Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.2002, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.2002, Blaðsíða 11
semi sem fram fór. Nýjar sérdeildir litu dagsins ljós, hver af annarri, innra skólastarf í stöðugri endurnýjun og andrúmið engu líkt í íslenzku skólakerfi. Kennarafélag var stofnað 1970, nem- endafélag um leið og þörf var á nýjum lögum til að treysta grunninn enn frekar. Gylfi Þ. Gísla- son menntamálaráðherra sýndi málinu fljótlega mikinn skilning og skipaði nefnd til að endur- skoða lögin, jafnframt óskaði hann þess að þau hefðu samleið með frumvarpi um Kennarahá- skóla inn á Alþingi. Taldi raunar orka tvímælis að þau yrðu samþykkt að svo komnu, en væru þá komin inn á þing og það væri afar mikilvæg- ur áfangi. Því miður var ekki nægilegur metn- aður innan nefndarinnar að koma skólanum á háskólastig, menn hikuðu, nefndarstörf drógust í langinn með þeim afleiðingum að við sátum eftir. Öllum til undrunar voru Kennaraháskóla- lögin samþykkt í fyrstu atrennu og sú staða blasti við að MHÍ var kominn á neðra þrep í skólastiginu. Þessi óheillaþróun hafði niður- drepandi og afgerandi áhrif á allt skólastarfið næstu áratugi, gerði bæði skólastjórum og kennurum erfitt um vik.Hið fáránlega anna- kerfi að hætti bóknáms, að auk með sundurslit- inni kennslu tröllreið starfinu, námið eiginlega í námskeiðaformi. Skólinn þandist út, um skeið voru kennararnir komnir yfir hundrað, og um aðbúnað aðalkennara er best að hafa sem fæst orð. Grunnnámið stytt í eitt ár, þótt sú staða væri komin upp að nemendur vildu helst lengja það í þrjú. Var þá einmitt að formast í sérnám með víðtækri fræðslu í lita- og formfræði, en slíkt gagnast á mörgum sviðum, ekki síst hönn- un og arkitektúr. Í stað þess að efla og styrkja sjálfstæði skólans sem þakið á allri sjónmennta- fræðslu á landinu er miðlaði rannsóknum sínum til annarra skóla, þróaðist innra starf hans í óskiljanlega títuprjónastarfsemi að hætti al- mennra skóla, skrifstofuhjassar, fundahalda- og tölvufíklar komust til áhrifa, listaskólaandrúmið kústað burt. Fylgifiskurinn áhuga- og metnað- arleysi, heimtur stórum verri hvað mætingar snerti, einkum er fram liðu stundir og í sumum deildum um hreinan sandkassaleik að ræða. Í lausformuðum skóla án markvissra laga og reglugerðar var erfitt að ráða við þetta, einnig sú undarlega staða viðvarandi að þeir voru litnir hornauga sem auðnaðist öðrum fremur að halda nemendum að vinnu. Niðurlag Megintilgangurinn með þessu skrifi er að vekja athygli á því að um leið og MHÍ varð deild í Listaháskóla Íslands virðist endanlega hafa verið valtað yfir flestar listiðnaðardeildir hans og ýmis upprunaleg stefnumörk, einkum hið skapandi handverk. Margra ára uppbyggingu ýtt út af borðinu, uppbyggingu sem sumir kenn- arar fórnuðu bestu árum ævi sinnar. Deildin nú sniðin að fyrirmynd erlendra listaháskóla marg- falt stærri þjóðríkja, í stað þess að líta til ís- lenzkra aðstæðna, grunnur hans styrktur og sérstaða efld. Enginn munur á honum lengur og erlendum listaháskólum, og um leið erum við orðin þátttakendur í mjög vafasamri þróun sem skilað hefur af sér áþekkum og stórum grunn- færðari vinnubrögðum um allan heim. Í stað sveigjanleika, flexibilitet, er komin einstefna, allir prófessorar deildarinnar af sömu kynslóð með svipað skoðanamynstur. Og í stað marg- þættrar þjálfunar, þekkingarleitar og rann- sókna á hlutunum er kominn tilbúinn aðfenginn námsgrunnur, sem skilar klæðskerasaumuðum listamönnum með áherslu á námsgráður. Í allri sögu listhugtaksins hefur þó til skamms tíma verið viðurkennt, að list er ekki hægt að kenna hvað þá meta til almennra prófgráða, nema sem gamanmál. Vandi kennaranna hefur því jafn- aðarlega verið, að þeir voru að miðla sértækum atriðum sem hvorki urðu greind né útskýrð á sama hátt og almenn raun- og hugvísindi. En þeir gátu kennt tæknina, rökrætt hlutina, lyft undir hugarflug nemenda og umfram allt hvatt þá áfram. Listamenn spretta upp, þeir óútskýrt lögmál, þar sem upplag, metnaður, dugur og framtakssemi ráða úrslitum, en hvorki skólar né prófgráður, síst að hætti bóknáms. En lista- skólar eru þó engu að síður mikilvægir og algjör forsenda þess að hæfileikar flestra nái að þrosk- ast, en hér þarf að fara að hlutunum af víðsýni og opnum huga, varast einstefnu og tilbúnar lausnir. Þótt svo Listaháskóli Íslands sé orðin stað- reynd, eftir nær 30 ára barning hvað mynd- listadeildina áhrærir, skal ekki litið framhjá því afdrifaríka slysi, að sjálfstæður Myndlistahá- skóli Íslands komst aldrei í gagnið. Hefði verið öllum greinum skapandi sjónmennta gríðarleg vítamínsprauta og gert skólann að einni þýðing- armestu og virtustu menntastofnun landsins, að því bar að stefna heilshugar. Þá ber einnig að líta til þess að margt innan MHÍ var faglega séð á háskólastigi og það eina sem þurfti til var lagalegur rammi og skilvirk reglugerð til að hin fyrrum gæfulega þróun héldi áfram af fullum þrótti. Nú brennur á hin mikla spurning; hvar sér þeim mörgu kennsluþáttum innan MHÍ stað í íslenzku skólakerfi, sem rutt var út af borðinu við þessi kaflaskil? Einneginn hvort Íslendingar hafi ein fárra menningarþjóða efni á að forsmá marga og mikilvæga grunnþætti í listmenntun og skapandi handverki? Yfirferð í grunnnámsdeild í lok sjöunda áratugarins, kennarinn Einar Hákonarson hlýðir á rýni greinarhöfundar á vinnu nemenda sinna. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. JÚNÍ 2002 11 Hver er uppruni listarinnar? SVAR: Þessari stóru spurningu er ekki auð- svarað í stuttu máli, ef reynt er að skoða mál- ið frá fleiri en einni hlið eins og því hæfir. Frá sögulegu sjónarmiði verður upphaf list- arinnar ekki tímasett eins og hver annar merkisatburður, svo sem fundur Vínlands, eða tilkoma einhverrar tækninýjungar, svo sem atómsprengjunnar, heldur væri nær að segja að það hverfi í grámóðu fortíðar og renni þar jafnvel saman við upphaf mann- kynsins sjálfs. Með talsverðum rétti má telja listþörfina til frumþarfa mannkyns, enda gerir hún vart við sig snemma í sögu þess líkt og í ævi hvers einstaklings þar sem hneigðin til leikja og til að búa sér til þykjustu-veröld er sterkust ein- mitt í frumbernsku. En til að komast nær sögulegu upphafi listarinnar, sem við höfum óneitanlega fjarlægst, hljóta að vera einkum tvær leiðir tiltækastar, annars vegar að leita til þeirra forsögulegu heimilda og menja sem við vitum elstar og hins vegar að skoða lífs- hætti þjóða, sem við teljum frumstæðar og enn fyrirfinnast á vorri alþjóðavæddu jarð- kringlu, með tilliti til stöðu listar meðal þeirra. Þar vekur athygli hve listin á sér fast- an sess og er tengd markmiðum sem telja má hagnýt og koma að gagni í lífsbaráttunni, svo sem það að hafa áhrif á ytri öfl, hvort sem þau teljast náttúrleg eða yfirnáttúrleg: veð- urguði, veiðidýr, sjúkdóma eða plágur – og því hafa menn hneigst til að rekja upphaf list- arinnar til galdra og særinga og bent í því sambandi á að orðið galdur hefur upphaflega merkinguna söngur, eins og orðið seiður. Þar fyrir utan fer ekki á milli mála að listin hefur frá öndverðu verið snar þáttur í sam- félagslegum tengslum manna í milli sem vett- vangur til að koma á framfæri boðskap og viðhorfum jafnt til lofs og til lasts og veita út- rás hinum margbreytilegustu tilfinningum þar sem menn sameinast í gleði eða sorg. Al- mennt talað má því segja að listin hafi haft hlutverki að gegna í viðleitni mannsins til að ná valdi yfir náttúrunni, náunganum og sjálf- um sér. Ekki er þó víst að með þessu séu öll kurl komin til grafar eða allt fengið með því að einblína á ýmis hlutverk sem listin hefur gegnt í lífi manna og sum hver kynnu allt eins að vera í verkahring annarra mennta eða vís- inda, heldur væri nær að leita einhvers sem mætti kalla séreðli hennar og spyrja af hvaða hvötum í sálinni listin sé sprottin og á hverju sú ánægja sem hún vekur byggist, án tillits til notagildis hennar. Þar hefur verið bent á þá ánægju sem menn hafa af eftirhermum og eftirlíkingum hvers konar, en listin felst ein- mitt í slíku að sögn fornra heimspekinga, og þeir hafa viljað tengja þá ánægju þekking- arþránni sem hverjum manni er í blóð borin, því að í eftirlíkingunni verði ljósara hvernig eitthvað sé. Ef betur er að gáð felst þekkingargildi list- arinnar þó ekki endilega í því að birta sem nákvæmasta eftirmynd eða spegilmynd hins áþreifanlega veruleika heldur að sjá hann í nýju ljósi og samhengi og draga þá fram hið almenna og dæmigerða fremur en hið ein- staka og tilviljunarkennda, það sem gæti gerst ekki síður en það sem gerðist og loks það sem ætti að vera jafnt því sem við blasir. Fyrir vikið kann sumum að finnast listin bera meiri keim af lygi en sannleika, enda hefur hún, nánar tiltekið skáldskaparlistin, verið skilgreind sem „hin fagra lygi“. En hvort sem við viljum bendla listina við sann- leik eða lygi eða líta á hana sem kynlegt sam- bland af hvoru tveggja, þá þarf ekki að fara í grafgötur um að hugtakið fegurð sé einhvers- konar lykilorð til skilnings og skilgreiningar á henni, enda talað um fagrar listir og sú fræðigrein sem fjallar um lögmál listar nefnd á vora tungu fagurfræði. Þetta þarf ekki að þýða að listin eigi að beinast alfarið að því sem fagurt er og sneiða hjá hinu ljóta og lágkúrulega, en þó má segja að í afhjúpun hins ljóta í ljótleika sínum felist skírskotun til hins fagra og hún hljóti í því að lúta kröfum um ákveðna markvísi og skipu- lag, samræmi og samhljóm, og því ekki út í hött þegar skáld hafa viljað setja jafn- aðarmerki milli fegurðar og sannleika. En fegurðin er annað og meira en umbúðir til að koma á framfæri einhverjum sannleika í eitt skipti fyrir öll heldur eitthvað sem veitir lista- verkinu varanlegt yndi og aðdráttarafl. Og þegar betur er að gáð er það fegurðin eða þrá- in eftir henni sem á ekki minnstan þátt í því að listaverk verði til, þar sem hún vekur og glæð- ir sköpunarþrána sem er einn angi getn- aðarþrár, frumafls alls lífs, og það er einmitt töframáttur hennar sem megnar að halda á loft og varðveita minnisverða reynslu kynslóð- anna og skapa þannig tengsl manna í millum, ekki einungis lifenda heldur og liðinna sem óborinna. Þannig má að lokum klykkja út með því að bæði þörf manna til að gera sér grein fyrir umhverfi sínu og ná valdi yfir því og þrá- in til að njóta fegurðar eigi sinn þátt í tilurð þess margþætta fyrirbrigðis sem við nefnum listaverk, enda hefur listinni löngum verið tal- ið ágætis að hún sameini hið gagnlega hinu ánægjulega: utile dulci eins og sagt er á latínu. Kristján Árnason bókmenntafræðingur. Getur mannsaugað greint gervihnetti í kíki á jörðu niðri? SVAR: Svarið er tvímælalaust já og það þarf ekki kíki til. Samkvæmt NASA eru um 2.700 starfhæf gervitungl á braut um jörðu og þar fyrir utan eru þúsundir annarra, ónýtra gervi- tungla á braut umhverfis jörðu. Ef við förum út á heiðskírri nóttu, eins fjarri borgarljós- unum og hægt er, og horfum í dálitla stund upp í himininn komum við án efa auga á gervi- hnött áður en langt um líður. Gervitunglið lít- ur út eins og hver önnur stjarna, en eini mun- urinn er að það hreyfist mjög hratt yfir himininn, ef til vill á um 25.000 km hraða á klukkustund. Stöku sinnum sér maður Iridí- um-fjarskiptatunglin, en þau blossa upp og dofna aftur á nokkrum sekúndum. Sumir hafa ruglað slíkum blossum við fljúgandi furðu- hluti, en það er vitaskuld ekkert til í því. Stórt gervitungl á borð við Alþjóðlegu geimstöðina sést hins vegar nánast aldrei frá Íslandi, nema á einhverjum ákveðnum tíma og þá í stutta stund í senn. Hubble-sjónaukinn sést heldur aldrei frá Íslandi þar sem braut hans liggur nokkurn veginn yfir miðbaug. Sævar Helgi Bragason. HVER ER UPPRUNI LISTARINNAR? Hvað eru sígaunar og hafa þeir einhverja sér- staka tónlistarstefnu – var spurt á Vísindavefnum í liðinni viku. Einnig var spurt hvernig fuglar geta fundið ánamaðka í moldinni. VÍSINDI Reuters Með talsverðum rétti má telja listþörfina til frumþarfa mannkyns.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.