Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.2002, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.2002, Síða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. JÚNÍ 2002 9 brátt öðluðust menn líka þekkingu á flotjafn- vægi jarðskorpunnar. Skorpan fjaðrar og sígur undan auknu fargi en rís ef farginu léttir. þannig t.d. rís hálendi Íslands heldur hærra úr sjó en væri ef möttulstrókur dældi ekki heitu og léttu efni upp undir landið. Íslensku fjöllin eru ekki fellingafjöll heldur eingöngu úr gosefnum eða djúpbergi (kviku- innskotum sem storknað hafa neðanjarðar); m. ö. o. ýmist eldfjöll eða rofleifar. Há fjöll innan eldvirku svæðanna (á fjórðungi landsins) eru öll mynduð við eldvirkni. Á Snæfellsnesi ber mikið á Snæfellsjökli en á svæðinu frá Reykja- nesskaga og norðaustur um til Öxarfjarðar eru mörg há fjöll á breiðu belti. Sum eru móbergs- stapar úr gosum undan ísaldarjökli, t.d. Hlöðu- fell og Herðubreið, en annað eldkeilur eða leif- ar stórra eldfjalla, t.d. Hekla, Eyjafjallajökull, Kverkfjöll, Öræfajökull. Tindfjöll og Snæfell. Á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi vestra og Austurlandi eru fjöllin flest búin til úr gömlum, sundurgröfnum hraunlagabunka, eldri en 3 milljóna ára. Þetta eru jökulsorfnir, hvassir tindar á borð við Kaldabak fyrir vest- an, Þverártindsegg við Kálfafellsdal og Bú- landstind við Berufjörð eða kistulaga fjöll á borð við Esjuna, Kerlingu við Eyjafjörð, Dyr- fjöll eða Bjólfinn við Seyðisfjörð. Nokkuð er um djúpbergsinnskot sem sjást vegna þess að rof og veðrun hafa fjarlægt bergið umhverfis þau og land risið við fargléttinn, t.d. Vestra- horn. Öll eru þessi fjöll ólík en þó með þeim hætti að við horfum til þeirra aftur og aftur, viljandi eða ósjálfrátt. Á ári fjallanna er rétt að minna á að það þarf að hyggja að fjöllunum með ýmsum öðrum hætti; m.a. vernda þau og nýta af skyn- semi eins og aðra hluta náttúrunnar. Næst: Fólk og fjöll.Eldfjöllin Parinacota (6.330 m), virkt og keilulaga, og Pomerape (6.240 m), eldra og meira rofið, eru í Chile. Saman nefnast þau Systurnar tvær. Jugal Himal-fjallgarðurinn á landamærum Nepal og Tíbet. Hæst ber Lonpo Gang (7.038 m). Huyana Potosi (6.088 m) er dæmigerður Andestindur í Bólívíu, myndaður við fellingahreyfingar. GU HRUKKUR...

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.