Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.2002, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.06.2002, Qupperneq 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. JÚNÍ 2002 STRANDAÐUR HVALUR Í LÍKI KLETTS*– Á LEIÐINNI AÐ HUGSANLEGU HVERGI, REYKJANES, ÍSAFJÖRÐUR, 1988**: Er hvergi horfið? Við nálgun á þessu viðfangsefni kem ég að spurningunni „Hvað er hvergi?“ Orðabókin skilgreinir það sem „afskekktan eða óþekktan stað“. Þvílík gæfa í slíkum fundi. Samkvæmt þessari skilgreiningu er Ísland sá staður sem hefur fleiri hvergi miðað við höfðatölu en nokkurt annað land. Jafnvel þó Timb- úktú sé feykt út í buskann, þá getur Ísland, þar sem jarðfræði þess er töluvert varanlegri, tekið forystuna sem helsti birgir heimsins hvað hvergi varðar. En burtséð frá því hversu hvergi er algengt á Íslandi, þá er hvergi auðlind sem ekki er hægt að endurnýja, sér- staklega viðkvæm fyrir ofnýtingu og óviðeigandi notkun. Ef því er breytt eða það er notað með röngum hætti þá hverfur þetta hvergi. Í mínum huga og jafnvel í skilgreiningum, þá felst í hvergi ein sjaldgæfasta, viðkvæmasta og unaðslegasta reynsla sem hægt er að hugsa sér. Að vera hvergi. Getur þú sagt að þú hafir reynslu af því? *Strandaður klettur í líki hvals? **Sjá hluta síðustu viku. Þetta er níundi hluti flokks sem í heild ber heitið: Iceland’s Difference (Sérkenni Íslands). © fyrir ljós- mynd, 2002, hönnun og texta, 2002, Roni Horn. Fríða Björk Ingvarsdóttir þýddi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.