum
hin mjög svo virku Virknikvöld. Síðastliðin
fimm ár hefur sókn erlendra plötusnúða al-
mennt í Ísland reyndar stóraukist og heim-
sóknir erlendra plötusnúða hingað eru orðnar
að reglulegum viðburði, frekar en hitt.
Í apríl 1999 var Tilraunaeldhúsið stofnað,
með það að markmiði að kanna útmörk tón-
listar á hina ýmsustu vegu. Hróður kokkanna
sem þar elda hefur fyrir löngu borist langt út
fyrir eldstóna og á síðasta ári kom út plata þar
sem ekki ómerkari listamenn en þeir Barry
Adamson og finnski naumhyggjutæknódúett-
inn Pan Sonic leiddu saman rafhesta sína. Sá
diskur, og fleiri útgáfur frá Eldhúsinu, hafa
nú fengið dreifingu um allan heim og seljast í
þúsundum eintaka.
Um jólin sama ár kom út fyrsta breiðskífa
rafpoppkvartettsins múm, Yesterday was
Dramatic – Today is OK. Sú plata vakti gríð-
arlega athygli erlendis og í framhaldinu gaf
þýska útgáfufyrirtækið Morr Music, sem er
virt mjög, út endurhljóðblöndunarskífu þar
sem þýskir raflistamenn tóku múmlög
traustataki.
Allt þetta eru góð dæmi um gróskuna sem
verið hefur í íslenskum rafheimi undanfarin
ár. Öll þessi athafnasemi hefur að sjálfsögðu
komið róti á fólk, hérlendis sem erlendis, og
má kannski segja að það sé búið að koma á há-
hraðatengingu á milli íslensks raftónlistar-
heims og þess útlenda.
00000003
Það sem hefur haft gríðarlega mikið að
segja um þessi mál öll er einmitt það sem ýjað
er að í lokin á kaflanum á undan. Tæknin. Hún
hefur allt að segja, þá sérstaklega í tónlist
sem byggir þetta mikið á tölvutækninni.
Hlutur sem mörgum er farið að þykja svo
gott sem sjálfsagður, rafpósturinn, er t.a.m.
búinn að umbylta öllum samskiptum og sam-
skiptaformum síðustu árin. Hvað tónlistariðk-
un varðar eru menn að senda á milli sín mynd-
ir, texta, myndbönd og tónlist; þvers og kruss
um heiminn og skiptast þar á skoðunum.
Viðamiklum síðum og gagnabönkum er þá
haldið úti á veraldarvefnum þar sem allir, gef-
ið að þeir séu tengdir, geta fylgst grannt með
þróun mála, kjósi þeir svo.
Frammámenn í raftónlistargeiranum eru
allir sammála um að þessi þróun hafi haft afar
mikið að segja um vöxt og viðgang tónlistar-
formsins.
Rétt er og að benda á að raftónlistarmark-
aðurinn er lítill, og er þá næstum því sama til
hvaða geira er litið. Það er ekki eingöngu
vegna þess hversu Ísland er frábært og æð-
islegt, að t.d. allir helstu trommu- og bassasn-
úðarnir hafa kíkt hingað á klakann. Ástæðan
liggur líka í smæð trommu- og bassageirans.
Saman með greiðum og tíðum netsamskipt-
um, og ástríðu listamannanna, er kannski
ekki skrýtið að heimsóknirnar hafi verið jafn-
algengar og raunin er.
Það er einnig staðreynd að þótt að umsvifin
séu sannarlega mikil hjá raftónlistarfólki, þá
fara þau ekkert afskaplega hátt. Einkum
tvær ástæður liggja að baki þessu, og snúa
þær í fyrsta lagi að innra skipulagi útgáfa en í
öðru lagi að menningarlegri hlið tónlistarinn-
ar.
Þeir sem starfa dags daglega í þessum
heimi eru sammála því að boðleiðir séu al-
mennt séð fremur greiðar og auðveldar.
Kristín Björk Kristjánsdóttir hjá Tilrauna-
eldhúsinu orðaði þetta skemmtilega við grein-
arhöfund þegar hún setti muninn á stærri fyr-
irtækjum og minni fram þannig að hjá þeim
fyrstnefndu snýst þetta um að selja eina plötu
í 200.000 eintökum en hjá þeim síðarnefndu
um að selja 200 plötur í 1.000 eintökum. Það
má því ljóst vera að hver útgáfa er ekki kynnt
með lúðrablæstri og söng enda í raun óþarfi.
Hér er verið að fást við lítinn, en traustan, við-
skiptamannahóp sem hugnast tilraunakennd
tónlist fremur en sú sem syndir í megin-
straumnum. Já, jaðartónlist var það heillin.
Kristín benti líka réttilega á að fólk innan
þess geira sem hún starfar við, tilraunatón-
listar, er eðli málsins skvt. jafnan opið fyrir
tilraunum og reiðubúið að kasta sér í blindni í
djúpu laugina ef svo ber undir. Útgáfur og
starfsemi þeirra sem stunda svona tónlist að
einhverju marki eru þá jafnan margar og allt-
af virðast mörg járn vera í eldinum. Hver var
svo að segja að það væri ekki hægt að lifa af
tónlist?
Svo haldið sé áfram að velta fyrir sér ein-
kennum raftónlistarinnar þá hefur löngum
verið kvartað yfir því að þeir sem leggi stund
á raftónlist séu oftar en ekki hlédrægir kúr-
istar, sem feli sig á bakvið tölvurnar sínar,
spili sjaldan eða ekki á tónleikum, og hangi
mestan partinn heima í svefnherberginu, hvar
þeir forrita sína tónlist í friði og spekt. Það
þarf ekki að koma á óvart að þessar gagnrýn-
israddir berast einkum úr rokkheimum, sem
með því eru í raun á dólgslegan hátt að varpa
gildum og viðmiðum sem eiga við þá tónlist yf-
ir á form sem lýtur allt öðrum lögmálum.
Það er líka svolítið erfitt að reyna að alhæfa
um að ástundendur raftónlistar séu einrænar
manngerðir. Það á t.d. sjaldnast við þá sem
stunda tilraunakennda raftónlist og ef eitt-
hvað er þyrfti að skilyrða þetta við dansdeild-
ina. En eitt lítið dæmi úr rokkheimum skýtur
þessa fullyrðingu í raun niður. Þegar dauða-
rokkið var og hét, sem seint myndi teljast ró-
lyndisleg og „inni í sig“ tónlist, var fremur
einkennandi hversu feimnir og hlédrægir for-
sprakkarnir voru. Oftar en ekki djúphugsandi
tónlistarmenn sem fóru margir hverjir í fram-
haldsnám í sígildri tónlist, er hinum stuttlífa
dauðarokksstormi linnti hér á landi.
00000004
Hér hefur verið stiklað á stóru í gegnum
hin tvískipta heim raftónlistar á Íslandi; hin
dansvæna og hin tilraunakennda og reynt að
leggja mat á það hvað það er sem gerir hann
svona virkan en um leið frekar falinn fyrir
augum almennings. Eins og fram kemur
þekkja umsvif þessa heima ekki landamæri og
í gegnum notendavæna tækni og ástríðufulla
athafnasemi þjóta skilaboðin, tónlistin og
áætlanirnar út um allan heim, þveran og endi-
langan. Hér er allt því opið um leið og það er á
vissan hátt lokað. Notendavæn tækni gerir
áhugasömum það auðvelt að tengjast þessum
heimum, en svo virðist sem heilbrigður
skammtur af fyrirhöfn þurfi og að fylgja með,
því það er langt í frá verið að ota þessu að
fólki, eins og svo oft er gert með rokkið/popp-
ið. Áunninn smekkur er þetta víst kallað er-
lendis.
Það er allt að gerast í íslenskri raftónlist
um þessar mundir. En munið bara að hafa
augun opin og eyrun sperrt.
RAF-
MÖGNUÐ
STEMMNING
Gott gengi íslenskrar raftónlistar, í dægurtónlist-
arlegum skilningi, hefur farið skammarlega lágt
hérlendis. ARNAR EGGERT THORODDSEN
skoðaði þennan lifandi en um margt dulda tónlist-
argeira og velti fyrir sér inntaki hans og eðli.
Morgunblaðið/Arnaldur
Biogen, listamaður hjá Thule, dansar hér dátt við rífandi raftóna. Íslensk raftónlist er í
mikilli gerjun um þessar mundir og hefur reyndar verið um árabil.
TENGLAR
..........................................................
www.breakbeat.is
www.kitchenmotors.com
www.thulemusik.com
www.fire-inc.demon.nl/stilluppsteypa
www.noisedfisk.com/mumweb
arnart@mbl.is