Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.2002, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.06.2002, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. JÚNÍ 2002 3 E INKAR fróðlegt var að fylgj- ast með fréttum og um- ræðum um heimsókn Jiang Zemins, forseta kínverska al- þýðulýðveldisins. Það þurfti ekki að koma nokkrum manni á óvart, að liðsmenn Falún Gong sam- takanna svonefndu, skyldu vilja efna til mótmæla á Íslandi og koma skoðunum sín- um á framfæri við forseta Kína. Einhverjir þeirra sögðu opinskátt, að Ísland væri vel til mótmæla fallið: landið lýðræðisríki og lögreglan fámenn. Það sem kom mönnum hinsvegar áreiðanlega í opna skjöldu var hversu margir úr þessum hópi hugðu á Ís- landsferð. Nú er það auðvitað gott og blessað og sjálfsögð mannréttindi að koma skoðunum sínum á framfæri með friði og spekt. Eng- inn mælir mannréttindabrotum kínverskra stjórnvalda bót og íslenskir ráðamenn hafa örugglega komið skoðunum sínum um þau mál ágætlega á framfæri við kínverska for- setann. Fólk sem ferðast land úr landi til mót- mæla fer sannarlega ekki alltaf með friði. Á kreiki í veröldinni er hópur atvinnumót- mælenda sem eltir uppi fundi tengda al- þjóðavæðingu og fundi tengda Alþjóða- bankanum í þeim tilgangi einum, að því er virðist, að efna til slagsmála við lögregluna. Þetta höfum við öll séð ótal sinnum í sjón- varpi og heyrt um og lesið. Þetta fólk er hvergi aufúsugestir og er það að vonum. Nú er ekki verið með þessu að segja að þeir Falún Gong liðar, sem ætluðu til Ís- lands, hafi ætlað að efna til óspekta. En sögðu ekki sumir þeirra, að þeir mundu ekki endilega fylgja fyrirmælum lögreglu og ætluðu sér að komast eins nálægt kín- verska forsetanum og mögulegt væri? Man ekki betur en ég hafi lesið það eða heyrt. Hvaða kosti áttu íslensk stjórnvöld? Áttu þau að láta þetta afskiptalaust og óátalið? Láta skeika að sköpuðu og vonast til að fá- mennt lögreglulið okkar gæti haft hemil á ákafamönnum í hópi mótmælenda. Lög- reglulið, sem hugsanlega væri 2–3 sinnum fámennara en mótmælendur og algjörlega vanbúið tækjum til að fást við ódæla hópa og uppivöðsluseggi. Átti að láta það ráðast hvort kínverskir lífverðir forsetans gripu til örþrifaráða, ef þeim þættu ágengir mót- mælendur hugsanlega geta stofnað lífi hús- bónda síns í hættu? Hver væri staða okkar, ef í hópi þeirra sem hugðust koma til Ís- lands beinlínis vegna komu Kínaforseta, hefði verið misindismaður, eða menn, stað- ráðnir í að vinna forsetanum mein? Slíkir menn eru nefnilega til. Illu heilli. Nei. Auðvitað bar íslenskum stjórnvöld- um skylda til að vernda gest sinn. Um það getur enginn velkst í vafa. Það er alltaf svo einstaklega auðvelt að vera vitur eftir á, það vitum við öll. Eftir knattspyrnuleikinn vitum við nákvæmlega hvað hver hefði átt að gera, hvenær og hvernig, þannig að úrslit hefðu orðið okkur meira að skapi. Þetta er þáttur í mannlegu eðli. Það er auðvelt að segja á mánudegi hvað hefði átt að gera á sunnudegi. Erfitt er að sjá að íslensk stjórnvöld hafi getað brugðist við á annan hátt en þau gerðu. Sá aðili sem settur var í hvað erfiðasta stöðu í þessu máli öllu eru Flugleiðir og þeir sem hlutu það vandasama og vanþakk- láta verk að skýra fyrir ákveðnum ein- staklingum að þeir gætu ekki farið til Ís- lands fyrr en eftir fáeina daga. Þetta fólk var sannarlega ekki öfundsvert af því verk- efni sem því var falið. Annar fróðlegur þáttur þessarar umræðu snýst um lista. Sumir virðast haldnir lista- hatri. Enginn má vera á lista. En við erum öll á listum. Ótal listum. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Símaskráin er listi. Margir íslenskir stjórnmálamenn, fyrrverandi og núverandi, dáðu Sovétríkin gömlu öðrum ríkjum meira. Horfðu til þeirra með ástarglampa í augum og allt var gott sem gerðist þar. Sumir sakna þeirra sjálfsagt enn. Í Sov- étríkjunum voru símaskrár bannaðar. Þær voru listar yfir fólk og þessvegna hættu- legar öryggi ríkisins. Menn gætu nefnilega notað símaskrár til að boða fundi og stofna félög, hugsanlega flokka. Slíkt var vald- höfum ekki þóknanlegt. En þá urðu bara til „ólöglegar“ heimagerðar símaskrár. Sumstaðar gengur listahræðslan út í öfg- ar. Kunningja þess sem þetta ritar var ný- lega neitað um lista yfir íslenska stúdenta við erlendan háskóla. Sagt var að ólöglegt væri að veita slíkar upplýsingar. Stúdent- arnir reyndust þrír þegar allt kom til alls, og auðvelt var að afla þeirra upplýsinga eftir öðrum leiðum. Landamæraverðir í fjölmörgum löndum, til dæmis í Bandaríkjunum, hafa lengi stuðst við lista. Fyrst til að koma í veg fyr- ir að kommúnistar kæmust inn fyrir landa- mærin og seinna hefur athyglin fremur beinst að harðsvíruðum glæpamönnum og eiturlyfjasölum. Enda kommúnistar naum- ast lengur til og enginn kannast við að til- heyra þeim hópi. Schengenlöndin styðjast við lista. Meðal annars til að hafa hendur í hári misindis- manna og þeirra sem versla með eiturlyf og stunda mansal. Er nokkuð athugavert við þetta? Öldungis ekki. Þetta er sjálfsagt og eðlilegt og saklausu fólki trygging og vernd. En hér er mjótt mundangshófið eins og víðar. Það verður að vega og meta nauðsyn þess að halda skrár til að halda uppi lögum og reglu og jafnframt verður að ganga svo frá að þessar skrár séu ekki misnotaðar. Ég fæ til dæmis ómögulega séð að það geti verið mannréttindabrot að halda skrá yfir barnaníðinga til að vernda börn. Kannski getur þó einhver reynt að færa rök fyrir því. Undirritaður fær reglulega sendan dóna- póst af ýmsu tagi á netfang á hotmail.com. Sé lokað á einn sendanda kemur bara ann- ar nýr í hans stað. Allar tilraunir til að uppræta þetta hafa til þessa reynst árang- urslausar. Þetta þýðir að ég er á lista sem ég vil ekki vera á, en fæ engu um það ráð- ið. Hin nýja upplýsingatækni gerir brýnt að skapa réttarúrræði bæði innan einstakra ríkja og á alþjóðavettvangi sem vernda ein- staklinginn gegn óprúttnum listasemj- endum og misnotkun lista, en sem jafn- framt tryggja eðlilega almannahagsmuni og öryggi borgaranna hvort sem í hlut eiga þjóðhöfðingjar eða óbreyttir borgarar. Íslensk stjórnvöld voru í erfiðri aðstöðu. Úr því sem komið var, var ekki margra annarra kosta völ. VÉR MÓTMÆL- UM EKKI ALLIR RABB E I Ð U R G U Ð N A S O N ÍSAK HARÐARSON STEINSNAR Elliheimilið og fjósið – bara steinsnar á milli Kýrnar jórtrandi á básunum og gamla fólkið í minningunum Bráðum verður þeim hleypt út í ljósið! Bara steinsnar á milli Ísak Harðarson er fæddur árið 1956. Ljóðið er í sjöundu ljóðabók hans, Stokks- eyri, sem kom út árið 1994. FORSÍÐUMYNDIN er af verkinu Vatnið, lífslindin, 1432, eftir Jan van Eyck. Brügge hin forna niðurlenska borg í vestur Flæm- ingjalandi, þeim hluta landsvæðisins sem nú tilheyrir Belgíu, er menningarborg Evrópu 2002. Ásamt Gent, sem er austar, telst hún eitt af djásnum álfunnar, einkum hvað menjar frá miðöldum snertir, yst sem innst dæmi um óviðjafnlegt handverk. Bragi Ás- geirsson hermir hér sitthvað af borginni og málaranum Jan van Eyck. Samstarf leikfélags og borgar Theodór Júlíusson leikari var kjörinn í stjórn Leikfélags Reykjavíkur á aðalfundi þess fyrir skömmu. Í viðtali við Bergþóru Jónsdóttur rekur hann hugmyndir sínar um það hvernig efla megi Borgarleikhúsið og Leikfélagið sem býr við erfiðan fjárhag um þessar mundir. Draumasmiðjan er leikhús sem hefur að miklu leyti lagt áherslu á íslenskt verkefnaval, leikrit fyrir börn, heyrnarlausa og aðra hópa leik- húsgesta sem aðstandendur þess telja minna sinnt í íslensku leikhúsi en skyldi. Framkvæmdastjórinn, Gunnar Gunn- steinsson, ræddi við Ingu Maríu Leifsdóttur um væntanleg verkefni leikhússins og til- gang og framtíð sjálfstæðra leikhúsa á Ís- landi. Fjöll og fólk eru viðfangsefni Ara Trausta Guðmunds- sonar í annarri grein af þremur í flokknum Ár fjallanna. Hann segir meðal annars: Fátt er vitað um hvaða augum forfeður okkar og formæður litu íslensk fjöll. Í norrænni goðafræði var uppruni fjalla talinn sá að Bors synir nýttu bein Ýmis jötuns í upphafi (jarð)sögunnar til þess að búa til úr björg og fjöll um leið og holdið myndaði jörðina. Grjót og urðir voru gerðar úr tönnum Ýmis.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.